Morgunblaðið - 12.08.2003, Page 31
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. ÁGÚST 2003 31
Breytt tillaga samþykkt
Í Morgunblaðinu í gær er vitnað í
Árna Þór Sigurðsson borgarfulltrúa
vegna fréttar um gæsluleikvallar-
mál. Í fréttinni kemur fram að sam-
þykkt hafi verið tillaga D-listans í
hverfisráði Vesturbæjar. Hið rétta
er að fulltrúar D-listans lögðu fram
tillögu sem fulltrúar R-listans gátu
ekki fallist á, en til samkomulags
lagði Árni Þór, sem formaður hverf-
isráðsins, fram breytta tillögu sem
samþykkt var samhljóða. Beðist er
velvirðingar á þessum mistökum.
Rangt starfsheiti
Ekki var farið rétt með starfs-
heiti Ólafs B. Ólafssonar í Morg-
unblaðinu á sunnudag. Ólafur er
tónmenntakennari við Öskjuhlíðar-
skóla og var nýlega heiðraður af Ís-
lensku menntasamtökunum fyrir
framúrskarandi starf að mennta-
málum.
LEIÐRÉTT
Jarðfræðiganga í Viðey Í kvöld
mun Ásta Þorleifsdóttir jarðfræð-
ingur vera með leiðsögn í Viðey.
Hún rekur jarðsögu eyjarinnar, þró-
un og mótun hennar til okkar daga.
Einnig verða skoðaðar bergmynd-
anir og sjónum beint að landmótun
samtímans. Hefst ferðin með sigl-
ingu frá Sundahöfn kl. 19.30.
Í DAG
MIÐVIKUDAGINN 13. ágúst
mun Peter Hudleston, forstöðu-
maður Tæknistofnunar Minnesota-
háskóla og prófessor í jarðfræði,
hitta fyrrum nemendur við skól-
ann svo og hollvini Minnesota-há-
skóla. Hann mun rifja upp gamla
tíma en einnig fjalla um nýjar
stefnur í stjórnun við Minnesota-
háskóla.
Peter hefur gegnt lykilhlutverki
í nemendaskiptum milli Háskóla
Íslands og háskólans í Minnesota.
Nemendur í jarðfræði og landa-
fræði hafa notið góðs af þessum
samskiptum háskólanna í sérstakri
sumardagskrá.
Þetta er í fyrsta sinn sem Peter
Hudleston kemur til landsins.
Fundurinn verður haldinn í
Skólabæ við Suðurgötu og hefst
klukkan 20. Allir velunnarar
Minnesota-háskóla eru velkomnir.
Heimsókn frá Minnesota-háskóla
Ný viðhorf í
stjórnun háskólaSTOFAN Alþjóðlegt setur fyrir leik-ræna geðmeðferð að hætti Morenos,
Skólavörðustíg 29, verður opin al-
menningi til kynningar og frekari
upplýsinga á menningarnótt Reykja-
víkur hinn 16. ágúst 2003 frá klukkan
20 til 22. Stofan er sú fyrsta sinnar
tegundar hérlendis og mun bjóða upp
á jafnt einstaklings- og hópmeðferð
byggða á kenningum rúmensk-
bandaríska geðlæknisins Jacobs L,
Morenos um leiklist til lækninga.
Auk hefðbundins psychodrama, en
svo kallaði Moreno aðferð sína, mun
Stofan bjóða upp á námskeið þar sem
leitað verður fanga í leikbókmennt-
um, Íslendingasögum og goðsögnum
sem aflvaka sjálfsprottinnar tjáning-
ar og geðræktar. Auk þess verða
starfandi hópar þar sem unnið verður
með drauma þátttakenda.
Aðalleiðbeinandi Stofunnar er
Trausti Ólafsson sem á nýliðnu vori
lauk lokaprófi í aðferðum og kenning-
um Morenos frá The Northern School
of Psychodrama í Bretlandi. Boðið
verður upp á jafnt einstaklings- og
hópmeðferð á ensku og norsku auk ís-
lenskunnar. Meðan á kynningu Stof-
unnar á menningarnótt stendur mun
kór leikra og lærðra flytja brot úr ein-
kunnarorðum Morenos á ýmsum
tungumálum í Stofunni og nágrenni
hennar. Kl. 22 á menningarnótt verð-
ur Stofan lokuð almenningi og þeir
sem þess óska geta tekið þátt í lok-
uðum fundi sem jafnframt verður
hinn fyrsti sem haldinn verður í húsa-
kynnum hennar. Þeim sem neytt hafa
áfengis eða annarra vímuefna fyrr um
kvöldið er með öllu óheimill aðgangur
að fundinum.
Stofa fyrir leik-
ræna geðmeðferð
ATVINNU-
AUGLÝSINGAR
I
I
Mosfellsbær
Varmárskóli
Starf þroskaþjálfa
Vegna forfalla þurfum við nú þegar að ráða
þroskaþjálfa í 100% starf eða kennara með
reynslu af því að vinna með börnum með
miklar þroskahamlanir.
Starfið er í yngri deild skólans.
Upplýsingar veita: Viktor A. Guðlaugsson,
skólastjóri, í síma 525 0700 eða 895 0701 og
Þórhildur Elfarsdóttir, aðstoðarskólastjóri,
í síma 525 0700.
Laus störf við
LINDASKÓLA
• Matráður nemenda 100 % starf.
• Gangavörður/ræstir 100 % starf.
Störfin eru lausar nú þegar.
Laun skv. kjarasamningum Eflingar.
Hvetjum karla jafnt sem konur til að sækja um
störfin.
Upplýsingar um störfin gefur Gunnsteinn
Sigurðsson skólastjóri s. 554 3900 – 861 7100.
Starfsmannastjóri
Sjá ennfremur: www.kopavogur.is og www.job.is
KÓPAVOGSBÆR
www.kopavogur.is
R A Ð A U G L Ý S I N G A R
ATVINNUHÚSNÆÐI
Skrifstofuherbergi/leiga
Til leigu rúmgóð, nýinnréttuð skrifstofu-
herbergi í 104 Reykjavík. Beintengt
öryggiskerfi. Sameiginleg kaffistofa.
Upplýsingar í síma 896 9629.
KENNSLA
Fjarkennsla - innritun
Fjarkennsla VMA býður nám með tölvusam-
skiptum til meðal annars stúdentsprófs og
meistarastigs. Boðið er upp á tæplega 200
áfanga á framhaldsskólastigi. Innritun er hafin
og nánari upplýsingar eru á vefsíðum skólans.
Vefslóð: http://www.vma.is/fjarkennsla .
Innritun lýkur 14. ágúst 2003.
Kennslustjóri fjarkennslu.
Frá Fjölbrautaskólanum í Garðabæ
Byrjun haustannar 2003
20. ágúst, miðvikudagur
Kl. 9.00 Kennarafundur.
21. ágúst, fimmtudagur
Kl. 09.00 Skólasetning.
Nemendur fá afhentar töflur og bókalista.
Kl. 13.00—19.00 Töflubreytingar.
22. ágúst, föstudagur
Kennsla hefst skv. stundaskrá.
Kl. 13.00—19.00 Töflubreytingar.
Fjarnám við Fjölbrautaskólann
í Garðabæ á haustönn 2003
Skráning í fjarnám við FG á haustönn 2003
stendur til 1. september nk.
Boðið er upp á fjarnám í mörgum bóknáms-
greinum. Fjarnám er góður kostur fyrir þá sem
vilja ljúka því námi sem þeir á sínum tíma
byrjuðu á; fyrir þá, sem vilja bæta við sig
námsgreinum og fyrir þá sem finnst gaman
að rifja upp og/eða læra eitthvað nýtt.
Fjarnám er hugsað fyrir fólk á öllum aldri.
Fjarnám er hægt að stunda þegar manni hentar
— innan ákveðinna marka þó!
Umsóknareyðublað um fjarnám fæst á skrif-
stofu skólans sem er opin virka daga kl. 9—16
og á heimasíðu skólans - www.fg.is .
Nánari upplýsingar veitir Helga Lind Hjartar-
dóttir, kennslustjóri fjarnáms í síma 520 1600,
netfang: - helgah@fg.is .
Verðskrá er á heimasíðu skólans.
Skólameistari.
Menntaskólinn
við Hamrahlíð
www.mh.is
Stöðupróf haustið 2003
Stöðupróf á vegum menntamálaráðuneytisins
verða haldin í Menntaskólanum við Hamrahlíð
sem hér segir:
Mánudaginn 18. ágúst kl. 16:00
Danska (hámark 6 einingar),
norska (hámark 6 einingar)
og sænska (hámark 6 einingar).
Mánudaginn 18. ágúst kl. 18:00
Franska (hámark 12 einingar),
ítalska (hámark 12 einingar),
spænska (hámark 12 einingar),
portúgalska (hámark 12 einingar)
og þýska (hámark 12 einingar).
Þriðjudaginn 19.ágúst kl. 16:00
Enska (hámark 9 einingar).
Þriðjudaginn 19. ágúst kl. 18:00
Stærðfræði. Boðið er upp á próf í STÆ103,
STÆ203 og STÆ263 skv. nýrri námskrá.
Skráð er í stöðupróf á skrifstofu skólans í síma
595 5200.
Prófgjald, kr. 3.500 á hvert próf, greiðist hálf-
tíma fyrir prófið.
Í Aðalnámskrá framhaldsskóla er tekið fram,
að þessi próf séu ætluð þeim, er búa yfir þekk-
ingu og reynslu sem ekki hefur verið aflað með
hefðbundnum hætti í skóla. Að gefnu tilefni
skal tekið fram að fyrir liggur álit menntamála-
ráðuneytisins um að stöðupróf skuli ekki nota
sem upptektarpróf fyrir nemendur sem fallið
hafa á annar- eða bekkjarprófi.
Rektor.
SMÁAUGLÝSINGAR
TILKYNNINGAR
Sálarrannsóknarfélag
Reykjavíkur,
Síðumúla 31,
s. 588 6060.
Miðlarnir, spámiðlarnir og hug-
læknarnir Þórhallur Guð-
mundsson, Ólafur Hraundal
Thorarensen, Ingibjörg Þeng-
ilsdóttir, Erla Alexanders-
dóttir, Katrín Sveinbjörns-
dóttir, Matthildur Sveins-
dóttir, tarrot-lesari og Garðar
Björgvinsson, michael-miðill
starfa hjá félaginu og bjóða
félagsmönnum og öðrum upp á
einkatíma.
Upplýsingar um félagið, starf-
semi þess, einkatíma og tíma-
pantanir eru alla virka daga árs-
ins frá kl. 13—18. Utan þess
tíma er einnig hægt að skilja ef-
tir skilaboð á símsvara félagsins.
Sálarrannsóknarfélag Reykjavíkur
starfar í nánum tengslum við Sál-
arrannsóknarskólann á sama stað.
SRFR.
KENNSLA
www.nudd.is
FÉLAGSLÍF
Jórunn Oddsdóttir miðill
Verð á landinu í örfáa daga.
Ef þú hefur áhuga á að panta
tíma, þá getur þú hringt í síma
0047 980 60578 fyrir 17. ágúst.
Starfsfólk óskast
Bakkavík hf. óskar eftir að ráða starfsfólk
í almenn störf við rækju- og fiskvinnslu.
Þarf að geta hafið störf sem fyrst.
Nánari upplýsingar fást í síma 450 7500.
ATVINNA
mbl.is