Morgunblaðið - 19.08.2003, Side 30

Morgunblaðið - 19.08.2003, Side 30
MINNINGAR 30 ÞRIÐJUDAGUR 19. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Gunnar Ingi-bergur Sigurðs- son fæddist í Reykjavík 4. apríl 1923 en ólst upp í Hvassahrauni á Vatnsleysuströnd. Hann lést í Arnar- holti á Kjalarnesi 9. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hans voru Sigurður Sæ- mundsson, f. 8. feb. 1884, d. 12. feb. 1969, frá Vindheim- um í Ölfusi og Kristrún Þórðar- dóttir, f. 9. júlí 1894, d. 24. júlí 1982, frá Vogsósum í Selvogi. Þau bjuggu lengstum í Hvassa- hrauni en síðar í Hafnarfirði. Gunnar var yngstur fimm syst- kina. Elstur var Þórður Elías, f. 29. júlí 1914, d. 17. nóv. 1973, skipstjóri. Kona Þórðar var Ólafía Auðunsdóttir, f. 2. apr. 1914, d. 2. feb. 1981, frá Vatns- leysuströnd og börn þeirra eru Vilhjálmur, Sigurður Rúnar, Jón Ársæll og Kristrún. Næst- elstur var Ársæll, f. 27. nóv. 1915, d. 30. sept. 1942, en hann lést úr berklaveiki. Þriðji var Sæmundur, f. 7. des. 1916, d. 16. des. 1978, skipstjóri. Kona hans var Halldóra Aðalsteinsdóttir, f. 4. des. 1913, d. 25. júní 1991, frá Húsa- vík og börn þeirra eru Hafdís Jóhann- esd., Viðar, Aðal- steinn og Sigurður. Systir Gunnars er Hulda Guðrún, f. 6. apr. 1918. Hennar maður var Björgvin P. Jónsson, f. 11. júlí 1912, d. 18. sept. 1984, kaup- maður í Reykjavík, og börn þeirra eru Oddný Inga, Ársæll Jón, Björk, Sigrún, d. 27. júlí 1999, og Már. Næstyngstur systkina Gunnars var Guðmundur Kristinn, f. 19. júlí 1919, d. 25. feb. 2001, bankastarfsmaður. Gunnar ólst upp í Hvassa- hrauni en bjó síðan hjá foreldr- um sínum á Hlíðarbraut 4 í Hafnarfirði. Hann var ókvæntur og barnlaus. Á sínum yngri ár- um var Gunnar til sjós en síðar vann hann ýmis verkamanna- störf. Útför Gunnars verður gerð frá Hafnarfjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Í dag kveðjum við Gunnar frænda okkar. Þegar við vorum að alast upp komumst við snemma að því að Gunnar frændi var það sem kallað er kynlegur kvistur. Hann bjó hjá afa og ömmu, og síðar með Gvendi bróður sínum á Hlíðar- braut 4 í Hafnarfirði. Okkur og fleirum varð oft tíðrætt um sér- lund Gunnars og líferni. Hins veg- ar var ljóst að hann kunni best við að fá að stjórna sér sjálfur og hann fór ætíð sínar eigin leiðir. Þótt þessi sérviska hans væri stundum misskilin þá vildi hann aldrei gera neinum mein og var ætíð mjög heiðarlegur. Gunnar hafði gaman af því að fylgjast með bæjarlífinu í Hafnarfirði og þær voru ófáar gönguferðirnar sem hann fór til að kanna mannlífið í öðrum bæjum á Suðurnesjum og í Reykjavík. Ungur hafði Gunnar átt gott með að læra og hann las bækur sér til fróðleiks. Það kom okkur stundum á óvart hve fróður hann gat verið um ýmislegt. Til dæmis er okkur minnisstætt eitt sinn þegar verið var að spila spurningaspilið Trivial Pursuite í jólaboði að Gunnar gat svarað ýmsum spurningum þegar aðrir stóðu á gati. Síðastliðin tvö ár dvaldi Gunnar í Arnarholti á Kjalarnesi. Gunnari leið vel í Arnarholti og starfsfólkið kunni vel við hann og annaðist hann vel. Kunnum við því bestu þakkir fyrir. Guð blessi minningu Gunnars. Már og frændfólk. GUNNAR INGIBERGUR SIGURÐSSON ✝ Andrea E. Benediktsdóttir fæddist í Reykjavík 6. apríl 1951. Hún lést á krabbameins- deild Landspítalans við Hringbraut hinn 11. ágúst síðastlið- inn. Foreldrar hennar eru Bene- dikt Franklínsson, f. 17.5. 1918, og Regína Guðmunds- dóttir, f. 12.3. 1918. Systkini hennar eru Jónína, f. 5.10. 1943, Ásdís, f. 21.8. 1947, og tvíburabróðir Andreu, Guðmundur, f. 6.4. 1951. með Jóni Gunnari Þórðarsyni, f. 14.2. 1980. Andrea lauk sveinsprófi í hár- greiðslu 1972 og starfaði í nokk- ur ár við þá iðn, m.a. í Þjóðleik- húsinu. Þá var hún á skrifstofu Dagsbrúnar megnið af 8. ára- tugnum. Hún vann um tíma á leikskóla. Andrea fluttist með fjölskyldu sinni til Noregs 1983 og svo heim aftur til Reykjavík- ur haustið 1990. Á Noregsárun- um vann hún um tíma á bóka- safni Geðsjúkrahúss Rogalands á meðan eiginmaður hennar var í sérnámi þar. Síðustu 13 árin eft- ir heimkomuna frá Noregi vann hún sem fulltrúi og síðar starfs- mannastjóri við Siglingastofnun. Hún tók þátt í fjölda námskeiða í tölvuvinnslu, tungumálum o.fl. í tengslum við starf sitt. Útför Andreu verður gerð frá Dómkirkjunni í dag og hefst at- höfnin klukkan 15. Hinn 19. ágúst 1972 giftist Andrea Sæmundi G. Haralds- syni lækni, f. 8.8. 1950, og eignuðust þau tvö börn. Þau eru: 1) Hrólfur, f. 25.7. 1973, kvæntur Guðnýju Magnús- dóttur, f. 13.6. 1969, og eiga þau soninn Kolbein, f. 4.7. 1998, en Guðný átti fyrir soninn Andra, sem elst upp hjá þeim hjónum. 2) Sigur- björg, f. 14.8. 1981 og dóttir hennar er Glóey Jóns- dóttir, f. 8.10. 2000, sem hún á Elsku Adda, tengdamamma mín, er dáin eftir ógnvænlegt veikinda- stríð, aðeins fimmtíu og tveggja ára gömul. Maður getur ekki verið sátt- ur við að hún hafi þurft að fara svona alltof, alltof snemma. Samt er maður sáttur og þakklátur fyrir allt það góða og fallega sem hún skilur eftir sig. Um leið og fjöl- skyldan tekst á við missinn og sorgina yljar hún sér við allar góðu minningarnar. Adda var hjartahlý og vel gerð kona, næm og skilningsrík og það var gott að vera í návist hennar. Hún lagði sig fram við að skilja fólk og aðstæður þess, var fordómalaus og áhugasöm um það sem fólkið í kringum hana tók sér fyrir hendur, styðjandi og hvetjandi. Hún náði einstöku sambandi við börn, gat mætt þeim á þeirra eigin forsend- um og skildi þau, hæfileiki sem er ekki öllum gefinn. Enda hændust börn mjög að henni, hvort sem það voru hennar eigin niðjar, börnin í stórfjölskyldunni, eða önnur börn. Adda var líka mikill húmoristi, hafði mjög þróaðan þann sérstaka húmor sem er einkennandi fyrir stórfjölskylduna hennar. Það var yndislegt að fylgjast með henni og Hrólfi, syni hennar og manni mín- um, tala saman um menn og mál- efni. Þau þurftu ekki að segja nema fyrsta stafinn í lýsingarorði til að skilja fullkomlega hvort annað. Adda var heimskona. Hafði farið víða og séð margt. En hún var líka dreifbýlisstúlka frá Selfossi og bítlabarn. Hún var há og grönn og falleg kona og alltaf smart og vel til höfð. Keypti sér sko engin kerl- ingaföt. Enda gátu hún og Sigga dóttir hennar notað sömu fötin, þrátt fyrir 30 ára aldursmun. Oft var ég einnig þátttakandi í þessum fataskiptum. Adda var svo ungleg, bæði í anda og í útliti. Adda var hörkudugleg í starfi, enda bæði mikils metin og líkaði sjálfri óskaplega vel á Siglinga- stofnun þar sem hún vann frá því að hún flutti heim frá Noregi fyrir 13 árum. Adda var mikil húsmóðir. Vildi hafa allt í röð og reglu og huggu- legt á heimilinu. Hún var bæði hag- sýn húsmóðir og rausnarlegur gest- gjafi. Það var stórkostlegt að sjá hvernig hún gat töfrað fram dýr- indismáltíðir við hin ýmsu tilefni. Hún hélt bæði í gamlar hefðir í matargerð og var áhugasöm að prufa alltaf eitthvað nýtt. Hvort sem það var Flateyjarlundinn, fiskisúpa a la Adda eða risabrauð- tertur í stórveislum, allt smakkaðist frábærlega sem hún gerði. Adda var fyrst og fremst mikil fjölskyldukona. Ól upp tvö mann- vænleg börn með honum Sæma sín- um og gaf þeim svo óendanlega mikið, sem þau munu alltaf búa að. Og barnabörnin fengu að njóta ömmu sinnar í nokkur ár og eru svo miklu ríkari fyrir vikið. Sam- band hennar við barnabörnin, Kol- bein og Glóeyju, og stjúpbarna- barnið Andra var alveg einstaklega fallegt. Stórfjölskyldan hennar er líka einstaklega samhent, sterk tengsl og mikil samvera, bæði í fjölskyldu- boðum og Flateyjarfríum. Adda var og er órjúfanlegur hluti af þeirri sterku heild sem sú fjölskylda myndar. Þegar Adda greindist með krabbameinið í febrúar sl. þá var hún ekkert á því að gefast upp, þótt meinið væri komið á alvarlegt stig. Það var aðdáunarvert að sjá æðru- leysið og kraftinn sem hún sýndi í því að halda áfram að njóta lífsins þrátt fyrir þetta mikla áfall. Enda fékk hún nokkra góða mánuði til að njóta. Það var yndislegt að sjá hvernig hún og Sæmi upplifðu nán- ast nýja hveitibrauðsdaga og nutu lífsins saman síðustu mánuði. Sæmi stóð sig eins og hetja við hlið henn- ar í veikindunum, þolinmóður, styðjandi og hlýr þrátt fyrir yf- irþyrmandi álag. Missir hans er mikill, sem og annarra í fjölskyld- unni. Elsku Adda mín, það er sárt að kveðja þig en ég kveð þig með þakklæti, virðingu og hlýju. Minn- ing þín verður hjá okkur um ókomna tíð. Farðu í friði og megi englar guðs taka á móti þér á nýj- um tilverustað. Guðný Hildur Magnúsdóttir. Við förum um borð í Baldur og siglum á vit ævintýranna í Flatey. Það er öldugangur en sólin skín. Ég lít út á hafið og sé hvernig sólin lýsir upp þessar óteljandi eyjar á Breiðafirði. Ég fæ að fara með þessari skemmtilegu fjölskyldu á staðinn þar sem forfeður Andreu áttu heima. Á þessum tíma var ég kærasti Siggu, dóttur Andreu. Við komum í land, dráttarvél tekur dót- ið okkar og ekur að Ásgarði, fallega gamla húsinu sem jafnframt er það stærsta á eynni. Leiðin að Ásgarði er áhugaverð og falleg og á leiðinni segir Adda okkur sögu Flateyjar. Frá verslun afa síns, sjóferðunum, kirkjunni, læknissetrinu, hrað- frystihúsinu og hvar póstmaðurinn bjó. Það er auðvelt að ímynda sér bæjarlífið því að í Flatey stendur tíminn í stað. Sem nýr karlmaður í fjölskyldunni er það skylda mín að fara á lundaveiðar. Adda ítrekar þó við mig að ég þurfi ekkert að pína mig áfram, hún hugsar jú um alla en ég fer þó á lundaveiðar með hin- um karlmönnunum. Síðan stendur Andrea ásamt systrum sínum yfir pottunum og matreiðir lundann. Annað slagið lítur maður inn í eld- húsið og rekur sig upp undir, því að ég nýgræðingurinn veit ekki að te- pokinn sem hangir í hurðinni þýðir að maður á að beygja sig niður. Svo er maturinn borinn á borð, já, lundi er besti matur sem ég hef bragðað. Í minningunni skín sólin alltaf í Flatey, sólin skín líka alltaf á Öddu. Adda var mjög góð móðir og Siggu og Hrólfi þótti svo vænt um mömmu sína sem var þeim ætíð sem jafningi. Þær mæðgurnar, Sigga og Adda, fóru oft saman í bæinn að versla. Ég man það vel þegar Sigga sagði við mig að mamma sín væri svo mikil gella! Og fyrir utan það að vera svona góð móðir var hún örugglega besta eig- inkona. Samband þeirra Sæma og Öddu var svo fallegt og einlægt. Við Sigga töluðum um að Adda og Sæmi yrðu örugglega alltaf ást- fangin, þau yrðu ástfangin í ellinni. Adda sýndi svo mikla hlýju og átti svo auðvelt með að setja sig inn í aðstæður. Maður gat talað við hana lengi, lengi. Oft þegar maður ætlaði rétt að skjótast á Seljaveg- inn gleymdi maður sér og var ekki í fimm mínútur heldur í klukkutíma. Adda hafði áhuga á öllu, það gátu allir talað við hana um leikhús, list- ir, íþróttir, tísku og tónlist. Þegar Sigga var unglingur eltist hún við Damon Albarn og beið í marga klukkutíma eftir honum fyr- ir utan Stúdíó Sýrland og safnaði síðan eiginhandaráritunum. Margar mæður hefðu nú hneykslast á þessu en hún Adda skildi Siggu sína vel því hún gerði slíkt hið sama þegar hún var ung. Þá var hún hljóm- sveitarpía og beið fyrir utan stúd- íóið þegar Hljómar voru í upptöku og mætti á alla tónleika þeirra. Adda sagði okkur Siggu líka frá því þegar Gummi, tvíburabróðir henn- ar, var í hljómsveitinni Mánum. Þá eltust stúlkurnar á Selfossi við hann, og hún var svo stolt systir. Hún Adda var góð mamma en hún var heimsins besta amma. Hún eignaðist barnabörn, þau Andra, Kolbein Sæmund og Glóeyju mína. Öddu þótti svo gaman að passa og þegar Glóey eða Kolbeinn voru hjá henni lék hún sér við þau. Hún settist á gólfið hjá þeim og keyrði dótabílana. Börnin máttu nota allt sem dót, fína sjalið hennar, silfur- konfektskálina og fínu skóna. Adda leyfði þeim þetta allt og hafði ánægju af því. Amma Adda klæddi þau líka oft í skemmtileg föt og tók myndir af þeim. Börnunum þótti svo gaman að koma í heimsókn til Öddu og Sæma, þau fengu líka nóg að borða, síðan var alltaf erfiðast að ná í Glóeyju vegna þess að hún vildi vera lengur hjá ömmu Öddu og afa Sæma. Það sem Adda hafði fram yfir marga aðra var bjartsýni og já- kvæði, hún var svolítil Pollýanna í sér. Þegar hún greindist með þenn- an hræðilega sjúkdóm tók hún því á ótrúlegan hátt. Hún nýtti síðustu mánuði sína vel. Adda og Sæmi fóru saman í ferðalag til Rómar. Þegar heim var komið upplifðum við með þeim þennan dásamlega tíma með hlýrri og litríkri ferða- sögu og Adda og Sæmi horfðu ást- fangin hvort á annað. Í síðasta mánuði var fjölskyldan saman í Flatey. Þegar Adda fór frá Flatey grunaði engan að þetta væri síðasta ferð hennar þaðan. Lundinn hefur flogið og kvatt, krían gargað, náttúran og húsin standa í stað. Baldur siglir af stað og sólin lækk- ar á lofti. Andrea Eygló kveður. Glóey má vera stolt af því að bera nafn ömmu sinnar sem er eygló aft- urábak. Eygló og Glóey merkja sól. Eilífðin er þar sem sól og haf mæt- ast. Á stundu sem þessari trúir mað- ur á Guð og veit að Adda er á góð- um stað þar sem hún segir sögur frá okkur á jörðinni. Hún hefur upplifað svo margt og hefur því frá mörgu að segja. Adda er núna hjá englunum og horfir til okkar með bros á vör og passar upp á alla líkt og hún gerði þegar hún var hjá okkur. Legg ég nú bæði líf og önd, ljúfi Jesú, í þína hönd, ANDREA BENE- DIKTSDÓTTIR Sími 562 0200 Erfisdrykkjur Minningarkort Krabbameinsfélagsins 540 1990 krabb.is/minning

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.