Morgunblaðið - 21.08.2003, Blaðsíða 2
FRÉTTIR
2 FIMMTUDAGUR 21. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ
HEFJA RANNSÓKN
Bandaríska viðskiptaráðuneytið
hefur ákveðið að hrinda af stað form-
legri rannsókn á því hvort beita eigi
Íslendinga viðskiptaþvingunum
vegna hvalveiða. Var ákvörðunin um
rannsóknina tekin um leið og stað-
fest var að Íslendingar hefðu skotið
fyrstu hrefnuna.
Minna etið af lambinu
Sala á lambakjöti hefur dregist
saman um 8,4% á síðustu tólf mán-
uðum en sala á kjúklingum og svína-
kjöti hefur hins vegar aukist mjög.
Vantar nú lítið á að svínakjöt sé mest
selda kjöt á Íslandi en lambakjöt hef-
ur skipað þann sess frá upphafi.
Lax sleppur í Neskaupstað
Um 2.800 eldislaxar sluppu úr
sjókví við höfnina í Neskaupstað í
gærmorgun en gat kom á kvína sem
olli því að laxinn slapp. Sjókvíar eru
aðeins leyfilegar á fáum stöðum við
Ísland. Hætta er talin á að lax sem
slapp geti blandast villtum laxastofn-
um og raskað þannig lífríki ánna.
Vitað um yfirvofandi árás
Íraska framkvæmdaráðið bjó yfir
vitneskju um að árás á einhver sam-
tök, hugsanlega SÞ, væri yfirvofandi
í Bagdad. Ekki er ljóst hvort upplýs-
ingar þess efnis hafi borist samtök-
unum. Kofi Annan, framkvæmda-
stjóri SÞ, sagði í gær að mistök hefðu
átt sér stað í öryggismálum í Írak.
Hann gagnrýndi Bandaríkjaher enn
fremur fyrir að hafa ekki gætt nægi-
lega vel öryggis alþjóðlegs liðs sem
starfar að mannúðarmálum í landinu.
Grunur leikur á að samtök sem
tengjast al-Qaeda beri ábyrgð á árás-
inni.
21. ágúst 2003
SKIP og bátar skráð með
heimahöfn á Norðurlandi eystra,
alls 235, skiluðu mestum aflaverð-
mætum á land á síðasta ári, eða
16,7 milljörðum króna. Aflinn að
baki því magni var tæplega
460.000 tonn. Heildaraflaverðmæti
á árinu var 77 milljarðar króna og
aflinn alls 2.133.327 tonn. Hlutur
þessara skipa í aflaverðmætum er
því tæp 22% og í aflanum er hlutur
þeirra nánast sá sami.
Hlutur annarra landshluta í
verðmætum er nokkru minni, en
Austurland var með meiri afla. Í
Reykjavík lönduðu 160 skip og
bátar 175.000 tonnum að verðmæti
9,5 milljarðar króna. Það eru um
8% aflans og 12,3% verðmætanna.
Á Suðurnesjum lönduðu 203 skip
og bátar 198.000 tonnum að verð-
mæti 9,7 milljarðar króna. Það er
9,3% aflans og 12,6% verðmæt-
anna. 291 skip og bátur lönduðu
153.000 tonnum á Vesturlandi að
verðmæti 10,9 milljarðar. Það er
11,9% aflans og 14% verðmæt-
anna.
Flest skip og báta eru skráð á
Vestfjörðum eða 305. Þau lönduðu
alls 53.000 tonnum að verðmæti 6,4
milljarðar. Það er 2,5% aflans en
8,3% verðmætanna. Aðeins 69 skip
og bátar voru skráð á Norðurlandi
vestra. Þau lönduðu 31.000 tonnum
að verðmæti 3,4 milljarðar króna.
Það er 1,5% aflans og 4,4% verð-
mætanna.
Mestur afli kom að landi frá
skipum og bátum skráðum á Aust-
urlandi. 222 bátar og skip lönduðu
538.000 tonnum að verðmæti 9,7
milljörðum króna, sem er 25,2%
aflans en 12,6% verðmætanna. Á
Suðurlandi komu til sögunnar 121
skip og bátur. Aflinn var 428.000
tonn að verðmæti 10,7 milljarðar
króna, sem er 20% aflans og 13,9%
verðmætanna.
Meðalverð hæst fyrir vestan
Meðalverð aflans var langhæst á
Vestfjörðum, 121 króna á kíló, og
Norðurlandi vestra, 110,50 krónur.
Skýrist það af því að skip og bátar
í þessum landsfjórðungum stunda
nær eingöngu veiðar á botnfiski
eða rækju, sem mun hærra verð
fæst fyrir en uppsjávarfiskinn.
Meðalverð yfir landið var ríflega
36 krónur á hvert kíló og sama
verð fá skip og bátar frá Norður-
landi eystra. Meðalverðið er á
bilinu 43 krónur til 54 á Suður-
nesjum, höfuðborgarsvæðinu og
Vestfjörðum, hæst á höfuðborgar-
svæðinu. Lægst er það á Aust-
fjörðum, 18 krónur enda uppsjáv-
arfiskur uppistaðan í afla þeirra
skipa. Loks var meðalverð á Suð-
urlandi 25 krónur.
Mest verðmæti á land
á Norðurlandi eystra
Morgunblaðið/Þorgeir Baldursson
UM 170 danskar útgerðir, þar af
50 á Borgundarhólmi hafa fengið
um 200 milljónir króna í bætur
vegna banns við þorskveiðum í
Eystrasalti. Helmingur fjárins kem-
ur frá dönskum stjórnvöldum, hitt
frá Evrópusambandinu.
Fá bætur
VÍSITALA stofnstærðar úthafs-
rækju samkvæmt fyrstu útreikn-
ingum Hafrannsóknastofnunar að
loknum nýafstöðnu rannsóknarleið-
angri er um 20% lægri í ár miðað við
árið 2002 ef litið er á svæðið í heild,
en um 6% hærri en árið 1999 sem
var lakasta árið á níunda áratugn-
um. Vísitala lækkaði á flestum mið-
unum fyrir norðan og austan land,
en hækkaði nokkuð við Grímsey, við
Sléttugrunn og í Héraðsdjúpi miðað
við árið 2002. Þorskur var mjög víða
og fékkst jafnmikið af þorski nú og
árið 1997 þegar þorskgengd var sem
mest á tíunda áratugnum. En í kjöl-
far þess minnkaði rækjustofninn til
muna. Í fyrsta sinn varð einnig vart
við verulegt magn af kolmunna.
Rækjan stærri
Miðað við stofnmælinguna árið 2002
hefur meðalstærð rækju stækkað á
öllum svæðum norðan og austan
lands nema við Kolbeinsey og í Eyja-
fjarðarál. Smæst var rækjan við
Sléttugrunn 356 stk/kg. Nýliðun var
yfir meðaltali á öllum svæðum nema
í Bakkaflóadjúpi og í Héraðsdjúpi og
svipuð og árið 2002.
Af þorski fékkst nú fimm sinnum
meira en í stofnmælingu rækju árið
2002. Hafrannsóknastofnunin hefur
lagt til að upphafsafli úthafsrækju
verði 20 þús. tonn fyrir næsta fisk-
veiðiár.
Enn á eftir að vinna úr ýmsum
gögnum sem safnað hefur verið í
stofnmælingu úthafsrækju. Einnig
verður farið yfir öll gögn sem safnað
er um úthafsrækju, svo sem afla á
togtíma frá rækjuskipum ásamt
upplýsingum um göngur þorsks og
þau lögð til grundvallar endanlegum
tillögum um hámarksafla úthafs-
rækju fyrir fiskveiðiárið 2003/2004.
Stofnvísitala rækju
20% lægri en í fyrra
Spjaldadælur
Einfaldar, tvöfaldar, þrefaldar
Stærðir: 6 - 227 cm3/sn.
T6 240 bar, T7 300 bar
Spilverk ehf.
Skemmuvegi 8, 200 Kópavogi,
sími. 544 5600, fax. 544 5301
Netaróður á Faxaflóa með Hring HF,
leiðsögn um lagafrumskóginn og
umhverfismerkingar á fiskafurðir.
Landiðogmiðin
Sérblað um sjávarútveg
úrverinu
PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS FIMMTUDAGUR 21. ÁGÚST 2003 Á netinu mbl.is/vidskipti BLAÐ B
ÍSLENSKA úrvalsvísitalan,
ICEX-15, hefur hækkað um
rúman fimmtung, eða 20,86%,
frá áramótum og 27% síðustu
tólf mánuði. Það er nokkuð hátt
á alþjóðlega vísu, en hækkanir
á hlutabréfum hafa þó verið
töluverðar, sérstaklega í
Bandaríkjunum og Asíu.
Jónas Friðþjófsson, sérfræð-
ingur hjá greiningardeild
Landsbankans, segir að flest
hálfsársuppgjörin liggi nú fyrir
og hafi í heild ekki valdið von-
brigðum. „Í raun má segja að
Pharmaco hafi leitt þessar
hækkanir, auk bankanna, en
uppgjör allra þessara fyrir-
tækja voru góð,“ segir hann.
Jónas segir að uppgjör
Pharmaco hafi verið umfram
væntingar, uppgjör Landsbank-
ans hafi að mörgu leyti verið
betra en menn hafi átt von á,
Íslandsbanka sömuleiðis og
Kaupþings Búnaðarbanka.
Fjárfestingavæntingar
„Svo eru byggðar töluverðar
væntingar inn í hlutabréfaverð
þessara fyrirtækja. Menn vita
að fyrirtæki á borð við Bakka-
vör og Pharmaco eru með ým-
islegt á prjónunum og munu
vafalaust tilkynna um einhverj-
ar fjárfestingar á næstunni.
Sömuleiðis eru bankarnir í út-
rás. Ákveðin mettun hefur orðið
hér á heimamarkaðinum, þann-
ig að vaxtarmöguleikarnir eru
erlendis,“ segir Jónas.
Hann segir að einnig skipti
máli að mikil einkavæðing hafi
átt sér stað í bankakerfinu og
því tvímælalaust hagræðingar-
kostir í náinni framtíð. Samein-
ingu Kaupþings og Búnaðar-
banka hafi fylgt hagræðing sem
eigi eftir að koma fram og hafi
að hluta til þegar komið fram,
eins og t.a.m. í lægri fjármögn-
unarkostnaði. „Einnig er talið
að hagræðingarmöguleikar séu
hjá Landsbanka, með nýjum
stjórnendum og hluthöfum.“
Þá segir hann að við stjórn-
völinn hjá flestum þessum fyr-
irtækjum séu tiltölulega ungir
en reyndir stjórnendur. „Fjár-
festar virðast hafa trú á þeim,“
segir Jónas.
Pharmaco sér á báti
Pharmaco er sér á báti, að sögn
Jónasar. „Fyrirtækið er
kannski ekki ósvipað og Kaup-
þing var; með hröðum innri og
ytri vexti og mikilli arðsemi.
Félagið hefur staðið undir
væntingum og jafnvel gert bet-
ur en menn áttu von á,“ segir
hann.
Jónas segir að gengislækkun
krónunnar að undanförnu hafi
hjálpað útflutningsfyrirtækjum.
„Svo má ekki gleyma því að
margt þykir benda til þess að
efnahagsástand sé að batna í
Bandaríkjunum, en þau hafa
auðvitað mikil áhrif á efnahags-
líf í heiminum.“
Í Bandaríkjunum hafa vísitöl-
ur verið á mikilli uppleið. Nasd-
aq-vísitalan, sem mælir gengi
tæknifyrirtækja, hefur hækkað
um tæp 32%, S&P um 14% og
Dow Jones-vísitalan hefur
hækkað um 13%. Nikkei-vísital-
an í Japan hefur hækkað um
20%. Svolítið aðra sögu er að
segja af Evrópu, en breska
FTSE-vísitalan hefur „aðeins“
hækkað um 8% og CAC í
Frakklandi um 8% einnig.
Hægist á hækkunum
Í Markaðsyfirliti Greiningar Ís-
landsbanka, um erlenda mark-
aði, segir að nokkuð hafi dregið
úr hækkunum á verði hluta-
bréfa að undanförnu. „Í júlí
hækkuðu hlutabréf á heimsvísu
þó fjórða mánuðinn í röð.
Heimsvísitala Morgan Stanley
hækkaði um 1,9% í mánuðinum
sem er nokkru meiri hækkun
en í júní. Hlutabréfaverð í
Bandaríkjunum, Evrópu og As-
íu hækkaði í mánuðinum. Í
Bandaríkjunum hefur hluta-
bréfaverð sveiflast á þröngu bili
síðustu vikur en birting upp-
gjöra, hagvísar og hræringar á
skuldabréfamarkaði hafa verið
stærstu áhrifaþættirnir,“ segir í
samantektinni.
Þá segir að uppgjör vestra
hafi almennt verið yfir vænt-
ingum markaðarins. „Alls hafa
87% uppgjöra verið í takt við
eða yfir væntingum og 65%
hafa verið yfir væntingum.
Vöxtur hagnaðar hjá fyrirtækj-
um í [S&P 500] vísitölunni sam-
anborið við fyrra ár nemur nú
um 8,8% en í upphafi fjórðungs-
ins höfðu greiningaraðilar gert
ráð fyrir 7% vexti.“
Úrvalsvísitalan fimmt-
ungi hærri en um áramót
Pharmaco og bankarnir leiða hækkunina. Góð hálfsársuppgjör og væntingar um aukna
útrás eru meðal þess sem veldur hækkun verðs á hlutabréfum um þessar mundir
! "#$
$%&' $
(()(*+'
(()(*+'
,
( -
(
$
$&
& ,+& ,+& *(
.
.
.
.
.
VIÐSKIPTABLAÐ MORGUNBLAÐSINS
TRYGGINGAMIÐSTÖÐIN hf. (TM)
keypti í gær hlutabréf í Eimskipafélagi
Íslands fyrir 100 milljónir króna að nafn-
verði. Miðað við verð á hlut í Eimskipa-
félaginu í Kauphöll Íslands í gær má ætla
að gengi í viðskiptunum hafi verið 6,20
krónur á hlut og markaðsvirðið því 620
milljónir króna.
Eftir viðskiptin er eignarhlutur TM í
Eimskipafélaginu 5,56% eða að nafnvirði
286.346.406 krónur. Markaðsvirði hlut-
arins TM nemur alls 1.775 milljónum
króna, miðað við gengið 6,20 krónur á
hlut.
Áður átti félagið 186.346.406 krónur eða
3,62% af útgefnu hlutafé.
V I Ð S K I P T I
TM með yfir
5% í Eimskipa-
félaginu
Markaðsvirði eignar TM í Eim-
skip 1.775 milljónir króna
S É R B L A Ð U M V I Ð S K I P T I , E F N A H A G S M Á L O G A T V I N N U L Í F Á S A M T S J Á V A R Ú T V E G S B L A Ð I
Hagstæð ytri skilyrði
Rýnt í milliuppgjör bankanna 3
Marksjóðir fyrir fjárfesta
Möguleikar fagfjárfesta 6
FRÁ FJÖLSKYLDUM TIL
FJÁRFESTA
SAMRÆMD vísitala neysluverðs í
EES-ríkjum lækkaði um 0,2% milli júní
og júlí. Vísitalan var 112,9 stig
(1996=100) í júlí, samkvæmt upplýs-
ingum frá Hagstofunni. Í sama mánuði
var samræmda vísitalan fyrir Ísland
125,0 stig og hafði lækkað um sömu pró-
sentu frá því í júní síðastliðnum.
Miðað við samræmdu vísitöluna var
verðbólgan í EES-ríkjunum að meðaltali
1,8% á tímabilinu frá júlí 2002 sama
mánaðar þessa árs. Verðbólgan nam
1,9% á evrusvæðinu og 0,9% á Íslandi.
Mest verðbólga á evrópska efnahags-
svæðinu á þessu tólf mánaða tímabili var
3,9% í Írlandi og 3,5% í Grikklandi.
Minnst var hún 0,8% í Þýskalandi og
0,9% á Íslandi.
Minnst
verðbólga
á Íslandi og
í Þýskalandi
Yf ir l i t
Í dag
Sigmund 8 Viðhorf 30
Erlent 12/15 Minningar 30/34
Höfuðborgin 16 Skák 45
Akureyri 16/17 Bréf 36
Suðurnes 17 Kirkjustarf 39
Landið 21 Dagbók 38/39
Neytendur 22 Fólk 44/49
Listir 23/24 Bíó 46/49
Umræðan 25 Ljósvakamiðlar 50
Forystugrein 26 Veður 51
* * *
Morgunblaðinu í dag fylgir auglýs-
ingablaðið Sparimagazín.
Blaðinu er dreift um allt land.
FJÁRMÁLAEFTIRLITIÐ hefur
sent frá sér tilkynningu þar sem
vakin er athygli á því að fyrirtækin
Team Marketing International og
World Wide Autobank hafi ekki
heimild til stofnunar útibús fjár-
málafyrirtækis eða til að veita þjón-
ustu fjármálafyrirtækis án stofnun-
ar útibús.
„Við höfum haft ástæðu til að
ætla að þessi fyrirtæki hafi ætlað
að hefja starfsemi hér á landi, okk-
ur er kunnugt um að þau hafi verið
að kynna starfsemi sína hér,“ sagði
Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Fjár-
málaeftirlitsins, í samtali við Morg-
unblaðið.
Samkvæmt upplýsingum um fyr-
irtækið Team Marketing Internat-
ional sem fást á Netinu á slóðinni
www.gmbs.no, sem vistuð er í Nor-
egi og skrifuð á norsku, er hér um
nokkurs konar píramídafyrirtæki
að ræða, þ.e. fyrirtæki sem byggir
á sölu á ákveðnum vörum í gegnum
net seljenda. Þeir seljendur aðrir,
sem hver seljandi fær til að ganga
til liðs við fyrirtækið og selja vörur
þess, borga honum þóknun af seld-
um vörum og svo koll af kolli. Því
ofar í píramídanum sem seljandinn
er þeim mun hærri ágóði á að vera
mögulegur.
Norskt fyrirtæki
Samkvæmt upplýsingunum er
Team Marketing International
skráð í Noregi en World Wide
Autobank, sem samkvæmt sömu
upplýsingum er eigandi hugmynd-
arinnar, er skráð á Bresku Jóm-
frúareyjum.
Á heimasíðu FME segir að fyr-
irtæki sem skortir heimildir til
stofnunar útibús fjármálafyrirtækis
eða til að veita þjónustu fjármála-
fyrirtækis án stofnunar útibús hafi
m.a. ekki heimild til móttöku end-
urgreiðanlegra fjármuna frá al-
menningi (innlán), útgáfu og um-
sýslu greiðslukorta eða viðskipta og
þjónustu með fjármálagerninga
samkvæmt lögum um verðbréfavið-
skipti.
Páll Gunnar segir að Fjármála-
eftirlitinu sé heimilt að gefa út op-
inbera viðvörun þegar ástæða er til
að ætla að verið sé að bjóða upp á
fjármálaþjónustu þegar þess hafi
ekki verið gætt að afla leyfa fyrir
henni.
Neytendavernd gæti skort
„Við erum ekki að leggja dóm á
starfsemina að öðru leyti. Því er
ekki að neita að við erum að skoða
nokkur tilfelli til viðbótar þar sem
um er að ræða eftirlitsskylda fjár-
málaþjónustu sem viðkomandi hafa
ekki aflað sér leyfis til að stunda.
Ástæða er til að vekja athygli á
slíku því þar gæti verið að ekki
væri um að ræða þá neytendavernd
sem ætti að vera fyrir hendi hjá
fyrirtækjum sem starfsleyfi hafa,“
sagði Páll Gunnar að lokum.
Varað við píramídafyrir-
tækjum í fjármálastarfsemi
STARFSMENN Jarðborana hf.
eru byrjaðir að bora rann-
sóknaholu fyrir Landsvirkjun í
Hágöngum. Að sögn Sturlu Fann-
dals Birkissonar, verkefnisstjóra
Jarðborana, fer verkið vel af stað.
Borinn Jötunn er kominn rúma
300 metra niður í jörðina og hefur
öryggisfóðringu verið komið fyr-
ir. Bora á beint niður allt að 2.200
metra og vonast Sturla til að því
verði lokið um miðjan september.
Jarðboranir fá greiddar ríflega
230 milljónir króna fyrir bor-
unina. Inni í þeirri tölu er einnig
vatnsöflun og forborun. Jötunn
kom á svæðið fyrir rúmri viku eft-
ir að borinn Saga hafði unnið for-
boranir um nokkurn tíma og farið
100 metra niður. Sturla segir eng-
ar hita- og þrýstingsmælingar
hafa farið fram, borinn þurfi að
fara lengra niður til þess. Næsti
áfangi sé að fara niður á 800
metra dýpi, koma þá fyrir vinnslu-
fóðringu og steypa hana. Eftir
það sé boraður vinnsluhluti hol-
unnar niður á endanlegt dýpi.
„Það er þá sem sést hvort árangur
verður af þessum borunum. Eftir
að borun lýkur, sem ég vona að
verði um miðjan september, taka
við alls konar mælingar sem geta
tekið frá þremur og upp í tíu
daga,“ segir Sturla.
Vísbendingar um
300 gráða hita
Landsvirkjun hefur uppi áform
um að reisa orkuver á þessu
svæði. Hágöngur eru um 40 km
norðaustur af Þórisvatni. Sam-
kvæmt upplýsingum á vef Orku-
stofnunar er þetta lítt þekkt há-
hitasvæði sem að hluta til lenti
undir Hágöngulóni. Yfirborðshiti
er aðallega á þremur stöðum og
tveir þeirra lentu undir vatni er
Hágöngulón var fyllt. Þriðji stað-
urinn er vestast í Sveðjuhrauni.
Viðnámsmælingar hafa bent til að
jarðhitasvæðið sé 28 til 50 ferkíló-
metrar að stærð og efnafræði guf-
unnar sem upp streymir bendir að
mati Orkustofnunar til um 300
gráða hita í djúpkerfinu.
Borun hafin í Hágöngum
Ljósmynd/Andrés Þorgeirsson
Áður en Jötunn fór að athafna sig við Hágöngur boraði borinn Saga forborun niður að 100 metrum. Sveinbjörn
Þórisson, starfsmaður Jarðborana, er hér að störfum við Sögu og í baksýn er fjallið Syðri-Hágöngur.
KRISTJÁN Gunnarsson, varafor-
maður Starfsgreinasambands Ís-
lands, segir að félög sambandsins
leggi í komandi kjaraviðræðum helst
áherslu á aukinn kaupmátt, áfram-
haldandi stöðugleika og hækkun
lægstu launa umfram önnur laun.
Framkvæmdastjórn sambandsins
fundaði í gær og segir Kristján að
þar hafi m.a. verið farið yfir undir-
búning og aðdraganda væntanlegra
kjarasamninga. „Við höfum að und-
anförnu verið að draga saman
áherslur félaganna og setja saman
viðræðuáætlun.“ Hann segir að
„hjörtu félaganna slái nokkuð í takt“
þegar farið sé yfir helstu áherslur
þeirra í komandi samningum en tek-
ur þó fram að nákvæmari kröfur, s.s.
kaupkröfur, liggi enn ekki fyrir. „Við
ætlum að meta árangurinn af síðustu
kjarasamningum og sjá hvernig til
hefur tekist. Síðan er ætlunin að
meta hvort ástæða sé til að endur-
taka aðferðafræðina sem þá var við-
höfð eða hvort ástæða sé til að fara
aðrar leiðir.“
Kjarasamningur sem Verka-
mannasamband Íslands gerði á sín-
um tíma og Starfsgreinasambandið
yfirtók við stofnun þess rennur út
um áramótin. Samningur Flóa-
bandalagsins svonefnda átti upphaf-
lega að renna út 15. september nk.
en hann var framlengdur með nýrri
viðræðuáætlun fram til áramóta.
Efling hefur ákveðið að gera við-
horfskönnun meðal félagsmanna
sinna. Niðurstaðna er að vænta um
næstu mánaðamót. Tilgangurinn er
að afla upplýsinga um áhersluatriði
fyrir næstu kjarasamninga.
Samningar Starfsgreinasambandsins
Áhersla á stöðugleika
og aukinn kaupmátt