Morgunblaðið - 12.08.2003, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 12.08.2003, Blaðsíða 23
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. ÁGÚST 2003 23 Í BYRJUN sumars árið 2002 birtist í mörgum fjölmiðlum áskorun frá nokkrum forystuaðilum í stangaveiði á Íslandi um að stangaveiðimenn hlífðu lífi stórlaxa. Að ályktuninni stóðu Landssamband stangaveiði- félaga, Veiðimálastofnun og Lands- samband veiðifélaga. Líklega kom áskorunin fram á þessum tíma þar sem ástand í stangaveiði á laxi í byrjun sumarsins var með þeim hætti að mjög fáir laxar veiddust víðast hvar en einnig að undanfarna áratugi hefur mátt greina stöðuga fækkun á svokölluðum stórlaxi á Ís- landi, en það eru þeir laxar sem dvelja tvo vetur í sjó. Veiðimálastofnun hefur sýnt fram á með greiningum á niðurstöðum teljara í ýmsum ám að hærra hlut- fall af stórlaxi veiðist en smálaxi. Stórlax kemur fyrr og er þar með lengur undir veiðiálagi. Einnig hrygnir stórlax fyrr á haustin og veiðast gjarnan stórir hængir seint á haustin. Einnig hefur verið sýnt fram á með erfða- fræðilegum rannsóknum á laxi að afkomendur stórlaxa verða frekar og þar með í hærra hlutfalli stórlaxar er afkomendur smálaxa. Því er ljóst að með því að veiða hærra hlutfall stórlaxa hverfa stórlaxar smám saman úr ánum séu þeir drepnir áður en þeir hrygna. Einnig hefur verið bent á að skilyrði í úthafinu hafi á einhvern hátt breyst stór- laxi í óhag. Allar þessar skýringar eiga rétt á sér en staðreyndin er samt sú að stórlaxi hefur fækk- að umtalsvert undanfarna áratugi. Sumarið 2002 veiddust skv. gögnum Veiði- málastofnunar 33.767 laxar á stöng og af þeim var 5.985 sleppt sem er 17,7% af heildarveiðinni. Fjöldi og hlutfall slepptra laxa í stangveiðinni hef- ur farið hækkandi frá árinu 1996 en þá var 2,3% laxa sleppt. Hefur stofnunin ályktað að áðurnefnd áskorun hafi átt þátt í aukningunni s.l. sumar. Einnig hefur komið fram að stangveiðimenn slepptu árið 2002 hærra hlutfalli stórlaxa (22%) en smálaxa (16,7 %) og er það mjög jákvætt. Nú er um 1 ár liðið frá áðurnefndri birtingu áskorunar um að þyrma lífi stórlaxa. Í byrjun hvers laxveiðisumars veiðast oft stærstu fiskar hverrar ár. Athygli hefur vakið að allt frá opnun fyrstu laxveiðiárinnar hafa reglulega birst fréttir frá veiðimönnum í fjölmiðlum um veidda stórlaxa sem í flestum tilvikum voru drepnir. Þó má nefna gleðilega undantekning frá þessari reglu birtist á síðum Morgunblaðsins í byrjun júlímánaðar en þá var 101 cm laxi sleppt í Norðurá. Undirritaðir hafa veitt því eftirtekt í veiðibókum sem þeir hafa séð undanfarnar vikur og í frétta- flutningi af laxveiðum, að áskorunin mikilvæga um að þyrma lífi stórlaxa er mörgum stangaveiði- manni gleymd og grafin. Samfelld fækkun stórlaxa í veiðinni sl. áratugi er einnig gleymd. Vissulega hafa nokkur veik- burða skref verið stigin í þá átt að draga úr veiði- álagi á laxi s.s. með breyttu agnvali (Laxá í Að- aldal), seinkun opnunar áa og flýtingu lokunar (Elliðaár) og einnig þekkjast dæmi um að stórum hluta laxa sé sleppt (Vatnsdalsá). Fækkun stórlax heldur samt áfram og þróuninni er ekki enn búið að snúa við. Eftir hverju er verið að bíða? Spurt er hvað valdi því að athygli okkar stanga- veiðimanna er ekki beint að þeirri staðreynd að stórlöxum fer fækkandi og að mikilvægt sé að sporna við áður en verulega illa fer? Hvað veldur því að áskoruninni er ekki fylgt eftir? Hver er ábyrgð Landssambands veiðifélaga og Landssambands stangaveiðifélaga þegar hvert veiðihollið á fætur öðru stærir sig af stórlaxaveiði á síðum blaða og netmiðla? Hvað veldur doða þess- ara samtaka? Eftir hverju bíður Veiðimálastofnun – frumkvöðull í fyrra en engar aðgerðir í ár? Við hvetjum stangaveiðimenn til að þyrma lífi stórlaxa og taka frumkvæðið í eigin hendur. Frumkvæðið verður að koma frá stangaveiði- mönnum sjálfum áður en yfirvöld telja sig knúin til að setja reglugerð um takmörkun á veiði stór- laxa. Hvenær skyldi síðasti íslenski stórlaxinn veiðast á stöng? Eftir Ara Þórðarson og Jónas Jónasson Ari Þórðarson Jónas Jónasson Ari er rekstrartæknifræðingur. Jónas er doktor í fiskeldisfræði. HINN 15. ágúst næstkomandi er fyrirhugað að loka gæsluvell- inum við Frostaskjól, en hann er eini gæsluvöllurinn sem þjónar hverf- um í Vesturbæ Reykjavíkur. Veru- leg óánægja hefur komið fram meðal íbúa í hverfinu vegna þessarar ákvörðunar borgaryfirvalda og hefur undirskriftasöfnun verið hrundið af stað til að skora á yf- irvöld að endurskoða málið. Eins og fram hefur komið í fjöl- miðlum er ætlunin að leggja gæsluvöllinn við Frostaskjól niður í því skyni að rýma fyrir starfsemi íþrótta- og tómstundaráðs, en bjóða upp á gæslu yngri barna þar í tvo mánuði að sumarlagi. Eru þau rök færð fyrir þeirri ákvörð- un, að gæsluvellir séu ekki nýttir af foreldrum, þar sem biðlistum eftir leikskólaplássi hafi verið út- rýmt. Þjónusta gæsluvalla er fyrst og fremst notuð af tveimur hópum foreldra. Annars vegar gagnast hún þegar leikskólar eru lokaðir að sumarlagi. Hins vegar nýtist þessi þjónusta þeim foreldrum sem ekki kjósa að hafa börn sín á leikskóla. Með því að leggja þjón- ustuna af verður sá hópur með öllu afskiptur. Ýmsar ástæður kunna að vera fyrir því að foreldrar kjósi að hafa börn sín ekki á leikskóla. Í sumum tilfellum kann það að vera vegna þess að foreldrar taki eigið upp- eldishlutverk alvarlegar en svo að þeir séu tilbúnir að fela stofnunum alfarið uppeldi barna sinna. Í öðr- um tilfellum, og ég þekki nokkur slík, hafa foreldrar einfaldlega ekki efni á því að hafa börn sín á leikskóla – leikskólavistun er nefnilega dýr kostur. Einnig kann að vera að annað foreldrið sæki ekki vinnu utan heimilis og þá er í sjálfu sér ekki endilega ástæða til að vista börnin á leikskóla. Gæslu- vellir hafa um langa hríð nýst þessum hópum vel. Þar hafa börn- in fengið tækifæri til að hitta önn- ur börn og efla með sér fé- lagslegan þroska. Með lokun gæsluvallanna er þjónusta við yngstu borgarana skert verulega og valfrelsið tekið frá foreldrum. Efnahagsleg rök eru rýr, enda þjónustan ódýr í rekstri. Fagleg rök eru engin. En með þessu er öllum þröngvað til að taka sama kostinn, sem tæpast getur verið ætlun borgaryfirvalda. Þegar fyrst var tilkynnt um þá fyrirætlun að loka flestum gæslu- völlum borgarinnar lofuðu borg- aryfirvöld því að áfram yrði rek- inn einn gæsluvöllur í hverju hverfi borgarinnar. Með lokun vallarins við Frostaskjól er gengið á svig við það loforð. Sú röksemd hefur heyrst að Vesturbærinn, Þingholtin og Austurbærinn séu í raun sama hverfið og með því að halda einum velli í Austurbænum opnum sé staðið við loforðið. Þetta er hjákátleg röksemd. Því fer auð- vitað víðs fjarri að hér sé um sama hverfið að ræða. Skilgrein- ingaleikir breyta ekki raunveru- leikanum. Ég skora á borgaryfirvöld að endurskoða hið snarasta ákvörðun sína um lokun gæsluvallarins við Frostaskjól og standa við það lof- orð að tryggja þessa mikilvægu þjónustu fyrir alla íbúa í Reykja- vík, ekki bara alla nema Vest- urbæinga. Lokun gæsluvalla er skerðing á valfrelsi Eftir Þorstein Siglaugsson Höfundur er hagfræðingur og faðir í Vesturbænum. HRANNAR B. Arnarsson og Kjartan Maack urðu efstir og jafnir á afar spennandi Boðs- móti TR, fengu báðir 5½ vinning. Hrannar reyndist hærri á stigum og er því „Boðsmóts- meistari TR 2003“. Lokastað- an á mótinu varð þessi: 1. Hrannar B. Arnarss. 5½ v. 23,5 st. 2. Kjartan Maack 5½ v. 22,5 st. 3. Jón Á. Halldórss. 5 v. 24 st. 4. Guðmundur Kjartanss. 5 v. 22,5 st. 5. Dagur Arngrímsson 4½ v. 6.–8. Hilmar Þorsteinsson, Björn Þorsteinsson, Aron Ingi Óskarsson 4 v. 9.–13. Rúnar Gunnarsson, Torfi Leósson, Hjörvar Steinn Grétarsson, Helgi Brynjarsson, Víkingur Fjalar Eiríksson 3½ v. o.s.frv. Keppendur voru alls 20. Mótið var afar skemmtilegt þó að þátttakan hefði mátt vera meiri. Nokkuð var um óvænt úrslit en maður mótsins var tví- mælalaust fyrrverandi forseti Skák- sambands Íslands, Hrannar B. Arn- arsson, sem tefldi af mikilli sókndirfsku og var óheppinn í einu skákinni sem hann tapaði. Yngstu keppendurnir stóðu sig vel og lofar frammistaða þeirra góðu fyrir vetur- inn. Monrad-kerfið, sem notað var til að raða keppendum saman, gerði ýms- um keppendum lífið leitt. Þannig lentu bæði Rúnar Gunnarsson og Kjartan Maack í því að hafa svart fjór- um sinnum í röð. Kjartan fékk hvítu mennina reyndar aðeins tvisvar á mótinu, en hafði fimm sinnum svart og þurfti að tefla allar kappskákirnar með svörtu mönnunum. Samt sem áð- ur fékk hann 3 vinninga úr þessum fjórum skákum. Skákstjóri var Ólafur S. Ásgrímsson. Viktor Bologan sigraði í Dortmund Stórmeistarinn Viktor Bologan (2.650) hélt sínu striki og sigraði á of- urskákmótinu í Dortmund. Lokastað- an varð þessi: 1. Viktor Bologan (2.650) 6½ v. 2.–3. Vladimir Kramnik (2.785), Viswanathan Anand (2.774) 5½ v. 4. Teimour Radjabov (2.648) 5 v. 5. Peter Leko (2.739) 4 v. 6. Arkadi Naiditsch (2.574) 3 v. Sigur Bologans kemur á óvart, en var engu að síður verðskuldaður. Hann lagði m.a. sjálfan Anand í fyrri viðureign þeirra. Hvítt: Bologan Svart: Anand Caro-Kann 1. e4 c6 2. d4 d5 3. Rc3 dxe4 4. Rxe4 Bf5 5. Rg3 Bg6 6. h4 h6 7. Rf3 Rd7 8. h5 Bh7 9. Bd3 Bxd3 10. Dxd3 Rgf6 11. Bf4 e6 12. 0–0–0 Be7 13. Kb1 Da5 Anand bregður út af vana sínum að leika 13. … 0–0 í stöðunni. Hann hef- ur m.a. teflt þannig í tveimur skákum fyrr á þessu ári, í jafnteflisskák við Júdít Polgar í Wijk aan Zee og í tap- skák gegn Kasparov í Linares. 14. Re5 Hd8 15. De2 0–0 16. Rg6 – (Sjá stöðumynd 1.) 16. … Hfe8 Svartur má ekki drepa riddarann, t.d. 16. … fxg6 17. Dxe6+ Kh8 18. hxg6 Rg8 19. Bxh6 gxh6 20. Hxh6+ Rxh6 21. Dxe7 Rf6 22. g7+ Kg8 23. gxf8D+ Hxf8 24. Dxb7 He8 25. Dxc6 He1 26. Dc4+ Kg7 27. Dd3, og hvítur á mun betra tafl. 17. Rxe7+ Hxe7 18. Hd3 Hee8 19. Hhd1 Dd5 20. Hg1 b5 21. Dd2 a5 22. Re2 b4 23. g4 Re4 24. De3 Rg5 25. Hc1 Rb6 26. b3 – 26. … a4? Ónákvæmur leikur. Best er að leika 26. …Db5, t.d. 27. c4 bxc3 28. Rxc3 28. … Da6 (28. … Db4 29. Bxg5 Rc4 30. Dh3 hxg5 31. h6 Ra3+ 32. Kb2 e5 33. hxg7 Kxg7 34. Re4 Rb5 35. Dh5 Da3+ 36. Kb1 De7 37. Rg3 Df6 38. Rf5+ Kg8 39. Hh1) 29. Bxg5 hxg5 30. a4 Rd5 31. Rxd5 exd5 32. Dd2 f6, og staðan er í jafnvægi. 27. Bc7! Da5 28. f4 – Það borgar sig ekki fyrir hvít að taka hrókinn, t.d. 28. Bxd8 Hxd8 29. f3 (29. De5 Rd5 30. Hcd1 f6 31. Dh2 Ha8 32. Kc1 axb3 33. Hxb3 Dxa2 34. f3 e5 35. dxe5 Ha3 36. Hdd3 Hxb3 37. Hxb3 Da1+ 38. Kd2 Rc3 39. Ke3 Da7+ 40. Kf4 Dc5) 29. …Rd5 30. Df2 Ha8 31. Hd2 Rh3 32. Dh2 Rhf4 33. Rxf4 (33. c4 bxc3 ep) 33. …Rc3+ 34. Ka1 Rxa2 35. c4 Rxc1 og svartur á vinningsstöðu. 28. … Rh7 29. g5 – Enn er best að láta hrókinn eiga sig, t.d. 29. Bxd8 Hxd8 30. g5 Ha8 31. Dd2 hxg5 32. Hg1 axb3 33. cxb3 Rf6 34. fxg5 Re4 35. Dc2 Rd5 36. g6 f6 37. h6 gxh6 38. Hg2 Rec3+ 39. Rxc3 Rxc3+ 40. Hxc3 bxc3 og svartur stendur betur. 29. … hxg5 30. fxg5 Hd7 31. Bxb6 Dxb6 32. Hg1 axb3 33. cxb3 Da5 34. g6 fxg6 35. hxg6 Rf6?! Ekki er annað að sjá en að 35. … Rf8 gefi svarti góðar vonir um jafnt tafl, t.d. 36. Hc1 Ha8 37. Hd2 Df5+ 38. Ka1 Hd6 39. Hdc2 Da5 40. Df4 Hd7 o.s.frv. 36. Hg5 Hd5 37. He5 Rg4? Afleikur, en ekki verður séð, að aðr- ir leikir bjargi svarta taflinu, t.d. 37. … Da6 38. Hxe6 Dxd3+ 39. Dxd3 Hxe6 40. Rf4 He1+ 41. Kc2 Ha5 42. Kb2 He4 43. Dc4+ Kh8 44. Dxb4 Ha8 45. Dd6 o.s.frv. Eða 37. … c5 38. Hxe6 Ha8 39. Hd2 cxd4 40. Rxd4 Hh5 41. Df3 Dd5 42. He1 Dxf3 43. Rxf3 Rd5 44. Re5 Rc3+ 45. Ka1 He8 46. Rd3 He4 47. Hxe4 Rxe4 48. He2 Rf6 49. Rxb4 o.s.frv. 38. Hxe6! Hf8 Auðvitað ekki 38. …Rxe3 39. Hxe8+ mát. 39. Dh3 Rh6 40. Hxc6 Hdf5 41. d5 og svartur gafst upp, því að hann á litla von um björgun, t.d. 41. d5 Dd8 42. d6 Df6 43. Dg2 Hg5 44. De4 Hxg6 45. Hc4 Df1+ 46. Hc1 Df5 47. Dxf5 Rxf5 48. d7 Hd6 49. Hxd6 Rxd6 50. Hd1 Rb7 51. Rd4 Rd8 52. Rc2, ásamt 53. Rxb4 o.s.frv. Anand náði svo að hefna fyrir þetta tap í síðari viðureign þeirra, en það var eina tapskák Bologan á mótinu. Hannes Hlífar sigraði á minningarmóti um Guðmund Arnlaugsson Hannes Hlífar Stefánsson (2.560) sigraði á minningarmóti Guðmundar Arnlaugssonar sem fram fór í Menntaskólanum við Hamrahlíð. Hann hlaut 12 vinninga í 17 skákum. Sigurbjörn J. Björnsson (2.302) hreppti annað sætið nokkuð óvænt með 11 vinninga. Það var Lárus H. Bjarnason, rektor MH, sem setti mót- ið. Stefán Baldursson, forseti Skák- sambands Íslands, hélt stutta tölu áð- ur en mótið hófst. 1. Hannes Hlífar Stefánsson 12 v. 2. Sigurbjörn Björnsson 11 v. 3.–4. Helgi Ólafsson, Helgi Áss Grétarsson 10 v. 5.–6. Þröstur Þórhallsson, Björn Þorfinnsson 9½ v. 7. Stefán Kristjánsson 9 v. 8. Arnar Gunnarsson 8½ v. 9.–10. Ingvar Ásmundsson, Davíð Kjartansson 6½ v. 11.–12. Magnús Örn Úlfarsson, Ró- bert Harðarson 5½ v. 13.–14. Bragi Þorfinnsson, Snorri Bergsson 5 v. 15. Bragi Halldórsson 3½ v. 16. Dagur Arngrímsson 3 v. Skákstjóri var Ríkharður Sveins- son. Jón Garðar endaði með 6 vinninga í Vlissingen Jón Garðar Viðarsson (2.351) lauk alþjóðlega mótinu í Vlissingen í Hol- landi með sigri í lokaumferðinni. Hann hlaut 6 vinninga og hafnaði í 22.–45. sæti af 248 keppendum. Sig- urvegari mótsins var hinn 23 ára gamli stórmeistari R. Kasimdzhanov (2.664) frá Úsbekistan en hann hlaut 8 vinninga. Hrannar B. Arnarsson og Kjartan Maack sigruðu á Boðsmóti TR dadi@vks.is SKÁK Taflfélag Reykjavíkur BOÐSMÓT TR 2003 8.–10. ágúst 2003 Daði Örn Jónsson Bragi Kristjánsson Stöðumynd 1. Hrannar B. Arnarsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.