Morgunblaðið - 12.08.2003, Side 20
NEYTENDUR
20 ÞRIÐJUDAGUR 12. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ
30 ÁRA LÁNINNRÉTTINGAR EldaskálinnBrautarholti
kostnaður frá 2.750 krónum fyrir
fjögurra daga gæslu til 3.785 króna
fyrir 7 daga gæslu. Fyrir 14 daga
gæslu þarf að greiða 6.620 krónur og
9.455 krónur fyrir 21 dag.“
Leigubifreiðastöðvar eru með
sérstakt tilboðsverð á leigubíl til og
frá Leifsstöð, segir ennfremur, og
kostar bíll fyrir 1–4 farþega 15.000
krónur og 19.000 krónur fyrir 5–9
farþega.
Ferðavenjur Íslendinga
Ferðum var skipt í styttri og lengri
ferðir til einföldunar. Stuttar ferðir
eru 1–7 daga og lengri ferðir 8–14
daga, eða 15–28 daga. Stystu ferðirn-
ar eru yfirleitt borgar- eða viðskipta-
ferðir og vikulangar sólarlandaferðir.
Stuðst var við rit Hagstofunnar
um ferðavenjur Íslendinga sem er
frá 1996. Tekið er fram að fjöldi
styttri ferða geti hafa vaxið á kostnað
lengri ferða frá því gögn Hagstofunn-
EINKABÍLLINN er ódýrasti ferða-
mátinn til og frá Leifsstöð fyrir ferðir
sem eru sjö dagar eða styttri, sam-
kvæmt athugun sem Viðskiptaráð-
gjöf IBM hefur unnið fyrir Securitas.
Verkefnið fólst í því að bera saman
þjónustu Securitas við aðra valkosti
fyrir ferðamenn á leið til og frá Kefla-
víkurflugvelli, en fyrirtækið býður
gæslu á bifreiðum á stæði við Leifs-
stöð.
Þegar ferðamenn fara frá höfuð-
borgarsvæðinu til Leifsstöðvar og til
baka, stendur valið á milli flugrútu,
einkabíls, leigubíls, flugtaxa eða
aksturs fjölskyldumeðlims eða vinar.
Engar tiltækar tölur eru fyrir hendi
um tíðni og er einkum fjallað um þrjá
fyrstu möguleikana, segir í greinar-
gerð með athuguninni.
„Gjald fyrir flugrútu er 1.000 krón-
ur aðra leiðina fyrir fullorðna og 500
krónur fyrir börn 12–15 ára en frítt
er fyrir börn undir 12 ára aldri. Auk
þessa kostnaðar er reiknað með að
taka þurfi leigubíl að og frá ökuleið
flugrútunnar en sá kostnaður fer að
sjálfsögðu eftir vegalengd og eftir því
hvort um dag- eða næturtaxta er að
ræða. Hér er gert ráð fyrir því að
þessi kostnaður sé 1.250 krónur aðra
leiðina. Miðað við þessar forsendur
er þessi kostnaður 6.500 krónur fyrir
2 en fyrir fjögurra manna fjölskyldu
er hann 7.000–7.500 krónur eftir aldri
barna, nema bæði börnin séu undir
12 ára,“ segir í niðurstöðum.
Kostnaður við gæslu á einkabíl fer
eftir dvalartíma en hún kostar 450
krónur á dag fyrir 1–6 daga en 405
krónur á dag fyrir 7–30 daga. Þá má
gera ráð fyrir að eldsneyti kosti 950
krónur, sem er áætluð eyðsla með-
alfólksbíls til og frá Leifsstöð. Þessi
kostnaður gæti sveiflast um fáein
hundruð til eða frá eftir atvikum, seg-
ir jafnframt.
„Samkvæmt þessum forsendum er
ar voru tekin saman, segir einnig.
„Um 60% allra ferða fólks 25–64 ára
eru af þessari lengd, en yngra fólk og
börn fara mun sjaldnar í slíkar ferð-
ir.“
Átta til 14 daga dvalartími á að-
allega við dæmigerðar sólarlanda-
ferðir og voru um 25% af ferðum allra
aldurshópa af þessari lengd, að því er
segir í niðurstöðum. „Lengstu ferð-
irnar eru 15–28 dagar og er um helm-
ingur ferða barna af þeirri lengd en
10–20% fullorðinna. Hér er því um
dæmigerðar fjölskylduferðir að
ræða,“ segir ennfremur.
Í samanburðinum skiptir máli
hversu langt ferðalagið er og hversu
margir ferðast við samanburð á val-
kostum.
„Í ferðir sem taka 15–21 nótt er
flugrútan ódýrust ef 3 eða færri
ferðast saman eða ef börn undir 12
ára eru í ferðahópnum, sé gengið út
frá þeim forsendum sem tilgreindar
hafa verið,“ segir í samantekt Við-
skiptaráðgjafar IBM.
Segja einkabílinn hagkvæm-
an vegna stuttra ferðalaga
Athugun gerð á kostnaði við akstur til og frá Leifsstöð
Morgunblaðið/Hilmar Bragi
Einkabíllinn gæti verið hagkvæmastur ef ferðalagið er stutt en flugrútan
vinnur á þegar dvalið er lengi erlendis eða þegar fáir úr fjölskyldunni fara.
ÍSLENSKAR ágúrkur eru fáan-
legar allan ársins hring. Þær eru
hollar eins og allt annað grænmeti,
innihalda aðallega C-vítamín, vökva-
innihaldið er um 96% og því er
orkuinnihaldið mjög lágt eða aðeins
12 he í hverjum 100 g, segir í sam-
antekt frá grænmetisbændum.
Elstu heimildir um agúrkurækt-
un eru frá Indlandi; þaðan barst
plantan út um allan heim en víðast
hvar má rækta agúrkur. Frásagnir
eru af hinum ýmsu konungum sem
lögðu mikið upp úr ræktun agúrku í
ríkjum sínum, kannski fyrir þær
sakir hversu svalandi þær eru og því
gjarnan notaðar, ferskar, á augu til
að draga úr þrota og baugum.
Gúrkur eru stór ber
Rétt er að nefna áður en lengra er
haldið að agúrkur eru ekki eiginlegt
grænmeti heldur ávöxtur eða stórt
ber, eða nánar tiltekið aldin klif-
urjurtar af kúrbítsætt. Gúrkan vex
ekki villt, ekki einu sinni erlendis, en
hér á landi er hún ræktuð í gróð-
urhúsum með góðum árangri. Ag-
úrkur geta verið mjög mismunandi
að stærð og lögun, bragðið er þó
mjög líkt og frekar lítið, þó eru
smærri gúrkurnar oft bragðbetri en
þær sveru. Lagið á gúrkunni hefur
ekkert með bragð eða hollustu að
gera. Þegar velja skal agúrku skipt-
ir lagið ekki svo ýkja miklu máli
nema að nota eigi agúrkuna til
dæmis í skreytingar, einnig er betra
að skera agúrkur í sneiðar ef þær
eru beinar. Aðalatriðið er að græni
liturinn sé jafn og að þær séu stinn-
ar, gott er að meta það með því að
þrýsta létt á stilkendann því þar lin-
ast þær gjarnan fyrst.
Best er að geyma agúrkur ekki í
of miklum kulda, heldur á svölum
stað, til dæmis á þeim stað í ísskápn-
um þar sem kuldinn er minnstur.
Erlendis þekkist að húða agúrkur
með vaxi til að auka geymsluþolið,
en hérlendis er það aldrei gert. Ag-
úrkur eru oftast notaðar sem álegg
á brauð, til dæmis með osti, kota-
sælu eða öðru grænmeti og súrar
gúrkur ganga vel með roastbeef,
steiktum lauk og örlitlu remúlaði.
Agúrkur eru einnig frábærar í fersk
salöt og gott meðlæti með til dæmis
kjöti í ediklegi í sneiðum eða sem
heilar smágúrkur. Agúrkur, eins og
annað grænmeti, geta komið í stað
fitumikils snakks ásamt léttri ídýfu
til dæmis úr kotasælu eða jógúrt.
Agúrkuréttir
Tzatziki, sem er köld jógúrtídýfa
ættuð frá austanverðu Miðjarð-
arhafi, er gerð úr agúrkum, fersk-
um hvítlauk og söxuðu dilli. Hún er
borin fram með pítubrauði, ristuðu
brauði eða hráu grænmeti og salöt-
um, einnig með grilluðum fiski og
kjöti. Að lokum má ekki gleyma
gazpacho, sem er köld, spænsk
grænmetissúpa sem inniheldur sax-
aðar agúrkur og þykir hún hið
mesta hnossgæti. Fleiri þjóðir en
Spánverjar laga súpur þar sem ag-
úrkur eru notaðar og má þar nefna
Grikki með tarata, Tyrki og cacik og
chlocnik sem er pólsk súpa.
Á Indlandi eru agúrkur brytjaðar
út í jógúrt, kallað raita og notað sem
svalandi meðlæti með sterkum
karrýréttum. Agúrkur má gufu-
sjóða, ofnbaka, léttsteikja í smjöri
eða djúpsteikja en æskilegast er,
næringarlega séð, að borða þær
ferskar þar sem næringarefnin tap-
ast gjarnan við eldun.
Agúrkur allan
ársins hring
Morgunblaðið/Þorkell
Uppskrift fyrir fjóra
Hráefni:
5 dl jógúrt, hrein
1¾ dl gúrka, afhýdd og
skorin í teninga
2 msk. mynta, fínt söxuð
1 tsk. salt
1 tsk. edik (má sleppa)
1¼ stk. hvítlauksrif, press-
uð
Matreiðsla: Setjið allt hrá-
efni í skál. Ef tzatziki er búið
til með nokkrum fyrirvara, er
gott að salta gúrkuna svo saf-
inn úr henni þorni ekki.
Meðlæti: Tzatziki er hægt
að nota á pítubrauðið eða til
að krydda kjöt og hrísgrjón. Í
staðinn fyrir fersku myntuna
má nota ferskt dill eða þurrk-
aða myntu. Þessi uppskrift er
best með þykkri jógúrt.
Grísk tzatz-
iki-sósa
Heimild: Uppskriftir.is
Uppskrift fyrir fjóra
Hráefni:
2–3 dósir niðursoðnir tómat-
ar í bitum
2 stk. hvítlauksgeirar
1 stk. rauðlaukur
1 stk. agúrka
1 stk. paprika, hreinsuð
4 msk. ólífuolía
½ dl rauðvínsedik,
nýmalaður pipar og salt
brauðstangir
½ dl sýrður rjómi
Matreiðsla: Maukið hvítlauk,
rauðlauk, agúrku og papriku í
matvinnsluvél í 2 mínútur.
Bætið þá niðursoðnu tómötun-
um saman við og maukið í eina
mínútu til viðbótar. Bragðbæt-
ið með rauðvínsediki, pipar og
salti. Súpuna má bera fram
hvort sem er, heita eða kalda.
Meðlæti: Brauðstangir og
sýrður rjómi, sem hrærður er
upp og 1–2 tsk. settar á hvern
disk þegar súpan er borin
fram.
Spænsk
gazpacho-
súpa
Heimild: Uppskriftavefur hagkaup.is
AÐSÓKN í Kringluna í júlí jókst um
5,2% milli ára og sóttu um 25.000
fleiri viðskiptavinir verslunarmið-
stöðina heim í júlí nú, en í fyrra.
Þessi umtalsverða aukning er
þrátt fyrir mjög gott veður í Reykja-
vík í júlí, en yfirleitt hefur gott veður
neikvæð áhrif á aðsókn í Kringluna,
segir Örn Kjartansson, fram-
kvæmdastjóri Kringlunnar. Hann
segir hugsanlegar skýringar á góðu
gengi í júlímánuði bæði góðar útsöl-
ur og aukna aðsókn um helgar.
„Sunnudagar í júlí hafa verið með
frjálsum afgreiðslutíma og nú höfðu
fleiri verslanir opið á sunnudögum
en í fyrra.“ Örn segir að það stefni í
að heildaraðsókn á árinu verði meiri
en í fyrra, og er aðsóknin í ár um 2%
meiri en í fyrra það sem af er árinu.
Útsölum er nú lokið í Kringlunni
og nýjar vörur komnar í flestar
verslanir. Næsta sunnudag tekur
gildi vetrarafgreiðslutími í Kringl-
unni sem er eftirfarandi:
mán.–mið. kl. 10 til 18.30
fimmtudaga kl. 10 til 21
föstudaga kl. 10 til 19
laugardaga kl. 10 til 18
sunnudaga kl. 13 til 17
Veitingastaðir og kvikmyndahús
eru opin lengur.
Aukinn fjöldi
í Kringlunni
RÚMLEGA 51.000 manns kom í
Smáralind um síðustu helgi þegar
útsölur kláruðust og er það rúmlega
17% aukning frá útsölulokum í fyrra.
Veltuaukning verslana í Smáralind
er um 20% á síðustu fjórum mán-
uðum miðað við sama tíma í fyrra.
Verslun í júlímánuði gekk mjög
vel að sögn Helgu Thors, markaðs-
stjóra Smáralindar: „Við erum mjög
sátt við sumaraðsóknina. Það hangir
þarna saman, góðar júlíútsölur og
tívolíið.“ Helga segir að þó að heim-
sóknir séu nálægt meðaltali sé veltan
að aukast.
Pálmi Kristinsson, framkvæmda-
stjóri Smáralindar segir að verið sé
að taka saman tölur yfir veltuaukn-
ingu. Hann segir að lítil aukning hafi
verið á veltu á fyrsta ársfjórðungi. Á
öðrum ársfjórðungi, að viðbættum
júlí, segir hann umtalsverða veltu-
aukningu í Smáralind, þó mismikla
milli verslana. Á þessu tímabili segir
hann veltuaukningu verslanna að
meðaltali um 20%.
„Hægt og bítandi er Smáralind að
verða partur af vana fólks, þetta er
eitthvað sem tekur tíma. Við sjáum
núna í hverju tilfellinu á fætur öðru
allt að 100% söluaukningu í ein-
stökum verslunum miðað við sama
tíma í fyrra. Viðkomandi verslanir
gera þá betur vart við sig og við-
skiptavinir þeirra verslana venja
komur sínar þangað.“ segir Páll.
„Útölurnar gengu rosalega vel,“
segir Helga. „Kaupmenn eru afskap-
lega ánægðir með þetta. Það var
meira um söluborð á göngunum en
áður svo það var meiri útsölu-
stemmning en hefur verið.“ Núna
streyma nýjar vörur í Smáralind og
hausttískan er að verða allsráðandi.
Áfram verður opið í Smáralind frá
11 til 19 virka daga, frá 11 til 18 laug-
ardaga og frá 13 til 18 sunnudaga.
Mikil veltuaukning
í Smáralind