Morgunblaðið - 12.08.2003, Side 40

Morgunblaðið - 12.08.2003, Side 40
FÓLK Í FRÉTTUM 40 ÞRIÐJUDAGUR 12. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ ÞAÐ var trúlega í Skonrokkisem ég sá hann fyrst ogheyrði. Ég var þá krakka- grislingur og fannst lagið eitthvað skrítið. Það var eins og það væri falskt man ég að mér hafi fundist – fiðluspilið. Og þessi náungi, hann var sko falskur og vældi voðalega mikið. En það var eitthvað við þetta lag. Kannski bara það að Þorgeir kynnti stoltur að það hafi verið tekið á Ís- landi. Uppi á Vatnajökli, að mig minnir. Þetta var lagið „The Cutter“, af snillarplötunni Porcupine. Hljóm- sveitin hét Echo and the Bunnymen og hún hafði tekið myndbandið upp á Íslandi, og kápa plötunnar var líka tekin á Íslandi. Síðar frétti ég að sveitin hafði haldið ágætlega vel heppnaða tónleika hér (1983). Þá var ég orðinn eldri, og „The Cutter“ var orðið eitt af mínum eftirlætislögum. Af þeim öllum. Fyrr og síðar. Og mér fannst söngvarinn ekkert falskur lengur, heldur með einhverja svöl- ustu rödd sem ég hafði heyrt, svo djúpa og seiðandi – Leonard Cohen á örvandi. Hann hét Ian McCulloch – og heitir það enn. Þá var hann svalur – og er það enn. Bjó til mögnuð popp- lög með ágengum persónulegum textum – og gerir enn. Sönnunin felst í nýjustu plötu hans Slideling. Hún kom út á vormánuðum, hans fyrsta sólóplata í góðan áratug, eða síðan hann sendi frá sér hina lömuðu Myst- erio árið 1992, sem fylgdi eftir lítið skárri fyrstu sólóplötu Candleland. Þá var Echo and the Bunnymen ný- hætt, bullandi þreyta í okkar manni og tilvistarkreppan að sliga hann. Nú er hann allt annar maður. Fertugur fjölskyldumaður, sáttur við sjálfan sig, hættur að hafa áhyggjur af fram- anum, farinn að búa til tónlist á ný sér til ánægju og yndisauka. Kanínumenn enn í fullu fjöri Ungar rokkstjörnur eru líka farn- ar að votta honum virðingu sína í við- tölum og á tónleikum – þakka honum fyrir innblásturinn. Og skríbentar eru farnir að líkja hinum og þessum við hann, Starsailor, Leaves, Doves, Coldplay. Já þeir góðkunningjar okkar Frónbúa í Coldplay eru hans stærstu og áköfustu aðdáendur, sögðust hafa fengið helling að láni frá honum er þeir gerðu A Rush of Blood to the Head og eru búnir að borga fyrir sig með því að leggja sitt af mörkum til nýju plötunnar. „Ég átti bara orðið svo mikið af lögum sem ég vildi gefa út á mínu nafni fremur en með The Bunnymen,“ segir McCull- och djúpri en rámri röddu manns sem fengið hefur sér aðeins fleiri en einn viskísnafs um ævina þegar blaðamaður byrjar á því að spyrja hann hvers vegna hann væri að gefa út sólóplötu nú fyrst eftir að 10 ár eru liðin frá síðustu. „Ég hef bara átt annríkt, það er eina skýringin á því hvers vegna svona langt hefur liðið. Þetta er svolítið öðruvísi núna því The Bunnymen eru enn í fullu fjöri. Ný sólóplata frá mér er því ekki lengur vísbending um að sveitin sé liðin undir lok. Þvert á móti.“ Hann er vinalegur náungi. Léttur á því og málglaður. Staddur á skrif- stofu hljóðversins þar sem hann tók upp plötuna Slideling. Hún er hans fyrsta fyrir útgáfufyrirtækið Cook- ing Vinyl, það sama og gefið hefur út Flowers, síðustu plötu Echo and the Bunnymen sem kom út fyrir tveimur árum. Fín plata, rétt eins og hinar plöturnar þrjár sem þeir Will Searg- ent gítarleikari og meðhöfundur hafa sett saman – sem Electrafixion og svo undir gamla Bunnymen-nafninu – síðan þeir náðu sáttum að nýju árið 1994, sex árum eftir að slest hafði upp á vinskapinn er McCulloch yfir- gaf félaga sína Kanínukarlana árið 1988. Samstarf þeirra Liverpool- félaga spannar því orðið góða tvo áratugi, en þeir kynntust fyrst og stofnuðu saman Echo and the Bunnymen er þeir voru enn á tán- ingsaldri árið 1978. – Eftir svona langt samstarf, er ekki skrítið að vinna án Seargent, nú þegar þið hafið aftur náð svona vel saman? „Hreint ekki,“ svarar McCulloch án umhugsunar. „Ég er hvort eð er farinn að semja bróðurpart Bunny- men-efnisins einn míns liðs. Searg- ent bætir sínu við seinna, á hljóðvers- stiginu. Það er fínt að vinna með honum en ég get það ekki alltaf. Við verðum að hvíla okkur hvor á öðrum, annars fengjum við ógeð eins og síð- ast. Hann er að bardúsa eitthvað annað í sínu horni. Það er hollt fyrir okkur báða.“ Melódían er málið – Nálgastu tónlistina öðruvís þeg- ar þú vinnur hana einn – án hans? „Ætli ég hugsi ekki meira um laga- smíðarnar. Legg út frá einhverri melódíu sem ég síðan pikka upp á gítarinn á fremur hefðbundinn hátt. Flest lögin á nýju plötunni voru sam- in þannig. Mörg urðu t.a.m. til í sturt- unni eða við eldamennskuna, ég að raula einhvern lagstúf sem síðan festist í hausnum á mér þar til ég bar búinn að pikka hann upp. Með Bunnymen ganga lagasmíð- arnar miklu meira út á að finna ein- hver gítarstef sem við síðan spinnum út frá. Ætli það sé ekki meiri rokk- nálgun, sem er fín út af fyrir sig. En sjálfum finnst mér þægilegra að semja á hinn veginn og auðveldara. Að raula og pikka eitthvað út í loftið þar til eitthvað fæðist. Ég og gítarinn – gerist ekki persónulegra en það.“ – Ertu að segja að þið Seargent séuð ólíkir á þennan veg, að á meðan hann vilji grufla í lögunum í hljóð- veri, búa til ný hljóð og óhljóð þá fáir þú meira út úr því að glíma við melódíuna? „Ég hef reyndar mjög gaman af því að týna mér í hljóðverinu – en jú ætli það ekki, Will fær óskaplega mikið út úr því að búa til skrítin hljóð til að krydda lögin með. Sem er aldeilis hið besta mál. Hann hefur þannig náð að galdra ótrúlegustu hljóð úr gítarnum sem gert hafa lög- in mín betri en þau voru fyrir. Það sem heillar mig við hljóðversvinnuna á hinn bóginn er að útsetja lögin. Við vegum hvor annan upp á þennan veg og kannski þess vegna hefur sam- starf okkar verið svona gjöfult.“ – Ertu kannski nýverið farinn að átta þig á þessum eiginleikum þínum, að það henti þér betur að leggja áherslu á melódíuna? „Já, tvímælalaust. Á hinum sóló- plötunum var ég enn að leita að sjálf- um mér og satt að segja býsna langt frá því að finna eitthvað. Ég var enn að læra hvernig búa ætti til lög, hafði ekki fundið út hvernig mér hentaði best að semja, hvort það væri á raf- magnsgítar, kassagítar, píanó. Ég fann fyrir áður óþekktu sjálfs- trausti þegar ég gerði Slideling. Vissi nákvæmlega hvernig ég ætti að bera mig að, hvernig ég þyrfti að koma undirbúinn í hljóðverið, græjaði út- setningarnar og allt fyrir fram, eins og besti fagmaður. Svo er ég líka búinn að átta mig á því að meira er ekki alltaf betra, kann mér orðið hóf í útsetn- ingum, er orðinn mun meira blátt áfram.“ Hún neistar líka af sjálfstrausti platan. „Já, ég var líka að springa úr sjálfstrausti þegar ég vann hana enda allir að tilkynna mér að þetta væru best lög sem ég hefði samið í háa herrans tíð. Það verður líka til þess að maður leyfir lögum að njóta sín, hefur ekkert að fela.“ Besti vinur Coldplay – Og þetta er trúlega þín popp- aðasta plata frá upphafi. Var það vís- vitandi? „Þú ert ekki sá eini sem hefur sagt þetta – gagnrýnendur hafa verið að tala um þetta og ætli það sé bara ekki nærri lagi hjá ykkur. Ef hún er mín poppaðasta þá er það bara hið mesta afrek frá mínum bæjardyrum séð því popp er eitthvað sem fellur í kramið og auðvitað vill maður að tónlist sín geri það.“ – Þetta var líka meint sem hól. „Gott,“ segir McCulloch og hlær. „Ætli hún sé ekki poppuðust vegna þessarar áherslu minnar á melód- íuna. Það á að vera hægt að raula popplög og fá þau á heilann og lögin á plötunni fæddust einmitt þannig, sem einhver laglína sem ég fékk á heilann, á meðan ég setti í upp- þvottavélina.“ Og McCulloch tekur að raula „Sliding“, eitt sterkasta lag- ið á plötunni, en í því raula þeir með Chris Martin og Johnny Buckland úr Coldplay. Við erum vinir, ég og strákarnir í Coldplay. Þeir eru víst mjög hrifnir af gamla Bunnymen-efninu og segj- ast hafa sótt mjög í það, sem er frá- bært því plöturnar þeirra eru alveg magnaðar. Ég keypti mér meira að segja Parachutes og tilkynnti þeim það sérstaklega, því það gerist ekki á hverjum degi. Vaninn er nefnilega að plötufyrirtækin reyna að troða þess- um og hinum plötum upp á mann.“ Er það eitt stærsta hólið sem tónlist- armaður getur gefið kollega sínum, að hafa keypt plötuna hans? „Ætli það ekki,“ segir McCulloch og hlær. „Ég er þar að auki nú ekki sá duglegasti í að slá öðrum gull- hamra. Hef getið mér orð fyrir allt annað reyndar.“ Kaldasta kápan – Svo áttu sameiginlegt með þeim Coldplay-drengjum að hafa fallið fyr- ir Íslandi? „Já, ég var einmitt að segja þeim frá því hvar kápumyndin á Porcupine var tekin.“ Og hugur McCulloch reikar í því aftur um tvo áratugi. „Það var klikkun maður, þar sem við stóðum frammi á hengjunni. Lagið undir var svo þunnt að við vorum skíthræddir um að missa fótanna og steindrepast!“ – Íslandsævintýrið er þér þá enn ofarlega í huga? „Já þetta voru klikkaðir tónleikar. Snjóhús með tvöþúsund blindfullum unglingum. Ég hef aldrei, hvorki fyrr né síðar, séð eins fulla áhorfendur.“ – Það hefur blessunarlega breyst heilmikið síðan þá. Vinir þínir í Coldplay ættu að geta vottað fyrir það, þeir hafa leikið tvisvar sinnum í sama snjóhúsi (Laugardalshöllinni). „Er það?“ segir McCulloch grun- samlega tortrygginn. „Ég verð að spyrja þá hvort það sé rétt. Annars var ég sjálfur drukkinn þannig að þetta var í lagi.“ – Hvað kom til að þið ákváðuð að taka kápumynd á Íslandi? „Ég held að umboðsmaður okkar Bill Drummond (var í The Specials og KLF) hafi átt hugmyndina, en hann hafði áður komið til Ísland, er hann vann á fraktskipi. Hann vildi að þetta yrði kaldasta plötukápa í sög- unni. Þá voru nefnilega allar popp- sveitirnar að dandalast í suður- höfum, sólbrúnar og sætar. Ég næ því samt ekki enn hvernig þeim tókst að plata mig til að standa á þessari brún!“ – Við erum sem sagt að tala um að þú sért of smeykur við að lenda í blindfullum unglingum til að fást til að spila aftur á Íslandi. „Nei, það væri frábært að endur- taka það – nema bara nú verður það blindfullt miðaldra pakk,“ segir McCulloch að lokum og hlær – hás- um viskíhlátri. Bergmál hins liðna „Fertugur fjölskyldumaður, sáttur við sjálfan sig, hættur að hafa áhyggjur af framanum, farinn að búa til tónlist á ný sér til ánægju og yndisauka,“ segir um Ian McCulloch í viðtalinu. Ian McCulloch telst til þungavigtar- manna er talið berst að bresku nýbylgju- rokki. Hann var leiðtogi Echo and the Bunnymen og heimsótti m.a. Ísland með sveitinni. Skarphéðinn Guðmundsson ræddi við hann m.a. um flunkunýja sóló- plötu, köldustu kápuna og blindfulla ung- linga í snjóhúsi. Hljómsveitin Echo and the Bunnymen. „Við erum vin- ir, ég og strákarnir í Coldplay. Þeir eru víst mjög hrifnir af gamla Bunnymen-efninu og segjast hafa sótt mjög í það,“ segir Ian McCulloch, sem er þessi með sólgleraugun. skarpi@mbl.is 21. SÝNING MIÐVIKUDAGUR 20/8 - KL. 20 UPPSELT 22. SÝNING FIMMTUDAGINN 21/8 - KL. 20 UPPSELT 23. SÝNING LAUGARDAGINN 23/8 - KL. 16 UPPSELT 24. SÝNING LAUGARDAGINN 23/8 - KL. 20 UPPSELT 25. SÝNING FÖSTUDAGINN 29/8 - KL. 20 UPPSELT 26. SÝNING LAUGARDAGINN 30/8 - KL. 16 UPPSELT 27. SÝNING LAUGARDAGINN 30/8 - KL. 20 UPPSELT 28. SÝNING SUNNUDAGINN 31/8 - KL. 16 UPPSELT 29. SÝNING SUNNUDAGINN 31/8 - KL. 20 UPPSELT 30. SÝNING FÖSTUDAGINN 5/9 - KL. 20 LAUS SÆTI 31. SÝNING SUNNUDAGINN 7/9 - KL. 16 og 20 LAUS SÆTI ATHUGIÐ ÓSÓTTAR PANTANIR SELDAR DAGLEGA! Ain´t Misbehavin´ the Fats Waller Musical Show 4. sýn. mánud. 11. ágúst kl. 20:00 5. sýn. þriðjud. 12. ágúst kl. 20:00 6. sýn. miðvikud. 13. ágúst kl. 20:00 MUNIÐ ÖRFÁAR SÝNINGAR EFTIR! Miðasala í Loftkastalanum opin alla virka daga frá 15 - 18. Sími 552 3000 • loftkastalinn@simnet.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.