Morgunblaðið - 12.08.2003, Page 18
AUSTURLAND
18 ÞRIÐJUDAGUR 12. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ
NÝLOKIÐ er framkvæmdum við
sundlaugargarð á Djúpavogi. Í des-
ember síðastliðnum var tekið í notk-
un nýtt og glæsilegt sundlaugar-
mannvirki á Djúpavogi, en sund-
laugin var byggð við íþróttahús
staðarins sem var reist árið 1994.
Eftir að sundlaugin, sem er inni-
laug með heitum pottum og barna-
laug, var tekin í gagnið má með sanni
segja að íbúar Djúpavogshrepps hafi
þar með eignast fullkomna íþrótta-
miðstöð þar sem fólk getur stundað
alhliða líkamsrækt. Djúpavogsbúar
sem og ferðamenn hafa tekið hinni
nýju sundlaug fagnandi. Hinum end-
anlegu framkvæmdum við sundlaug-
armannvirkið lauk nú um mánaða-
mót júlí – ágúst en þá var sund-
laugargarðurinn opnaður. Í garð-
inum er stór setlaug sem hefur verið
sérstaklega vinsæl meðal sóldýrk-
enda. Nýting á sundlauginni var með
eindæmum góð á síðastliðnum vetri
og nú í sumar hefur aðsókn verið með
ágætum. Ljóst er að á viðtökum íbúa
og ekki síður ferðamanna að sund-
laugin á Djúpavogi á eftir að njóta sí-
vaxandi vinsælda á komandi árum.
Að sögn Andrésar Skúlasonar, for-
stöðumanns Íþróttamiðstöðvarinn-
ar, hafa ferðamenn íslenskir sem er-
lendir í miklum mæli lýst aðdáun
sinni á hinni nýju og glæsilegu sund-
laug og þeir muni óhikað mæla með
því við alla að hafa viðkomu í þessari
laug.
Ef tekið er tillit til stærðar sveitar-
félagsins Djúpavogshrepps sem hef-
ur í dag einungis um 500 íbúa, þá má
leiða getum að því að hvergi á land-
inu fyrirfinnist jafngóð og metnaðar-
full aðstaða undir einu þaki og í
Íþróttamiðstöð Djúpavogs.
Nýr sundlaugar-
garður á Djúpavogi
Djúpivogur
Ljósmynd/Sólný Pálsdóttir
Andrés Skúlason, forstöðumaður Íþróttamiðstöðvar Djúpavogs, fylgist hér
með ungu sundfólki í nýjum sundlaugargarði.
SÉRA Jóhanna Ingibjörg Sigmars-
dóttir, sóknarprestur á Eiðum, hafði
samband við Morgunblaðið og benti
á að Stórurð og Dyrfjöll upp á
eggjar tilheyrðu jörðinni Hrafna-
björgum í Hjaltastaðarþinghá.
Athugasemdin er gerð vegna við-
tals við göngufólk á Borgarfirði
eystri, sem var þar í skipulagðri
fimm daga gönguferð á dögunum.
Lét einn göngumanna hafa eftir sér
að Stórurðin virtist vera ákaflega vel
varðveitt leyndarmál og sem Gullfoss
og Geysir þeirra Borgfirðinga.
En Stórurðin er sem sagt ekki á
Borgarfirði, heldur í Hjaltastað-
arþinghánni á Austur-Héraði og
hafa skal það sem sannara reynist.
Sr. Jóhanna segir að allir séu vel-
komnir í Stórurð svo fremi sem þeir
gangi vel um og sýni landinu virð-
ingu.
Eigendur Hrafnabjarga eru af-
komendur hjónanna Guðríðar Guð-
mundsdóttur og Sigmars Torfason-
ar.
Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir
Undir Dyrfjöllum liggur Stórurðin, einstök náttúruperla sem fremur fáir þekkja.
Stórurðin skal vera rétt feðruð
Egilsstaðir
BLÁKLUKKAN er einkennisjurt
Austurlands og ekki að ástæðu-
lausu því hún er afar fögur og fín-
gerð. Blár litur hennar minnir á
heiðríkjuna en stundum birtast
litaafbrigði eins og hér þar sem
bláklukkan er orðin næstum drif-
hvít.
Ljósmynd/Sólný Pálsdóttir
Bláklukkuhvítingjar
Djúpivogur
HÖGGMYNDIN Síðasta lag
fyrir fréttir: Fuglinn í fjör-
unni, eftir Borgfirðinginn
Eyjólf Skúlason sem kunnur
er fyrir að galdra fram úr
rekaviðardrumbum vætti,
vanadísir og ára. Verkið
stendur við fjöruna í Bakka-
gerðisþorpi.
Síðasta
lag fyrir
fréttir
Borgarfjörður
Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsd.
Höggmyndin Síðasta lag fyrir
fréttir: Fuglinn í fjörunni eftir
Borgfirðinginn Eyjólf Skúla-
son, sem kunnur er fyrir að
galdra fram úr rekaviðar-
drumbum vætti og ára. Verkið
stendur við fjöruna í Bakka-
gerðisþorpi.
GÖMUL hús sem staðið hafa auð selj-
ast nú eins og heitar lummur á Borg-
arfirði eystra. Þeir sem eiga ættir að
rekja til staðarins kaupa þessi hús
gjarnan til að gera sér sumarbústaði.
Pétur Reynir Björnsson og Anna
Gústafsdóttir keyptu sér í vetur húsið
Sæbakka sem stendur á Bökkunum í
Bakkagerðisþorpi og var byggt árið
1942. Í því höfðu búið bræður sem
ánöfnuðu Lestrarfélagi Borgfirðinga
húsið eftir sinn dag, en staðsetningin
hefur sjálfsagt valdið því að það var
sett á sölu. Pétur segir marga hafa
haft áhuga á eigninni, en hann fékk
húsið á milljón og er nú að gera það
upp. Hann segir það vera tveggja ára
rólegheita verkefni að gera þarna
gott sumarhús.
„Við erum búin að mála og girða og
erum núna að setja lista í kringum
gluggana. Næst á að einangra að inn-
an. Þetta á ekki að vera neitt stress-
verkefni heldur ætlum við að hafa
gaman af þessum endurbótum.“
Gömlu húsin
seljast eins og
heitar lummur
Borgarfjörður
Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir
Pétur Reynir Björnsson og Anna
Gústafsdóttir keyptu sér gamalt
hús á Borgarfirði og eru að end-
urbyggja það sem sumarbústað.
SÆVAR Gunnarsson gerir út
trillu frá Borgarfirði. Hann var
síðasti bátur í land fyrir árlegt
vikulangt vinnslustopp hjá fisk-
verkuninni í Bakkagerði og kom
inn með slatta af þorski. Nú er
vinnslan komin í fullan gír aftur
og fiskiríið slarkfært, svo að
menn þurfa að hafa sig alla við að
beita bjóðin.
Sævar er raunar Egilsstaðabúi,
en gerir út frá Borgarfirði.
Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir
Landað í kvöldsólinni
Borgarfjörður