Morgunblaðið - 12.08.2003, Síða 17
SUÐURNES
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. ÁGÚST 2003 17
Heimsferðir bjóða borgarævintýri til fegurstu borga Evrópu á
hreint frábærum kjörum með beinu flugi í haust. Alls staðar nýt-
ur þú þjónustu reyndra fararstjóra okkar, sem eru á heimavelli á
söguslóðum og bjóða spennandi kynnisferðir meðan á dvölinni
stendur. Notaðu tækifærið og kynnstu mest spennandi borgum
Evrópu, mannlífi og menningu og upplifðu ævintýri í haust.
Fegurstu
borgirnar
í beinu flugi í haust
frá kr. 28.550
Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is
Munið Mastercard
ferðaávísunina
Róm
1.-5. okt.
Heimsferðir bjóða nú einstakt tæki-
færi til borgarinnar eilífu í beinu flugi
þann 1. okt. frá Íslandi til Rómar. Nú
getur þú kynnst þessari einstöku borg
sem á engan sinn líka í fylgd farar-
stjóra Heimsferða og upplifað árþús-
undamenningu og andrúmsloft sem er
einstakt í heiminum. Péturstorgið og
Péturskirkjan, Vatíkanið, Spænsku
tröppurnar, Colosseum, Forum
Romanum og Pantheon hofið.
Sjá www.heimsferðir.is
Verð frá kr.65.850
Búdapest
október
fimmtud. og mánud.,
3, 4 eða 7 nætur
Stórkostleg borg í hjarta Evrópu,
sem Íslendingum býðst nú að kynn-
ast í beinu flugi frá Íslandi. Hér
getur þú valið um góð 3 og 4
stjörnu hótel í hjarta Budapest og
spennandi kynnisferðir með farar-
stjórum Heimsferða.
Verð kr. 28.550
Flugsæti til Budapest 20. okt. með
8.000 kr. afslætti. Skattar innifaldir.
Gildir frá mánudegi til fimmtudags.
Verona
17. sept., 5 nætur
Fegursta borg Ítalíu, þar sem þú
getur notið hins besta af ítalskri
menningu um leið og þú gengur
um gamla bæinn, skoðar svalir
Júlíu og kynnist frægasta útileik-
húsi Ítalíu, Arenunni í Verona eða
ferðast um Gardavatn og Feneyjar.
Verð kr. 29.950
Flugsæti með sköttum. Völ um 3 og 4
stjörnu hótel. Ekki innifalið: Forfalla-
gjald, kr. 1.800 valkvætt. Ferðir til og
frá flugvelli kr. 1.800.
Prag
Okt. og nóv.
fimmtud. og mánud.,
3, 4 eða 7 nætur
Fegursta borg Evrópu og eftirlæti
Íslendinga sem fara nú hingað í
þúsundatali á hverju ári með Heims-
ferðum. Fararstjórar Heimsferða gjör-
þekkja borgina og kynna þér sögu
hennar og heillandi menningu.
Góð hótel í hjarta Prag.
Verð kr. 29.950
Flug og hótel í 3 nætur. M.v. 2 í her-
bergi á Quality Hotel, 3. nóv. með 8.000
kr. afslætti. Skattar innifaldir. Gildir frá
mánudegi til fimmtudags. Ferðir til og
frá flugvelli kr. 1.800.
Barcelona
2. okt. 3 nætur
22./26./30. okt. 4 nætur
Einn vinsælsti áfangastaður Íslend-
inga í 11 ár. Heimsferðir bjóða nú
bein flug í október, sem er einn
skemmtilegasti tíminn til að heim-
sækja borgina. Menningarlífið er í
hápunkti og ótrúlegt úrval listsýn-
inga og tónleika að heimsækja
ásamt spennandi næturlífi og ótrú-
legu úrvali verslana. Fararstjórar
Heimsferða kynna þér borgina á
nýjan hátt, enda hér á heimavelli.
Verð kr. 49.950
Flug og hótel í 4 nætur.
M.v. 2 í herbergi á Aragon, 22. okt.
Skattar innifaldir. Ferðir til og frá flug-
velli kr. 1.800.
Sorrento
30. sept., 5 nætur
Heimsferðir bjóða nú í fyrsta sinn á
Íslandi beint flug til Napolí og dvöl
í Sorrento, þessum frægasta sumar-
leyfisstað Ítalíu. Hér kynnist þú
hinni ótrúlega fögru Amalfi strönd,
eyjunni Capri, Pompei og Napolí.
Ótrúlega fallegt umhverfi og heill-
andi andrúmsloft á þessum fagra
stað. Völ um úrvalshótel í hjarta
Sorrento.
Verð kr. 63.650
Flug og hótel í 5 nætur. M.v. 2 í her-
bergi á La Meridiana með morgunmat.
Skattar innifaldir. Ferðir til og frá flug-
velli kr. 1.800.
Verð m.v. 2 í herbergi, Hotel Villa
Torlonia, flug, gisting, skattar, íslensk
fararstjórn. Ekki innifalið: Forfalla-
gjald, kr. 1.800 valkvætt. Ferðir til og
frá flugvelli kr. 1.800.
ÁRLEGUR fjölskyldudagur var haldinn í Vogunum á
laugardag. Að sögn Lenu Rósar Matthíasdóttur tóm-
stundafulltrúa setti veðrið nokkurn svip á hátíðina sem
aftraði því þó ekki að börn og fullorðnir skemmtu sér
konunglega. Helst bar á að fullorðna fólkið vantaði á fjöl-
skyldudaginn.
Fjölmargt var í boði fyrir alla fjölskylduna og hófst
dagskráin með dorgveiðikeppni. Á hátíðarsvæðinu í Ara-
gerði voru leiktæki, íþróttaviðburðir og skemmtiatriði.
Þá var keppt bæði í fótbolta og körfubolta. Lionsklúbb-
urinn Keilir stóð fyrir húsmunauppboði og um kvöldið
stóðu Lionsmenn og björgunarsveitin Skyggnir fyrir
dansleik en allur ágóði rann óskiptur til líknarmála.
Björgunarsveitin setti upp talíubraut, sem var vinsæl
hjá unga fólkinu og slökkviliðið bauð bæjarbúum upp á
útsýnisferð í körfubíl slökkviliðsins. Um kvöldið var öll-
um unglingum, 15–17 ára, á Suðurnesjum boðið í sund-
laugarpartí og haldið var félagsmiðstöðvarpartí fyrir 12–
14 ára ungmenni.
Blautur fjöl-
skyldudagur
Ljósmynd/Hilmar Bragi Bárðarson
Fólki gafst kostur á að njóta útsýnisins úr körfubíl
slökkviliðsins og nýttu sér það fjölmargir.
Regnhlífar komu í góðar þarfir á fjölskyldudeginum.
Þessir ungu menn tókust á í Aragerði og hér er það jafnvægislistin ekki síður en úthaldið sem skiptir öllu máli.
Vogar
LÍNUSKIP Þorbjarnar-Fiska-
ness hf. hafa undanfarna daga
verið að hefja róðra að nýju eft-
ir sumarfrí og er búist við að
vinnsla í frystihúsinu fari í full-
an gang í vikunni eða um leið og
fyrsta skipið kemur inn til lönd-
unar. Frá þessu er greint á
heimasíðu Þorbjörns-Fiska-
ness. Í hópi báta sem eru að
hefja róðra er línu- og netaskip-
ið Ágúst GK sem er farinn í
sína fyrstu veiðiferð eftir breyt-
ingar sem gerðar voru á hon-
um. Ágúst GK kom til landsins í
febrúar síðastliðnum frá
Gdynia þar sem honum var
breytt úr nóta- og togveiðiskipi.
Landaði 405 tonnum
Þá má geta þess að Gnúpur
GK, frystitogari í eigu Þor-
bjarnar-Fiskaness, landaði í
síðustu viku 405 tonnum að
verðmæti 48 m.kr. Veiðiferðin
stóð í 28 daga.
Róðrar hafnir að
nýju hjá Þorbirni-
Fiskanesi
Vinnsla í
fullan gang
í vikunni
Grindavík
UPPLÝSINGAMIÐSTÖÐ Reykja-
ness hefur undanfarnar vikur staðið
fyrir gönguferðum undir leiðsögn í
bæjarfélögum á Suðurnesjum og hef-
ur mjög góð þátttaka verið í skoðun-
arferðunum fram að þessu. Í kvöld
verður gengið um Garðinn með Ás-
geiri Hjálmarssyni og er mæting við
Byggðasafnið í Garði kl. 20.
Á fimmtudag mun Reynir Sveins-
son ganga með fólki um Sandgerði og
er mæting á veitingastaðnum Vitan-
um kl. 20.
Útilistaverk skoðuð í fylgd
menningarfulltrúa
Síðar í mánuðinum verður boðið
upp á gönguferðir um Hafnir, Voga
og umhverfi og skoðuð verða útilista-
verk í eigu Reykjanesbæjar í fylgd
menningarfulltrúa bæjarins. Áhuga-
samir geta nálgast nánari upplýsing-
ar á heimasíðum viðkomandi sveitar-
félaga.
Gönguferð um
Garðinn í kvöld
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Garður