Morgunblaðið - 19.08.2003, Síða 41

Morgunblaðið - 19.08.2003, Síða 41
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. ÁGÚST 2003 41 Morgunblaðið/Árni Torfason Páll Einarson, fyrirliði Þróttar, fagnar marki sínu gegn Fylki og fimmta marki sinna manna ásamt Eysteini Lárussyni, Gesti Pálssyni og Björgólfi Takefusa, í Árbænum í gærkvöld. Sextán leikmenn léku fyrir Ís-lands hönd á mótinu. Flestir þeirra eru með talsverða reynslu þrátt fyrir ungan aldur og sex strák- anna eiga þegar að baki þrjú ár í meistaraflokkum sinna félagsliða. Sumir eru jafnvel orðnir lykilmenn eins og þeir Arn- ór Atlason, Ásgeir Örn Hallgríms- son og Árni Þór Sigtryggsson, og margir aðrir eiga fjölda 1. deildar leikja að baki, eins og sjá má hér fyrir neðan. „Ég tel að við höfum teflt fram einu reyndasta liðinu á þessu móti, enda hafa sumir strákanna þegar orðið Íslands- eða bikarmeistarar í meistaraflokki. Fyrir úrslitaleikinn við Þjóðverjana sagði ég við þá að þeir þyrftu ekkert að óttast, þeir væru mun reyndari en þýsku strákarnir, enda kom það í ljós þegar á hólminn var komið að þarna voru engir nýliðar á ferð,“ sagði Heimir Ríkarðsson, þjálfari piltalandsliðsins, við Morgunblaðið í gær. Evrópumeistararnir Evrópumeistaralið Íslands skip- uðu eftirtaldir piltar:  Andri Stefan, fæddur 27. jan- úar 1984, miðjumaður úr Haukum. Þrjú ár í meistaraflokki, 56 leikir og 53 mörk í 1. deild.  Arnór Atlason, fæddur 23. júlí 1984, rétthent skytta úr KA. Þrjú ár í meistaraflokki, 55 leikir og 232 mörk í 1. deild.  Árni Þór Sigtryggsson, fædd- ur 3. janúar 1985, örvhent skytta úr Þór. Þrjú ár í meistaraflokki, 48 leikir og 149 mörk í 1. deild, 3 leik- ir í 2. deild.  Árni Björn Þórarinsson, fæddur 5. júlí 1984, rétthentur hornamaður eða miðjumaður úr KA. Tvö ár í meistaraflokki, 38 leikir og 11 mörk í 1. deild.  Ásgeir Örn Hallgrímsson, fæddur 17. febrúar 1984, örvhent skytta úr Haukum. Þrjú ár í meistaraflokki, 70 leikir og 164 mörk í 1. deild.  Björgvin Páll Gústavsson, fæddur 24. maí 1985, markvörður úr HK. Tvö ár í meistaraflokki, 29 leikir í 1. deild.  Einar Ingi Hrafnsson, fæddur 16. september 1984, línumaður úr Aftureldingu. Eitt ár í meistara- flokki, 22 leikir og 11 mörk í 1. deild.  Hrafn Ingvarsson, fæddur 14. mars 1985, rétthent skytta úr Aft- ureldingu. Tvö ár í meistaraflokki, 32 leikir og 18 mörk í 1. deild.  Ingvar Árnason, fæddur 15. júlí 1986, línumaður úr Val. Ekki leikið með meistaraflokki.  Ívar Grétarsson, fæddur 23. mars 1984, rétthentur hornamaður frá Selfossi. Þrjú ár í meistara- flokki, 48 leikir og 75 mörk í 1. deild, 16 leikir og 9 mörk í 2. deild.  Jóhann Gunnar Einarsson, fæddur 13. september 1985, örv- hentur hornamaður úr Fram. Ekki leikið með meistaraflokki.  Kári Kristján Kristjánsson, fæddur 28. október 1984, línumað- ur eða rétthentur hornamaður úr ÍBV. Þrjú ár í meistaraflokki, 60 leikir og 85 mörk í 1. deild.  Pálmar Pétursson, fæddur 22. nóvember 1984, markvörður úr Val. Tvö ár í meistaraflokki, 50 leikir í 1. deild.  Ragnar Hjaltested, fæddur 12. apríl 1984, örvhentur horna- maður úr Víkingi. Tvö ár í meist- araflokki, 40 leikir og 84 mörk í 1. deild.  Sigfús Páll Sigfússon, fæddur 1. febrúar 1986, rétthentur horna- maður eða miðjumaður úr Fram. Ekki leikið með meistaraflokki.  Þórður H. Þórðarson, fæddur 4. júní 1985, markvörður úr Hauk- um. Tvö ár í meistaraflokki, 11 leikir í 1. deild. Þjálfarinn  Heimir Ríkharðsson, fæddur 15. maí 1962. Hóf þjálfun yngri flokka hjá Fram 1982, var aðstoð- arþjálfari meistaraflokks karla í fjögur ár og hefur þjálfað meist- araflokkslið Fram undanfarin tvö ár. Aðstoðarþjálfari yngri lands- liða frá 1987 og aðalþjálfari pilta- landsliðs frá 1994. Heimir tók við þessum hópi beint úr handbolta- skóla HSÍ fyrir fjórum árum og hefur stjórnað honum síðan. Mikil reynsla í Evrópu- meistaraliði Íslands FYRSTU Evrópumeistarar Íslands í handknattleik komu til landsins í gærkvöld eftir mikla frægðarför til Slóvakíu – strákarnir í pilta- landsliðinu. Þeir sigruðu Þjóðverja sannfærandi í úrslitaleik á sunnudaginn, 27:23, og höfðu áður lagt að velli lið Ungverjalands, Slóvakíu, Rússlands, Slóveníu og Svíþjóðar. Morgunblaðið/Golli Heimir Ríkharðsson Víðir Sigurðsson skrifar SKAGAMENN hafa óskað eftir því að undanúrslita- leikur þeirra gegn KA í bik- arkeppni KSÍ verði færður til en gert var ráð fyrir að hann færi fram á Laugardalsvell- inum þriðjudaginn 9. sept- ember. Á þeim tíma verður einn lykilmanna þeirra, Juli- an Johnsson, upptekinn með færeyska landsliðinu sem mætir Litháum á heimavelli degi síðar. Að sögn Birkis Sveins- sonar, mótastjóra KSÍ, hefur ekki verið tekin afstaða til erindis Skagamanna en ákvörðun mun liggja fyrir síðar í vikunni. Frestað vegna Julians? FÓLK HELGI Valur Daníelsson gat ekki leikið með Fylkismönnum í gær frekar en í Evrópuleiknum á móti AIK í síðustu viku en Helgi meiddist á síðustu æfingu Fylkisliðsins fyrir leikinn í Stokkhólmi.  VALUR Fannar Gíslason kom inn í hóp Fylkis á nýjan leik en hann hef- ur ekkert leikið síðan hann meiddist í leik Árbæjarliðsins á móti Val í 9. umferð deildarinnar.  ÓLAFUR Gíslason, handknatt- leiksmarkvörður úr Aftureldingu, hefur að undanförnu æft með ÍR-ing- um og hefur fullan hug á að skipta um félag. Ekki hefur þó verið gengið frá félagaskiptum.  ÓLAFUR Sigurjónsson, sem leikið hefur með ÍR-ingum hefur ákveðið að hætta í handknattleik og verður ekki með ÍR í vetur. Ólafur lék alla 26 leiki ÍR í 1. deildinni síðasta vetur og var annar markahæsti leikmaður liðsins með 113 mörk.  PAUL Williams, fyrrum leikmað- ur með Southampton og Coventry í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, gekk í morgun til liðs við Stoke City, sem nú trónir á toppi 1. deildar. Williams er reyndur varnarmaður en Stoke fékk hann frá Southampt- on án greiðslu.  CHRISTOPH Dugarry, Frakkinn skæði í liði Birmingham, þarf að gangast undir aðgerð á hné og verð- ur hann frá af þeim sökum næsta mánuðinn. Dugarry, sem var sérlega drjúgur í liði Birmingham á síðustu leiktíð, þurfti að fara af velli undir lok leiksins við Tottenham í fyrstu umferðinni þar sem Birmingham fór með sigur af hólmi.  SPÆNSKIR fjölmiðlar greindu frá því í gær að Newcastle og Celtic hafi sett sig í samband við Real Madrid með það fyrir augum að fá Steve McManaman til liðs við sig en dagar þessa fyrrverandi landsliðsmanns Englendinga virðast nú vera taldir hjá stórliðinu. McManaman hefur verið í herbúðum Madridarliðsins í fjögur ár en hefur ekki fengið mörg tækifæri til að láta ljós sitt skína og fyrir vikið hefur hann ekki verið inni í myndinni hjá Sven Göran Eriks- son, landsliðseinvaldi Englendinga.  LEIKMENN Athletic Bilbao á Spáni ákváðu í gær að 15% af árs- launum þeirra sl. keppnistímabil renni til félagsins. Það gera þeir til að leggja sitt af mörkum til að styrkja fjárhag liðsins, sem er í fjár- hagserfiðleikum.  ÞÝSKI landsliðsmaðurinn Michael Ballack, leikmaður Bayern Münch- en, sagði í gær að landslið Þýska- lands væri ekki nægilega sterkt um þessar mundir til að fagna sigri á EM í Portúgal næsta sumar. Þjóðverjar leika í riðli með Íslandi í undan- keppni EM og leika á Laugardals- vellinum 6. september og síðan mæt- ir íslenska liðið til Hamborgar í seinni leikinn 11. október. RÚNAR Alexandersson, fim- leikamaður úr Gerplu, er kominn með farseðilinn á Ólympíuleikana í Aþenu á næsta ári. Árangur Rúnars á Heimsmeistaramótinu, sem stendur yfir í Bandaríkjum, tryggir honum keppnisrétt í Aþenu að ári. Rúnar komst ekki inn í úrslit í fjölþraut eins og vonir stóðu til eftir að hann lauk keppni í fyrri- nótt, en þá var hann í 18. sæti og nokkrar þjóðir áttu eftir að ljúka keppni. Talið var að 32 kæmust áfram en þeir urðu síðan aðeins 24 og lenti Rúnar í 26. sæti, er sem sagt annar varamaður inn í úrslitakeppnina í fjölþraut. Þrátt fyrir að komast ekki inn er þetta langbesti árangur íslensks fim- leikamanns og virðist sem Rúnar sé að breytast úr því að vera frá- bær fimleikamaður á einu áhaldi, bogahesti, yfir í að verða mjög frambærilegur á öllum áhöld- unum. Rúnar æfir nú með landsliði Letta undir stjórn Artur Mick- evich, sem hefur náð mjög góðum árangri með fimleikafólk und- anfarin ár. Einkunnir Rúnars bera með sér að honum hefur farið mikið fram á ýmsum áhöldum. Rúnar fer á Ólympíuleikana

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.