Morgunblaðið - 19.08.2003, Page 21

Morgunblaðið - 19.08.2003, Page 21
LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. ÁGÚST 2003 21 Pantaðu Fríþjónustu Morgunblaðsins í síma 569 1122, askrift@mbl.is eða á Þjónustan gildir fyrir þrjá daga að lágmarki og hana þarf að panta fyrir kl.16 daginn áður. ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S M O R 21 02 1 0 7/ 20 03 Fáðu Morgunblaðið sent Við sendum blaðið innpakkað og merkt á sumardvalarstaði innanlands. Morgunblaðið bíður þín Við söfnum blaðinu fyrir þig á meðan þú ert í fríi og sendum til þín þegar þú kemur heim aftur. Fríþjónusta Ertu að fa ra í frí? Viltu vinna flugmiða? Á mbl.is geta áskrifendur Morgunblaðsins tekið þátt í léttum spurningaleik um Fríþjónustuna. Heppnir þátttakendur eiga möguleika á að vinna flug fyrir tvo til Prag eða Budapest með Heimsferðum. Taktu þátt! Nuddsápan sem stinnir og grennir líkamann Viðurkennd virkni BERJADGAR voru haldnir í Ólafsfirði um helgina en það er árleg tónlistarhátíð sem Örn Magnússon píanóleikari á veg og vanda af. Hófust þeir í Ólafsfjarð- arkirkju á föstudagskvöld en Baldvin Tryggvason, fyrrverandi sparisjóðsstjóri í Reykjavík, heið- ursgestur hátíðarinnar að þessu sinni, setti Berjadaga við kerta- ljós. Flutt voru Dumki-tríóið eftir Dvorák, auk verka eftir Schubert og Britten. Ólafsfjarðarkirkja var þétt setin á þessum upphafstón- leikum. Á laugardag voru tveir dag- skrárliðir. Bræðralag í Ólafs- fjarðarkirkju, klukkan 16, sem var dagskrá með ljóðum og tón- list Sveinbjörns og Tryggva M. Baldvinssona. Um kvöldið var svo frumsýning á nýju leikriti eftir Guðmund Ólafsson, leikara og rithöfund. Húsfyllir var í Tjarn- arborg og gríðarleg stemning og ætlaði fagnaðarlátum aldrei að linna. Á sunnudag var gítartónlist í gömlu kirkjunni á Kvíabekk þar sem Kristinn H. Árnason lék perlur gítarbókmenntanna í sveitasæl- unni. Að vanda voru lokatón- leikar í félagsheimilinu Tjarn- arborg á sunnudagskvöld en dagskrá kvöldsins nefndist Berjablátt. Þátttakendur hátíð- arinnar voru þar á björtu nót- unum. Berjadagar tókust ein- staklega vel að þessu sinni og hefur aðsóknin aldrei verið meiri. Listamenn á Berjadögum ár- ið 2003 voru: Kristinn H. Árna- son gítarleikari, Sigurður Hall- dórsson sellóleikari, Hildigunnur Halldórsdóttir fiðluleikari, Guðmundur Ólafs- son sjónleikari og leikskáld, Oddur Bjarni Þorkelsson leik- stjóri, Tryggvi M. Baldvinsson tónskáld, Sveinbjörn I. Bald- vinsson rithöfundur, Sigrún Valgerður Gestsdóttir söng- kona, Sigursveinn Magnússon tónlistarmaður, Marta Guðrún Halldórsdóttir söngkona, Daníel Þorsteinsson píanóleikari og Örn Magnússon píanóleikari. Heiðursgestur hátíðarinnar var Baldvin Tryggvason. Tónlist á Berjadögum Ólafsfjörður Baldvin Tryggvason setti Berjadaga í Ólafsfjarðarkirkju á föstudagskvöld. Morgunblaðið/Helgi Jónsson ÞESSIR glöðu Parísarbúar komu til landsins í gær með ferjunni og hafa nú á tveim dögum hjólað norður í Mývatnssveit. Þau ætla sér 4 vikur til að hjóla hringveg- inn. Í dag fóru þau um 60 km vegalengd og náðu mest um 47 km hraða. Þau fengu reyndar punkt- eringu og skemmdu dekk. En með bjartsýni sigrast allir erfiðleikar. Hjólið þeirra er afar sérstakt en þau keyptu það í Hollandi. Blettur yfir auga mannsins er baksýnis- spegillinn þeirra. Maðurinn er kanadískur en konan frönsk og þau búa í París. Ferðamáti þeirra sýnist vera einhver sá vistvænasti sem hugsast getur. Hann er til- breyting frá bölsýnisspám um hækkandi hitafar og sviðna jörð vegna orkubruðls okkar jarð- arbúa. Morgunblaðið/Birkir Fanndal Sérstakt reiðhjól KENNARAR og starfsfólk grunn- skólanna í Borgarbyggð byrjuðu starfsárið með endurmenntunar- námskeiðum sem haldin voru dag- ana 12. 13. og 14. ágúst að Varma- landi. Fyrsta námskeiðið stóð í tvo daga og ber yfirskriftina „Litróf kennsluaðferðanna“. Meginmark- mið þess er að vekja þátttakendur til umhugsunar um fjölbreytni kennsluaðferða. Því er einnig ætlað að veita innsýn í það mikla og fjöl- breytta efni um kennslufræði sem komið er á Netið. Þátttakendur vinna í hópum, skila verkefnum og ljúka námskeiðinu í desember. Um- sjónarmenn þess eru Ingvar Sig- urgeirsson frá Kennaraháskóla Ís- lands og Lilja S. Ólafsdóttir aðstoðarskólastjóri í Grunnskóla Borgarness. Síðasta daginn voru námskeiðin tvö, skyndihjálparnámskeið og nám- skeið um brunavarnir. Stefnir Snorrason kenndi fólki fyrstu hjálp og hvernig á að bregðast við á slys- stað eða öðrum óvæntum atburðum þar sem fólk gæti verið veikt eða slasað. Jón Pétursson sá um að fræða fólk um brunavarnir og mik- ilvægi réttra viðbragða þegar eldur kviknar. Hann kenndi meðferð slökkvitækja og leyfði þátttakend- um að spreyta sig á að slökkva eld. Bæði Stefnir og Jón komu á vegum LSS, Landsambands slökkviliðs- manna og sjúkraflutningamanna. Litrík og eldfim nám- skeið í Borgarbyggð Borgarnes Stefnir Snorrason skyndihjálp- arkennari sýnir Heimlich-takið á Sigurjóni Þórðarsyni leið- beinanda á Varmalandi. Morgunblaðið/Guðrún Vala Elísdóttir Katrín A. Magnúsdóttir, kennari í Borgarnesi, slekkur eld eins og ekkert sé. Mývatnssveit

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.