Morgunblaðið - 19.08.2003, Page 23
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. ÁGÚST 2003 23
EINHVERN tíma, þegar út verð-
ur komin íslenzk tónlistarsaga,
þurfa áhugamenn um sígilda tónlist
væntanlega ekki lengur fara í enda-
lausar grafgötur um hvenær þetta
eða hitt höfuðverk tónbókmennta
var fyrst flutt hér á landi. Sem
kunnugt hófst guðsgjafaflóðið fyrst
fyrir alvöru eftir tilkomu Þjóðleik-
hússins og Sinfóníuhljómsveitarinn-
ar um 1950, stundum meira en öld á
eftir nágrannaþjóðunum í landsuðri.
Ekki er það þarfa rit þó komið enn,
og því verður meðan að reiða sig á
mannlegt minni og munnlega
geymd.
Hvað Krýningu Poppeu varðar
þykir þó næsta víst að hið aðeins
ársgamla kompaní, Sumaróperan í
Reykjavík, hafi orðið manna fyrst til
að flytja hana á Íslandi í Nýjum sal
Borgarleikhússins á föstudaginn
var, þó a.m.k. einu sinni áður hafi
legið við að hún kæmist í konsert-
uppfærslu. Óperan var síðasta stór-
verk hins mikla frumkvöðuls Monte-
verdis. Hún var frumflutt 1642 í
heimaborg hans á efri árum, Fen-
eyjum, sem á 17. og 18. öld gegndi
ekki ósvipuðu hlutverki í skemmt-
analífi Evrópubúa og Las Vegas
gerði síðar í Vesturheimi. Prent- og
skoðanafrelsi var þá óvíða meira
annars staðar í álfunni, enda hefði
jafnósiðlegt efni, þar sem segja má
að „syndin sigri“ að lokum, varla
komizt á fjalir nema einmitt þar,
meðan enn geisaði lengsta og síð-
asta trúarbragðastríð í okkar
heimshluta.
Claudio Monteverdi (1567–1643)
var meðal fremstu nýjungamanna í
tónsköpun um sinn dag, og hafa
sumir tónsöguritarar m.a.s. gengið
svo langt að staðhæfa að nútíma-
tónlist hefjist með honum. Í því
ljósi, og að eldra verki hans Orfeo
(1607) nýupplifðu í uppsetningu
Gunnsteins Ólafssonar í Salnum í
vor, sló það mann óneitanlega hvað
tónlistin verkaði samt undarlega
gamaldags. Það var eins og tón-
skáldið hefði á 35 árum varla færzt
feti nær því er flestir skynja sem
barokktónlist, á tilurðartíma þegar
hilla fer undir miðbarokkið og tón-
greinar eins og concerto grosso og
fiðlukonsertinn eru senn á næsta
leiti. Þvert á móti fannst manni tjá-
brigði tónmáls enn standa meira en
öðrum fæti á fegurðargrunni end-
urreisnar, með fimmradda rithætti
madrígals í hljómsveitinni og tíðum
hemíóluðum „tripla“ (3/4) innskot-
um. Og vel að merkja án þess að
hljómsveit Sumaróperunnar fylgdi
neinum strangtrúarformerkjum
sögulega upplýsts flutningsmáta ut-
an þess að nota þjorbu (langhálsa
erkilútu sem gegndi miklu hlutverki
í framúrskarandi góðum höndum
Arngeirs Haukssonar) og sembal er
hinn ungi velski stjórnandi Edward
Elwyn Jones sló af smekkvísri fimi.
Flestöll hljóðfæri strengjakvintetts-
ins (2 fiðlur, 2 víólur og selló – þó
enginn violone (fornkontrabassi))
voru stálstrengd, og engin blásturs-
hljóðfæri komu við sögu þar sem
Monteverdi hafði nær örugglega
viðhaft einhverja samsetningu á
blokkflautum, bjúghornum, zinkum,
serpentum og álíka.
Á hitt ber þó að líta, að varð-
veittar frumnótur verksins eru í
miklu skötulíki þar sem allar upp-
lýsingar vantar um hljóðfæraáhöfn,
og því í raun næsta vonlítið að nálg-
ast upphaflegan flutning á öruggum
sagnfræðigrunni. Ekki er einu sinni
öll tónlistin (lengur) alfarið talin eft-
ir Monteverdi sjálfan, þ.á m. hið eft-
irminnilega lokaatriði „Pur ti miro“,
dúett Nerones og Poppeu undir rit-
hætti frjálslegrar fjórtóna passac-
aglíu, sem lauslega getur minnt á
harmsöng Didoar hjá Purcell þótt
hér sé í glaðlegum dúr (do tí la so).
Miðað við hvað tónlistarstjórinn
hafði þannig mikið frítt spil um nán-
ari útfærslu, má óhætt segja að hon-
um hafi tekizt smekklega upp, enda
þótt hljómsveitin hafi í heild verið
furðusparlega notuð og minnst und-
ir söng, en ávallt á fáguðum lágvær-
um nótum með hverfandi víbratói
við hæfi. Langmest mæddi á fylgi-
bassaundirspili sembals og/eða
þjorbu í sönglesum og aríósóum,
oftast við fínlegan barokksellómeð-
leik Hönnu Loftsdóttur. Það gerði
söngvurunum reyndar auðveldara
fyrir að syngja með léttari tóni en
menn eiga að venjast hjá lærðum
óperusöngvurum í dag, enda til-
heyrir bel canto stíllinn meir stærri
hljómsveitum og sölum seinni tíma.
Söngtilsögn Jones hefur og efalítið
haft sín hagnýtu áhrif á téðan létt-
leika. A.m.k. var ekki óþarfa kröft-
um eytt í vandnáanleg stílbrigði á
við geitartrillur er teknar voru á
mjög einfaldaðan hátt með örfáum
stakkatónótum, að ekki sé minnzt á
annan flúrsöng sem ugglaust hefði
orðið skýrari í vönduðu hljóðriti.
Að vísu hafði stjórnandinn greini-
lega úr góðu raddefni að moða, því
segja má að varla hafi nokkurs stað-
ar fundizt veikur hlekkur í tólf
manna söngliði uppfærslunnar.
Öðru nær; allt niður í smæstu hlut-
verk var skipað efnilegum söngv-
urum er höfðu þegar náð eftirtekt-
arverðri færni í bæði söngrænni og
sviðsrænni tjáningu þrátt fyrir oft
ungan aldur. Það er því erfitt og
raunar tilgangslítið að gera upp á
milli einstakra söngvara, þó að
meira hafi eðlilega farið fyrir sum-
um hlutverkum en öðrum. Valgerð-
ur G. Guðnadóttir söng ísmeygilegt
titilhlutverkið með óþvinguðum
bravúr, og sama gilti um Hrólf Sæ-
mundsson óperustjóra í hlutverki
hins gíruga einvaldskeisara. Hinn
kokkálaði Ottone var í fagmannleg-
um höndum hins brezka Owens
Willetts er enn stundar nám í Royal
Academy of Music en opinberaði
samt þétta og örugga kontratenór-
rödd. Nanna Hovmand frá Dan-
mörku hafði auðheyranlega mesta
sviðsreynslu allra að baki og söng
hina óöfundarverðu Ottaviu af göf-
ugmannlegri mýkt og sterkri tján-
ingu. Seneca spekingur kvað upp-
haflega hafa verið háttlægt
geldingssópranhlutverk en var hér í
„basso profondo“ meðförum Stefáns
Arngrímssonar er söng af tigullegri
en ögn stirðbusalegri reisn. Her-
mennirnir tveir, Ólafur Rúnarsson
tenór (Liberto) og Stefán Helgi
Stefánsson bassi (Lucano), sungu
skítverksrudda Nerones af
skemmtilegri óskammfeilni, og Inga
Stefánsdóttir var óborganleg í
kómísku hvíldarhlutverki fóstrunn-
ar Arnöltu. Önnur hlutverk voru
sem fyrr segir í prýðisgóðum hönd-
um og oft mun betri en maður átti
von á.
L’incoronazione di Poppea var
fyrsta óperan sem færði sig úr
heimi grísk-rómverskra goðsagna
og tónsetti sögulegan atburð, og
hann af miður uppbyggilegu tagi en
síðar þótti hæfa á einvaldstímum
þegar landsdrottinn var gjarnan
sýndur sem fyrirmynd guðlegs rétt-
lætis, eins og La clemenza di Tito
eftir Mozart er seint dæmi um. En í
kaupmannalýðveldi Feneyinga ríktu
aðrar aðstæður, og Krýning Poppeu
var að auki fyrsta óperan sem hugs-
uð var fyrir almenna áhorfendur,
ekki fyrirmenn. Sagan gerist á
valdatímum Nerós Rómverjakeis-
ara (54–68), er gekk að eiga ástmey
sína Poppaeu Sabínu 62 og sendi um
leið Octavíu keisaraynju í útlegð þar
sem hún var myrt af flugumanni
Nerós. Jafnframt sá hann til þess að
ráðgjafi hans Seneca, fremsti stóu-
spekingur Rómverja, stytti sér ald-
ur, og boðaði það ógnarstjórn síð-
asta valdaskeiðs Nerós þegar
brjálæðið keyrði um þverbak.
Sjónræn útfærsla þessa langa og
óárennilega fornverks var kapítuli
út af fyrir sig, og eiginlega ekki
minna afrek en tónræni flutning-
urinn. Í samræmi við yfirlýst mark-
mið Sumaróperunnar – „að bjóða
upp á nýjung í óperulífi Íslendinga,
leita að nýjum áhorfendum og höfða
til þeirra með nýjum hætti“ – var
mikið lagt upp úr sjónleik, mímík og
hreyfingum, enda þótt „leiktjöldin“
(tveir þríhæða vinnupallsturnar á
hjólum) fengjust vart spartneskari.
Mætti þar kalla að hafi verið gerð
dyggð úr nauðsyn, því leikræn nýt-
ing ferlíkjanna var hin hugvitssam-
asta. Heildarsvipur leikræna þátt-
arins, ásamt kinnroðalaust
ótímabundnum búningum, bar einna
mest keim af léttúrkynjuðum Berl-
ínarkabarett kreppuáranna með dá-
góðum skammti af nærri sirkusleg-
um trúðsuppákomum, þar sem
t.a.m. snaggaraleg „útför“ Senecu
var meðal skondnustu uppátækja.
Dansinnslögin minntu oft frekar á
söngleikjaklissjur Broadways en
hofferðuga hirðdansa endurreisnar,
og í það heila tekið var býsna fátt
auðtengjanlegt við tilurðartíma tón-
verksins, hvað þá söguþráðarins.
En viti menn. Dæmið gekk upp!
Þó manni sé annars hulið hvers
vegna, því „helgispjöll“ og hefðarrof
blöstu við hvert sem augum var lit-
ið. Engu að síður tókst aðstandend-
um tvímælalaust að lífga hressilega
upp á forngrip sem fáir treysta sér
orðið til að færa nútímahlustendum
í óstyttri gerð. Hvað þá án texta-
vélar eins og hér, þar sem söngv-
arar í staðinn skutu einstaka ís-
lenzkri setningu inn á stangli, líkt
og óþekktur ritari Fóstbræðru
„klausum“ sínum forðum. Hefði það
svosem mátt gerast oftar – þó að
e.t.v. hefði það dregið úr spauggildi
þess arna.
Hversu frumleg umrædd efnistök
voru skal hins vegar ósagt látið.
Enda ku annað eins og svæsnara
hafa riðið leikhúsum ytra í áraraðir.
Nægir að minna á Niflungahrings-
uppfærslu Cherauds í Krupp-verk-
smiðjuramma og „roaring twenties“
bannáraútfærslu á Macbeth Verdis í
umgjörð nýjórvískra mafíubófa. En
hvað sem öllu líður stóð samt eftir
svo heillandi og sprelllifandi
skemmtun, að jafnvel laglausasti
maður í heimi gat fundið margt við
sitt hæfi – án þess að fórnað væri
músíklegum gæðakröfum svo neinu
skipti.
Og það var kannski mesta afrek
kvöldsins.
Fornópera
í fullu fjöri
TÓNLIST
Borgarleikhúsið
Monteverdi: Krýning Poppeu í uppsetn-
ingu Sumaróperu Reykjavíkur. Valgerður
G. Guðnadóttir (Poppea), Hrólfur Sæ-
mundsson (Nerone), Owen Willetts
(Ottone), Nanna Hovmand (Ottavia),
Inga Stefánsdóttir (Arnalta) Stefán Arn-
grímsson (Seneca), Ólafur Rúnarsson
(Liberto hermaður), Stefán Helgi Stef-
ánsson (Lucano hermaður), Ólafía Lín-
berg Jensdóttir (Drusilla), Hrafnhildur
Björnsdóttir (Fortuna/Damigella), Dóra
Steinunn Ármannsdóttir (Amor), Árni
Gunnarsson (Littore). Hirðmeyjar: Ásdís
Ingvadóttir/Sigyn Blöndal, Inga Maren
Rúnarsdóttir & Þórdís Schram. Hljóm-
sveitarstjórn/semball/orgel: Edward
Elwyn Jones. Arngeir Hauksson, þjorba/
barokkgítar, Ágústa María Jónsdóttir &
Sigurlaug Eðvaldsdóttir fiðlur, Eyjólfur B.
Alfreðsson & Kathryn Harrison víólur,
Hanna Loftsdóttir selló. Leikstjórn:
Magnús Geir Þórðarson. Búningar: María
Ólafsdóttir. Lýsing: Þórður Orri Pét-
ursson. Dramatúrg: Gréta María Bergs-
dóttir. Dansar: Katrín Ingvadóttir. Föstu-
daginn 15. ágúst kl. 20.
ÓPERA
Ríkarður Ö. Pálsson
Morgunblaðið/Kristinn
Dísirnar Dyggð og Gæfa. Sigurlaug Knudsen og Hrafnhildur Björnsdóttir í hlutverkum sínum.
ÞAÐ er auðvitað draumur allra
íslenskra orgelleikara að fá að
spreyta sig á orgeltröllinu í Hall-
grímskirkju og nú um síðustu helgi
lék ungur orgelleikari, Steingrím-
ur Þórhallsson sína fyrstu tónleika
á Klais-orgelið í Hallgrímskirkju
og valdi sér til meðferðar þrjú
verk, tvö eftir lítt þekkta ítalska
orgelleikara, Arturo Clementoni
(1894–1984) og Felice Moretti
(1791–1863) og 5. orgelsinfónínu
sem er eitt af stórverkum franska
orgelsnillingsins Charles-Marie
Widor (1844–1937).
Fyrsta verk tónleikanna
var sinfónískur kórall,
eftir Clementoni, sem
ber nafnið „Christo ris-
usciti“ og er þessi endur-
lífgun Krists túlkuð með
tveimur megintónhug-
myndum, fjörlegu tón-
ferli, þar sem mikið er
um notkun stækkaðra
hljóma á móti rómantísk-
um kóral, sem mjög
minnti á kóraltónskipanina hjá
Cesari Frank. Verkið var lipurlega
flutt af Steingrími og var strax
ljóst af leik hans, að hér er á ferð-
inni sérlega leikinn og
efnilegur orgelleikari.
Fáir íslenskir orgel-
leikarar, ef nokkrir, hafa
flutt í heild einhverja af
tíu orgelsinfóníum Wid-
ors en nú gat að heyra
þá fimmtu flutta í heild,
sem er stórbrotið sinfón-
ískt verk í fimm löngum
þáttum. Af þeim eru þrír
nokkuð frægir og oft
fluttir sér, en það er sá
fyrsti, sem er skemmtilega unnin
tilbrigði, hinn lagræni adagio-þátt-
ur og lokaþátturinn, tokkatan
fræga. Í heild var leikur Stein-
gríms sérlega skýrt mótaður, bæði
í leik og raddskipan en það var
helst í lokakaflanum að aðeins
vantaði punktinn yfir i-ið, að flutn-
ingur þessarar stóru orgelsinfóníu
væri í alla staði frábær.
Felice Moretti, tók prestvígslu
og kallaði sig eftir það Patre Dav-
ide, frá Bergamao. Moretti samdi
um 2.400 tónverk, sem ef marka
má af Sinfóníu í D-dúr, sem Stein-
grímur lék eftir hann, er nær því
að vera óperutónlist en trúartón-
list og minnti tónmálið mjög á
Donizetti, en sagt er að þeir hafi
verið vinir. Hvað sem líður létt-
ferðugu tónmáli Morellis í þessu
verki, var leikur Steingríms mjög
vel útærður og leikandi fjörugur.
Það fer ekki á milli mála að
Steingrímur Þórhallsson er frábær
orgelleikari og verður fróðlegt að
fylgjast með honum, hversu hon-
um tekst til að halda sínu á erfiðri
göngu sinni sem einleikari, því þar
er hver stundin dýrmæt og af
stórum viðfangsefnum verða menn
stórir, eins og heyra mátti í stór-
verki Widors, sem naut sín sérlega
vel í stórbrotnum hljómkastala
Klais-orgelsins í Hallgrímskirkju
og var í heild frábærlega vel flutt
af hinum unga og efnilega orgel-
leikara, Steingrími Þórhallssyni,
sem með þessum tónleikum hefur
tekið sér stöðu meðal bestu orgel-
leikara okkar Íslendinga.
TÓNLIST
Hallgrímskirkja
Steingrímur Þórhallsson flutti
verk eftir Arturo Clementoni,
Charles-Marie Widor og Felice Moretti.
Sunnudagurinn 17. ágúst. 2003.
ORGELTÓNLEIKAR Stórbrotinn hljómkastali
Jón Ásgeirsson
Steingrímur
Þórhallsson