Morgunblaðið - 12.08.2003, Side 24

Morgunblaðið - 12.08.2003, Side 24
24 ÞRIÐJUDAGUR 12. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. HALLDÓR Ásgrímsson utanríkis-ráðherra segist ekki sjá að þaðbreyti neinu í hugsanlegum að-ildarviðræðum okkar við Evr- ópusambandið (ESB) þótt ákvæðið um sam- eign íslensku þjóðarinnar yfir fiskveiðiauðlindinni yrði fært úr hinni al- mennu löggjöf yfir í sjálfa stjórnarskrána. Árni Mathiesen sjávarútvegsráðherra sagði aftur á móti á blaðamannafundi um helgina með Franz Fischler, sem fer með sjáv- arútvegsmál í framkvæmdastjórn ESB, að þótt margt í máli Fischler endurspeglaði hve velkomnir Íslendingar væru í ESB væru nokkur grundvallarágreiningsatriði í veginum. Fyrsta grein fiskveiðistjórnunar- laganna – sem kveður á um þjóðareign á fiskveiðiauðlindinni – hjálpaði vissulega ekki til við að leysa þann grundvallar- ágreining. „Og eins og kunnugt er segir í stjórnarsáttmála núverandi ríkisstjórnar að þjóðareignarákvæðið skuli fært úr hinni al- mennu löggjöf í sjálfa stjórnarskrána. Það myndi væntanlega ekki gera þennan vanda árennilegri til úrlausnar,“ sagði sjávarút- vegsráðherra. Halldór segir, spurður um þessi ummæli, að hann átti sig ekki á því af hverju stjórn- arskrárbinding umrædds ákvæðis ætti að breyta einhverju. „Ef búið er að setja ákvæðið í stjórnarskrá ætti það í sjálfu sér ekki að breyta neinu. Það að setja ákvæðið í stjórnarskrá er ekkert annað en að festa það enn frekar í sessi enda er það í lögum.“ Morgunblaðið leitaði einnig álits fulltrúa stjórnarandstöðunnar á Alþingi á þessum ummælum sjávarútvegsráðherra og sagði Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylk- ingarinnar, m.a. eftirfarandi: „Ég hef alltaf verið þeirrar skoðunar að ef menn tækju upp meginhluta þeirra tillagna sem Sam- fylkingin hefur lagt fram um stjórn fisk- veiða o stjórna inga s telur a reglum Guðj lynda ráðher ildarvi veiðihe Halldór Ásgrímsson um hugsanlegar aðild Stjórnarskrárbin ákvæðis breytti Franz Fischler, æðsti maður framkvæmdastjórnar Evr búnaðarmálum, og Árni Mathiesen sjávarútvegsráðher ópusambandsins á ráðstefnu í Háskólanum í Reykjavík Skiptar skoðanir eru um það hvort stjórnarskrárbinding ákvæðis um sameign þjóðar- innar yfir fiskimiðunum yrði hindrun í hugsanlegum aðild- arviðræðum Íslendinga við ESB. Utanríkisráðherra telur þó að slíkt ákvæði í stjórnar- skrá myndi ekki breyta neinu í slíkum viðræðum. HALLDÓR Ásgrímssonutanríkisráðherraítrekar, í samtali viðMorgunblaðið, að hann hafi sett fram þær skoðanir að það megi skilgreina sérstakt fiskveiðistjórnunarsvæði í Norð- ur-Atlantshafi, en það samrýmist sameiginlegri sjávarútvegsstefnu Evrópusambandsins (ESB). Þetta sé samningsatriði sem Fischler, sem fer með sjávarútvegs- og landbúnaðarmál í fram- kvæmdastjórn ESB, geti ekki svarað til um. Eins og fram kom í Morgun- blaðinu í gær sagði Fischler í er- indi sínu í Háskólanum í Reykja- vík um helgina, að kæmi til þess að Íslendingar semdu um aðild að ESB yrði að finna lausn þar sem tillit væri tekið til lögmætra hagsmuna íslensks sjávarútvegs en jafnframt til grundvallar- reglna ESB, en til þeirra heyrir meðal annars að lögsagan milli 12 mílna landhelgi og 200 mílna efnahagslögsögumarkanna sé skilgreind sem lögsaga ESB. Ráðherra segist þeirrar skoð- unar að Íslendingar hafi alla möguleika til að ná samningum innan sameiginlegu fiskveiði- stefnunnar, sem væru viðunandi fyrir Ísland. Það muni þó ekki reyna á það „nema til þess komi.“ Þá minnir ráðherra á að end- anlegar ákvarðanir um aflamagn séu teknar á sameiginlegum fundi sjávarútvegsráðherra ESB og að engin ástæða sé til að ætla annað en að þar yrðu lagðar til grundvallar tillögur Íslendinga. Ekki varanlegar undanþágur Össur Skarphéðinsson, for- maður Samfylkingarinnar, segir aðalatriðið að Fischler telji ekki vafa leika á því að unnt verði að ná þannig samningum milli ESB og Íslands að tekið yrði t bæði hagsmuna íslensks s útvegs og grunnreglna E „Fischler ítrekaði það sem um Evrópusinna kom á ó það yrðu aldrei veittar va anlegar undanþágur frá ákvæðum sambandsins. Á bóginn taldi hann að það hægt að laga þær að íslen hagsmunum og íslenskum Samningsatriði sem er geti ekki svarað Fyrirlestur Franz Fischlers var vel sóttur í Háskólanum í Reykja EINKAMÁL ÍSLENDINGA Það hefur mikið verið rætt ummöguleika Íslendinga á að násamningum við Evrópusam- bandið í sjávarútvegsmálum. Hin sameiginlega sjávarútvegsstefna Evrópusambandsins hefur að mati flestra verið helsta fyrirstaðan þeg- ar kemur að umræðum um nánari tengingu Íslands við sambandið. Franz Fischler, sem fer með sjáv- arútvegsmál innan framkvæmda- stjórnar ESB, segir í samtali við Morgunblaðið í gær að hann telji að breytingar sem gerðar voru á hinni sameiginlegu sjávarútvegsstefnu í lok síðasta árs geri að verkum að sjónarmið Íslands og Evrópusam- bandsins hafi færst nær hvort öðru en áður. Fischler bætir við: „Með öðrum orðum: fyrir núverandi sjáv- arútvegsráðherra Íslands væri auð- veldara að ná samningum um sjávar- útvegsmálin en það reyndist þáver- andi norskum starfsbróðir hans.“ Norðmenn sömdu um sjávar- útvegsmál árið 1994 í tengslum við aðildarviðræður en aðild að ESB var felld í þjóðaratkvæðagreiðslu. Fischler segist sannfærður um að mögulegt er að finna lausnir sem tryggðu að reglur ESB-réttar séu virtar en jafnframt tekið tilhlýðilegt tillit til hagsmuna íslensks sjávar- útvegs. Hann segir hins vegar einnig: „Það er ekki hægt að búa við þá tál- sýn að allar auðlindir í íslensku 200 mílna lögsögunni séu einkamál Ís- lendinga og verði það um aldur og ævi.“ Þessi yfirlýsing Fischlers getur vart verið skýrari. Ef Íslendingar ganga í Evrópusambandið verður lögsagan utan tólf mílna hluti af sameiginlegri lögsögu bandalags- ríkjanna. Þar verður beitt ESB-rétti en ekki íslenskum rétti. Endanlegar ákvarðanir um stjórnun og ráðstöfun auðlindarinnar verða í höndum fram- kvæmdastjórnarinnar í Brussel en ekki íslensku ríkisstjórnarinnar. Við værum endanlega búin að glata yfir- ráðum yfir fiskistofnunum, sem við byggjum á afkomu okkar og lífsgæði. Talsmenn aðildar hafa ítrekað sett fram þau sjónarmið að tryggja mætti í aðildarsamningi að yfirráð væru í raun í höndum Íslendinga. Fischler gefur í skyn að slíkt sam- komulag gæti verið í spilunum og bendir á samninga Íra í því sam- bandi. Tvennt hefur hins vegar ítrekað komið fram í yfirlýsingum ráða- manna innan Evrópusambandsins á síðustu árum, jafnt embættismanna framkvæmdastjórnarinnar sem stjórnmálaleiðtoga aðildarríkjanna. Í fyrsta lagi eru engar varanlegar undanþágur frá grundvallarreglum sambandsins veittar í aðildarviðræð- um. Í öðru lagi verða formleg yfirráð yfir Íslandsmiðum í höndum fram- kvæmdastjórnarinnar komi til aðild- ar Íslands að Evrópusambandinu. Þar til þetta breytist þýðir vart að velta fyrir sér aðild að sambandinu. Yfirráð yfir auðlindinni innan fisk- veiðilögsögunnar er og verður einka- mál Íslendinga. EVRÓPA Á SUÐUPUNKTI Fátt hefur verið meira til umræðuí Evrópu síðastliðnar vikur en hitabylgjan sem dunið hefur á álf- unni. Hvert hitametið á fætur öðru hefur fallið og í flestum Evrópuríkj- um hefur á síðastliðnum dögum mælst meiri hiti en dæmi eru um frá því mælingar hófust. Um síðustu helgi nálgaðist hitinn í Bretlandi til dæmis fjörutíu stig. Þessi þrúgandi hiti veldur mörgum miklum óþægindum. Hús í evrópsk- um stórborgum taka alla jafna mið af mun svalara loftslagi og eru til dæm- is yfirleitt ekki búin loftkælingu líkt og er algengt í suðurríkjum Banda- ríkjanna og öðrum svæðum þar sem hitastig í kringum 40 gráður telst ekki til tíðinda. Þá er ljóst að veðrið, hitinn og mikill þurrkur, mun valda fjölmörgum evrópskum bændum miklum búsifjum og á sumum svæð- um er hætta á að uppskera fari að mestu leyti í súginn. Orsök hitabylgjunnar liggur fyrir. Háþrýstisvæði yfir Evrópu dælir heitu lofti frá Afríku yfir álfuna og kemur í veg fyrir að svalara loft frá Atlantshafi komist að. Þetta há- þrýstisvæði sýnir ekki á sér neitt far- arsnið og því er jafnvel búist við að hitabylgjan muni vara út mánuðinn. Veður á Íslandi hefur verið mun mildara það sem af er sumri en þó var meðalhiti meiri í júní og júlí en dæmi eru um. Einnig hér á landi er- um við því að upplifa „óvenjulegt“ sumar og þar áður mildan vetur. Þetta hefur haft ýmsar óvæntar af- leiðingar. Meðal annars hafa tekjur Orkuveitu Reykjavíkur dregist sam- an þar sem borgarbúar hafa ekki þurft að kynda eins hressilega og venjulega. Óneitanlega hefur þetta óvenju- lega veður í Evrópu vakið umræðu um það hvort orsökina megi rekja til gróðurhúsaáhrifa og loftslagsbreyt- inga. Á síðastliðnum árum hefur átt sér stað mikil umræða um þá hættu er getur stafað af loftslagsbreyting- um og nauðsyn þess að grípa í taum- ana með aðgerðum til að draga úr út- blæstri koltvísýrings. Menn eru þó alls ekki á einu máli um það hversu aðkallandi hættan er. Daninn Björn Lomborg, prófessor við Árósaháskóla, sem þekktur er fyrir að setja fram umdeildar skoð- anir, ritar grein í The Sunday Tele- graph á sunnudag þar sem hann bendir á að þótt vissulega sé það töl- fræðilega sannað að hitastig á jörð- inni hafi farið hækkandi sé eina áþreifanlega afleiðing þess að úr- koma hefur aukist. Ekki sé hægt að sýna fram á að veður sé almennt orð- ið öfgakenndara en verið hefur í gegnum tíðina. Þannig hafi þessi breyting ekki orðið til að fjölga löngum hitaskeið- um en aftur á móti fækkað löngum kuldaskeiðum. Bendir Lomborg á að mun fleiri Evrópubúar verði yfirleitt köldu vetrarveðri að bráð en miklum sumarhitum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.