Morgunblaðið - 19.08.2003, Side 38

Morgunblaðið - 19.08.2003, Side 38
ÍÞRÓTTIR 38 ÞRIÐJUDAGUR 19. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ  SPÆNSKIR dómarar verða á við- ureign Íslendinga og Færeyinga í 5. riðli undankeppni EM í knattspyrnu í Þórshöfn á morgun. Dómarinn heitir Gonzalez Iturralde og aðstoð- ardómarar verða þeir Villate Lopez og Alonso Guerrero. Fjórði dómari verður Omar Losantos.  EFTIRLITSMAÐUR Knatt- spyrnusambands Evrópu, UEFA, verður Svíinn Khennet Tallinger.  ÍSLENSKA landsliðið leikur í að- albúningi sínum, bláum peysum, hvítum buxum og bláum sokkum og það færeyska í hvítum teyjum, bláum buxum og hvítum sokkum.  MIKIL veisla til heiðurs Sepp Blatter, forseta Alþjóðaknatt- spyrnusambandsins FIFA, verður haldin Ráðhúsi Þórshafnar á morg- un, en Blatter kemur þá til landsins vegna vígslu nýrra höfuðstöðva fær- eyska knattspyrnusambandsins. Veislan verður í boði bæjarstjórnar Þórshafnar, Tórshavnar Býráð. FIFA styrkti færeyska knatt- spyrnusambandið við bygginguna. Þetta verður í fyrsta sinn sem Blatt- er heimsækir Færeyjar, sem forseti FIFA. Eggert Magnússon, formað- ur KSÍ, verður á meðal gesta en hann kom til Þórshafnar í morgun.  MARK Halsey, sem dæmdi leik Arsenal og Everton í ensku úrvals- deildinni í knattspyrnu á laugardag- inn, hefur sent enska knattspyrnu- sambandinu skýrslu vegna fagnaðar Thierrys Henrys hjá Arsenal þegar hann kom liði sínu í 1:0 í leiknum.  HENRY reif sig úr treyjunni, hljóp í áttina að stuðningsmönnum Everton og sendi fingurkoss í áttina til þeirra. Viðbrögðin í þeim hópi voru ekki góð og plastmálum og leik- skrám var kastað í áttina að franska sóknarmanninum.  HALSEY sagði við Daily Mail í gær að fögnuður Henrys hefði valdið ólátum meðal áhorfenda og þess vegna hefði hann sent skýrsluna til sambandsins. „Lögreglan sagði mér eftir leikinn að Henry hefði sent fingurkossinn í þessa átt vegna þess að fjölskylda hans sæti alltaf fyrir of- an svæðið þar sem stuðningsmenn Everton voru. Kannski fjölskyldan ætti að færa sig um set á vellinum.“  DAVID Beckham, fyrirliði enska landsliðsins í knattspyrnu, segist geta leikið með í vináttulandsleikn- um gegn Króatíu sem fram fer á Portman Road í Ipswich annað kvöld. Beckham fór af velli eftir klukkutíma leik á sunnudaginn þeg- ar Real Madrid gerði jafntefli, 0:0, við Valencia þar sem hann kenndi til meiðsla í baki.  REAL Madrid náði að vinna Val- encia, 6:5, í vítaspyrnukeppni að leik loknum en stjörnuliðið þótti ekki sýna mikla takta. Margir vildu kenna því um að miðjumaðurinn vinnusami Makelele lék ekki með en hann á í launadeilum við félagið. FÓLK Sigurinn var líka eftirminnilegurþví þegar hann og Chad Camp- bell, sem lék með honum síðasta hringinn, komu á síðustu holuna átti Micheel eitt högg. Upphafshöggið var fínt og hann átti um 160 metra eftir að holunni. Hann tók sjö-járnið sitt. „Ég hugsaði bara um að sveifla eðlilega og vonaði að ég kæmi bolt- anum inn á flötina þannig að ég ætti möguleika á að tvípútta og fá þannig par,“ sagði Micheel. Sveiflan var fín og boltinn lenti inn á flöt, hoppaði þrisvar og rúllaði í átt að holunni – og stöðvaðist tvo senti- metra frá henni. Sigurinn var í höfn – fyrsti sigur kappans og að auki 80 milljónir króna. „Þegar ég kom á flötina og sá hversu nálægt ég var fóru ýmsar hugsanir í gegnum höfuðið á mér. Ég vissi að ég gæti ekki klikkað á púttinu og mér var létt,“ sagði Micheel. „Annað höggið á síð- ustu holu var stórkost- legt – trúlega besta högg sem ég hef séð mann leika undir jafn mikilli pressu og hann var undir. Ég vissi ekki hversu nærri hann var en taldi mig þurfa að komast það nærri holu að ég næði fugli. Það tókst ekki en hann þurfti ekki einu sinni að pútta,“ sagði Campbell um höggið góða. Tiger Woods varð í 43. sæti og lýkur keppn- istímabilinu án þess að vinna í það minnsta eitt af risamótunum fjórum, en það hefur ekki gerst síðustu árin, eða síðan 1998. Tim Clark varð í þriðja sæti á einu undir pari og þar með eru upptaldir þeir kylfingar sem léku hringina fjóra undir pari. Alex Cejka var fjórði á parinu. Micheel stal senunni ENN og aftur nær svo til óþekkt- ur kylfingur að sigra á einu af risamótunum fjórum. Að þessu sinni var það Shaun Micheel sem stal senunni á PGA meist- aramótinu og sigraði en hann hafði áður keppt á 163 mótum á mótaröðinni án þess að sigra. Shaun Micheel kom sá og sigraði. Reuters Birkir sagðist vita að menn værutilbúnir að fórna miklu til þess að knýja fram sigur og komast í efsta sæti riðilsins. „Möguleikinn er í okkar höndum.“ Birkir segir að leik- menn íslenska liðs- ins eigi að vera orðnir það sjóaðir að þeir láti það ekki taka sig á taugum að eiga þann möguleika að komast í efsta sæti riðilsins. „Menn sem hafa spilað marga þýðingar- mikla leiki eiga að vita að þetta er bara einn af þeim mikilvægu og verða að haga undirbúningi í sam- ræmi við það. Hins vegar er ekki loku fyrir það skotið að það verði eitthvert stress á mannskapnum í upphafi leiks. Það þýðir ekki að velta sér of mikið upp úr stöðunni, leikurinn verður bara að vinnast, það er það eina sem kemur til greina, hver sem staðan er í riðl- inum.“ „Verðum að vera þolinmóðir“ Færeyingar hafa sýnt það á heimavelli að þeir eru erfiðir heim að sækja. Því mun reyna á þol- inmæði ykkar, ekki satt? „Það er ljóst að við verðum að vera þolinmóðir, láta ekki hugfallast þótt ekki gangi að skora snemma leiks. Við vitum að hingað erum við ekki komnir til að vinna stórsigur með mörgum mörkum. Það getur alveg farið svo að okkur takist ekki að skora fyrr en á síðustu mínútu eins og raunin varð á í heimaleikn- um við Færeyjar í júní síðastliðn- um. Við verðum að vera undir það búnir enda hafa Færeyingar ekki fengið mörg mörk á sig í síðustu heimaleikjum. Ég hef hins vegar enga trú á því að Færeyingar skori mörg mörk á okkur, það hlýtur að vera okkar markmið í upphafi að halda hreinu. Um leið og það tekst þá getur eitt mark dugað okkur til sigurs. Voðinn gæti verið vís ef Færeyingum tekst að skora því þá tvíeflast þeir, staðráðnir í að halda fengnum hlut og okkur gæti reynst þrautin þyngri að jafna metin. Erfiður leikur Í vor komst íslenska liðið einu marki yfir gegn Færeyingum sem jöfnuðu metin skömmu síðar, það er því ekkert sjálfgefið að eitt mark dugi? „Það sýndi sig fyrst og fremst að Færeyingar eru með reynslumeira lið en oft áður, slíkt hefði ekki gerst fyrir nokkrum árum. Nú er staðan önnur, leikmenn færeyska liðsins eru reyndari og hafa gengið í gegn- um keppni sem þessa áður. Sama er upp á teningnum hjá okkur, þar eru flestir leikmenn atvinnumenn í knattspyrnu, hafa öðlast mikla reynslu og eiga þar af leiðandi að vera tilbúnir að takast á við erfið verkefni sem þessi leikur við Fær- eyinga tvímælalaust er,“ segir Birk- ir Kristinsson landsliðsmarkvörður. Birkir Kristinsson markvörður og Heiðar Helguson. Birkir Kristinsson varði vítaspyrnu síðast þegar Ísland lék í Færeyjum Tilbúnir að fórna miklu fyrir sigur „SPENNAN á eftir að myndast í hópnum enda er um mikilvægan leik að ræða, mikið þýðingarmeiri leik en síðast þegar ég kom hingað til Færeyja og lék með landsliðinu fyrir fjórum árum í vináttulands- leik,“ segir Birkir Kristinsson, annar tveggja markvarða íslenska landsliðsins, sem mætir Færeyingum í Evrópuleik í Þórshöfn á morgun. „Þá unnu við 1:0 og það yrði ágætt ef það tækist að end- urtaka leikinn að þessu sinni. Í þeim leikjum sem ég hef tekið þátt í gegn Færeyingum höfum við átt í mesta basli með þá og það gæti alveg eins orðið ofan á að þessu sinni.“ Ívar Benediktsson skrifar frá Þórshöfn „HUGARFAR leikmanna var að mínu mati mjög gott í þeim tveimur leikjum sem við Logi [Ólafsson] höfum stjórn- að liðinu og eru að baki. Um leið held ég að menn geri sér grein fyrir því að það yrði nokkuð sögulegt ef við ynn- um hér í Færeyjum og næðum þar með efsta sæti riðilsins,“ segir Ásgeir Sigurvinsson, landsliðsþjálfari í knatt- spyrnu. „Það er nokkur pressa á okk- ur núna að vinna og ná þessum til- tekna áfanga að eiga möguleika á öðru sæti riðilsins þegar upp verður staðið. Í gegnum tíðina hefur íslenska liðið oft brotnað þegar það hefur komist í þessa stöðu, en þá ber þess að geta að þá hefur andstæðingurinn oft verið sterkari en nú er. Við verðum að halda okkar styrk- leikaflokki, það er algjört frumskil- yrði. Síðan verðum við að sýna það á miðviku- daginn að við eigum eitt- hvert erindi ofar á töfl- una. Nú þarf að sýna jafnvægi og kænsku, með réttu hugarfari, hafa sjálfstraust og leggja sig fullkomlega fram í leikinn, annars fjara möguleikarnir út,“ segir Ásgeir sem lengi lék í Þýskalandi á sínum farsæla ferli sem knatt- spyrnumaður á áttunda og níunda áratugnum og langar að vera með sitt lið nú sem landsliðsþjálfari í efsta sæti þegar að leikjunum við Þjóðverja í keppninni kemur 6. september. „Við lítum að sjálf- sögðu leikinn við Fær- eyjar alvarlegum augum, ef okkur tekst að vinna hann þá verður gaman að fást við Þjóðverjana,“ sagði Ásgeir sem vonast til að verði staðan í riðl- inum hagstæð þegar að leiknum við Þjóðverjum kemur verði hægt að gera óvænta hluti. „Í hverri keppni hefur það yfirleitt gerst að okkur hefur tekist að ná óvænt- um úrslitum gegn sterk- ari þjóðum. Takist okkur að vinna hér í Færeyjum eins og stefnt er að þá vonast ég til að óvænti bitinn verði eftir.“ Ásgeir „Vonast til að óvænti bitinn sé eftir“ FÆRA varð æfingu íslenska landsliðsins í gær frá Tórsvelli í Þórshöfn, þar sem viðureign Íslands og Færeyja fer fram á miðvikudag, yfir á völlinn í Tóft- um. Ástæðan var sú að mikið hefur rignt í Færeyjum síðustu daga og úrhelli var í fyrrinótt. Því þótti ekki að æfa á aðalleikvanginum. Vonast er til að það verði hægt í dag. Vegna þessa varð íslenska landsliðið, og reyndar það færeyska líka, að æfa í Tóftum, en þangað er einna klukkustundar ferð frá Þórshöfn. Vegna þessa mikla tíma sem fer í ferðir á milli Þórshafnar og Tófta æfði íslenska liðið aðeins einu sinni þar í gær en því stóð einnig til boða að æfa í Tóftum í gærmorgun. Þá var tekin létt æfing í rigningu og þoku á gervisgrasvelli HB í Þórshöfn. „Það kom ekki til greina að eyða fjór- um tímum í rútuferðir á einum degi,“ sagði Logi Ólafs- son landsliðsþjálfari. Færeyska landsliðið varð einnig að sætta sig við að taka létta æfingu á gervigrasvelli í gærmorgun og æfa síðan síðdegis í Tóftum. Æft í Tóftum

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.