Morgunblaðið - 19.08.2003, Síða 10

Morgunblaðið - 19.08.2003, Síða 10
FRÉTTIR 10 ÞRIÐJUDAGUR 19. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ VERKALÝÐSFORINGJAR sem Morgunblaðið náði tali af í gær sögðu að upplýsingar um meiri launahækkanir hjá opinberum starfsmönnum en á almennum markaði myndu án efa hafa áhrif á komandi kjarasamningaviðræður. Verkalýðsfélögin myndu sækja þar eftir leiðréttingu þannig að kjörin yrðu samsvarandi. Þeir töldu enn- fremur að það ætti ekki að koma á óvart að laun hefðu hækkað meira hér á landi en í ríkjum Evrópusam- bandsins. Hagvöxtur hefði t.d. al- mennt verið meiri hér á landi. Fram kom í Morgunblaðinu í gær að laun hér á landi hækkuðu um 5,5% á ársgrundvelli á almennum markaði á öðrum fjórðungi ársins. Á sama tíma hækkuðu laun að meðal- tali um 5,9% í opinbera geiranum en sambærileg launahækkun í ríkjum ESB var 3%. Meiri hagvöxtur hér á landi en í nágrannalöndunum Grétar Þorsteinsson, forseti ASÍ, sagði þessa launaþróun þekkta. Skýringin væri m.a. sú að þar til á síðasta ári hefði mun meiri hagvöxt- ur verið hér á landi en í nágranna- löndunum. Þá mætti heldur ekki gleyma því að kjarasamningar væru lágmarkssamningar og því ætti launaskrið ekki að koma mönnum verulega á óvart. „Við höfum einnig haft áhyggjur af því síðustu mánuði að krónan hef- ur styrkst mun meira en gert var ráð fyrir í baráttunni gegn vaxandi verð- bólgu. Það skiptir miklu máli fyrir alla að gengi íslensku krónunnar sé í góðu jafnvægi. Hætturnar liggja í öfgunum á báða bóga,“ segir Grétar. Í tölum Hagstofunnar kemur fram að á milli áranna 2001 og 2002 hækk- uðu laun á almennum vinnumarkaði um 5,4% en laun opinberra starfs- manna og bankamanna hækkuðu á sama tíma um 10%. Forseti ASÍ seg- ir aðspurður að þessi þróun muni án efa hafa áhrif inn í komandi kjara- samningaviðræður. Vill hann þó ekki fjölyrða um hver verði helstu áhersluatriðin í samningunum. Að- ildarfélög ASÍ séu um þessar mundir að setja sig í stellingar og undirbúa sína kröfugerð. Taxtar færðir nær raunlaunum Guðmundur Gunnarsson, formað- ur Rafiðnaðarsambands Íslands, minnir á að ekki eingöngu launaskrið hafi átt sér stað hjá opinberum starfsmönnum. Þeir hafi notið mun betri lífeyrisgreiðslna en félagsmenn ASÍ hjá hinu opinbera. Ríkið hafi lof- að því í tvennum síðustu kjarasamn- ingum að leiðrétta þetta en lítið verið um efndir. „Kaupmáttur hefur aukist tölu- vert á undanförnum árum og við höf- um verið að færa launataxtana nær raunlaunum. Það verður helsta við- fangsefni næstu samninga að halda áfram á þeirri braut. Eftir því sem okkur hefur tekist að hækka dag- vinnulaunin hefur yfirvinnan minnk- að og við höfum verið að nálgast það ástand sem ríkt hefur á Norðurlönd- unum.“ Guðmundur bendir á þá óánægju sem hafi verið að koma upp á yfir- borðið við Kárahnjúkavirkjun. Þar sé erlent fyrirtæki að notfæra sér að í íslenskum kjarasamningum sé ein- göngu getið um lágmarkslaun en ekki rauntaxta. Það valdi því að til landsins streymi erlent vinnuafl og íslensk fyrirtæki verði ekki sam- keppnishæf. Því hljóti það að verða sameiginlegt átak í næstu samning- um, og ekki síður áhugaefni ís- lenskra fyrirtækja, að færa kaup- taxta nær raunlaunum. „Það þarf ekki endilega að þýða einhverjar sérstakar launahækkanir heldur væri einfaldlega verið að setja inn í launataxta það sem geng- ur og gerist á vinnumarkaðnum. Ég tel að það geti orðið eitt af stóru mál- unum í næstu samningaviðræðum, ásamt lífeyrissjóðsmálunum. Einnig tel ég að við eigum ekki að semja til langs tíma næst. Ríkisvaldið hefur hagað sér þannig að við höfum varla verið komnir út úr Karphúsinu frá því að semja til tveggja og þriggja ára þegar ríkið hefur gengið þvert á bak orða sinna og farið að skenkja opinberum starfsmönnum langt um- fram það sem öðrum hefur verið boð- ið. ASÍ-félögin hljóta þá að velta fyr- ir sér hvort ekki eigi að semja til eins árs í senn,“ segir Guðmundur, sem telur að í lok október verði öll helstu aðildarfélög ASÍ búin að móta sína stefnu fyrir komandi kjarasamninga. Ríkið ekki farið að óskum um jöfnun réttinda Þorbjörn Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri Samiðnar, segir að verkalýðsfélögin muni sækja leið- réttingu í næstu samningum þannig að almennir launamenn njóti sam- bærilegra kjara og réttinda og op- inberir starfsmenn. Óskað hafi verið eftir því að ríkið jafnaði þetta út á núgildandi samningstíma en ekkert hafi gerst. Telur Þorbjörn að þetta verði eitt helsta viðfangsefni kom- andi samningaviðræðna. Varðandi meiri launahækkanir hér en í ríkjum ESB segir Þorbjörn að auk meiri hagvaxtar hér á landi hafi atvinnuleysi sömuleiðis verið minna en víðast hvar í Evrópu. Þetta eigi við um almennan markað en geti ekki skýrt þróunina hjá opinberum starfsmönnum. Þorbjörn segir að skoða þurfi launamálin í samhengi og ekki sé sama við hvaða Evrópuríki sé miðað. Þannig hafi markaðslaun iðnaðar- manna hér á landi verið að færast nær því sem tíðkist á Norðurlönd- unum. Enn sé þó nokkuð í land með að ná sömu kjörum. Býst Þorbjörn við því að í næstu samningum verði reynt enn frekar að færa launataxta nær markaðslaunum. Meiri launahækkun hjá hinu opinbera en á almennum markaði Þorbjörn Guðmundsson Guðmundur Gunnarsson Grétar Þorsteinsson Leiðrétting sótt í komandi kjara- samningum GUÐRÚN Gísladóttir, fjölveiðiskipið sem liggur á hafsbotni í Lófóten í Noregi, er komin upp á kjölinn eftir mikla vinnu björgunarmanna. Að þeirra sögn hefur nú komið í ljós að skipið er óskemmt. Íshús Njarðvíkur keypti skipið og að sögn Hauks Guð- mundssonar, framkvæmdastjóra fyr- irtækisins, er mjög stórum áfanga lokið. „Þetta hefur gengið hægt og með miklum uppákomum. Við erum þó komin yfir það versta og búin að rétta skipið við,“ segir Haukur og bætir við að hönnunin á björgunar- aðgerðinni hafi verið meingölluð. Til þess að fá skipið á kjölinn voru festir við það fimm stórir stáltankar sem svo voru blásnir upp með lofti. „Að því loknu blésum við lofti í fiski- lestina í skipinu. Nú situr skipið á kil- inum og við erum að fara í næsta áfanga sem er að koma tönkunum niður á botn og festa þá við skipið á öllum stöðum. Svo endurtökum við ferlið.“ Haukur segir vera létt yfir mann- skapnum eftir að þessum áfanga er lokið. „Við höldum ótrauð áfram og vonumst eftir að geta lokið þessu eftir tvær til þrjár vikur.“ Björgunarmenn glaðir „Maður lifandi, jú þetta var mikill léttir og mikil gleði í okkar herbúðum í framhaldinu. Svo er í ljós komið að skipið er óskemmt,“ sagði Guðjón Jónsson, einn björgunarmanna. „Þetta er meiri háttar áfangi og það eykur á gleði okkar og ánægju að skipsskrokkurinn er ekkert skemmd- ur, en því áttum við ekki von. Þeir hafa í gærkvöldi [fyrrakvöld] og í morgun skoðað skipið í krók og kring, en það lá á stjórnborðshliðinni og að- eins yfir sig eða í rúmlega 90° halla. Það sér ekkert á því þar, meir að segja skyggnið á stýrishúsinu er ekk- ert bogið. Heldur ekki rörið sem nótin gengur út um og lá á botninum. Þessu er að þakka að skipið hefur legið fast í grófum og þykkum skeljasandi og sogið ekki haggað því neitt.“ Að sögn Guðjóns vinna um 20 manns við björgunina, þar af 10-12 manns frá norska björgunarfélaginu Seløy Undervannsservice. „Við erum að athuga með að fjölga mannskapn- um og vinna allan sólarhringinn næstu vikurnar og þar til skipið er komið í höfn. Við vissum alltaf að þetta væri hægt en það hefur tekið lengri en við vonuðum í upphafi. Það er ekki slegið slöku við og byrjað strax í morgun að færa tanka og fest- ingar til þannig að hægt verði að lyfta því og færa skipið til lands. Ætli líði ekki allt að þrjár vikur þar til það fer að skríða upp undir yfirborðið.“ Guðrún Gísladóttir komin á kjölinn Skipið óskemmt að sögn björg- unarmanna FÁLKI, sem fannst nýlega við Jök- ulsárlón, hefur dvalið á Byggða- safninu á Höfn í Hornafirði síðustu daga. Fjölmargir hafa lagt leið sína á safnið til að skoða þennan lifandi safngrip og hefur fálkinn vakið mikla hrifningu hjá yngri kynslóð- inni. Fálkinn er eitthvað skaddaður á væng því hann flýgur ekki, en virð- ist hress að öðru leyti. Hann verður að öllum líkindum sendur til Reykjavíkur næstu daga til Nátt- úrufræðistofnunar Íslands. Þangað til mun hann dvelja á Byggðasafn- inu í góðu yfirlæti hjá Birni Arn- arsyni safnverði. Á myndinni má sjá fálkann á Byggðasafninu á Höfn sem hefur nú hlotið landsfrægð. Ljósmynd/Heiðar Sigurðsson Lifandi fálki á Byggðasafn- inu á Höfn Hornafirði. Morgunblaðið. 62,5% þeirra sem styðja Samfylk- inguna telja að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir eigi að bjóða sig fram sem formaður Samfylkingarinnar. 24,5% þeirra svöruðu spurningunni neit- andi, en rúm 13% sögðust ekki viss. Þetta eru niðurstöður könnunar sem Plúsinn framkvæmdi á dögunum. Alls svöruðu 9.687 manns. 17,9% þeirra sem styðja ekki Samfylk- inguna telja að Ingibjörg Sólrún eigi að bjóða sig fram, en 60,7% eru því andvíg. 21,3% tóku ekki afstöðu. Ef litið er á svör þeirra sem eru óákveðnir í afstöðu sinni til Samfylk- ingarinnar svöruðu 34,4% spurning- unni játandi, 29,2% neitandi og 36,4% voru óviss. Ingibjörg Sólrún bjóði sig fram ♦ ♦ ♦Morgunblaðið/Einar FalurFallegum smálaxi skilað aftur lifandi út í Laxá í Leirársveit. ÞAÐ hefur lifnað yfir Gljúfurá í Borgarfirði að undanförnu, en hún varð fræg fyrir að ós hennar var úrskurðaður ólaxgengur í sumar og í kjölfarið grafinn út með hjól- börum sem dregnar voru til og frá með jeppabifreið. Tókst mönnum að dýpka ósinn og auk þess hefur rignt og hækkað í vötnum þar vestra. Birna Konráðsdóttir, veiðivörð- ur við Gljúfurá, sagði 27 laxa vera komna á land og menn sæju tals- vert af laxi víða um ána. Þeir sem nú væru að veiðum hefðu fengið þrjá fiska eftir fyrri daginn en kvörtuðu undan því að laxinn tæki grannt. Hæstu hollin hafa komist í 8 laxa. Útlit er því fyrir að síðustu vikur veiðitímans í ánni geti orðið nokkuð góðar. „Óhemja af laxi niðurfrá“ Gylfi Ingason, kokkur í Þránd- argili við Laxá í Dölum, sagði fyrsta maðkahollið hafa dregið 64 laxa fyrsta daginn, en veitt er á sex stangir. „Áin er vatnslítil og hér hafa aðeins komið skúrir á stangli, en laxinn er að troða sér upp og neðsta svæðið sem yfirleitt er orðið lítils virði á þessum tíma sumars, er besta svæðið nú. Það er óhemja af laxi þar niðurfrá núna,“ bætti Gylfi við og sagði auk þess að komnir væru yfir 500 lax- ar á land. „Tölur eru fljótar að breytast í þessari á þegar hlut- irnir byrja að gerast á annað borð.“ Lúsugir í Norðurá Síðasta holl í Norðurá var með 54 laxa og var áin þá komin í 1300 stykki. Athygli vakti, að af um- ræddum löxum voru 18 stykki grálúsug og telst til tíðinda, því oftast eru göngur hættar að mestu í ána um þetta leyti sumars. ERU ÞEIR AÐ FÁ’ANN? Lifnar yfir Gljúfurá

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.