Morgunblaðið - 19.08.2003, Page 39
ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. ÁGÚST 2003 39
VEIGAR Páll Gunnarsson úr KR
var valinn besti leikmaðurinn í um-
ferðum 7–12 í efstu deild karla,
Landsbankadeild. Bjarni Jóhanns-
son, Grindavík, var valinn besti
þjálfarinn á sama tímabili og Krist-
inn Jakobsson var valinn besti dóm-
arinn.
ÚRVALSLIÐ deildarinnar í 7.–12.
umferð er þannig skipað: Markvörð-
ur er Kristján Finnbogason, KR,
varnarmenn eru Kristján Örn Sig-
urðsson, KR, Helgi Valur Daníels-
son, Fylki, Ólafur Örn Bjarnason og
Sinisa Kekic, Grindavík, miðjumenn
eru Jón Þorgrímur Stefánsson, FH,
Dean Martin, KA og Fylkismenn-
irnir Ólafur Ingi Skúlason og Finn-
ur Kolbeinsson. Framherjar eru
Allan Borgvardt, FH, og Veigar
Páll Gunnarsson, KR.
KVENNALIÐ Breiðabliks í
knattspyrnu tapaði fyrir karlaliði
Snartar frá Kópaskeri, 4:2, í leik
sem var liður í hátíðahöldum á
Kópaskeri á laugardaginn. Elín
Anna Steinarsdóttir og Margrét
Ólafsdóttir skoruðu fyrir Blika-
stúlkur í leiknum.
KVENNASVEIT Keilis varð um
helgina Íslandsmeistari í sveita-
keppni í golfi, lagði Akureyrarstúlk-
ur í úrslitaleiknum á Garðavelli í
gær.
SVEITIR Odds og Setbergs falla í
aðra deild en upp koma tvær efstu
sveitirnar, Sauðárkrókur og Leynir.
MARCUS Fraser sigraði á Opna
rússneska BMW golfmótinu um
helgina. Hann hafði betur í umspili
við Martin Wiegeler og sigraði á
annarri holu en báðir voru á 19
höggum undir pari.
BAKVÖRÐURINN Anthony
Peeler hefur skrifað undir samning
við Sacramento Kings í NBA-deild-
inni í körfubolta. Peeler er 33 ára
gamall og hefur leikið síðustu sex
tímabil með Minnesota. Hann skor-
aði að meðaltali 7,7 stig í leik á síð-
asta tímabili.
FÓLK
en þeir gerðu í Reykjavík í vor. Þá
vorum við slakir í fyrri hálfleik en
sýndum það í þeim síðari að við
getum alveg staðið íslenska lands-
liðinu á sporði þrátt fyrir að því
hafi tekist þá að knýja fram sigur í
blálokin á leiknum. Sama gerðist á
móti Skotum og Þjóðverjum, þá
fengum við á okkur mörk undir
leikslok. Nú vona ég að mínir
menn hafi lært sína lexíu af þeim
leikjum og falli því ekki í sömu
gryfju nú á heimavelli gegn Ís-
landi.
Þú vonast til að þínir menn
„VIÐ erum brattir og tilbúnir að
mæta Íslendingum af fullum
krafti,“ sagði Henrik Larsen,
landsliðsþjálfari Færeyinga, eftir
fyrstu æfingu færeyska landsliðs-
ins í Þórshöffn. „Allir leikmenn
mínir eru frískir og klæjar í lófana
eftir leiknum þannig að ég er
bjartsýnn þrátt fyrir að ljóst sé að
við söknum Jákups á Borg og
Fróða Benjaminsen sem taka út
leikbann að þessu sinni.“
Larsen segir að nú verði hans
menn á heimavelli og því vænti
hann þess að þeir geti leikið betur
standist pressu betur en áður?
„Það geri ég um leið og ég vona
og ætla að okkur lánist að búa til
fleiri marktækifæri en áður. Það
var eitt þeirra atriða sem ég var
óánægður með í Reykjavík í vor að
okkur tókst ekki að skapa fleiri
marktækifæri en raun varð á. Tak-
ist það er ég viss um að við getum
veitt íslenska liðinu verðuga
keppni og máske komið því lít-
illega á óvart.“
Þannig að þú ert bjartsýnn?
„Það er ég svo sannarlega þrátt
fyrir að okkur vanti sterka leik-
menn sem voru í byrjunarliðinu
gegn Íslandi í vor og ég hef áður
nefnt. Fjarvera þeirra gerir að
verkum að ég verð aðeins að
breyta til á miðjunni og í sókninni.
Íslenska liðið er sterkt og skipað
nærri því sömu mönnum í síðasta
leik. Það ætlar sér sigur og kom-
ast upp í efsta sæti riðilisins það
veit ég, en við ætlum líka að leggja
okkur fram og freista þess að
vinna þannig að ég reikna með
skemmtilegum og spennandi leik,“
segir Henrik Larsen, landsliðs-
þjálfari Færeyinga í knattspyrnu.
Mætum Íslendingum af fullum krafti
Þórður segist vera í mun betriæfingu nú en á sama tíma í
fyrra þegar hann hafði nýlega geng-
ið til liðs við Boch-
um. Hann leggur
mikla áherslu á að
leikmenn geri sér
grein fyrir mikil-
vægi leiksins á
morgun. „Menn gera sér vel grein
fyrir því hvað sigur í þessum leik
þýðir fyrir okkur og í mínum huga
kemur ekkert annað en sigur til
greina.“
Þórður segir ennfremur að nú séu
menn í betra formi en í vor þegar
þjóðirnar áttust við á Laugardals-
velli og það eigi að koma landsliðinu
til góða. „Í vor voru liðnar þjár vik-
ur frá því að deildakeppni í Evrópu
lauk og þar til að landsleikjunum
kom, þá var ekkert óeðlilegt við að
menn væri þreyttir og að detta úr
æfingu. Nú er annað upp á teningn-
um, við erum að hefja okkar tímabil
og menn hungrar í að spila.
Sem dæmi má nefna að í júní þá
byrjuðum við vel í leiknum við Fær-
eyinga en duttum síðan út úr takti
við leikinn. Slíkt á ekki að henda að
þessu sinni, við eigum að vera í góðu
standi til að geta keyrt af fullum
krafti á Færeyingana í níutíu mín-
útur og reyna þannig að knýja fram
sigur.“
Finnið þið eitthvað fyrir þeirri
pressu sem á ykkur hvílir vegna
þeirrar staðreyndar að sigur færir
ykkur efsta sætið í riðlinum?
„Stefnan er að vinna og komast í
efsta sæti riðilsins. Pressa og álag
fylgir því að vera í knattspyrnu og
það er nokkuð sem menn verða að
lifa við og reyna að standast hana.
Ég hef ekki trú á öðru en okkur tak-
ist að standa undir væntingum að
þessu sinni. Við ætlum okkur að
vinna Færeyinga og mæta Þjóðverj-
um í haust í efsta sæti fimmta rið-
ils,“ segir Þórður Guðjónsson,
landsliðsmaður í knattspyrnu og
maðurinn sem lagði upp sigurmark-
ið fyrir Tryggva Guðmundsson á
Laugardalsvelli í vor þegar Ísland
lagði Færeyjar, 2:1, í fyrri viðureign
þjóðanna í undankeppni EM.
Tryggvi leikur ekki í Færeyjum
með vegna meiðsla.
Staðráðnir í að fagna
sigri hér í Þórshöfn
„MÉR líst mjög vel á leikinn og hlakka til hans enda eru allir leik-
menn komnir á fulla ferð með sínum félagsliðum og eiga þar af leið-
andi að vera í betra formi en þeir voru í þegar þjóðirnar áttust við í
vor,“ sagði Þórður Guðjónsson, landsliðsmaður í knattspyrnu og
leikmaður Bochum í Þýskalandi um leikinn við Færeyinga á morg-
un. Þórður skoraði sigurmarkið þegar Íslendingar mættu Fær-
eyingum síðast í Færeyjum, 1:0, en fjögur ár eru liðin frá þeirri við-
ureign í Þórshöfn, sem var vígsluleikur á nýja grasvellinum.
Morgunblaðið/Kristinn
Þórður Guðjónsson skoraði sigurmark Íslands síðast í Færeyjum, 1:0.
Ívar
Benediktsson
skrifar frá
Þórshöfn
ÁSGEIR Sigurvinsson, landsliðsþjálfari í
knattspyrnu, er nú í annað sinn á ævinni í
Færeyjum, hvar hann stýrir íslenska
landsliðinu gegn heimamönnum á mið-
vikudaginn. Ásgeir lék aldrei í Færeyjum
þegar hann á sínum tíma og er hann var
spurður sagðist hann hafa komið fyrst til
Færeyja með íslenska landsliðinu fyrir
fjórum árum, 18. ágúst 1999, þegar þjóð-
irnar áttust við í vígsluleik knatt-
spyrnuvallarins í Þórshöfn þar sem þjóð-
irnar eigast við á miðvikudag. Þá vann
Ísland 1:0 með marki Þórðar Guðjóns-
sonar beint úr aukaspyrnu snemma leiks.
Birkir Kristinsson varði síðan vítaspyrnu
í síðari hálfleik. Báðir eru þeir í íslenska
landsliðinu að þessu sinni.
„Við áttum í töluverðum vandræðum
með Færeyingana í þessum tiltekna leik
ef ég man rétt,“ sagði Ásgeir sem vonast
til að svo verði ekki upp á teningnum að
þessu sinni.
Ásgeir í annað
sinn í Færeyjum
EIÐUR Smári Guðjohnsen, fyr-
irliði landsliðsins, og Pétur Hafliði
Marteinsson komu síðastir ís-
lensku leikmannanna til Þórs-
hafnar í gærkvöldi um hálfum sól-
arhring síðar en reiknað hafði
verið með. Þeir áttu að koma
ásamt Hermanni Hreiðarssyni frá
London í gegnum Kaupmannahöfn
til Vága í gær, en þeir Eiður og
Pétur misstu af vélinni frá Stan-
sted, norðan við London, til Kaup-
mannahafnar. Hermann náði hins
vegar vélinni. Þá var brugðið á
það ráð að senda þá Eið og Pétur
með flugvél frá Heathrow til
Aberdeen í Skotlandi í gær, en frá
Aberdeen er beint flug til Vága í
Færeyjum, þar sem alþjóða-
flugvöllur landsmanna er. Sá
böggull fylgdi hins vegar skamm-
rifi að ekki flogið á milli Aber-
deen og Vága nema á kvöldin og
komu þeir félagar á tíunda tím-
anum í gærkvöldi til Þórshafnar.
Misstu þeir því af æfingu íslenska
landsliðsins í Tóftum síðdegis.
Eina æfing íslenska landsliðsins
með fullskipuðu liði verður því í
dag og er vonast til að hún verði á
Tórsvelli þar sem landsleikurinn
fer fram á morgun.
Eiður Smári og
Pétur seint á ferð
ANDREA Gaines, bandarísk
körfuknattleikskona, hefur
verið ráðin þjálfari 1. deildar
liðs Njarðvíkur fyrir komandi
keppnistímabil og leikur jafn-
framt með liðinu. Samkvæmt
frétt á heimasíðu Njarðvík-
inga er hún 1,75 m á hæð og
kemur frá Clemson-háskóla,
sama skóla og Krystal Scott,
sem lék með Njarðvíkurliðinu
síðasta vetur. Gaines er vænt-
anleg til Njarðvíkur skömmu
áður en tímabilið hefst, eða í
lok september.
Gaines þjálf-
ar Njarðvík