Morgunblaðið - 19.08.2003, Side 20

Morgunblaðið - 19.08.2003, Side 20
AUSTURLAND 20 ÞRIÐJUDAGUR 19. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ lif u n Auglýsendur! Hafðu samband í síma 569 1111 eða í gegnum netfangið lifunaugl@mbl.is Tímaritið Lifun fylgir Morgunblaðinu miðvikudaginn 27. ágúst SÍLDARVINNSLAN hf. var rekin með 395 milljóna króna hagnaði á fyrstu sex mánuðum ársins 2003. Hagnaður fyrir afskriftir og fjár- magnsliði, EBITDA, er 1.058 milljónir króna eða 21,9% af rekstrartekjum. Rekstrartekjur samstæðunnar á tímabilinu námu 4.828 milljónum króna en rekstrargjöld 3.770 millj- ónum króna. Hagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði nam 1.058 milljónum króna, eða sem svarar til 22% af rekstrartekjum. Heildareignir samstæðunnar í júnílok 2003 voru bókfærðar á 18.860 milljónir króna og var bók- fært eigið fé samstæðunnar í júní- lok 4.768 milljónir króna. Skuldir og skuldbindingar samstæðunnar námu 13.634 milljónum króna. Gerðu ráð fyrir meiri loðnukvóta Síldarvinnslan hf. og SR-mjöl hf. voru sameinuð hinn 1. janúar sl. og var sameiningin staðfest á aðal- fundum félaganna í byrjun mars sl. Þá hefur verið ákveðið að leggja niður verksmiðjurnar á Reyðarfirði og Sandgerði og er unnið að niðurrifi þeirra og sölu eigna. Björgólfur Jóhannsson, for- stjóri Síldarvinnslunnar, segir áætlanir hafa gert ráð fyrir mun meiri kvótaúthlutun í loðnu á vetr- arvertíðinni en raun varð á. Þann- ig var tekið á móti tæpum 200 þús- und tonnum til vinnslu en áætluð höfðu verið ríflega 300 þúsund tonn. „Aukning á kolmunnakvótanum hefur veruleg áhrif á reksturinn og gefur væntingar um að rekstur síðari hluta ársins verði góður en yfirleitt er síðari helmingur ársins í rekstri félagsins lakari en sá fyrri,“ segir Björgólfur. Hann segir kvótastöðu góða og horfur á að rekstur félagsins muni ganga vel á síðari hluta ársins. Dótturfélög Síldarvinnslunnar hf. eru; Garðar Guðmundsson hf., SR-mjöl hf., Seley ehf., Laxá hf. og Eignarhaldsfélag Austurlands hf. Hlutdeild í Garðari Guðmunds- syni hf. var aukin á tímabilinu úr um 59% í um 66%. Hlutdeildarfélög Síldarvinnsl- unnar hf. eru Sæsilfur hf., Huginn ehf., Langanes hf., Runólfur Hall- freðsson ehf., Sæblikinn ehf., East Greenland Codfish A.A, SR-véla- verkstæði hf., G. Skúlason hf., Út- hafssjávarfang ehf. og Þingey ehf. Ljósmynd/ÁÓSíldarvinnslan á Neskaupstað skilaði góðum hagnaði á fyrri helmingi ársins. Bjartsýnir á seinni helming ársins vegna góðrar kvótastöðu Eignir Síldar- vinnslunnar metn- ar á tæpar nítján þúsund milljónir Neskaupstaður MEÐAL dagskrárliða á Ormsteiti, sem nú stendur á Fljótsdalshér- aði, var sérstakur skógardagur á sunnudaginn. Gestir voru leiddir upp í gegnum skóginn, þar sem Þór Þorfinnsson skógarvörður og hans menn sýndu í verki hvernig tré eru aldursgreind og hæð- armæld og máttu gestir geta sér til um stærð og aldur áður en sag- irnar voru mundaðar og komist að hinu sanna. Mátti sjá snör handtök skógarhöggsmanna við að fella tré á nákvæmlega fyr- irfram ákveðinn stað og greina- hreinsum þar sem vélsagirnar ösl- uðu gegnum greinaflækjurnar. Skógarhöggsmenn sögðu svo kóf- sveittir í þverhandarþykkum ör- yggisklæðum frá störfum sínum og búnaði og kom fram að best væri að vinna í 15 stiga frosti mið- að við umfang klæðnaðarins. Þá voru menn lóðsaðir í stórt rjóður sem nefnist Atlavíkur- stekkur og var þar frumflutt ákaflega sérstætt tónverk eftir tónlistarsnillinginn Charles Ross, sem þekktur er fyrir tónverk sín og tónlistarkennslu. Tónverkið er skrifað fyrir fjór- ar keðjusagir, stóra bassatrommu og fjórar járntunnur og reyndist vera einkar hávaðasamt og takt- fast, en áheyrendur voru í reynd steinhissa að heyra hvað þó mátti ná af músík út úr öðrum eins hljóðfærum og þarna komu við sögu. Skógarmenn buðu upp á ketil- kaffi í tónleikalok og spókuðu menn sig svo í veðurblíðunni um skóginn fram undir kvöld. Það var fjölmennt í Atlavíkurstekknum þegar tónverk Charles Ross fyrir 4 keðjusagir, bassatrommu og 4 járntunnur var frumflutt um helgina. Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Skógarhöggsmönnum margt til lista lagt annað en að fella tré Frumfluttu tónverk fyrir fjórar keðjusagir og bassatrommu Hallormsstaðarskógur

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.