Morgunblaðið - 19.08.2003, Síða 36
DAGBÓK
36 ÞRIÐJUDAGUR 19. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍM-
AR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111.
Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329,
fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, aug-
lýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115.
NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100
kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið.
Skipin
Reykjavíkurhöfn: Vyt-
autas og Arnarfell
koma í dag. Þerney fer
í dag.
Hafnarfjarðarhöfn:
Arklow Dusk og
Svava Hill koma í dag.
Fréttir
Mæðrastyrksnefnd
Kópavogs, Fannborg
5. Fataúthlutun þriðju-
daga kl. 16–18.
Mannamót
Aflagrandi 40. Kl. 9
bað, vinnustofa, kl. 13
vinnustofa.
Árskógar 4. Kl. 9–12
bað. Smíðastofan er
lokuð til 11. ágúst.
Handavinnustofan op-
in, kl. 9.30 dans, kl.
10.30 leikfimi, Kl.
13.30 létt ganga. Pútt-
völlur opinn mánudag
til föstudags kl. 9–
16.30. .
Bólstaðarhlíð 43. Kl.
8–13 hárgreiðsla, kl.
8.30–14.30 bað, kl. 9–
16 handavinna, kl. 9–
17 fótaaðgerð.
Félagsstarfið, Dal-
braut 18–20. Kl. 9 að-
stoð við böðun, hár-
greiðslustofan opin, kl.
10 samverustund.
Félagsstarfið Dal-
braut 27. Kl. 8–16 opin
handavinnustofan, kl.
9–16 vefnaður, kl. 10–
13 opin verslunin, kl.
13.30 myndband.
Félagsstarfið, Hæð-
argarði 31. Kl. 9–16
opin vinnustofa, leik-
fimi byrjar aftur 2.
sept., kl. 12.40 versl-
unarferð í Bónus, kl.
12 hárgreiðsla. Bóka-
bíllinn er í fríi til 9.
sept.
Félagsstarfið, Löngu-
hlíð 3. Kl. 8 bað, kl. 10
hárgreiðsla, kl. 11 leik-
fimi, kl. 13 föndur og
handavinna.
Félag eldri borgara,
Hafnarfirði, Hraunseli,
Flatahrauni 3. Brids
kl. 13 biljard kl. 13.30
Púttæfingar á Hrafn-
istuvelli kl. 14–16.
Félag eldri borgara,
Reykjavík, Ásgarði.
Miðvikudagur: Göngu-
Hrólfar ganga frá
Glæsibæ kl. 10. S.
588 2111.
Gerðuberg, fé-
lagsstarf. Kl. 9–16.30
vinnustofur opnar, frá
hádegi spilasalur op-
inn, kl. 13 boccia, s.
575 7720.
Gjábakki, Fannborg 8.
Handavinnustofan op-
in, leiðbeinandi á
staðnum kl. frá kl. 9–
17, kl. 14 ganga.
Gullsmári, Gullsmára
13. Félagsþjónustan er
opin frá kl. 9–17 virka
daga, heitt á könnunni.
Hraunbær 105. Kl. 9
kaffi, spjall, dagblöðin,
kl. 10 boccia, kl. 12.15
verslunarferð, kl. 13
hárgreiðsla.
Hvassaleiti 56–58. Kl.
9 boccia. Fótaaðgerðir,
hársnyrting.
Norðurbrún 1. Kl. 9–
16.45 opin vinnustofa,
kl. 10–11 boccia.
Vesturgata 7. Kl. 9–16
fótaaðgerð og hár-
greiðsla, kl. 9.15–15.30
handavinna, kl. 13–16
frjáls spil.
Vitatorg. Kl. 9 hár-
greiðsla, kl. 9.30 morg-
unstund, kl. 10 fótaað-
gerð, kl. 14 félagsvist.
Félag ábyrgra feðra.
Fundur í Shell-húsinu,
Skerjafirði, á mið-
vikudögum kl. 20,
svarað í s. 552 6644 á
fundartíma.
Minningarkort
Minningarkort
Krabbameinsfélags
Hafnarfjarðar (K.H.),
er hægt að fá í Bóka-
búð Böðvars, Reykja-
víkurvegi 64, 220
Hafnarfirði s. 565-1630
og á skrifstofu K.H.,
Suðurgötu 44, II. hæð,
sími á skrifstofu 544-
5959.
Krabbameinsfélagið.
Minningarkort félags-
ins eru afgreidd í síma
540 1990 og á skrifstof-
unni í Skógarhlíð 8.
Hægt er að senda upp-
lýsingar í tölvupósti
(minning@krabb.is).
Minningarkort Sjálfs-
bjargar, félags fatl-
aðra á höfuðborg-
arsvæðinu, eru
afgreidd í síma 551-
7868 á skrifstofutíma
og í öllum helstu apó-
tekum. Gíró- og kred-
itkortagreiðslur.
Minningarkort For-
eldra- og vinafélags
Kópavogshælis fást á
skrifstofu endurhæf-
ingardeildar Landspít-
alans Kópavogi (fyrr-
verandi
Kópavogshæli), síma
560-2700 og skrifstofu
Styrktarfélags vangef-
inna, s. 551-5941 gegn
heimsendingu gíróseð-
ils.
Félag MND-sjúklinga
selur minningarkort á
skrifstofu félagsins á
Norðurbraut 41, Hafn-
arfirði. Hægt er að
hringja í síma 565-
5727. Allur ágóði renn-
ur til starfsemi félags-
ins.
Landssamtökin
Þroskahjálp. Minning-
arsjóður Jóhanns Guð-
mundssonar læknis.
Tekið á móti minning-
argjöfum í síma 588-
9390.
Hranfkelssjóður
(stofnaður 1931) minn-
ingarkort afgreidd í
símum 551-4156 og
864-0427.
Í dag er þriðjudagur 19. ágúst,
231. dagur ársins 2003.
Orð dagsins: Drottinn er hlut-
skipti mitt og minn afmældi bik-
ar; þú heldur uppi hlut mínum.
(Sálm. 16, 5.)
Svo virðist sem deilurum forystuhlutverk í
Samfylkingunni nálgist
nú yfirborðið. Eftir þing-
kosningar í vor mátti
skilja á helstu for-
ystumönnum Samfylking-
arinnar að einhugur væri
um að Össur Skarphéð-
insson héldi áfram sem
formaður flokksins. Nú,
eftir að gerð hefur verið
netkönnun um fylgi Ingi-
bjargar Sólrúnar Gísla-
dóttur, virðist sem sú sátt
ætli skammt að standa.
Vefmiðillinn Sellan.is ervettvangur skoðana
hóps ungs fólks í Sam-
fylkingunni. Í grein sem
birtist þar í gær fjallar
Haukur Agnarsson um
stöðu Ingibjargar Sól-
rúnar innan flokksins.
„Allt frá síðustu kosn-
ingum til Alþingis, sem
fram fóru 10. maí síðast-
liðinn, hefur almenn-
ingur og fjölmiðlar velt
því fyrir sér hver verði
næsti formaður Samfylk-
ingarinnar. Ætlar Össur
Skarphéðinsson að sitja
áfram eða er hann tilbú-
inn að hleypa forsætis-
ráðherraefninu, Ingi-
björgu Sólrúnu
Gísladóttur, að? Össur
svaraði þessu sjálfur
strax morguninn eftir
kosningar á þann veg að
hann hefði stuðning
flokkssystkina sinna til
að sitja áfram og ætlaði
sér það. Hann myndi
ekki víkja fyrir Ingi-
björgu Sólrúnu,“ segir
Haukur.
Hann heldur áfram ogsegir: „Viðbrögð við
yfirlýsingu Össurar létu
ekki á sér standa og var
sem sprengju hefði verið
varpað. Í stað þess að
njóta augnabliksins sem
sigurvegari nýafstaðinna
kosninga tókst honum á
undraverðan hátt að láta
fréttaflutning næstu
vikna og mánaða snúast
um innri baráttu innan
flokksins. Á þessu augna-
bliki var ekki útséð með
hvort Samfylkingin færi í
ríkisstjórn en Össur blés
á allar slíkar vangaveltur
með því að láta um-
ræðuna snúast um valda-
baráttu og sjálfan sig,
hvort hans staða innan
flokksins væri ekki
tryggð.“
Haukur skýtur föstumskotum að Össuri og
fullyrðir að Ingibjörg
Sólrún sé heppilegri leið-
togi fyrir Samfylkinguna.
Hann endar pistil sinn
með áskorun á Össur:
„Það er vonandi að Össur
Skarphéðinsson sjái að
sér og endurskoði af-
stöðu sína til formennsku
Samfylkingarinnar og að
Ingibjörg Sólrún bjóði
sig fram. Saman myndu
þau mynda sterka for-
ystu líkt og þau gerðu í
aðdraganda síðustu al-
þingiskosninga.“
Það er því ljóst að víðaí Samfylkingunni eru
menn farnir að gíra sig
upp í bardaga milli
þeirra Össurar og Ingi-
bjargar.
STAKSTEINAR
Titringur hjá
Samfylkingunni
Víkverji skrifar...
KEPPNI í ensku úrvalsdeildinni íknattspyrnu hófst með látum
um liðna helgi. Liðin voru upp til
hópa í sóknarhug og gerð voru 36
mörk í leikjunum tíu. Það lofar góðu
fyrir veturinn í þessari skemmtileg-
ustu deild í heimi.
Sjónvarpsstöðvarnar Stöð 2 og
Sýn munu sem fyrr taka beinar út-
sendingar föstum tökum og var
tónninn gefinn um helgina með út-
sendingum frá fjórum leikjum. Þessi
þjónusta við sparkþyrsta verður
seint þökkuð til fulls.
Önnur umfjöllun um ensku knatt-
spyrnuna verður heldur ekki af
skornum skammti hjá stöðvunum,
einkum Sýn. Heldur viðameiri en
áður ef eitthvað er.
Munar þar mest um nýjan þátt
sem fór í loftið í hádeginu á sunnu-
dag, Boltann með Guðna Bergs. Það
er snjöll hugmynd hjá Sýnendum að
fá Guðna Bergsson, fyrrverandi
leikmann Tottenham og Bolton, til
liðs við sig. Hann gjörþekkir ensku
knattspyrnuna og á vonandi eftir að
auðga sparkið með persónulegri og
faglegri sýn. Í það minnsta lofar
fyrsti þátturinn góðu. Meðstjórn-
andi Guðna er Heimir Karlsson en
gaman var að sjá hann aftur á skján-
um eftir langa fjarveru. Sparkfróður
maður og þægilegur í sjónvarpi.
Heimir og Guðni náðu vel saman í
þessum fyrsta þætti, fóru vítt og
breitt um völl ásamt gesti sínum,
Guðmundi Torfasyni. Þekking
Guðna fékk strax að njóta sín og far-
ið var út í persónuleg kynni hans af
ýmsum mönnum. Þeirra á meðal
Graeme Souness, knattspyrnustjóra
Blackburn Rovers, frægum skap-
hundi. Heimir spurði hvort það væri
rétt að Souness hefði einu sinni
reynt að fá Guðna til liðs við sig.
Guðni staðfesti það en ekkert hefði
orðið úr. Kannski eins gott, taldi
hann, því Souness væri þannig skapi
farinn að þeir hefðu örugglega lent
upp á kant á endanum, „út af ferða-
tilhögunum eða einhverju svoleiðis“.
Glettinn maður, Guðni. Áfram á
sömu braut!
x x x
ÞAÐ var átján ára unglingur fráPortúgal, Ronaldo að nafni, sem
stal senunni í úrvalsdeildinni þessa
upphafshelgi í sínum fyrsta leik með
Manchester United. Mikið efni þar á
ferð. Víkverji sá þennan mann í
fyrsta sinn á dögunum í æfingaleik
með Sporting Lissabon gegn Man-
chester United á Eurosport-
sjónvarpsstöðinni. Þar lék hann á
als oddi, sólaði írska undrið, John
O’Shea, út úr liðinu. Bókstaflega.
Sir Alex Ferguson á skaps síns
vegna vont með að kyngja útreið af
þessu tagi og keypti því manninn
nokkrum dögum síðar. Úthlutaði
honum meira að segja gamla núm-
erinu hans Davids Beckhams, 7.
Fróðlegt verður að fylgjast með
framhaldinu.
Action Images
Guðni Bergsson: Áfram í ensku
knattspyrnunni.
ÉG og unnusti minn vor-
um að hugsa um að fá
okkur gönguferð um
Reykjanesið og enda dag-
inn á því að fara í Bláa
lónið. Við höfum nú farið
áður og er yndislegt að
vera í lóninu.
Ég ákvað að athuga
hvenær væri opið áður en
við lögðum af stað og rak
augun í verðlistann, 1.200
kr fyrir einn fullorðinn eða
2.400 kr fyrir parið. Þetta
er bara fáránlega dýrt.
Þegar við fórum áður
vorum við að borga ca 7-
800 kr. á mann og fannst
manni það vera dýrt, en
lét sig hafa það. En þegar
verðið er komið í 1.200 kr.
þá hugsar maður sig um
tvisvar og sparar sér 2.000
kr og fer frekar í venju-
lega sundlaug. Þessar
2.000 krónur duga fyrir ca
10 miðum (10 miðar á
1.500 kr í sundlaugar
Rvk.) í venjulega sund-
laug.
Mér þykir þetta mjög
leiðinlegt að geta ekki
lengur notið þess að fara í
Bláa lónið. Maður þyrfti
að vera með tekjur á við
framkvæmdastjóra til að
geta leyft sér sund í lón-
inu.
Ég þakka fyrir viðskipt-
in í gegnum árin en mun
ekki stíga fæti í Bláa lónið
fyrr en eigendur sjá að sér
og lækka verðið!
Kveðja,
Björg Ýr
Jóhannsdóttir.
Tapað/fundið
Peningur týndist
í Íslandsbanka
MIÐVIKUDAGINN 13.
ágúst sl. var ég stödd í
húsi Íslandsbanka á Laug-
arvegi og tapaði þar 3000
krónum. Um leið og ég tók
eftir því fór ég að spyrjast
fyrir um peninginn í bank-
anum. Í millitíðinni hafði
komið inn maður sem
hafði fundið peningana en
þjónustufulltrúar ekki
kannast við að einhver
hefði tapað þessu. Ég
sakna þessara peninga
sárt. Sá sem fann pening-
inn er beðinn að hafa sam-
band í síma 697 6243.
Blár strigaskór
týndist
BLÁR Timberland striga-
skór án reima (einn skór)
tapaðist. Skórinn er á
vinstri fót. Þetta er barna-
skór nr. ca 33. Skórinn
gæti hafa týnst á stóru
svæði, líklega verið settur
upp þak á bíl, sem fór frá
Grímsnesi inn að Garða-
bæ. Skilvís finnandi hafi
samband í síma 897 6701
eða 897 6700.
Sími glataðist
FÖSTUDAGINN 8. ágúst
glataðist blár NOKIA
3310 sími. Líklegt er að
hann hafi lent í götunni í
miðbæ Reykjavíkur, nánar
tiltekið á Laugaveginum
eða Hverfisgötunni. Sím-
inn hefur að geyma dýr-
mæt númer frá frændfólki
og vinum í útlöndum sem
verða ekki endurheimt.
Finnandi er vinsamlegast
beðinn að hafa samband
við í síma 551 7701 eða
824 5215.
Úr í
Gervidal
ÚR fannst við heita pott-
inn í Gervidal í Ísafirði í
júní. Upplýsingar í síma
846 4946.
Gullfallegt lítið
hálsmen týndist
GULLFALLEGT lítið
hálsmen týndist í búnings-
klefa kvenna í Laugar-
dalslaug miðvikudaginn
13. ágúst. Menið er frekar
lítið, úr gulli með litlum
hvítum steini á flatri plötu.
Skilvís finnandi vinsam-
legast hafi samband við
síma 820 2927 eða skili
meninu í miðasölu sund-
lauganna. Fundarlaunum
heitið.
Svartur fatapoki
týndist í Hvalfirði
SVARTUR fatapoki týnd-
ist á leiðinni um Hvalfjörð
sl. laugardag. Skilvís finn-
andi hafi samband í síma
565 7835.
VELVAKANDI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 Netfang velvakandi@mbl.is
Dýrt í
Bláa lónið
Ljósmynd/Garðar P Vignisson
LÁRÉTT
1 vitur, 4 beitir tönnum,
7 skips, 8 mynnið, 9 haf,
11 gort, 13 gufusjóða,
14 í vafa, 15 brytjað kjöt,
17 himna, 20 á bitjárni,
22 konungur, 23 tölur,
24 byggingu, 25 meiða.
LÓÐRÉTT
1 buxur, 2 fugls, 3 valdi,
4 skinn, 5 gleðskapur,
6 stokkur, 10 þjálfun,
12 lítill maður, 13 bók-
stafur, 15 vopn, 16 erf-
ingjar, 18 veslast upp,
19 híma, 20 geðvonska,
21 afkvæmi.
LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU
Lárétt: 1 snarráður, 8 skylt, 9 andar, 10 inn, 11 afann,
13 nýrað, 15 svaðs, 18 galli, 21 kær, 22 ruddi, 23 öldur,
24 rigningur.
Lóðrétt: 2 neyða, 3 ritin, 4 árann, 5 undar, 6 assa,
7 gráð, 12 nið, 14 ýsa, 15 sorg, 16 aldni, 17 skinn,
18 grönn, 19 lyddu, 20 iðra.
Krossgáta
1
7
11
15
22
24
12
14
3
9
20
10
4
8
21
23
25
13
17
5
18
6
19
2
16