Morgunblaðið - 12.08.2003, Page 35
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. ÁGÚST 2003 35
DAGBÓK
vinnupallar
Sala - leiga
Sími 577 2050 · Fax 577 2055 · GSM 824 2050 · www.formaco.is
http://www.micasa.is
Spænskt húsgagnaúrval
STJÖRNUSPÁ
Frances Drake
LJÓN
Afmælisbörn dagsins:
Þig skortir ekki hug og
kjark. Þú stendur á þínu þó á
móti blási og hindranir eru í
þínum huga áskorun og
hvatning. Þetta mun gagnast
þér vel í lífinu. Næsta ár gæti
orðið þitt besta hingað til.
Hrútur
(21. mars - 19. apríl)
Sýndu samferðamönnum þín-
um þolinmæði. Þó þú sért þess
fullviss að þú hafir rétt fyrir
þér máttu kki þröngva þínum
skoðunum upp á aðra.
Naut
(20. apríl - 20. maí)
Sýndu börnum sérstaklega
mikið umburðarlyndi í dag. Það
er of auðvelt að sýna of mikla
hörku. Mundu að það læra
börnin sem fyrir þeim er haft.
Tvíburar
(21. maí - 20. júní)
Líklegt er að misbrestir komi í
vináttu í dag ef sjálfumgleðin
tekur völdin. Þetta má forðast
ef þú spyrð þig hverju þú ert í
raun að reyna að áorka.
Krabbi
(21. júní - 22. júlí)
Dagurinn í dag er tilvalinn til
rannsókna og einbeitingar.
Sýndu þeim tillitssemi sem
trufla þig. Þú getur komið
miklu í verk en samt sýnt öðr-
um alúð.
Ljón
(23. júlí - 22. ágúst)
Þú átt það til að eyða um efni
fram. Í dag gæti sótt á þig
skyndileg löngun til að kaupa
eitthvað, en er það ekki einmitt
þá sem er óskynsamlegast að
eyða peningunum?
Meyja
(23. ágúst - 22. sept.)
Sýndu fjölskyldumeðlimum
þínum sérstaklega góðan skiln-
ing í dag. Þú átt það til að sinna
eigin hugðarefnum um of á
kostnað þess sem aðrir vilja.
Vog
(23. sept. - 22. okt.)
Í dag hefurðu kraftinn og dug-
inn sem þarf til að grafa upp
leyndarmál og finna nýjar
lausnir á gömlum vandamálum.
Sporðdreki
(23. okt. - 21. nóv.)
Þú gætir freistast til að rífast
við einhvern því þú ert þess
fullviss að þú hafir rétt fyrir
þér. En jafnvel þó svo sé, er
það þess virði að fórna vinátt-
unni fyrir?
Bogmaður
(22. nóv. - 21. des.)
Í dag er hætt við togstreitu við
fólk með völd. Með þessa vitn-
eskju í farteskinu ættirðu að
geta forðast óþægilegar uppá-
komur.
Steingeit
(22. des. - 19. janúar)
Ekki reyna að fá aðra með þér
á band í trúmálum og stjórn-
málum í dag. Þau munu skella
við skollaeyrum.
Vatnsberi
(20. jan. - 18. febr.)
Hæfileikar þínir til að rannsaka
og vinna erfiða nákvæmn-
isvinnu eru í hámarki í dag. Nú
er tíminn til að kynna sér dul-
úðleg svið.
Fiskar
(19. feb. - 20. mars)
Ekki þröngva öðrum á þitt
band í dag. Láttu að sama
skapi ekki aðra þvinga þig til
liðs við sig. Því fari svo munu
báðir bera skarðan hlut.
Stjörnuspána á að lesa sem
dægradvöl. Spár af þessu tagi
eru ekki byggðar á traustum
grunni vísindalegra staðreynda.
Í fjalladal
Í fjalladal, í fjalladal
er fagurt oft á vorin,
er grænkar hlíð
og glóa blóm
og glymur loft af svanahljóm.
Í fjallasal, í fjallasal
er fagurt oft á vorin.
Guðmundur Guðmundsson skólaskáld
LJÓÐABROT
ÁRNAÐ HEILLA
60 ÁRA afmæli. Í dag,þriðjudaginn 12.
ágúst, er Kristín I. Jóns-
dóttir, Asparfelli 2, sextug.
Kristín og eiginmaður
hennar, Baldur Sveinsson,
verða að heiman á afmæl-
isdaginn.
50 ÁRA afmæli. Í dag,þriðjudaginn 12.
ágúst, er Margrét Sigurðs-
son, Sæviðarsundi 2,
Reykjavík, fimmtug. Af því
tilefni taka hún og eig-
inmaður hennar, Baldur
Jónasson, á móti ættingjum
og vinum í Skipholti 70
föstudaginn 15. ágúst kl. 18.
FYRIRFRAM skyldu menn
halda að brids og stang-
arstökk ættu lítið sameig-
inlegt. En það er röng álykt-
un.
Austur gefur; allir á
hættu.
Norður
♠ DG75
♥ D532
♦ ÁG1083
♣–
Suður
♠ ÁK9432
♥ G109
♦ 6
♣ÁK3
Vestur Norður Austur Suður
– – 1 tígull 1 spaði
Pass 4 spaðar Pass 4 grönd
Pass 6 spaðar Dobl Allir pass
Norður kann sér ekki
læti, stekkur fyrst í geim og
svo í slemmu við ásaspurn-
ingu makkers. Hæðin er
hins vegar fullmikil og ill yf-
irferðar, því vörnin á tvo
efstu í hjarta. Með doblinu
var austur að reyna að vísa
makker veginn í útspilinu,
alltént vara við tígli. En
vestur er engin skytta og
kemur út með laufdrottn-
ingu. Og nú er það spurn-
ingin: Dugir þessi vindur í
bakið til að sveifla sagnhafa
yfir rána?
Eina vonin er sú að hægt
sé að vinna úr tíglinum tvo
aukaslagi. Austur er örugg-
lega með hjónin a.m.k. í fjór-
lit, en níuna þarf hann ekki
að eiga. Þetta er legan sem
sagnhafi ætti að gera út á:
Norður
♠ DG75
♥ D532
♦ D532
♣ÁG1083
Vestur Austur
♠ 10 ♠ 86
♥ 874 ♥ ÁK6
♦ 975 ♦ KD42
♣DG10964 ♣8752
Suður
♠ ÁK9432
♥ G109
♦ 6
♣ÁK3
Hann tekur útspilið
heima og leggur niður
spaðaás. Spilar svo tígli á
ásinn og gosanum úr borði.
Hvort sem austur leggur á
eða ekki, mun nía vesturs
falla næst undir tíuna og
þannig byggjast upp tveir
fríslagir á tígul.
Útspil vesturs var illa
ígrundað. Stangarstökk í
slemmu byggjast iðulega á
eyðu, ekki síst þegar stökkið
kemur við ásaspurningu. Og
vestur gat ályktað að eyðan
væri í laufi miðað við lengd
hans í þeim lit.
BRIDS
Guðmundur Páll Arnarson
1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rc3
Bb4 4. Dc2 d5 5. cxd5 Dxd5
6. Rf3 c5 7. dxc5 Dxc5 8.
Be3 Bxc3+ 9. bxc3 Dh5 10.
Bg5 Dg6 11. Da4+ Bd7 12.
Da3 Bc6 13. Bf4 De4 14. e3
Rbd7 15. Rd4 e5 16. f3 Dg6
17. Rxc6 bxc6 18. Bg3 Dg5
19. e4 Rh5 20. Bf2 Rf4 21.
g3 Re6 22. Dd6 De7 23. 0-
0-0 Hc8 24. Bh3 Dxd6 25.
Hxd6 Ke7 26. Hhd1 Hc7
27. f4 Rf6
Staðan kom upp í stór-
meistaraflokki alþjóðlegs
skákmóts í Árósum í Dan-
mörku sem lauk fyrir
skömmu. Öruggur
sigurvegari móts-
ins, Hannes Hlífar
Stefánsson (2560),
hafði hvítt gegn
skærasta ungstirni
Dana, Davor Palo
(2510). 28. f5! Rxe4
Aðrir leikir hefðu
leitt strax til ósigurs
þar sem þá kæmist
hvíti biskupinn á c5-
reitinn og svartur
yrði mát í kjölfarið.
Í framhaldinu fær
hvítur tvo biskupa
SKÁK
Umsjón Helgi Áss
Grétarsson
Hvítur á leik.
fyrir hrók. 29. fxe6 Rxd6
30. Bc5 Hd8 31. exf7 Kxf7
32. Bxd6 Hb7 33. Hf1+
Kg6 34. Bxe5 He7 35. Bd4
He2 36. Bf5+ Kh6 37. Bc2
Hxh2 38. Hf7 og svartur
gafst upp. Lokastaða móts-
ins varð þessi: 1. Hannes
Hlífar Stefánsson (2.560)
6½ vinning af 9 mögu-
legum. 2. Artur Jakubiec
(2.537) 5½ v. 3. Davor Palo
(2.510) 5 v. 4.–7. Bogdan
Lalic (2.503), Marijan Petr-
ov (2.475), Rasmus Skytte
(2.404) og Karsten Rasm-
ussen (2.437) 4½ v. 8.–9.
Jens Ove Fries Nielsen
(2.453) og Klaus Berg
(2.439) 3½ v. 10. Joanna
Dworakowska (2.382) 3 v.
ÞESSAR stúlkur héldu tombólu og söfnuðu 3.364 kr.
til styrktar Rauða krossi Íslands, þær heita Hrafn-
hildur Helga Guðmundsdóttir og Helena Hauksdóttir.
Morgunblaðið/Ragnhildur
KIRKJUSTARF
NÚ hefja þær göngu sína að nýju
kyrrðarstundirnar í Laugarnes-
kirkju.
Frá og með fimmtudeginum 14.
ágúst verða kyrrðarstundir öll
fimmtudagshádegi kl. 12. Gunnar
Gunnarsson leikur á orgelið til
12.10. Bjarni Karlsson sóknar-
prestur þjónar ásamt Sigurbirni
Þorkelssyni. Svo bíður okkar máls-
verður á kostnaðarverði yfir í safn-
aðarheimilinu í umsjá fimm barna
húsmóður í hverfinu, Vigdísar Mar-
teinsdóttur.
Hlökkum til að hittast! Starfsfólk
Laugarneskirkju.
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Kyrrðarstundir í Laugarneskirkju
Hallgrímskirkja. Fyrirbænaguðsþjón-
usta kl. 10.30. Beðið fyrir sjúkum.
Háteigskirkja, eldri borgarar. Pútt
alla morgna ef veður leyfir frá kl. 10.
Félagsvist mánudaga kl. 13, brids
miðvikudaga kl. 13. Þátttaka tilkynn-
ist til Þórdísar í síma 511 5405.
Hjallakirkja. Bæna- og kyrrðarstund
kl. 18.
Hafnarfjarðarkirkja. Opið hús fyrir
10–12 ára börn í safnaðarheimilinu
Strandbergi, Vonarhöfn, frá kl. 17–
18.30.
Vídalínskirkja. Í sumar verður opið
hús á vegum kirkjunnar fyrir eldri
borgara í safnaðarheimilinu Kirkju-
hvoli kl. 13–16. Spilað og spjallað.
Þorlákur sér um akstur fyrir þá sem
óska.
Grindavíkurkirkja. Foreldramorgnar
alla þriðjudaga kl. 10–12.
Borgarneskirkja. Helgistund í kirkj-
unni kl. 18.30–19.
Þorlákskirkja. Fermingarfræðsla í
dag kl. 13.40.
Krossinn. Almenn samkoma kl.
20.30 í Hlíðasmára 5. Allir velkomnir.
Akureyrarkirkja. Morgunsöngur kl. 9.
KEFAS: Bænastund kl. 20.30. Allir
eru velkomnir.
Safnaðarstarf
Ég held ekki að
naglarnir heiti
„þremillinn“.
Þetta er einhver mis-
skilningur. Það átti
að afhenda þetta eitt
í einu.