Morgunblaðið - 19.08.2003, Page 31
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. ÁGÚST 2003 31
síðast þegar ég sofna fer
sitji Guðs englar yfir mér.
(Hallgr. Pét.)
Góð og mæt kona hefur kvatt.
Ég er þakklátur fyrir að hafa
kynnst Öddu og eiga um hana góð-
ar minningar sem ég get sagt Gló-
eyju minni frá. Ég votta Siggu,
Hrólfi og Sæma mína dýpstu sam-
úð. Blessuð sé minning Andreu
Eyglóar Benediktsdóttur.
Jón Gunnar Þórðarson.
Andrea Eygló systurdóttir mín
er látin. Hennar er sárt saknað.
Adda, eins og hún var kölluð í fjöl-
skyldunni og af vinum hennar, varð
ekki nema rúmlega fimmtug að
aldri. Ég fylgdist með Öddu frá því
hún var í vöggu, fylgdist með henni
og tvíburabróður hennar Guð-
mundi, vaxa upp ásamt systrum
þeirra Jónínu og Ásdísi við mikið
ástríki foreldra þeirra á Selfossi.
Minningarnar koma upp í hug-
ann frá því. þegar þau systkinin frá
Selfossi komu í heimsókn og þá var
oft reynt að gera eitthvað skemmti-
legt, fara í bíó, bíltúra eða eitthvað
annað. Ekki var síður gaman að
koma til Regínu og Benna og
krakkanna á Selfoss. Höfðinglegar
móttökur eins og þeirra var von og
vísa. Regína spilaði kannski á pí-
anóið og jafnvel var tekið lagið.
Systkinin öll eru mjög músíkölsk
og hafa gaman af að taka lagið í
góðra vina hópi.
Það var alltaf gott að hitta Öddu,
hún bar með sér hlýleika og tryggð
sem aldrei bar skugga á þó oft væri
langt milli funda.
Ástvinum öllum, Sæmundi, börn-
unum, barnabörnunum og þeim
Regínu og Benedikt og öðrum vin-
um og ættingjum votta ég innilega
samúð á þessari sorgarstund.
Sigurborg Guðmundsdóttir.
Bítlalag á fóninum, mikið stendur
til, varalitur við spegilinn í horninu.
Stutt svart pils, hvít skyrta með
stórum blúndukraga, svo flott. Árið
var kannski 1968 eða 1969 og ég
barn sem mændi á stóra frænku
sem talaði við mig eins og jafn-
öldru. Ég, að reyna að hlaupa upp
stigann eins og hún. Reyna að ná
sama hraða, sama stíl. Man enn
baksvipinn á leiðinni upp tröppurn-
ar í Nesi.
Adda að búa til karamellur í
Nesi. Jólin á næsta leiti. Rautt
sellófan utanum hvern mola og ég
fékk að hjálpa til og spjalla.
Adda svo létt í lund, svo fínleg og
hlý, svo áhugasöm um hagi síns
fólks og sérstaklega barnanna. Sá
gleðina og húmorinn í því smáa.
Setti á sig tilsvör og svipbrigði og
kryddaði þannig frásagnirnar. Hún
hafði lag á því að gera hversdags-
legt atvik að söguefni.
Öll börnin í stórfjölskyldunni
hafa laðast að Öddu. Enda hafði
hún áhuga á hverju og einu. Fannst
þau svo sniðug og ólík og merkileg.
Manneskjur. Hún sagði sögur af
börnum, fylgdist með þeim og lék
við þau. Eins og félagi og jafningi
en líka eins og sá sem skoðar og
veltir vöngum og fylgist með sér-
hverri breytingu og framför.
Adda svo fljót að hugsa, svo leift-
ursnögg til svars. Hraðar og fum-
lausar hreyfingar við hvaðeina. Svo
lifandi og snör, vakandi og skörp.
Adda sem eldaði með lyktarskyn-
inu dásamlegan mat. Næm, fljót og
sniðug.
Stórfjölskylda er eins og vefur.
Okkar er litríkur, þéttur og þykk-
ur. Einn þráðurinn er þráðurinn
hennar Öddu.
Við munum Öddu, rifjum upp af
henni sögur, svipbrigði og hún er
þar. Ég loka augunum og sé hana
fyrir mér á leiðinni á ball, bítlalag á
fóninum.
Sæmi, Hrólfur, Guðný, Andri,
Kolbeinn, Sigga og Glóey, ég hugsa
til ykkar allra í sorginni. Guð veri
með ykkur.
Svandís Svavarsdóttir.
Við sitjum hér og minnumst
góðrar vinkonu, rifjum upp liðna
tíð; okkar góðu bernsku; unglings-
árin með ýmsum uppátækjum og
skemmtun; fullorðnar í gleði og
sorg.
Við kveðjum Öddu, elskulega vin-
konu okkar, með broti úr Sóleyj-
arkvæði sem við sungum svo oft
saman.
Sóley sólu fegri
situr við hafið á kóralskóm,
leikur við linda
lykill frá Róm,
augun blá eins og stjörnur,
varirnar rauðar sem blóm.
Djúpsæir, dularfullir
dagarnir hennar líða,
tíbrá varpar titrandi bliki
á silkið síða
og eitt er víst;
að óskirnar fljúga víða.
(Jóhannes úr Kötlum.)
Eftirlifandi ættingjum sendum
við dýpstu samúðarkveðjur; þeirra
er missirinn mestur.
Minningar um elskulega vinkonu
lifa í hjarta okkar.
Ólöf, Ingunn, Jarþrúður,
Sigurbjörg og Vilborg.
Kær vinkona mín Andrea Bene-
diktsdóttir er látin. Við kynntumst
fyrst fyrir alvöru er við unnum
saman á skrifstofu Dagsbrúnar á
Lindargötu 9. Starf okkar var fólg-
ið í símsvörun og enn fremur að
greiða úr vanda og/eða svara
spurningum þeirra sem komu á
skrifstofuna. Andrea var alveg sér-
staklega róleg og yfirveguð hvað
sem á gekk. Hún var ötul í útreikn-
ingum kauptaxta, kurteis við allan
þann fjölda sem kom þarna til að fá
leiðbeiningar eða álit félagsins á
hinum ýmsu málum. Það eru góðar
minningar af samveru okkar þarna
og við náðum einstaklega vel saman
þrátt fyrir mikinn aldursmun.
Síðar, miklu síðar, óskaði hún
eftir vinnu á dagheimili, sem ég
veitti forstöðu. Það tók mig ekki
langan tíma að taka hana inn í hóp
annarra góðra starfsmanna. Var
hún þar með yngstu börnin, sinnti
hverju einu þeirra af alúð og ein-
stakri ábyrgð. Við Andrea hittumst
líka utan vinnustaða og alltaf var
gaman að fá hana í kaffi, tala við
hana á götu og heimsækja hana á
Seljaveginn. Hennar verður sárt
saknað.
Ég sendi innilegar samúðar-
kveðjur til Sæmundar, barnanna og
allrar fjölskyldu hennar.
Elín Torfadóttir.
Þegar tvíburarnir fæddust 1951
komu þau Benedikt Franklínsson
og Regína Guðmundsdóttir á Sel-
fossi upp þremur nöfnum foreldra
sinna; Guðmundur Franklín og
Andrea. Andrea fékk svo nafnið
Eygló; Andrea Eygló. Í dag er hún
kvödd á ungum aldri eftir hart stríð
við þann sem sjaldan vægir fyrr en
í fulla hnefana. Eftir stendur í
sorginni sterk og samhent fjöl-
skylda – af hverju, af hverju?
Ég kynntist Öddu þegar ég kom
í fjölskylduna í Nesi við Ölfusána
þar sem niður árinnar er svo sjálf-
sagður að hann verður að hljóði
innan í manni sem er þar alla ævi,
líka þegar maður hugsar til Öddu
jafnvel þegar maður er staddur í
Sri Lanka. Við þessa hljómlist ár-
innar eru myndir; til dæmis af tví-
burunum sem settu Íslandsmet í
stærð og þyngd þegar þau fæddust,
Gummi og Adda voru þau alltaf
kölluð. Nú kveðja Öddu börnin
hennar, Hrólfur og Sigga, eigin-
maðurinn Sæmundur og barna-
börnin. En líka þau hin sem bjuggu
í Nesi við Ölfusá; foreldrar og
systkini: Benedikt og Regína á
háum aldri, og svo Nína og Ásdís
og Gummi, allt þeirra fólk nær og
líka fjær. Þau stóðu öll saman hlið
við hlið þegar stríðið harðnaði að
lokum og þegar yfir lauk. Það var
högg sem þau munu þó öll standast
af því að þau eru samhent, ekki síst
þegar erfiðleikar steðja að.
Við Adda vorum samferða í til-
verunni lengi; fyrst í nærri 30 ár
nokkuð þétt, og svo sjaldnar. En
vissum alltaf vel hvort af öðru; það
voru alltaf vinafundir á hverju sem
gekk.
Adda mágkona mín lærði hár-
greiðslu á ungum aldri. Hún fékkst
síðar um ævina við margvísleg
verkefni; vann til dæmis hjá Verka-
mannafélaginu Dagsbrún í Lind-
arbæ og síðasta sprettinn hjá Sigl-
ingastofnun. Hún fylgdi manni
sínum, Sæmundi lækni, til Noregs
þar sem hann var við nám og störf.
Hún var alltaf boðin og búin til
að rétta hjálparhönd á heimili; það
þekktum við vel í mínum fyrri bú-
skap og börnin mín nutu hennar
sérstaklega. Síðast hittumst við við
Fríkirkjuna í Hafnarfirði í fyrra.
Það var verið að skíra Baldur. Hún
kom akandi með foreldra sína að
kirkjunni á einstaklega björtum og
fallegum degi. Þar hitti ég hana
síðast. Það var gaman að hitta hana
þar; hún var jákvæð, ljúf og falleg
kona. Hún var vinmörg og stundum
hálfgerð ærslastelpa á ungum aldri.
Skemmtileg. Eygló.
Þessum línum fylgja samúðar-
kveðjur og líka spurningar: Hvað á
þetta eiginlega að þýða? Heitar
kveðjur til alls þess góða fólks sem
að henni stendur nær og fjær.
Svavar Gestsson.
Frábær starfsmaður og vinur
hefur kvatt þessa veröld. Andrea
Benediktsdóttir var einstök per-
sóna, full af jákvæðni, gleði og
orku.
Þegar við mættum til vinnu á
morgnana þá varst þú löngu komin
í móttökuna og heilsaðir okkur með
þínu einstaka og jákvæða viðmóti.
Morgungleðina gafst þú okkur og
dagurinn byrjaði með þrótti, bjart-
sýni og innsæi.
Elsku Andrea. Þín er sárt saknað
okkar á meðal. Það vantar kaffiilm-
inn snemma á morgnana, glaðværð-
ina, snerpuna, pilsaþytinn, ljósrit-
unarvélarnar eru í ólagi,
skipaskráningin á hálfum hraða og
svo mætti lengi telja.
Við viljum þakka þér samfylgd-
ina, sum okkar allar götur frá
Hringbrautinni og aðrir úr Vest-
urvörinni.
Andi þinn svífur hér enn yfir
Voginum. Við vitum að þú svífur
um á englasviði núna laus við
þrautir heimsins um leið og þú und-
irbýrð þig fyrir næsta verkefni.
Verkefni sem þú munt efalaust
leysa af jafnmiklum dugnaði og þú
gerðir á meðal okkar.
Að lokum færum við eiginmanni
þínum, börnum og barnabörnum
svo og öðrum ættingjum okkar ein-
lægu samúðarkveðjur.
Starfsfólk Siglinga-
stofnunar Íslands.
Það er oft sagt móttaka og síma-
varsla sé andlit hverrar stofnunar.
Andrea Benediktsdóttir sem sá um
þessi verk á Siglingamálastofnun
ríkisins til margra ára var góður
fulltrúi stofnunarinnar, og gerði sitt
til að gestir og gangandi fengju af-
greiðslu sinna mála. Veröldin fyrir
aftan móttökuna hjá Andreu var
hins vegar heimur útaf fyrir sig þar
sem starfsfólk gerði oft stuttan
stans til að spjalla um menn og
málefni. Það gat verið skemmtilegt
að kíkja þangað og eftirtektarvert
hvað Andrea var umræðugóð og já-
kvæð til samferðarmannana og lífs-
ins almennt. Eins fór ekki framhjá
neinum að fjölskyldan var í fyr-
irrúmi og velferð hennar var það
sem skipti hana mestu.
Hin síðari ár, eftir að Mengunar-
varnadeild Siglingamálastofnunar
var flutt yfir til Hollustuverndar,
strjáluðust eðlilega samskiptin .
Það var hins vegar ávallt gaman að
hitta Andreu á götu, rifja upp
kynnin og njóta þeirra jákvæðu við-
horfa sem hún hafði til lífsins. Við
gömlu Mengunarvarnarefirnir
sendum fjölskyldu og aðstandend-
um Andreu okkar dýpstu samúðar-
kveðjur vegna ótímabærs andláts
hennar.
Fyrrverandi starfsmenn
Mengunarvarnadeildar
Siglingamálastofnunar.
Fleiri minningargreinar
um Andreu Benediktsdóttur bíða
birtingar og munu birtast í
blaðinu næstu daga.
Móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang-
amma,
INGA P. SÓLNES,
sem andaðist á Fjórðungssjúkrahúsinu á
Akureyri mánudaginn 11. ágúst síðastliðinn,
verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju miðviku-
daginn 20. ágúst kl. 13.30.
Júlíus Sólnes, Sigríður María Sólnes,
Gunnar Sólnes, Margrét Kristinsdóttir,
Jón Kr. Sólnes, Halla Baldursdóttir,
Inga Sólnes, Jón Sigurjónsson,
Páll Sólnes, María Árnadóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær faðir minn, tengdafaðir, afi og langafi,
GUNNLAUGUR HANNESSON,
Krummahólum 10,
Reykjavík,
sem lést þriðjudaginn 5. ágúst, verður
jarðsunginn frá Fella- og Hólakirkju miðviku-
daginn 20. ágúst kl. 15.00.
Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, en
þeim, sem vildu minnast hans, er bent á heimahlynningu Karíts, Krabba-
meinsfélagið eða önnur líknarfélög.
Þrúður Ólöf Gunnlaugsdóttir, Óskar Smith Grímsson,
Hanna Þrúður Þórðardóttir, Guðmundur Guðmundsson,
Gunnþór Tandri Guðmundsson.
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir og afi,
HREGGVIÐUR SKÚLASON,
Heiðargerði 53,
Reykjavík,
verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju,
miðvikudaginn 20. ágúst kl. 13.30.
Björg Karlsdóttir,
Skúli Hreggviðsson, Ingibjörg Ólafsdóttir,
Marta Sjöfn Hreggviðsdóttir,
Jóhann Hreggviðsson, Kristín Lára Hjartardóttir
og barnabörn.
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda-
móðir, amma og langamma,
GUNNLAUG MAÍDÍS REYNIS,
Víðihlíð,
Grindavík,
áður til heimilis á Sunnubraut 4,
Grindavík,
lést á hjúkrunarheimilinu Víðihlíð, Grindavík,
föstudaginn 15. ágúst.
Jarðarförin fer fram frá Grindavikurkirkju fimmtudaginn 21. ágúst
kl. 14.00.
Ólafur V. Sverrisson,
Guðmundur Sv. Ólafsson, Guðmunda Jónsdóttir,
Arþrúður S. Ólafsdóttir, Tryggvi Leóson,
Einar Jón Ólafsson,
Jósef Kr. Ólafsson, Hildur Guðmundsdóttir,
Sigurður Ólafsson, Sigríður Ágústsdóttir,
Arnar Ólafsson, Kolbrún Pálsdóttir,
Valborg Anna Ólafsdóttir, Elías Pétursson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir og afi,
HARALDUR KR. JENSSON
skipstjóri,
Álftamýri 6,
lést á Landspítalanum við Hringbraut að
morgni mánudagsins 18. ágúst.
Hulda Guðmundsdóttir,
Svava Haraldsdóttir, Guðmundur Jens Þorvarðarson,
Guðmundur Haraldsson, Rakel Kristjánsdóttir,
Erna Haraldsdóttir, Karl Þórðarson,
Bjarni Óli Haraldsson, Árný Davíðsdóttir
og afabörnin.