Morgunblaðið - 21.08.2003, Síða 16
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ
16 FIMMTUDAGUR 21. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ
AKUREYRI
VIÐ Vesturbakka Reykjavíkur-
tjarnar hefur undanfarna viku stað-
ið hvítt tjald. Hefur tjaldið vakið
forvitni vegfarenda, enda stingur
það dálítið í stúf við umhverfi sitt.
Innandyra geta gestir skoðað bækl-
inga og horft á heimildarmyndir
framleiddar af friðarsinnum og ým-
iss konar umbótasinnum um stríðs-
rekstur Vesturlanda og þá aðallega
Bandaríkjanna.
Nokkrir ungir hugsjónamenn
standa fyrir tjaldinu og segir Stef-
án Þorgrímsson, friðarsinni og for-
svarsmaður „Margmiðlunartjalds-
ins“, markmið þeirra að koma á
framfæri staðreyndum sem sjaldan
koma fram í fjölmiðlum hér á landi.
„Hér er um að ræða mótvægi við
einhliða fréttaflutning erlendra
fréttastofa sem síðan er lapinn upp
gagnrýnislaust af íslenskum fjöl-
miðlum.“ Stefán segir tjaldið munu
standa við Tjörnina út ágúst, „og
lengur ef vel gengur“.
Nú standa yfir sýningarnar:
Ketilhúsið. 1x1, samsýning lista-
manna á Akureyri. Lýkur 24. ágúst.
Lystigarðurinn á Akureyri. Sam-
sýning 13+3.
Café Karólína. Jónas Viðar.
Bögglageymslan. Jóna Hlíf Hall-
dórsdóttir og Baldvin Ringsted. Ath.
opið frá kl. 17.
Kompan, Kaupvangsstræti 23.
Kristján Guðmundsson sýnir eitt
verk gert úr plasti og gulli. Einnig er
til sýnis og sölu bókverkið (DOKT-
ORSRITGERÐ) eftir Sigrúnu Þor-
steinsdóttur og Kristján.
Safnasafnið á Svalbarðsströnd.
Sýning á svipmyndum af Ragnari
Kjartanssyni, myndhöggvara.
Fimmtudagur 21. ágúst
Djass í Deiglunni kl. 21.30. Heitur
fimmtudagur. Kvartett Kidda og
Gúa. Kristján Guðmundsson, píanó,
Gunnar Ringsted, gítar, Jón Rafns-
son, bassa og Ingvi Rafn Ingvarsson,
trommur. Miðaverð 800 kr.
Föstudagur 22. ágúst
Tangó í föstudagshádegi í Ketil-
húsinu kl. 12. Salonhljómsveitin
L’amour fou. Leikin verður
skemmtitónlist í anda 3. og 4. ára-
tugar síðustu aldar, argentínskir
tangóar og kvikmyndatónlist, ásamt
vel þekktum íslenskum dægurlög-
um. Hljómsveitina skipa: Hrafnhild-
ur Atladóttir, fiðla, Guðrún Hrund
Harðardóttir, víóla, Hrafnkell Orri
Egilsson, selló, Gunnlaugur T. Stef-
ánsson, kontrabassi, og Tinna Þor-
steinsdóttir, píanó.
Laugardagur 23. ágúst
Klæðaburðarsýning fatahönnuða í
Ketilhúsinu kl. 17. Þátttakendur eru:
Þuríður Helga Kristjánsdóttir, Mó-
heiður Hlíf Geirlaugsdóttir, Guðjón
Sigurður Tryggvason, Dagmar Atla-
dóttir, Hrafnhildur Ósk Marinós-
dóttir og Tinna Kvaran.
Þau eru öll í eða hafa lokið mynd-
listarnámi. Tónlist og vídeó í takt við
fötin setur svip á sýninguna.
Sunnudagur 24. ágúst
Söngdagskrá í Akureyrarkirkju
kl. 17. Líkfylgd Jóns Arasonar –
minningartónleikar. Jón Arason var
trúarleiðtogi og eitt fremsta skáld
sinnar tíðar. Þess er minnst með
dagskrá sem tvinnar þetta tvennt
saman auk annarra laga frá kaþólsk-
um tíma. Flytjendur: Gerður Bolla-
dóttir, sópran, Kári Þormar, orgel,
Hjörtur Pálsson, upplestur.
VERKSMIÐJA Vífilfells á Akureyri
annar vart eftirspurn á hitaeininga-
snauðum bjór sem hún er með í
framleiðslu, vegna mikillar sölu í
sumar.
Unnsteinn Einar Jónsson, verk-
smiðjustjóri hjá Vífilfelli á Akureyri,
sagði að bjórinn, sem kallast Viking
Lite, hefði selst mun meira undan-
farið en áætlanir hefðu gert ráð fyrir
og þeir hafi ekki haft undan. „Við er-
um um þrjár vikur að brugga hverja
lögun, en það sem skiptir mestu máli
eru umbúðirnar því það þarf að
panta þær frá Svíþjóð og það ferli
tekur um þrjár til fjórar vikur,“
sagði Unnsteinn.
„Þó að salan hafi verið mikil und-
anfarið er ekki um glænýja vöru að
ræða því við byrjuðum að framleiða
bjórinn í nóvember 2001. Í byrjun
þessa árs breyttum við umbúðunum
sem bjórinn er í og eftir það hefur
hann selst gríðarlega vel. Nú sér fólk
til dæmis á umbúðunum að um hita-
einingasnauðan bjór er að ræða, en
fyrir breytingar sást það ekki. Þetta
er ekki stór tegund enn þá miðað við
aðrar gerðir sem við erum að fram-
leiða. En hann er á mjög góðri upp-
leið og við höfum alltaf verið að
reyna að elta hælinn á okkur vegna
þessarar miklu eftirspurnar. Bjórinn
er þeim eiginleika gæddur að hann
er hitaeiningasnauður og til saman-
burðar má nefna að í honum eru
færri kaloríur en í undanrennu.
Bjórinn er með 29 hitaeiningar í 100
g en undanrennan hefur 34. Það er
alltaf gaman þegar nýjum tegundum
er vel tekið af neytendum,“ sagði
Unnsteinn.
„Við erum ekki á leiðinni með
neinar nýjungar, en það næsta sem
kemur frá okkur er jólabjórinn sem
við setjum alltaf á markað fyrir jólin.
Undanfarið erum við búnir að vera
að setja inn nýjar umbúðastærðir í
reynslusölu. Nú er til dæmis hægt að
fá litla flösku af Thule, en áður var
einungis hægt að kaupa hann í hálf-
slítra flöskum. Sú flaska er reyndar
sú mest selda á landinu og virðist
alltaf vera jafn vinsæl. Það er ekki á
dagskrá hjá okkur að fara út í að
nota plastflöskur, því eins og staðan
er í dag þá er ekki þörf á því.“
20% aukning í sölu
„Fyrstu sjö mánuði ársins var um
að ræða 20% aukningu í framleiðslu
hjá okkur. Heildarframleiðslan í
fyrra var 6,8 milljón lítrar en í ár
reiknum við með að framleiða 7,5
milljón lítra og af því eru 7 milljónir
bjór og léttöl.
Með þeim búnaði sem við höfum
yfir að ráða í dag höfum við þurft að
keyra verksmiðjuna með toppafköst-
um í allt sumar. Við erum að fara að
stækka við okkur með því að auka
við tankaplássið. Við ætlum að bæta
við fleiri tönkum, en þeir munu koma
á sama stað og þeir tankar sem eru
fyrir á svæðinu. Meiningin er að
steypa undir þá í haust og reisa þá
svo næsta vor,“ sagði Unnsteinn að
lokum.
Morgunblaðið/Ásgrímur Örn
Unnsteinn E. Jónsson stendur hér við þær fátæklegu birgðir sem verk-
smiðjan á til á lager af Viking Lite. Bjórinn hefur selst gríðarlega vel eftir
að umbúðunum var breytt.
Vífilfell á Akureyri
Hitaeiningasnauð-
ur bjór vinsæll
UNDANFARNAR vikur hafa veg-
farendur í Austurstræti orðið varir
við framkvæmdir í húsunum við
Austurstræti 20 og 22, sem á síðustu
öld hýstu m.a. Hressingarskálann og
verslunina Karnabæ. Í Austurstræti
20 var síðast til húsa veitingastað-
urinn MacDonalds og í Austurstræti
22 var síðast skemmtistaðurinn
Astró. Nú hafa bæði húsin fengið
nýja rekstraraðila og standa yfir
miklar framkvæmdir.
Til stendur að opna veitingastaði í
báðum húsum. Í gamla Karnabæ
verður opnaður skemmtistaðurinn
Pravda, en gamli Hressingarskálinn
verður nú opnaður aftur undir upp-
runalegu nafni, eftir að hafa legið
niðri í rúman áratug. Bæði húsin eiga
sér langa og merkilega sögu auk þess
sem þau eru í hjarta bæjarins. Þess
vegna má ætla að nokkrar væntingar
séu meðal borgarbúa um vandaðan
frágang og smekklega starfsemi í
húsunum, starfsemi sem hæfi stöðu
húsanna í sögu og skipulagi Reykja-
víkurborgar.
Miklar væntingar
til Hressingarskálans
Húsið við Austurstræti 20 var reist
1805 og var lengi bústaður sýslu-
manna og fógeta. Húsið var gjarnan
kallað Svenska húsið vegna þess að
það var flutt til Íslands tilhöggvið frá
Svíþjóð. Garðurinn inn af húsinu var
ræktaður af Árna landfógeta, sem bjó
í húsinu frá 1860 allt til dauðadags
1907 og var hann þekktur sem einn
fegursti trjá- og blómagarður
Reykjavíkur. Síðari hluta 20. aldar
hýsti húsið síðan eitt frægasta kaffi-
hús Íslands, Hressingarskálann.
Fjöldi þjóðþekktra einstaklinga
sótti Hressingarskálann á árum áður
og má þar nefna Stein Steinarr, Jó-
hannes Kjarval og Tómas Guð-
mundsson borgarskáld auk fleiri
nafntogaðra listamanna og stjórn-
málamanna og var „Hressó“ jafnan
vettvangur líflegrar þjóðmála-
umræðu á sínum tíma.
Magnús Ingvi Jósepsson, einn af
eigendum Hressingarskálans, segir
það markmið nýrra eigenda að
Hressingarskálinn gangi í endurnýj-
un lífdaga. „Við erum mjög meðvit-
aðir um sögu hússins og finnum fyrir
þeim væntingum sem fólk hefur
gagnvart því. Þess vegna verður hér
ekki um dæmigerðan næturklúbb að
ræða, heldur leggjum við áherslu á að
hafa hér fjölbreyttan veitingastað.
Hér er gríðarlega fallegur garður
sem hefur mikið sögulegt gildi og
þetta hús á sér langa og merkilega
sögu sem ber að virða.
Okkar markmið er að fólk geti
komið hingað á morgnana og daginn
og upplifað þá stemmningu sem var á
Hressingarskálanum í gamla daga. Á
kvöldin skiptir staðurinn síðan um gír
þar sem áherslan verður á tónlist og
alþjóðlega stemmningu.“
Rík og merkileg saga hússins
Eigendur Pravda segja vissulega
mikilvægt að bera virðingu fyrir yfir
200 ára gömlum húsakynnum sem
hýst hafa marga merkismenn í sögu
Reykjavíkurborgar, þar á meðal
Trampe Greifa og Jörund hunda-
dagakonung. Húsið var lengi vel bú-
staður ráðamanna konungsveldisins
auk þess að gegna hlutverki dóms-
salar. „Hér hefur auðvitað einnig ver-
ið mikið af sögufrægum verslunum,
til dæmis Haraldarbúð, Björnsbakarí
og Karnabær og hvaðeina,“ segir
Einar Ingvarsson, einn eigenda
Pravda. „Þess vegna reynum við að
hafa hér afar vandaðan stað og
stefnum að því að hafa menninguna
einnig að leiðarljósi. Það er í raun
synd að húsið hafi ekki verið betur
nýtt síðustu árin. Það átti visst nið-
urlægingarskeið, en nú er kominn
tími til að koma því aftur á réttan
stall.“
Gömlu húsin við Austur-
stræti lifna við á ný
Reykjavík
Morgunblaðið/Svavar
Kunnuglegt merki Hressingarskálans blasir nú aftur við í Austurstræti 20
og er Magnús Ingvi Jósepsson hreykinn af því.
Skemmtistaðurinn Pravda prufukeyrir með einkasamkvæmi á föstudags-
kvöldið, en síðan verður opnað með pomp og prakt á laugardagskvöld.
Morgunblaðið/Svavar
Stefán Þorgrímsson segir hlutverk Margmiðlunartjaldsins að veita visst
mótvægi við einhliða fréttaflutning fjölmiðla um stríð.
Ungir hug-
sjónamenn
við Tjörnina
Reykjavík