Morgunblaðið - 12.08.2003, Side 30
MINNINGAR
30 ÞRIÐJUDAGUR 12. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
✝ Gíslína ÞóraJónsdóttir fædd-
ist í Reykjavík 24.
september 1912.
Hún lést á Landspít-
ala v. Hringbraut 5.
ágúst síðastliðinn.
Foreldrar hennar
voru Auðbjörg Pét-
ursdóttir, f. í Bakka-
koti á Seltjarnarnesi
3. júlí 1881, d. í
Reykjavík 21. okt.
1921, og Jón Halldór
Gíslason múrara-
meistari, f. á Lamba-
stöðum í Hraungerð-
ishreppi 19. maí 1883, d. í
Reykjavík 9. desember 1969. Syst-
ir Gíslínu var Steinþóra Ólafía, f.
6. jan. 1914, d. 1992. Systkini sam-
feðra: Guðjón Björgvin, f. 1925,
Ingibjörg, f. 1927, d. 1978, Sess-
elja, f. 1927, d. 2000, Svava, f. 1928,
d. 1974. Bróðir sammæðra: Bald-
vin R. S. Helgason, f. 1905, d. 1973.
Hinn 7. maí 1931 giftist Gíslína
fyrri manni sínum, Helga S. Hann-
essyni blikksmíðameistara, f. 31.
ágúst 1908, d. 3. feb. 1960. Börn
þeirra eru: 1) Hörður blikksmíða-
Sigurðsson, börn Egill Sigurður,
Ari Hörður og Gísli Baldur; Hjör-
dís Edda, f. 18.4. 1964, maki Arnór
Halldórsson Hafstað, börn Árni,
Helga og Hjörleifur. Maki II Sig-
urður Runólfsson, f. 1931. 3) Jón
Hannes, f. 28. ágúst 1942, maki I
Steina Friðsteinsdóttir, f. 8. júní
1943, skilin, börn Arnar, f. 7.4.
1966, maki Anna Sif Jónsdóttir,
barn Anna Dögg; Snorri, f. 28.6.
1971, maki Anna Ólafsdóttir, barn
Sunneva. Maki II Sigurbjörg Har-
aldsdóttir, f. 1944.
Seinni maður Gíslínu var Hall-
dór Jónsson, f. 12. ágúst 1913, d. 8.
des. 1997. Börn hans eru: 1) Kol-
brún, f. 28. okt. 1941, maki Guð-
mundur Jónsson, f. 10. jan. 1940,
börn Inga Dóra, f. 24.12. 1960,
maki Snorri Torfason, börn Björk,
Reynir og Hlynur Ingi; Elías, f.
14.2. 1964, maki Alda Rós Ólafs-
dóttir, börn Elín Rut, Ragnhildur
Dóra og Halldór Ingi; Jón Þór, f.
15.11. 1964, maki Kolbrún Sigurð-
ardóttir, börn Hrannar og Hilmar;
Hafdís Mjöll, f. 6.2. 1974, maki Ró-
bert Ericson, börn Kolbrún og
Viktor Máni. 2) Elías, f. 1946, d.
1958. 3) Guðný, f. 13. feb. 1956,
maki Guðbrandur Jónasson, f. 8.
júlí 1954, börn Ingunn, f. 9.7. 1978,
og Jónas Kristinn, f. 20.8. 1982.
Útför Gíslínu fer fram frá Frí-
kirkjunni í Reykjavík í dag og
hefst athöfnin klukkan 13.30.
meistari, f. 30. ágúst
1931, d. 16. sept. 2001,
maki María Gröndal,
f. 2. apríl 1931. Börn:
Sigrún, f. 12.11. 1951,
maki Steinþór Magn-
ússon; Gunnar, f. 8.12.
1952, búsettur í Nam-
ibíu, maki Kito, barn
María Carlotta, Gunn-
ar á einnig soninn Úlf-
ar með fyrri konu
sinni, Eyrúnu Sæ-
mundsdóttur; Helgi, f.
18.3. 1957, maki Guð-
finna Stefánsdóttir,
börn Stefán Davíð og
Dröfn; Eiríkur, f. 28.6. 1960, bú-
settur í Danmörku, maki Rósa
Harðardóttir, börn Hörður, María
og Smári; Gísli, f. 29.1. 1964, maki
Sigrún Aðalsteinsdóttir, börn Að-
alsteinn og Guðbjörg Sandra. 2)
Auðbjörg, f. 5. apríl 1934, maki I
Hörður Sævaldsson, f. 7. feb. 1934,
skilin. Börn: Helga, f. 31.8. 1953,
maki Sturla Jónsson, börn Mar-
grét, Hörður og Hildur; Hildur, f.
8.6. 1957, maki Óskar Einarsson,
börn Auðbjörg og Einar; Friðrika
Þóra, f. 13.1. 1962, maki Friðbjörn
Kær amma okkar er látin, níræð
að aldri. Það er hálfóraunverulegt,
enda var hún fastur punktur í lífi
okkar í svo mörg ár. Amma var stór-
glæsileg kona, alltaf fallega klædd
og vel til höfð, þótt lífið hafi oft ekki
farið um hana mjúkum höndum.
Hún bjó lengst af í Sörlaskjóli 68 þar
sem við bjuggum í þakíbúð, fjórar
systurnar, ásamt foreldrum okkar
þar til við fluttum í Garðabæinn. Oft
var þröng á þingi, enda íbúðin pínu-
lítil. Eftir að við fluttum var áfram
mikill samgangur og alltaf gott að
koma til „ömmu í Skjóli“. Stutt var
að fara yfir götuna og niður í fjöru,
út á róló eða í Sunnubúðina að kaupa
kók. Eftir að við eignuðumst sjálfar
fjölskyldur fylgdist amma vel með
öllum barnabarnabörnunum og
spurði alltaf frétta af þeim, þrátt
fyrir veikindi seinni árin. Við kveðj-
um ömmu okkar hinstu kveðju í dag
og þökkum henni fyrir allt gott.
Helga, Hildur, Friðrika og
Hjördís Harðardætur.
Gíslína Þóra eða Lína eins og hún
var jafnan nefnd varð þeirrar gæfu
aðnjótandi að búa heima hjá sér allt
til loka þrátt fyrir háan aldur.
Sunnudaginn 27. júlí fyrir hálfum
mánuði heimsóttum við Helga hana
heima hjá henni á Aflagrandanum.
Hún var hin hressasta og uppá-
klædd að vanda, þegar gesti bar að
garði. Ekki var að sjá að þar færi 90
ára gömul kona. Lína var amma kon-
unnar minnar og búin að vera hluti
af lífi mínu í hartnær 35 ár. Lína
fæddist í Reykjavík 1912 og ekki
mun hafa verið mulið undir hana í
æsku frekar en fleiri á þeim árum.
Ung missti hún móður sína og ekki
hefur það verið auðveldara í þá daga
en nú til dags. Fyrri maður hennar
var Helgi Salómon Hannesson og
áttu þau þrjú börn, Hörð sem lést
2001, Auðbjörgu tengdamóður mína
og Jón Hannes. Helgi lést 1960, 51
árs að aldri. Árið 1966 giftist Lína
Halldóri K. Jónssyni, miklum sóma-
manni. Lína bjó í Sörlaskjóli 68
lengst af, en það hús höfðu hún og
Helgi byggt af litlum efnum en mikl-
um dugnaði um miðbik síðustu ald-
ar. Var jafnan afar fínt og vel pússað
hjá Línu og Halldóri þegar við
Helga komum í heimsókn þangað.
Ekki mátti færa nokkurn hlut úr
stað án þess að Lína færði hann aft-
ur á réttan stað jafnharðan. Aldrei
varð ég þess var að Lína skipti um
skap, alltaf var hún í sama góða
skapinu. Var hún jafnan afar vel til
höfð, vel til fara og varalituð. Vafa-
laust hafa kröpp kjör í æsku mótað
afstöðu hennar til þess sem hún taldi
við hæfi í þeim efnum. Halldór féll
frá 1997 og hafði Lína þá náð að eiga
silfurbrúðkaup með báðum mönnum
sínum og lifað þá báða. Hún flutti
síðan á Aflagranda í svokallaða elli-
blokk og bjó þar síðustu æviárin.
Starfsfólk á Aflagranda 40 á miklar
þakkir skildar fyrir góða umönnum
og hlýju í garð Línu. Enda voru allir
sammála um að Lína væri einstak-
lega geðgóð og þægileg í umgengni
allt til loka. Börnin okkar Helgu
urðu því þeirrar gæfu aðnjótandi að
eiga langömmu að leita til fram á
fullorðinsár. Megi Lína hvíla í friði.
Sturla Jónsson.
Mig langar til að minnast vinkonu
minnar Gíslínu Þóru Jónsdóttur,
sem alltaf var kölluð Lína. Við vor-
um í saumaklúbb saman ábyggilega
í 60 ár og oft var nú glatt á hjalla hjá
okkur, prjónað, saumað, talað, borð-
að og hlegið.
Í upphafi vorum við átta, en á
svona langri ævi hafa fjórar farið til
feðra sinna, en við fjórar sem eftir
vorum komið saman hálfsmán-
aðarlega á veturna og höfum við þá
spilað sólóvist, í stað þess að sauma
og prjóna. Lína gat verið alveg ótrú-
lega fyndin, t.d. þegar hún var
spurð: „Hvað segir þú?“ og áttum
við náttúrulega við um spilin. Þá
segir Lína: „Ég segi bara allt gott,“
og svo náttúrulega skellihlógum við
allar.
Lína fór með mér nokkrum sinn-
um til Englands til að heimsækja
dóttur mína, sem býr þar. Það var
verulega gaman að hafa hana með
sér og þar var Lína aufúsugestur og
hennar var saknað þegar hún treysti
sér ekki lengur til að koma með mér
til Englands.
Síðast sá ég hana í afmælinu mínu
12. júní sl. og var hún glæsileg og vel
greidd, eins og vanalega, en ég varð
vör við að hún vissi varla hvar hún
var stödd. Sigrún spurði hana hvort
henni fyndist ekki gaman. „Jú, nóg-
ur er hávaðinn,“ svaraði hún. Eftir
afmælið mitt fór hún á Landakot og
var þar í fjórar vikur. Ég talaði við
hana daginn eftir að hún kom heim.
Hún sagði mér að hún hefði verið á
Landakoti, en vissi svo sem ekkert
hvers vegna. Í byrjun ágúst fékk
hún aðsvif og fór á Landspítalann og
þar lést hún að morgni 5. ágúst. Guð
var henni góður að taka hana til sín
áður en hún vissi af öldrunarhrörn-
un sinni.
Hjartans kveðjur frá Ingibjörgu
og Sigrúnu, við söknum hennar all-
ar. Innilegar samúðarkveðjur til
barna hennar, tengdabarna og allra
ömmu- og langömmubarnanna.
Guð blessi hana.
Marta Tómasdóttir.
GÍSLÍNA ÞÓRA
JÓNSDÓTTIR
HELGIN var góð að því
leyti að engin alvarleg
slys urðu. Sjö ökumenn
voru grunaðir um ölvun
við akstur og þrettán um of hraðan
akstur.
Skömmu eftir hádegi á laugardag
varð árekstur þriggja bifreiða á
Miklubraut við Kringlumýrarbraut.
Bifreiðunum var öllum ekið austur
Miklubraut eftir hægri akrein.
Áreksturinn, sem varð skammt vest-
an gatnamóta Kringlumýrarbrautar,
gerðist með þeim hætti að einni bif-
reiðinni var ekið aftan á aðra sem
kastaðist áfram og lenti á þriðju bif-
reiðinni. Tveir ökumanna fundu til
eymsla í hálsi. Tildrög óhappsins voru
að ökumaður hafði tekið athyglina af
akbrautinni framundan til að sinna
tveim ungum börnum sínum í aftur-
sæti bifreiðarinnar.
Síðdegis varð árekstur á Skógar-
hlíð er bifreið beygði til vinstri fyrir
bifreið sem kom á móti. Báðar bifreið-
ar voru fjarlægðar af vettvangi með
dráttarbifreið. Farþegi fann til
eymsla í hálsi og var fluttur á slysa-
deild með sjúkrabifreið. Ökumenn
beggja bifreiða voru að reynsluaka
þeim en þær voru í umboðssölu hjá
bílasölum.
Þá varð bílvelta í Ártúnsbrekku er
ökumaður missti stjórn á bifreið sinni
vegna mikils vatnselgs á götunni. Bif-
reiðin valt nokkrar veltur og hafnaði á
hvolfi á miðeyju sem skiptir akbraut-
um til austurs og vesturs. Ökumað-
urinn var einn í bifreiðinni og komst
út af sjálfsdáðum. Hann var fluttur á
slysadeild með sjúkrabifreið og
reyndist um minniháttar meiðsl að
ræða. Annað slys varð þarna á sama
tíma, en þá varð hörð aftanákeyrsla í
umferðinni til vesturs.
Stálu dýru hundarúmi
Síðdegis á föstudag var stolið dýru
hundarúmi úr gæludýrabúð. Þjófur-
inn þekktist og var haft samband
heim til hans og var lofað að hunda-
rúminu yrði skilað.
Þá var tilkynnt um innbrot í bíl í
Húsahverfi. Þar hafði rúða í aftur-
hurð verið brotin og tösku stolið úr
bílnum. Í töskunni voru ökuskírteini,
eyrnalokkar, farsími, ýmis greiðslu-
kort og húslyklar. Þjófnaðurinn átti
sér stað á milli kl. 14 og 15.
Maður kom inn í gullsmíðabúð á
Laugavegi og tók dýra gullhringa,
hvern að verðmæti kr. 30.000. Talið er
að maðurinn muni þekkjast.
Aðfaranótt laugardags var óskað
aðstoðar að veitingahúsi í miðborg-
inni. Þar inni var maður sem var
greinilega undir áhrifum fíkniefna.
Við leit í fatnaði hans fannst ætlað
amfetamín, greiðslukort sem hafði
verið stolið fyrr um kvöldið og gull-
húðaður tanngarður.
Á öðrum veitingastað í miðborginni
var maður að ota hnífi að starfsmanni.
Maðurinn var handtekinn og færður í
fangamóttöku.
Lögreglubifreið var ekið vestur
Laugaveg þegar maður skvetti úr
bjórglasi, sem hann hélt á, inn um
hægri hliðarrúðu bifreiðarinnar.
Maðurinn var handtekinn og færður á
stöð þar sem hann var vistaður.
Seinni hluta nætur var tilkynnt um
innbrot í lyfjabúð í austurbænum. Þar
hafði rúða í hurð verið brotin og talið
var víst að eitthvað hafi verið tekið af
lyfjum. Lyf fundust í nágrenninu.
Snemma á laugardagsmorgun var
tilkynnt um innbrot í aðra lyfjabúð í
austurborginni. Tilkynnandi hafði séð
mann koma út úr húsinu með kassa
undir hendinni og fara í burtu á bif-
reið. Bifreiðin sást fljótlega á Sæ-
braut en ökumaður sinnti ekki stöðv-
unarmerkjum fyrr en komið var upp á
Stekkjarbakka. Ökumaður var hand-
tekinn en hann er grunaður um ölvun
við akstur.
Leigubifreiðarstjóri óskaði eftir að-
stoð og sagði að farþegi væri að ráð-
ast á sig. Farþeginn hafði brotið rúðu
í bifreiðinni, sparkað í textaskjá og
gert þarfir sínar í bifreiðinni.
Lögreglan þurfti nokkrum sinnum
að hafa afskipti af ölvuðum mönnum
sem höfðu verið að slást svo meiðsli
hlutust af. Þau voru þó minniháttar.
Þá var tilkynnt um rúðubrot í
Lækjargötu. Þar hafði verið tekin dýr
borðklukka. Þjófurinn var handtek-
inn stuttu síðar.
Einnig var tilkynnt um innbrot í
hús í Þingholtunum. Farið hafði verið
inn um glugga á bakhlið hússins og
fartölvu stolið en hún fannst síðar
óskemmd í Þingholtsstræti. Ákveðinn
maður er grunaður um þjófnaðinn.
Loks var tilkynnt um innbrot í bíl í
Breiðholti. Þar var stolið dýru sjón-
varpi, útvarpi og geislaspilara.
Seint á laugardagskvöld var til-
kynnt um slagsmál í húsi í Höfða-
hverfi. Þegar lögreglan kom á staðinn
var einn maður liggjandi á gólfinu
meðvitundarlaus og með áverka á
andliti en annar svaf ölvunarsvefni í
sófa. Sá var færður í fangageymslu en
hinn fluttur á slysadeild og er ekki tal-
inn alvarlega slasaður.
Aðfaranótt sunnudags var ráðist á
mann í Flúðaseli og hann sleginn nið-
ur svo að hann skarst á vinstra eyra.
Hann var fluttur með sjúkrabifreið á
slysadeild. Árásarmennirnir voru
sagðir tveir og hurfu þeir af vettvangi
eftir árásina.
Tilkynnt var um mann sem væri að
fleygja leirtaui fram af svölum á húsi í
Breiðholti. Hann var orðinn rólegur
þegar lögregla kom á vettvang.
Nokkuð um slagsmál og meiðsl
Þessa nótt voru nokkrar tilkynn-
ingar um slagsmál og meiðsli en
margar kvartanir um hávaða frá sam-
kvæmum og um víndauða menn víðs-
vegar um borgina. Einnig var kvartað
þrisvar yfir gelti í hundum.
Maður kastaði bjórkönnu í andlit
annars manns á veitingastað við mið-
borgina svo hann fékk skurð í andlitið
og einhverjar tennur brotnuðu.
Á sunnudagsmorgun komu í ljós
skemmdir á Hallgrímskirkju. Rúða
var brotin ofan við hurð í anddyri og
einnig rúða á 2. hæð.
Eftir hádegi var tilkynnt um grun-
samleg viðskipti í bifreið. Bifreiðin
var stöðvuð á Höfðabakka og við leit í
bifreiðinni fundust nokkur grömm af
hvítu efni, ætluðum fíkniefnum. Öku-
maður og tveir farþegar voru hand-
teknir og færðir á stöð.
Á sunnudagskvöld var tilkynnt um
innbrot í fyrirtæki í Múlahverfi. Brot-
in var rúða í útihurð og stolið var 6
tölvuvigtum.
Dagbók lögreglunnar í Reykjavík
helgina 8. til 11. ágúst
Með stolið greiðslu-
kort og gullhúðaðan
tanngarð í vösunum
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, systir,
amma og langamma,
HJÖRDÍS BJARNADÓTTIR,
Hrafnistu,
Reykjavík,
lést mánudaginn 4. ágúst.
Útförin fór fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu.
Hjartans þakkir til starfsfólk E-gangs hjúkr-
unardeildar Hrafnistu fyrir umhyggju og hjartahlýju.
Bjarni Harðarson, Kolbrún Þórðardóttir,
Þórbjörg Harðardóttir, Pétur M. Hanna,
Erla Bjarnadóttir,
barnabörn og barnabarnabarn.