Morgunblaðið - 19.08.2003, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 19.08.2003, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. ÁGÚST 2003 37 DAGBÓK STJÖRNUSPÁ Frances Drake LJÓN Afmælisbörn dagsins: Atburðir sem þeyta þér áfram um lífið eiga oft rót sína í fortíðinni. Þú ert ótta- laus þegar þú stendur and- spænis eigin leyndarmálum. Þú býrð yfir miklu ímynd- unarafli sem nýtist þér í list- um og viðskiptum. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Dagurinn í dag er sérlega góður til sköpunar og ásta. Sumir hrútar munu finna ástina í dag. Nú er líka góður tími til að verja með börnum við leiki. Góðir straumar leika um þig í dag og næstu daga. Naut (20. apríl - 20. maí)  Nú er tilvalið að fást við fast- eignamál eða fást við hluti sem auka við ættartengsl þín eða heimilið. Kauptu eitthvað fallegt fyrir heimilið eða fjölskyldu- meðlimi. Þú sérð ekki eftir því. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Um þessar mundir einkennast samskipti þín við aðra af glað- værð og bjartsýni. Njóttu þess að spjalla við félaga og ættingja. Farðu úr húsi og njóttu lífsins. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Nú er rétti tíminn til að hagnast. Þetta er líka rétti tíminn til að eyða peningum. Þú átt varla eft- ir að sjá eftir fjárfestingum sem þú gerir í dag. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Ljónið er óvenju hjartahlýtt í garð annarra í dag. Því reynist auðvelt að tala við aðra og nýtur félagsskapsins. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Dagurinn í dag er allsérstakur en þó á hógværan máta. Þér líð- ur betur en oft áður og það er eins og þér þyki óhætt að ætlast til meira frá lífinu. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Dagurinn í dag hentar mjög vel til að styrkja tengsl við aðra, hvort sem það er í atvinnu eða einkalífi. Boð og samkomur munu skila miklu. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Tilvalinn dagur til að stunda við- skipti. Þér reynist auðvelt að kynna mikilvægu fólki hug- myndir þínar því þú sérð strax að þeim lýst vel á það sem þú hefur að segja. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Ferðalög í dag munu gleðja þig, sama hvert þú ferð. Ef þú getur ekki ferðast í eigin persónu, get- urðu látið hugann reika í stað- inn, í gegnum bækur, kvik- myndir eða samtöl. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Fólkið í kringum þig er reiðubú- ið að rétta þér hjálparhönd í dag. Þú mátt eiga von á gjöf eða aðstoð sem kemur sér vel í dag. Nú er rétti tíminn til að biðja um lán. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Nú er frábær dagur til að gifta sig. Raunar er þetta tilvalinn dagur fyrir hverskonar tengsl og vensl. Það er sannarlega sælla að gefa en að þiggja í dag. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Samstarfsfélagar þínir eru óvenju stuðningsríkir og vin- samlegir í dag. Létt lund þín smitar út frá sér og þú gætir átt von á veðrabrigðum sem gleðja þig. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. ÚTILEGUMAÐURINN Öxlin er sigin, bakið bogið af byrði þungri – tómum mal. Leggmerginn hefur sultur sogið og sauðaleit um Skuggadal. Þú gengur hljótt og hlustar við; en höndin kreppist fast um stafinn – þú heyrir vatna næturnið og náhljóð kynleg saman vafin. Ég sé þig elta heim í hreysið við hraunið – máni’ að baki skín – þinn eiginn skugga, auðnuleysið, sem eitt hélt tryggð við sporin þín. Svo fangasnauð var næðingsnótt ei nokkur fyrr, sem tókst að hjara. Þú hlustar aftur..., allt er hljótt, nema’ elfan stynur milli skara. Sigurður Sigurðsson frá Arnarholti. LJÓÐABROT HLUTAVELTA ÞESSIR duglegu drengir, Fannar Freyr Gunnarsson, Björn Andri Björnsson, Örn Ingibergsson og Elmar Örn Gunnarsson, héldu tombólu til styrktar Rauða krossi Ís- lands og söfnuðu þeir kr. 666. TROMPÚTSPIL eru góð og gild þegar tilgang- urinn er að hindra stungur sagnhafa í borði. En það er nánast alltaf rangt að trompa út „af því bara“. Hér er gott dæmi um mis- ráðið trompútspil frá bik- arleik Strengs og Guð- mundar Sv. Hermannssonar í síðustu viku: Suður gefur; AV á hættu. Norður ♠ D652 ♥ D976 ♦ ÁD ♣G85 Vestur Austur ♠ KG107 ♠ 943 ♥ 84 ♥ ÁG2 ♦ 8653 ♦ 972 ♣K94 ♣D732 Suður ♠ Á8 ♥ K1053 ♦ KG104 ♣Á106 Vestur Norður Austur Suður – – – 1 grand Pass 2 lauf Pass 2 hjörtu Pass 4 hjörtu Allir pass Sagnir voru eins á báð- um borðum, en niðurstaðan gjörólík. Á öðru borðinu var greinarhöfndur í vest- ur og braut eigin reglu með því að trompa út á þeirri forsendu að ekkert annað útspil væri álitlegt. Hinar slæmu afleiðingar létu ekki á sér standa: Hugsanlegur slagur aust- urs á hjartagosann fór fyr- ir lítið og Hrólfur Hjalta- son í sæti sagnhafa var fljótur að innbyrða tíu slagi. Á hinu borðinu kom út lauf gegn Guðmundi Her- mannssyni. Hann drap drottningu austurs og spil- aði trompi á drottninguna og ás austurs. Vörnin tók á laufkónginn og spilaði þriðja laufinu. Spilið vinnst ef sagnhafi svínar fyrir hjartagosann, en Guð- mundur sá aðra leið sem hann taldi betri. Hann tók á hjartakóng, spilaði svo tígli fjórum sinnum og henti tveimur spöðum úr borði. Austur trompaði ekki, en var sendur inn á hjartagosann í næsta slag. Hann spilaði vandræða- laust spaða og samning- urinn fór því einn niður. Hugmynd Guðmundar með því að svína ekki í trompinu var þessi: Hjartagosinn gat fallið annar, en ef ekki, var spilið öruggt í 3-2 legunni í trompi ef mótherjinn með hjartagosann var líka með spaðakóng. Góð hugmynd, út af fyrir sig, þótt hún gæfi lítið af sér í þetta sinn. En niðurstaðan er skýr: Það borgar sig ekki að trompa út bara af hræðslu við að hreyfa ann- an lit. Gamla reglan um trompútspil er í fullu gildi: Það á aðeins að trompa út þegar það er rétt! Sveit Guðmundar vann leikinn með 103 IMPum gegn 79. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson ÞESSIR duglegu og hressu krakkar, Ragna Karen Víðis- dóttir, Tómas Örn Víðisson og Konný Arna Hákonardóttir, héldu hlutaveltu og söfnuðu kr. 2.922 til styrktar Rauða krossi Íslands. 1. e4 c5 2. Rf3 Rc6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 e5 5. Rb5 d6 6. c4 Be7 7. b3 f5 8. exf5 Bxf5 9. Bd3 e4 10. Be2 a6 11. R5c3 Bf6 12. O-O Rge7 13. a3 O-O 14. Ha2 Da5 15. b4 De5 16. He1 b5 17. cxb5 axb5 18. Bxb5 Rd4 19. Bf1 d5 20. Hd2 Be6 21. f4 Dxf4 22. Hf2 Staðan kom upp á of- urmóti sem lauk fyrir skömmu í Dortmund. Teimour Radjabov (2648) hafði svart gegn Viswanathan Anand (2774). 22...Dxf2+! Með þessari drottning- arfórn fær svartur mikið spil og reynd- ist það hvítum of- viða í framhaldinu að halda jafnvæg- inu.. 23. Kxf2 Rb5 24. Kg1 Hvítur yrði mát eftir 24. Rxb5 Bd4+ 25. Ke2 Hf2#. 24...Rxc3 25. Rxc3 Bxc3 26. Bb5 Bxe1 27. Dxe1 Rf5 28. Bb2 Hac8 29. Ba4 Hf7 30. h3 h5 31. b5 h4 32. Be5 d4 33. b6 e3 34. Kh2 d3 35. Db4 e2 36. Bc3 Hxc3 37. Dxc3 Rg3 38. b7 Hxb7 39. Da5 Hb8 og hvítur gafst upp. Lokastaða mótsins varð þessi: 1. Viktor Bologan (2650) 6½ vinning af 10 mögulegum. 2.-3. Visw- anathan Anand (2774) og Vladimir Kramnik (2785) 5½ v. 4. Teimour Radjabov (2648) 5 v. 5. Peter Leko (2739) 4 v. 6. Arkadji Naid- itsch (2574) 3½ v. SKÁK Helgi Áss Grétarsson Svartur á leik. Gleymdu svo ekki að slökkva þegar ég er sofnuð! FRÉTTIR Á MÆRUDÖGUNUM sem haldnir voru fyrir skömmu voru í fyrsta skipti veittar umhverfisviðurkenn- ingar. Byggingarnefnd Húsavík- urbæjar stóð fyrir afhendingunni, og fékk nefndin þau Atla Vigfús- son, Hilmar Dúa Björgvinsson og Bryndísi Torfadóttur til liðs við sig og sáu þau um valið að þessu sinni. Veittar voru viðurkenningar í þremum flokkum, í flokknum „Snyrtilegt umhverfi hjá fyrirtæki“ varð fyrir valinu Vallholtsvegur 3 þar sem Jón Helgi Gestsson er með umboð fyrir Sjóvá-Almennar og Heimsferðir. Í flokknum „Snyrti- legasta umhverfi við stofnun“ varð fyrir valinu Safnahúsið á Húsavík. Í flokknum „Fallegur garður“ urðu tveir garðar fyrir valinu, garðurinn við Hágerði 13 þar sem Jóhanna Antonía Jónsdóttir og Jón Ásberg Salómonsson búa og garðurinn við Holtagerði 1 þar sem Guðrún Þórs- dóttir og Ívar Geirsson búa. Bryndís Torfadóttir sagði við þetta tækifæri að þessar við- urkenningar væru fyrsta skrefið í umhverfisviðurkenningum sem Húsavíkurbær mun veita. Stefnt verði að því að á Mærudögum að ári verði „Gata ársins“ valin og skilti verði komið upp við þá götu sem hlýtur viðurkenningu hverju sinni. Bryndís sagði að lokum að þessar umhverfisviðurkenningar væru komnar til að vera og yrðu bæjarbúum vonandi hvatning til að gera enn betur í umhverfismálum bæjarins. Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson. Safnahúsið á Húsavík þykir hafa „snyrtilegasta umhverfi við stofnun“. Umhverfisviðurkenning- ar veittar í fyrsta skipti Húsavík. Morgunblaðið. ÁRLEGT knattspyrnumót Heklu var haldið laugardaginn 16. ágúst á Víðisvellinum í Garði. Þátttak- endur voru fulltrúar 6. flokks sjö knattspyrnuliða sem flest eru af Suðurnesjum. Liðin sem mættust voru Víðir í Garði, Reynir í Sand- gerði, Keflavík, Njarðvík, Grinda- vík, Vogar og Haukar úr Hafn- arfirði en heildarfjöldi keppenda var í kringum 150. Eyjólfur Sverrisson, fyrrverandi landsliðsmaður og atvinnumaður í knattspyrnu, afhenti sigurliðinu veglegan bikar auk þess að allir þátttakendur fengu verðlaunapen- ing og bikar. Að auki var boðið upp á keppni fyrir leikmenn og foreldra þeirra þar sem hægt var að vinna ferð fyr- ir sjö á síðari landsleik Íslands og Þýskalands í Hamborg í október. Eyjólfur Sverrisson fyrrverandi landsliðsmaður og atvinnumaður í knatt- spyrnu afhenti Njarðvíkingum bikarinn. Ungir knattspyrnu- kappar á Heklumóti

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.