Morgunblaðið - 21.08.2003, Page 6
FRÉTTIR
6 FIMMTUDAGUR 21. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ
EIRÍKUR Tómasson lagaprófessor
og Ragnar H. Hall hæstaréttarlög-
maður, sem sóttu um dómarastöðu
við Hæstarétt en fengu ekki, munu
krefjast rökstuðnings Björns Bjarna-
sonar dómsmálaráðherra fyrir þeirri
ákvörðun hans að skipa Ólaf Börk
Þorvaldsson í embætti dómara. Ei-
ríkur og Ragnar voru meðal átta um-
sækjenda og taldi Hæstiréttur heppi-
legt að annar hvor þeirra yrði
skipaður, en taldi að öðru leyti alla
umsækjendurna átta hæfa. Dóms-
málaráðherra segir málefnaleg rök
hafa ráðið ákvörðun sinni.
Ragnar H. Hall óskar nýjum
hæstaréttardómara velfarnaðar en
vill að ráðherra rökstyðji ákvörðun
sína, sem áður gat. „Ákvörðunin er á
skjön við niðurstöður Hæstaréttar í
umsögn um umsækjendur,“ segir
Ragnar. „Ég tel að umsögn Hæsta-
réttar verði ekki skilin öðruvísi en svo
að það séu tveir menn úr átta manna
hópi sem séu hæfari en aðrir til að
gegna þessari stöðu. Úr því að ráð-
herra skipar mann sem er ekki annar
þessara tveggja, þá langar mig að fá
skriflegan rökstuðning fyrir því,“
segir hann en tekur fram að hann geri
sér grein fyrir því að ráðherra sé ekki
bundinn af umsögn Hæstaréttar.
Bréf Ragnars er þegar farið af stað
til ráðherra, en Eiríkur Tómasson
segist munu senda ráðherra sína
beiðni um rökstuðning innan 14 daga.
Segist hann mjög undrandi á stöðu-
veitingunni. „Ef þessi maður [Ólafur
Börkur] er borinn saman við aðra
umsækjendur, þá stendur hann þeim
flestum að baki, bæði að því er varðar
starfsferil og námsframmistöðu, auk
þess sem hann hefur ekkert skrifað
að heitið getur á sviði lögfræði á með-
an aðrir hafa skrifað þónokkuð. Þeg-
ar þetta allt er
skoðað er ljóst að
hann stendur
mörgum umsækj-
endum að baki.
Maður er náttúr-
lega mjög hissa á
því að hann skuli
vera tekinn fram
yfir hina. Síðan
gengur ráðherra
þvert gegn tillögu Hæstaréttar.
Margir lögfræðingar sem ég hef
heyrt í eru yfir sig hneykslaðir á
þessu.“
Dómsmálaráðherra
ræður embættisveitingum
Björn Bjarnason segist vitaskuld
munu verða við beiðnum þeirra
Ragnars og Eiríks. Spurður um rök
fyrir ráðningu Ólafs Barkar segir
hann: „Allir umsækjendur voru álitn-
ir hæfir af Hæstarétti og ef Ólafur
Börkur stæði öðrum að baki með
þeim hætti að hann væri ekki hæfur
hefði það komið fram í umsögn
Hæstaréttar. Það liggur því ljóst fyr-
ir að hann er jafnhæfur og aðrir.
Ástæðan fyrir því að ég valdi hann
var sú að ég taldi heppilegast að í
Hæstarétt kæmi maður sem hefði þá
sérþekkingu á Evrópurétti sem hann
hefur aflað sér með meistaraprófi frá
síðasta ári.“
Björn segir vangaveltur Hæsta-
réttar um hvað sé heppilegast fyrir
dómstólinn ágætar og gagnlegar, en
hins vegar sé það ráðherra sem ráði
því hver sé skipaður dómari.
„Þegar dómarar í Hæstirétti telja
heppilegast að fá annan tveggja
[Ragnar eða Eirík] vegna þess að þeir
hafi kunnáttu í réttarfari og öðru
slíku, þá tel ég að maður eins og Ólaf-
ur Börkur, sem á að baki 15 ára far-
sælan dómaraferil og verið kallaður
inn í Hæstarétt til að dæma í erfiðum
málum, hafi þá kunnáttu í réttarfari
að Hæstiréttur veikist ekki við að
hann setjist í dómarasæti. Auk þess
hefur hann sérþekkingu í Evrópu-
rétti sem verður sífellt umfangsmeira
efni í öllum okkar lagabúskap. Það
eru því skýr málefnaleg rök fyrir
þessari ráðningu.“
Krefjast rökstuðnings ráðherra
fyrir skipun hæstaréttardómara
Málefnaleg rök fyrir ráðningunni, segir dómsmálaráðherra
Björn Bjarnason Eiríkur Tómasson Ragnar Hall
VÍÐA um land hefja framhalds-
skólar starf sitt þessa dagana. Af-
hending stundataflna fer fram, ný-
nemar eru boðnir velkomnir við
hátíðlega athöfn og líf færist á ný í
skólahúsnæðið sem hefur verið fín-
pússað fyrir veturinn. Ljósmyndari
átti leið hjá Menntaskólanum við
Sund í gærdag þegar nýnemar
komu í fyrsta sinn í skólann. Þar
hefja nú 255 nemar nám og alls
verða rúmlega 700 nemendur í
skólanum í vetur. Eftirvæntingin
skein úr hverju andliti eins og sjá
má og allir virtust til í slaginn fyrir
veturinn.
Í samtölum við Morgunblaðið
sögðust rektorar og skólameistarar
í höfuðborginni eiga von á fleiri ný-
nemum nú en undanfarið ár og yrði
hvert sæti skipað í skólunum. Sam-
kvæmt upplýsingum frá mennta-
málaráðuneytinu skráðu rúmlega
4.000 nýir sig til náms í framhalds-
skólum í sumar, og verða fram-
haldsskólanemendur í dagskóla því
um 18 þúsund í vetur, sem er ívið
meira en í fyrra.
Morgunblaðið/Sverrir
Skólastarf að hefjast
FERÐAMÖNNUM fjölgaði um 14%
í júlímánuði í ár samanborið við júlí í
fyrra. Alls heimsóttu rúmlega 52.600
ferðamenn Ísland í síðasta mánuði
en þeir voru 46 þúsund í fyrra.
Samkvæmt upplýsingum frá Ár-
sæli Harðarsyni, markaðsstjóra hjá
Ferðamálaráði Íslands, voru Þjóð-
verjar langfjölmennasti hópur ferða-
manna í ár líkt og í fyrra. Rúmlega
7.650 Þjóðverjar heimsóttu Ísland í
júlí í fyrra en 9.576 í ár sem er 25%
aukning á milli ára. Bretar, Banda-
ríkjamenn og Danir eru áfram fjöl-
mennir í hópi ferðamanna á Íslandi
og fjölgar lítillega á milli ára.
Erlendir ferðamenn
Fjölgaði um
14% í júlí í ár
AFURÐIR fyrstu hrefnunnar, sem
veidd hefur verið í vísindaveiðunum
sem nú standa yfir við Íslands-
strendur, verða seldar í kjötborðum
verslana Hagkaupa í dag. Skv. upp-
lýsingum Morgunblaðsins mun kíló-
ið af kjötinu kosta 1.098 kr. Fyrsta
hrefnan gaf af sér um 350 til 400 kíló
af kjöti.
Ferskar kjötvörur keyptu fyrsta
dýrið og gerði samning við Hagkaup
um að selja það í verslunum þess. Að
sögn Leifs Þórssonar, framkvæmda-
stjóra Ferskra kjötvara, hefur hann
einnig gengið frá samkomulagi við
Félag hrefnuveiðimanna um kaup á
öllum þeim hrefnum sem koma á
land í vísindaveiðunum, en áætlað er
að veiða alls 38 hrefnur. Leifur segir
væntanlegt kaupverð trúnaðarmál.
Hann segir að fleiri verslanir en
Hagkaup hafi lýst yfir áhuga á að
selja kjötið í sínum verslunum, m.a.
Nótatún, Samkaup, Melabúðin og
Kaupfélag Borgfirðinga. Hann sagði
að afurðir þeirrar hrefnu sem veidd
hefði verið í gærmorgun myndi
koma til sín á föstudagsmorgun og
því mætti búast við að það kjöt yrði
komið í verslanir á laugardag.
Finnur Árnason, framkvæmda-
stjóri Hagkaupa, sagði við Morgun-
blaðið í vikunni að hann hefði þegar
fundið fyrir eftirspurn eftir kjötinu.
Kvaðst hann gera ráð fyrir því að
selja kjötið áfram verði á því mikill
áhugi. Hann segist ætla að bjóða
gestum Hagkaupa að smakka
hrefnukjötið í versluninni í Skeifunni
í Reykjavík kl. 11.30 í dag.
Hrefnukjötið á markað í Hagkaupum í dag
Kílóið af hrefn-
unni á 1.098 kr.
HJÖRLEIFUR B. Kvaran borgar-
lögmaður hefur óskað eftir lausn frá
embætti. Bréf hans þess efnis var
lagt fram á fundi borgarráðs
Reykjavíkur og var samþykkt að
auglýsa stöðuna. Hjörleifur mun
starfa fram eftir hausti og fylgja eft-
ir málum sem nú eru í vinnslu.
Lætur af
embætti borg-
arlögmanns
♦ ♦ ♦
SKIPULAGSSTOFNUN hefur fall-
ist á allt að 150 megavatta virkjun
við Urriðafoss í Þjórsá miðað við
lónshæðir í 50 og 51 metra hæð yfir
sjávarmáli og breytingu á Búrfells-
línu 2 með skilyrðum. Einnig fellst
hún á virkjun Þjórsár við Núp, allt
að 150MW í einu þrepi með bygg-
ingu Núpsvirkjunar og í tveimur
þrepum með byggingu Hvamms-
virkjunar og Holtavirkjunar ásamt
breytingum á Búrfellslínu 1 með
skilyrðum.
Landsvirkjun sendi Skipulags-
stofnun fyrr á þessu ári mats-
skýrslur vegna fjögurra virkjunar-
kosta í neðri hluta Þjórsár og var
samanlögð stærð þeirra ráðgerð allt
að 300 MW með um 1.950 gígawatt-
stunda raforkuframleiðslu á ári sem
samsvarar tvöfaldri raforkuþörf
Reykvíkinga.
Endurheimti votlendi
Í úrskurði Skipulagsstofnunar eru
skilyrði sett fyrir báðum virkjana-
framkvæmdum. Vegna virkjunar
Þjórsár við Núp og vegna Urriða-
fossvirkjunar ber framkvæmdaaðila
að endurheimta votlendi á Suður-
landi sem er a.m.k. til jafns við það
votlendi að flatarmáli sem raskast
vegna framkvæmdanna og vakta
öldurof og eyðingu gróðurs á strönd-
um lóna í 10 ár eftir að þau eru tekin í
notkun. Skal hann hafa samráð við
sveitarstjórnir, Landgræðslu ríkis-
ins og Umhverfisstofnun um mót-
vægisaðgerðir verði þeirra þörf.
Einnig ber honum m.a. að standa
fyrir viðbótarrannsóknum um
grunnástand lífríkis í Þjórsá sem
raktar eru í sérfræðiskýrslu Veiði-
málastofnunar. Í ljósi niðurstaðna
rannsóknanna þarf framkvæmdar-
aðili að útfæra nánar og grípa til
mótvægisaðgerða sem lagðar eru til í
skýrslunni. Þarf vöktun að standa
yfir í a.m.k. 10 ár frá því starfsemi
virkjunar hefst. Viðbótarrannsóknir.
mótvægisaðgerðir og vöktun skal
unnin í samráði og borin undir veiði-
málastjóra. Þá ber framkvæmda-
raðila að fara að tillögum Fornleifa-
verndar ríkisins um mótvægis-
aðgerðir vegna fornleifa sem fundist
hafa á hverjum og einum stað á
svæðinu.
Vegna virkjunar Þjórsár við Núp
ber framkvæmdaraðila einnig að
fyrirbyggja fok á sand- og aursvæð-
um sem þorna upp og vegna Urr-
iðafossvirkjunar ber honum að
græða upp öll haugsvæði vegna
breytinga á farvegi ofan lóns og
móta land á haugsvæðum.
Framkvæmdaraðili skal vinna
deiliskipulag að framkvæmdasvæði
beggja virkjana sem tekur til allra
þátta, þ.m.t. stöðvarhúss, línulagna,
vegagerðar, efnistökusvæða og
haugsvæða. Báðar framkvæmdir eru
háðar leyfisveitingum viðkomandi
sveitarfélaga samkvæmt skipulags-
og byggingarlögum.
Kæra má úrskurð Skipulagsstofn-
unar til umhverfisráðherra og er
kærufrestur til 24. september nk.
Úrskurður Skipulagsstofnunar um mat á umhverfisáhrifum
Fallist á Urriðafoss-
og Núpsvirkjanir