Morgunblaðið - 21.08.2003, Side 11
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. ÁGÚST 2003 11
RÚMLEGA 600 manns hafa alla
þessa viku tekið þátt í kafbátaleit-
aræfingu Varnarliðsins á Keflavík-
urflugvelli, sem lýkur á morgun.
Alex Valentin, liðsforingi í banda-
ríska flughernum, segir kafbátaleit
mikilvægan þátt í nútímahernaði þar
sem kafbátum sem sigli um höfin
fjölgi stöðugt.
Tækni sem notuð er til að fylgjast
með ferðum kafbáta hefur ekki
fleygt mikið fram síðustu árin en að-
ferðirnar við að finna þá hefur þess í
stað þróast hratt, að sögn Valentin.
Þar af leiðandi þurfi stöðugt að þjálfa
þann hluta liðsaflans sem hafi það
hlutverk að fylgjast með og finna
kafbáta á opnum hafsvæðum. Einn
liður í þeirri þjálfun er samvinna
með öðrum ríkjum Atlantshafs-
bandalagsins (NATO) þar sem færni
og samhæfing herdeildanna er æfð.
Allt skipulag og stjórnun kafbáta-
leitaræfingarinnar nú er í höndum
John J. Waickwicz, yfirmanns
bandaríska flughersins hér á landi.
Fimm P-3 kafbátarleitarvélar
Bandaríkjahers taka þátt í æfing-
unni, Kanada, Noregur, Holland,
Bretland og Frakkland leggja til
eina leitarvél hvert auk þess sem
dönsk freigáta og franskur kafbátur
komu til landsins af þessu tilefni.
Flugvélarnar skjóta hlustunar-
duflum í sjóinn þar sem grunur leik-
ur á að kafbátur sé á siglingu til að
geta staðsett hann nákvæmlega. Sú
aðferð hefur verið notuð lengi en
Valentin segir erfiðara að finna kaf-
bátana en áður þar sem þeir eru
orðnir hljóðlátari. Ákvörðun um hvar
þessum duflum er skotið í hafið fer
eftir mörgum samverkandi þáttum
að sögn liðsforingjans.
Æfingin fer fram á skilgreindu
hafsvæði rúmlega 160 kílómetra suð-
ur af Íslandi. Þar hafa flugvélar það
verkefni að finna franska kafbátinn
við tilbúnar aðstæður, sem hafa orðið
erfiðari eftir því sem liðið hefur á æf-
inguna. Valentin, sem sjálfur hefur
það hlutverk að finna kafbáta í einni
af P-3 Varnarliðsins, segir Frakkana
mjög færa í að leynast í djúpinu.
Aðspurður segir hann að um 40
þjóðir eigi kafbáta sem notaðir eru í
ýmsum tilgangi. Þar sem þetta séu
dýr tæki hafi mörg ríki fundið þeim
fleiri verkefni á hafi úti en áður.
Flest þeirra eiga vinsamleg sam-
skipti við Bandaríkin og bandamenn
þeirra en samt þarf herinn að sögn
Valentin að vera við öllu búinn þar
sem kafbátar geta verið skæðir á sjó.
Bæði geti þeir grandað herskipum
og eins ógnað öðrum skipaferðum.
Því þurfi að kortleggja vel ferðir
allra kafbáta eftir því sem kostur sé.
Alex Valentin segir Ísland henta
mjög vel til svona æfinga. Nauðsyn-
legt er fyrir flugmenn að þjálfa sam-
skipti við flugumferðarstjóra utan
heimalandsins, veður hér er fjöl-
breytt og miðlun reynslu milli ólíkra
herja mikilvæg.
Þetta er í níunda skiptið sem kaf-
bátaleitaræfing, með þátttöku
bandalagsþjóða, er haldin.
Sjö ríki NATO taka þátt í kafbátaleitaræfingu Varnarliðsins
Leita að frönskum kaf-
báti suður af landinu
Morgunblaðið/Arnaldur
P-3C Orion-kafbátaleitarvél Varnarliðsins ræsir hreyfla sína og undirbýr
flugtak í gær. Um borð í slíkum vélum er 11 manna áhöfn sem hefur það
hlutverk að leita uppi kafbáta á Norður-Atlantshafi.
RÍFANDI veiði er enn í Veiðivötn-
um á Landmannaafrétti þó að veð-
urfar hafi á stundum sett strik í
reikninginn. Athyglisverð veiði hef-
ur einnig náðst úr vötnum sunnan
Tungnaár og af og til hafa enn-
fremur borist fregnir af stórveiði
manna á Arnarvatnsheiði.
Alls höfðu veiðst 9.809 silungar í
Veiðivötnum um miðja síðustu viku,
skv. fréttum frá Veiðivatnavefnum,
þar af 8.177 urriðar og 1.632 bleikj-
ur. Litlisjór er langsamlega gjöf-
ulasta vatnið, með 3.195 urriða, en
athygli vekur að þrjú þeirra vatna
sem eru meðal bestu vatnanna eru
með mikla bleikjuveiði, t.d. er
Skyggnisvatn með 992 fiska, þar af
836 bleikjur, Langavatn með 451
fisk, þar af 361 bleikju og Nýjavatn
með 718 fiska, þar af 249 bleikjur.
Af öðrum gjöfulum vötnum má
nefna Stóra Fossvatn með 757 urr-
iða, Snjóölduvatn með 522 fiska,
þar af 17 bleikjur og Stóra Skála-
vatn með 514 urriða. Mikið er af
stórfiski í vötnunum, 9,6 punda hef-
ur veiðst stærst í Hraunvötnum, 9,5
punda í Litlasjó, 9,4 punda í Litla
Fossvatni, 9 punda úr Ónefndavatni
og 8,5 punda úr Litla Breiðavatni.
Sunnan Tungnaár
Frostastaðavatn er áberandi
gjöfulasta vatnið sunnan Tungnaár
og hefur gefið 659 silunga, en síðan
koma Löðmundarvatn og Ljótipoll-
ur með 236 og 115 stykki hvort.
Veiði hefur einnig fengist úr
Blautaveri, Dómadalsvatni, Kíl-
ingavötnum og Lifrarfjallavatni.
Stærstu fiskarnir eru 4-5 punda.
Skot á Arnarvatnsheiði
Það hafa verið góð skot á Arn-
arvatnsheiði, en nokkuð hefur
dregið úr umferð þangað síðustu
vikurnar. Morgunblaðið frétti þó af
fjórum sem fóru saman og fengu
140 silunga, mest bleikju á bilinu
1-2 pund. Var hún feit og vel haldin
og mest af henni dregið úr Arn-
arvatni litla, Veiðitjörn og Veiði-
tjarnarlæk. Einn í hópnum fékk
líka mjög góða fiska í Arfavatns-
læk. Annar hópur, skipaður þrem-
ur köppum var með 90 fiska og var
mest í Arnarvatni stóra og allra
efstu veiðistöðum Austurár. Hér
var einnig mest um 1-2 punda
bleikju að ræða, en einn 5 punda
urriði ku hafa slæðst með.
ERU
ÞEIR AÐ
FÁ’ANN?
Enn mok
á fjöllum
Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson
Dröfn Magnúsdóttir með hluta af
afla sínum í Veiðivötnum.
BÁTUR Kjartans sem hlotið hef-
ur nafnið Rödd hjartans, er 4,75
m á lengd og 1,5 m á breidd.
Þyngd á tómum bátnum er 200
kg en 450 kg á honum fulllest-
uðum. Skrokkur bátsins kemur
frá Finnlandi og er tvöfaldur
plastbátur. Yfirbyggingin og
vatnsheld skilrúm eru hönnuð af
bátasmiðjunni Knerri ehf. á
Akranesi og Kjartani sjálfum.
Knörr ehf. hefur séð um smíðar á
yfirbyggingu bátsins en lokafrá-
gangur er á hendi Kjartans. Yf-
irbyggingin ásamt kjölfestu
kemur bátnum sjálfkrafa á rétt-
an kjöl þegar honum hvolfir.
Svefnaðstaða er í aftari yf-
irbyggingu bátsins. Þar verða
helstu fjarskiptatæki til staðar
ásamt hluta vista og neyðarbún-
aðar. Siglinga- og fjarskiptatæki
verða bæði innan- og utandyra.
Fjögurra manna gúmbjörg-
unarbátur verður um borð ásamt
björgunarflotgalla og neyðar-
baujum. Búnaður verður um
borð sem gerir mögulegt að
fylgjast með ferðum bátsins allan
sólarhringinn. Ræðari verður
alltaf klæddur flotbúnaði og
tengdur líflínum um borð.
Rödd hjartans
„ÞETTA er búið að vera í kollinum á
mér fyrir alvöru í svona þrjú ár,“ seg-
ir Kjartan Hauksson, 41 árs, sem
ætlar í dag að leggja af stað í ferða-
lag umhverfis landið. Þetta er hins
vegar ekkert venjulegt ferðalag, því
Kjartan mun róa á árabát réttsælis í
kringum landið. Kjartan leggur af
stað frá Reykjavíkurhöfn í dag kl. 15
og munu Þórólfur Árnason, borg-
arstjóri og Guðríður Ólafsdóttir, for-
maður Hjálparliðasjóðs Sjálfs-
bjargar, leysa landfestar. Kjartan er
ekki óvanur að takast á við Ægi,
hann eignaðist fyrstu trilluna 15 ára
gamall og hefur átt og gert út báta
meira og minna síðan.
Kjartan áætlar að ferðalagið taki
um sex vikur. Hann ætlar að sofa í
bátnum, róa að lágmarki 14 tíma á
dag og aðeins fara í land til að sækja
vistir. Markmið ferðarinnar er að
vekja athygli almennings á ólíkum
möguleikum fatlaðara og ófatlaðara
til ferðalaga. Hjálparsjóður Sjálfs-
bjargar, 1sf var stofnaður árið 1997
með það að markmiði að auðvelda
hreyfihömluðum að ferðast. Á heima-
síðu Sjálfsbjargar landssambands
fatlaðara, www.sjalfsbjorg.is, verður
að finna siglingakort þar sem hægt
verður að fylgjast með róðri Kjart-
ans og dagbók sem flytur reglulegar
fréttir af ferð hans.
Vanur ræðari
Kjartan verður einn í bátnum en
hann segist vanur ræðari og vel lík-
amlega undirbúinn fyrir ferðina.
„Þetta verður erfitt, ég veit það,“
segir Kjartan og telur veðrið hugsan-
lega geta sett strik í reikninginn og
vera stærsta óvissuþáttinn. „Ég
hefði kosið að vera lagður af stað fyr-
ir nokkru. Þannig að þetta verður
erfitt, þetta verður mjög erfitt. Það
verður mikið álag að fara hvergi í
land og róa svona stíft marga klukku-
tíma á sólarhring. Það er vonandi að
skrokkurinn þoli þetta.“
Til að undirbúa sig fyrir ferðina
hefur Kjartan synt mikið, stundað
þrekæfingar af kappi og róið bátnum
oft síðustu daga.
Hann hlær létt þegar hann er
spurður að því hvort hann sé ekki
hræddur um að ferðin verði ein-
manaleg. „Þetta verður það nátt-
úrulega. Það er hluti af rauninni líka.
Þetta er enginn lúxus. Maður verður
aleinn og hefur engan annan til að
treysta á en sjálfan sig. Jú, þetta
gæti orðið einmanalegt.“
Kjartan vildi kanna hvort hann
gæti ekki látið eitthvað gott af sér
leiða með ferð sinni og hafði því sam-
band við Sjálfsbjörg, í tilefni Evrópu-
árs fatlaðra, og tók sambandið boði
hans fagnandi.
Hægt verður að fylgjast með ferð-
um Kjartans, bæði á korti og í dag-
bók, á heimasíðu Sjálfsbjargar,
sjalfsbjorg.is.
Ætlar að róa á árabát umhverfis landið á sex vikum
„Einmana-
leikinn hluti
af þrek-
rauninni“
Kjartan ætlar að leggja af stað í róðurinn í dag frá Reykjavíkurhöfn.