Morgunblaðið - 19.08.2003, Side 1
STOFNAÐ 1913 222. TBL. 91. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR 19. ÁGÚST 2003 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is
Reimt á
ritstjórn
Gera stuttmynd um afturgöngu
sem vill koma að grein Fólk 42
Óvænt
úrslit
Sigur Þróttar setur strik í meist-
arareikning Fylkis Íþróttir 40
Efnilegur
orgelleikari
Steingrímur Þórhallsson er kom-
inn í fremstu röð Listir 23
STJÓRNENDUR á skrifstofu
brezka forsætisráðherrans Tonys
Blairs heimiluðu „talsverða endur-
ritun“ á umdeildri skýrslu sem
stjórnin sendi frá sér um Íraksmál
áður en hernaðurinn þar hófst í vor.
Þetta kom fram í gögnum sem lögð
voru fyrir sérskipaða nefnd sem
rannsakar tildrög dauða efnavopna-
sérfræðingsins dr. Davids Kellys í
gær.
Í tölvupóstskeyti frá Alastair
Campbell, upplýsingafulltrúa Blairs,
til Jonathans Powells, starfsmanna-
stjóra skrifstofu forsætisráðherrans,
dagsettu 5. september í fyrra, kemur
fram að skýrslan hafi verið umrituð
að verulegu leyti fyrir birtingu henn-
ar 24. september.
Campbell, sem var aðalskotspónn
gagnrýni á vinnubrögð stjórnarinn-
ar í frétt BBC, á að bera vitni í dag.
Heimiluðu „talsverða
endurritun“ Íraksskýrslu
Lundúnum. AFP.
Afskipti/16
TALSMENN alþjóðlegra samtaka blaða-
manna fóru í gær fram á að ýtarleg rann-
sókn yrði gerð á tildrögum þess að mynda-
tökumaður Reuters-fréttastofunnar var
skotinn til bana af bandarískum hermönn-
um í Bagdad á sunnudag. Talsmenn Banda-
ríkjahers sögðust harma atvikið en að her-
mennirnir hefðu ekki verið í aðstöðu til að
hleypa af viðvörunarskotum.
Dauði myndatökumannsins, sem hét
Mazen Dana og var einn reyndasti frétta-
maður Reuters á átakasvæðum, olli ótta í
röðum þeirra hundraða frétta- og blaða-
manna sem fylgjast með ástandinu í Írak á
vettvangi. „Það hryggir mig mjög að þurfa
að tilkynna dauða annars fréttamanns Reu-
ters í Írak – enn og aftur fyrir tilstilli banda-
rískra hermanna,“ sagði Tom Glocer, aðal-
framkvæmdastjóri Reuters, í frétta-
tilkynningu.
Alþjóðasamtök blaðamanna, IFJ, sem
hafa bækistöðvar í Brussel, sögðu í yfirlýs-
ingu að dauði Danas væri „enn einn sorg-
legur vitnisburðurinn um það sem sýnist
vera kæruleysisleg vanvirðing herstjórn-
enda við öryggi blaðamanna“. Fleiri samtök
blaðamanna kröfðust þess að bandarísk
stjórnvöld rannsökuðu atvikið rækilega.
Dana var annar myndatökumaður Reut-
ers – og sautjándi starfsmaður erlendra
fréttastofa – sem lætur lífið í Írak frá því
hernaðarátök hófust þar 20. marz sl.
Saka hermennina um gáleysi
Blaðamenn í Bagdad saka hermennina
sem skutu Dana um að hafa sýnt vítavert
gáleysi. Dana var skotinn er hann var við
tökur utan við fangelsi sem Bandaríkja-
menn reka í útjaðri Bagdad. Á laugardag
höfðu ókunnir árásarmenn varpað sprengj-
um á fangelsið. Kváðust hermennirnir hafa
haldið að myndatökuvélin sem Dana bar á
öxlinni hefði verið sprengjuvarpa. „Þeir
vissu að við værum blaðamenn,“ sagði
Stephan Breitner, sem starfar fyrir franska
sjónvarpsstöð og varð vitni að atvikinu.
Rannsóknar
krafizt á
dauða frétta-
manns
Bagdad, París. AP, AFP.
Reuters
Þessi mynd af bandarískum skriðdreka
var það síðasta, sem Mazen Dana,
myndatökumaður Reuters, myndaði.
NJÖRÐUR KÓ veiddi fyrstu
hrefnuna, lítið karldýr, á Breiða-
firði um fimmleytið í gær, eða um
fimm tímum eftir að hvalaskoð-
unarbátnum Eldingu II var snúið
til lands en hann hafði fylgt Nirði
með erlenda blaða- og mynda-
tökumenn innanborðs.
Fjöldi tölvuskeyta sem borist
hafa íslenska sendiráðinu í Wash-
ington hefur stigmagnast og losar
nú á annað þúsund. Guðni Braga-
son sendifulltrúi segir að búast
megi við að efnt verði til mótmæla
gegn veiðunum í Washington í
dag, sendiráðið hafi fengið símtal
þess efnis.
„Aflífun dýrsins með hinum
nýja sprengiskutli gekk hratt og
vel fyrir sig. Krufning og sýna-
taka fer fram á hafi úti,“ sagði í
fréttatilkynningu frá Hafrann-
sóknastofnun.
Félag hrefnuveiðimanna eign-
ast dýrið að lokinni sýnatöku og
hafa Ferskar kjötvörur í Reykja-
vík keypt alla hrefnuna fyrirfram
„en við náttúrlega tökum okkur í
matinn,“ sagði Guðmundur Har-
aldsson, skipstjóri á Nirði.
„Þetta var lítið karldýr. Hann
mældist 5,20 metrar og virtist
sæmilega haldinn. Sýnatökunni er
að fullu lokið en við eigum síðan
alveg eftir að vinna úr þeim,“
sagði Droplaug Ólafsdóttir leið-
angursstjóri en hún lauk sýnatöku
seint í gærkvöld.
Guðmundur skipstjóri sagði að
skipverjar hefðu ákveðið að að-
hafast ekkert fyrr en erlendir
fréttamenn, sem fylgdu þeim eft-
ir, væru farnir enda hafi slíkt ver-
ið lagt fyrir þá.
Forstjóri Hafrannsóknastofn-
unar, segir það vera öryggisatriði
að skjóta ekki hrefnur með aðra
báta á sveimi í kring.
Njörður kom til hafnar í Ólafs-
vík í gærkvöld en stefnt er að því
að halda aftur til veiða í dag. Auk
Njarðar voru hvalveiðiskipin Hall-
dór Sigurðsson og Sigurbjörg á
sjó. Sigurbjörgin kom til hafnar í
Vestmannaeyjum í gær með smá-
vægilega vélarbilun en stefnt var
að því að halda út í dag.
Báturinn Nökkvi, sem fylgt
hafði Halldóri eftir, hélt til lands
síðdegis í gær og elta því engin
skip hvalveiðibátana, í bili a.m.k.
Að sögn Sverris Halldórssonar,
leiðangursstjóra á Halldóri, sáu
skipverjar nokkuð af hrefnu á
meðan Nökkvi fylgdi þeim eftir en
enga eftir að hann hætti eftirför.
Fyrsta hrefn-
an skotin
Morgunblaðið/Alfons
Öryggissjónarmiðin/4
Guðmundur Haraldsson, skipstjóri á Nirði, heldur á hjarta hrefnunnar
sem veidd var í gær á meðan siglt var til hafnar í Ólafsvík með fenginn.
LEIÐTOGAR uppreisnarhreyf-
inga og ríkisstjórnar Líberíu skrif-
uðu í gær undir friðarsamning sem
binda á enda á yfir þriggja ára upp-
reisnarstríð gegn stjórn einræðis-
herrans Charles Taylors, sem nú
hefur hrakizt í útlegð. Samningur-
inn miðast að því að skipta völdum
milli stríðandi fylkinga í landinu og
hefur að markmiði að binda enda á
ófrið sem staðið hefur í landinu
með litlum hléum allan fjórtán ára
valdatíma stríðsherrans Taylors.
Samkomulagið var undirritað í
Accra, höfuðborg grannríkisins
Ghana, réttri viku eftir að Taylor
fór frá Líberíu til Nígeríu, þar sem
hann hefur fengið hæli. Í sam-
komulaginu er kveðið á um að þjóð-
stjórn verði mynduð sem næstu tvö
og hálft ár muni búa þjóðina undir
lýðræðislegar kosningar.
„Það er von mín að með undirrit-
un þessa samkomulags í dag muni
Líbería aldrei aftur steypast í glöt-
un ofbeldis vegna valdaþorsta eða
undir því yfirskini að frelsa eigi
þjóðina,“ sagði Abdulsalami Abub-
akar, fyrrverandi hershöfðingi í
Nígeríuher, sem stýrði milligöngu-
ferlinu sem stóð vel á þriðja mánuð.
Fulltrúar beggja helztu upp-
reisnarhreyfinganna í Líberíu,
LURD og Líberísku lýðræðis-
hreyfingarinnar (MODEL), skrif-
uðu undir, ásamt fulltrúa bráða-
birgðastjórnarinnar sem formlega
hefur haldið í valdataumana frá því
Taylor hvarf af vettvangi.
Í viðtali sem Hvíta húsið birti í
gær segir George W. Bush Banda-
ríkjaforseti að bandarískir liðsmenn
friðargæzluliðsins í Líberíu muni
hverfa þaðan í seinasta lagi 1. októ-
ber. Ætlunin er að nýtt friðargæzlu-
lið á vegum Sameinuðu þjóðanna
taki þá við. Um 200 bandarískir
landgönguliðar eru nú í Líberíu.
Skrifað undir samkomu-
lag um frið í Líberíu
Accra, Monróvíu. AFP, AP.
Þjóðstjórn ætlað að undirbúa
kosningar fyrir janúar 2006