Morgunblaðið - 12.08.2003, Page 39
ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. ÁGÚST 2003 39
Morgunblaðið/Kristinn
Björgólfur Takefusa tekur boltann niður á brjóstið en til varnar er Kristinn Lárusson.
Matthías opnaði þar meðmarkareikning sinn í sumar
en þessi eldfljóti kantmaður hefur
leikið alla 13 leiki
Hlíðarendaliðsins í
sumar.
„Við litum á leik-
inn sem algjöran
úrslitaleik og við lögðumst allir á
eitt við að berjast til síðasta blóð-
dropa. Við ætlum ekki niður og
með sömu baráttu og vilja veit ég
að það verður ekki,“ sagði Matth-
ías þar sem hann lá á sjúkrabör-
unum og fylgdist með síðustu mín-
útum leiksins utan vallar eftir að
hafa meiðst á hné.
„Sumarið hefur verið mér frekar
erfitt en það var gaman að ná loks
að brjóta ísinn. Ég var mikið í bolt-
anum í byrjun leiksins og það gaf
mér gott sjálfstraust sem ég nýtti
mér en það hefur skort upp á það í
sumar hjá mér. Ég var klaufi að
skora ekki fleiri mörk en þreytan
var farin að segja til sín,“ sagði
Matthías sem borinn var af velli
skömmu fyrir leikslok meiddur í
hné. Ólíklegt er að Matthías verði
búinn að ná sér fyrir leikinn við Ís-
landsmeistara KR á fimmtudag en
hné útherjans leit ekki vel út þegar
hann kom af velli. „Ég lenti illa og
það kom einhver slinkur á hnéð og
ég gat ekki haldið áfram að leika.“
Ásgeir Elíasson, þjálfari Þrótt-
ar, var fremur niðurlútur þegar
Morgunblaðið tók hann tali eftir
leikinn en lærisveinar hans töpuðu
fjórða leiknum í röð og eru komnir
í fallslaginn eftir að hafa trónað á
toppnum í deildinni um tíma.
„Þetta var bara mjög erfitt. Við
fengum á okkur hálfgert aulamark
í byrjun og þrátt fyrir að við höf-
um náð að skapa okkur fín færi,
sérstaklega í fyrri hálfleiknum, féll
þetta ekki með okkur. Í seinni
hálfleik reyndum við að sækja en
Valsmennirnir bökkuðu vel til baka
og við fengum nánast engin færi að
ráði. Vörnin hjá Val hélt vel en við
vorum ekki nógu klókir gegn þeim
og misstum trú á okkur sjálfum.
Eftir þessi úrslit er fallbarátta
okkar hlutskipti,“ sagði Ásgeir.
Þú sagðir þegar allt lék í lyndi
hjá ykkur Þrótturum að þið þyrft-
uð að fá 22 stig til að vera öruggir
með að halda sæti ykkar. Ert þú
enn sama sinnis?
„Það hefur ekkert breyst. Ég tel
að að við þurfum að ná þessum
stigafjölda til að vera öruggir. Við
misstum af tækifæri til að berjast
á öðrum vígstöðvum en í fallslagn-
um með þessu tapi í kvöld og verð-
um bara að taka því. Við erum
búnir að tapa fjórum leikjum í röð
og það getur oft verið erfitt að rífa
sig upp úr svona taphrinu. Við eig-
um erfiðan leik í Árbænum gegn
Fylki í næstu umferð en vonandi
kemur að því að við komust á sig-
urbraut á nýjan leik.“
„Þessi leikur var upp á líf eða
dauða fyrir okkur og hann bar
þess merki hjá mínum mönnum.
Baráttan var feikilega góð en
kannski á kostnað gæðanna,“ sagði
Þorlákur Árnason, þjálfari Vals,
við Morgunblaðið eftir sigur á
Þrótti.
Þorlákur hrósaði varnarmönnum
sínum og Ólafi markverði sérstak-
lega fyrir frammistöðuna en hann
sagði sitt lið oft hafa leikið betur
þó svo að það hafi ekki dugað til
sigurs.
„Mér fannst leikurinn kafla-
skiptur. Við byrjuðum vel en
Þróttararnir efldust og voru betri í
fyrri hálfleik en í þeim síðari
fannst mér við vera sterkari. Mér
fannst vanta að við héldum bolt-
anum betur innan liðsins sem hef-
ur verið okkar aðal en við vörð-
umst vel og Óli bjargaði vel
nokkrum sinnum í fyrri hálfleik.
Maður var auðvitað stressaður
þegar á leikinn leið og sérstaklega
þar sem við náðum að nýta góð
færi til að gera endanlega út leik-
inn. Þrátt fyrir sigurinn erum við
enn í fallsæti en það er mikill hug-
ur í okkur og ef við fáum jafngóðan
stuðning frá stuðningsmönnum
okkur í komandi leikjum þá kvíði
ég engu um framhaldið. Við tökum
á móti KR á fimmtudaginn og sá
leikur leggst mjög vel í mig.“
Það stefnir í æsispennandi fall-
baráttu en hvað telur þú að þið
þurfið mörg stig til þess að tryggja
veru ykkar í deildinni?
„Eins og deildin hefur spilast
held ég að við þurfum 22–23 stig til
að vera öruggir. Við ætlum að
berjast með kjafti og klóm til að ná
þessum stigafjölda og halda sæti
okkar meðal þeirra bestu.“
Lengi búinn að bíða
eftir þessu marki
ÉG VAR búinn að bíða lengi eftir markinu og að það skyldi tryggja
okkur sigurinn var sérlega ánægjulegt,“ sagði Valsmaðurinn
Matthías Guðmundsson við Morgunblaðið eftir sigur Vals á Þrótti í
Laugardalnum í gærkvöld. Matthías stýrði knettinum snyrtilega í
netið á 6. mínútu leiksins eftir sendingu Kristins Lárussonar og það
mark skildi Reykavíkurliðin að.
Eftir
Guðmund
Hilmarsson
AUÐUN Helgason lék allan leik-
inn með Landskrona gegn Öster í
sænsku úrvalsdeildinni í knatt-
spyrnu í gærkvöld. Landskrona tap-
aði 3:0 á útivelli.
MOLDE tapaði 0:2 á heimavelli
fyrir Bodø/Glimt í norsku úrvals-
deildinni í gær. Ólafur Stígsson var á
varamannabekk Molde en kom ekk-
ert inn á.
PÉTUR Marteinsson fékk mjög
góða dóma fyrir frammistöðu sína
með Stoke sem sigraði Derby, 3:0, í
fyrstu umferð ensku 1. deildarinnar
á laugardaginn. Pétur fékk 9 í ein-
kunn á Oatcake, stuðningsmanna-
síðu Stoke, og fékk hæstu einkunn
ásamt John Eustace, sem valinn var
maður leiksins.
JAN Zelezny, margfaldur heims-
og ólympíumeistari í spjótkasti, mun
taka ákvörðun einhvern næstu daga
um hvort hann tekur þátt í heims-
meistaramótinu í frjálsum íþróttum
sem fram fer í París og hefst 23.
þessa mánaðar. Zelezny var í gær
valinn í tékkneska liðið sem keppir á
mótinu en hann ætlar að ákveða eftir
gullmótið sem haldið verður í Zürich
á föstudag hvort hann verður með í
París.
JUUP Heynckes, þjálfari Schalke,
er mjög óhress með byrjun sinna
manna í þýsku Bundesligunni en
Schalke hefur gert jafntefli í tveimur
fyrstu umferðunum, gegn Dortmund
og 1860 München. „Úrslitin á móti
1860 München voru að mínu mati al-
gjör skandall. Við eigum að vinna
svona lið og ég trúi ekki öðru en að
mínir menn hafi lært sína lexíu,“ seg-
ir Heynckes.
IGOR Stepanovs, varnarmaður
Arsenal frá Lettlandi, hefur verið
lánaður til belgíska liðsins Beveren.
Hann lék aðeins fjóra leiki með Ars-
enal sl. keppnistímabil.
PAOLO di Canio er harðorður í
garð Glenn Roeders, knattspyrnu-
stjóra West Ham, í viðtali við breska
blaðið Sun. „Eftir að Harry Red-
knapp var rekinn og Roeder tók við
spáði ég að slæmir hlutir myndu ger-
ast hjá félaginu og það hefur gerst.
West Ham er að hrynja og það er
Roeder að kenna. Það er mjög erfitt
að horfa upp á félagið í þessum að-
stæðum því mér þykir mjög vænt um
stuðningsmenn liðsins.“
Di Canio segir einnig í viðtalinu að
West Ham hefði haldið sæti sínu í
ensku úrvalsdeildinni ef Roeder
hefði látið sig leika meira. „Ef hann
hefði ekki tekið mig úr byrjunarlið-
inu hefði West Ham haldið sæti sínu í
deildinni. Hvernig getur einhverjum
dottið í hug að það hafi verið betra
fyrir liðið að hafa mig fyrir utan byrj-
unarliðið? Roeder lét persónulegan
ágreining okkar ganga fyrir hags-
munum félagsins,“ sagði Di Canio.
FÓLK
PETER Reid, knattspyrnustjóri
Leeds United, vill að leikmenn liðs-
ins hætti að vorkenna sjálfum sér
og byrji að axla ábyrgð. „Við erum
með leikmenn sem hafa mikla hæfi-
leika en þeir verða að fara að hætta
að vorkenna sjálfum sér. Okkur hef-
ur ekki gengið vel á undirbúnings-
tímabilinu en við verðum bara að
leggja okkur enn harðar fram á æf-
ingum,“ sagði Reid en Leeds tapaði
2:0 fyrir Shelbourne á sunnudaginn
í vináttuleik.
MARCELLO Lippi, þjálfari Juv-
entus, er bjartsýnn á gengi liðsins í
vetur en Juventus hefur leikið mjög
vel á undirbúningstímabilinu. „Ég
vissi að við værum með mjög gott
lið en að undanförnu hafa leikmenn-
irnir sannfært mig enn betur um að
við verðum öflugir í vetur,“ sagði
Lippi.
BRASILÍSKI landsliðsmaðurinn
Kleberson fékk atvinnuleyfi í Eng-
landi í gærkvöldi og því er ekkert
því til fyrirstöðu að hann skrifi und-
ir samning við Manchester United.
Ensku meistararnir þurfa að greiða
Atletico Paranaense um sex millj-
ónir breskra punda fyrir hann.
DENNIS Bergkamp, sóknarmað-
ur Arsenal, hefði hætt knattspyrnu-
iðkun ef hann hefði ekki fengið nýj-
an eins árs samning hjá félaginu í
sumar. Bergkamp hefur verið í her-
búðum Arsenal síðustu átta ár og
hefur átt mikinn þátt í velgengni
liðsins í ensku úrvalsdeildinni. „Ef
ég hefði ekki fengið nýjan samning
hefði ég hætt að spila en það hefði
verið synd þar sem ég tel mig enn
geta skilað góðu hlutverki fyrir Ars-
enal,“ sagði Hollendingurinn Berg-
kamp.
FÓLK
CRISTIANO Ronaldo mun
skrifa undir fimm ára samning
við Manchester United í vik-
unni, samkvæmt fréttum
portúgalska ríkissjónvarpsins.
Ronaldo er 18 ára gamall
portúgalskur sóknarmaður og
hefur leikið með Sporting
Lissabon í Portúgal en hann er
talinn vera einn efnilegasti
knattspyrnumaður í Evrópu.
Hann lék frábærlega í vináttu-
leik gegn United síðasta mið-
vikudag og það er talið að Sir
Alex Ferguson, knattspyrnu-
stjóri United, hafi þá sann-
færst um að Ronaldo væri
rétti maðurinn fyrir United.
Ronaldo
til United
BANDARÍSKI kylfingurinn Davis
Love III skaust um helgina upp fyr-
ir Tiger Woods á lista tekjuhæstu
kylfinga bandarísku mótarað-
arinnar. Love sigraði nokkuð
örugglega á PGA-punktamótinu í
Castle Rock í Colorado um helgina
og fékk fyrir sigurinn sem svarar
til 70 milljóna íslenskra króna.
Hann hefur því fengið tæpar 400
milljónir í verðlaunafé það sem af
er þessu keppnistímabili en Woods,
sem nú er í öðru sæti, hefur fengið
um 390 milljónir króna fyrir að
standa sig vel á mótum þessa tíma-
bils. Þessar upphæðir eru aðeins
það verðlaunafé sem kapparnir
hafa fengið, en báðir eru þeir auk
þessa með margra milljarða auglýs-
ingasamninga. Love hefur keppt á
15 mótum en Woods á 12 þannig að
Woods hefur betri meðallaun.
Fyrir þetta mót var Woods í
fyrsta sæit, Jim Furyk í næsta og
Mike Weir í því þriðja en Love var
fjórði og Vijay Singh fimmti. Núna
er Love fyrstur, Woods næstur,
Singh þriðji og þá koma Furyk og
Weir.
Þó svo að þetta séu miklir pen-
ingar eru menn neðar á listanum
sem hafa varla í sig og á miðað við
það verðlaunafé sem þeir hafa
fengið á keppnistímabilinu. Þannig
hefur til dæmis Richard Zokol, sem
er í 237. sæti listans, tekið þátt í tíu
mótum og fengið sem nemur 840
þúsundum króna fyrir þannig að
það er ekki bara dans á rósum að
geta eitthvað í golfi.
Love III kominn
upp fyrir Tiger Woods