Morgunblaðið - 21.08.2003, Page 20
AUSTURLAND
20 FIMMTUDAGUR 21. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ
Eigum líka tvo Elnach bíla til ráðstöfunar
Húsbílar
Umboð á Akureyri
Sigurður Valdimarsson
Óseyri 5 - Sími 462 2520
Vorum að fá tvo lúxus húsbíla
frá Benimar. Einn með öllu
Tangarhöfða 1 • 110 Reykjavík • Símar 567 2357 og 893 9957
Á DJÚPAVOGI undirbýr nú fisk-
vinnslufyrirtækið Búlandstindur
síldarvertíð á fullu stími. Verið er
að laga og end-
urnýja kælibúnað
vinnslunnar, taka
krapakerfin í
gegn og bæta við
ísvélum. Endur-
bæturnar eru
upp á tugi millj-
óna króna og
miða, segir
Sveinn Ari Guð-
jónsson, fram-
kvæmdastjóri
Búlandstinds, að því að gera góða
vöru enn betri.
Búlandstindur er í eigu Vísis í
Grindavík, en að auki á Vísir helm-
ingshlut í vinnslunni Fjölni á Þing-
eyri og rúm 60% í Fiskiðjusamlag-
inu á Húsavík. Skipafloti
fyrirtækisins samanstendur af 7
línuskipum.
Fullur snúningur í september
Þrátt fyrir auglýst vinnslustopp í
vor var unnið í allt sumar því vel
fiskaðist hjá trillunum. Þeir sem
vildu vinna héldu því áfram en aðrir
fengu sér sumarfrí. Sveinn segir
þetta hafa komið ágætlega út.
„Í byrjun september er svo
stefnt á fullan snúning og vonandi
fer síldin vel af stað.“
Sveinn segir að í fyrra hafi Bú-
landstindur tekið á móti um 8.500
tonnum af síld og 2.300 tonnum af
fiski. Hann segir starfsmannafjölda
sveiflast töluvert, þannig þurfi um
60 manns í síldina þegar unnið sé
allan sólarhringinn en fastur mann-
skapur sé í kringum 40.
„Í fyrra veltum við um rétt undir
milljarði hjá Búlandstindi, en slag-
urinn er að ná milljarðinum. Láta
eininguna reka sig á svoleiðis
pakka.“
Mönnum var ekki rótt
Skemmst er að minnast þess að
mikill titringur varð þegar Vísir
keypti Búlandstind og var mönnum
á staðnum ekki rótt fyrr en þeir
sáu að byrjað var að byggja við.
Þannig þóttust menn merkja að
ekki ætti að fara með vinnsluna
burt af svæðinu. „Kannski var það
eðlilegt að yrðu læti, en það eru nú
alltaf einhverjir sem mála þetta
heldur svart,“ segir Sveinn. „Þetta
var auðvitað töluverð breyting. Við
klipptum fyrirtækið í nokkra hluta.
Þegar við komum hér var frystitog-
ari, frystihús á Breiðdalsvík og hér
á Djúpavogi, ásamt bræðslu. Við
seldum bræðsluna, frystihúsið á
Breiðdalsvík og frystitogarann.
Einingin var bara ekki rekstrarlega
hagkvæm eins og hún leit út þegar
við keyptum þetta og nauðsynlegt
að stokka upp spilin.
Við höfum um 1.500 ígildi skráð
hér á Búlandstind. Vísir veiðir bara
sinn kvóta og skilar inn síldarkvót-
um á móti. Við höfum verið í að
kaupa upp heimildir til að hafa nóg
í þessi fjögur hús hjá Vísi. Það var
nú hugmyndafræðin í þessum kaup-
um.“
Talið berst að bræðslunni á
Djúpavogi, en Búlandstindur seldi
hana útgerðarmanni í Grindavík og
er Olíufélagið nú meirihlutaeigandi.
Haft hefur verið í flimtingum að Ol-
íufélagið muni fara með bræðsluna
burt úr plássinu, en töluverður
kvóti er á henni, m.a. um 5% af
loðnukvótanum.
Sveinn segist ekki hafa neinar
áhyggjur af því að bræðslan fari,
enda liggi fyrir traustir samningar
sem komi í veg fyrir slíkt.
Fiskur illa haldinn
fyrir norðan
Sveinn segir undarleg skilyrði í
hafinu um þessar mundir og að
hitastigið sé mun hærra en venju-
lega. „Menn vilja meina að norsk-
íslenska síldin fari að koma hér yfir
og kolmunninn komi nær landinu
en áður, en ég veit ekkert hvaða
áhrif þetta hefur á síldina okkar
núna.
Fiskurinn hér er ágætlega hald-
inn, en það er ekki ný saga að fisk-
ur sé illa haldinn norður frá. Við
sendum ekki skipin okkar á veiðar
norðan við Vestfirðina, úti fyrir öllu
Norðurlandi og suður fyrir Langa-
nes. Það er til dæmis allt annar
fiskur á Hornafjarðarsvæðinu og
hér fyrir utan. Okkar skip eru mest
þar og úti fyrir Vesturlandinu í
ýsuveiði og svo suður í Köntum að
taka keilu og löngu og þess háttar.“
Búlandstindur
undirbýr síldarvertíð
Djúpivogur
Sveinn Ari
Guðjónsson
HALLGRÍMUR Magnússon, heilsu-
gæslulæknir á Djúpavogi og Breið-
dalsvík, er þekktur fyrir áhuga sinn á
náttúrulegum lækningaaðferðum.
Hann er jafnframt sérfræðingur í nál-
astungum, svæfingum og deyfingum.
Súrefni kemur þannig mikið við sér-
grein Hallgríms og hefur leitt af sér
sérstakan áhuga hans á notkun loft-
tegundarinnar ósons til lækninga.
Hann hefur á heilsugæslustofum á
Djúpavogi og Breiðdalsvík sérstaka
ósonklefa fyrir fólk.
Höfuðið eitt stendur upp úr
Fyrst er getið um óson í lækning-
um 1898. Í dag eru til einföld tæki
sem taka inn á sig loft og búa til úr því
súrefni, O2. Það fer í gegnum rafskaut
sem búa til úr því óson, eða O3. Ósonið
er leitt inn í stóran lokaðan kassa sem
manneskja rúmast ágætlega inni í, en
höfuðið eitt stendur út úr. Kassinn er
hitaður upp í u.þ.b. 40 gráður og
myndast þá mikill raki og ósonið
gengur þannig vel inn í húðina og
æðakerfið og berst þannig í gegnum
líkamann. Þessi meðferð getur haft
áhrif á 250 mismunandi sjúkdóma að
sögn Hallgríms. Mýmörg tilfelli séu
um að börn hafi læknast af eyrnabólg-
um með ósonmeðferð.
Óson er einnig hægt að gefa í eyra,
sprauta í æð, eða setja á afmarkaðan
stað á húðinni, raunar er um 24 mis-
munandi möguleika að ræða við óson-
gjöf. „Líffræðileg virkni ósonsins er
sú, að þegar það kemur í snertingu við
líffræðilegar himnur brotnar það
strax niður og annars vegar verður til
súrefni O2 og svo einstakt súrefni,“
segir Hallgrímur þegar hann er
spurður um hvað það eiginlega sé sem
ósonið geri í líkamanum. „Þeir sem
hafa rannsakað þetta hvað mest halda
því fram að öll starfsemi líkamans og
efnahvörf eigi sér stað fyrir atbeina
einstaks súrefnis. Við vitum til dæmis
að ósonið hvetur ónæmiskerfið til að
vinna betur. Þetta er angi af náttúru-
lækningum og var vitað í gamla daga
og fram til 1956 þegar súlfalyf og
pensilín fóru að koma á markaðinn.
Fyrir þann tíma var alltaf litið á alla
sjúkdóma á þann máta að þeir væru
til vegna þess að líkaminn væri að
segja okkur frá að það væri eitthvað
vitlaust í kerfinu sem slíku. Það er
ekki fyrr en á þessum seinni árum að
lyfin fara að koma til sögunnar og við
förum að horfa á hvern sjúkdóm fyrir
sig og hin mikla sérhæfing í læknis-
fræði á sér stað. Því segja náttúru-
menn að orsök fyrir öllum sjúkdóm-
um sé raunverulega sú sama, að
grundvallarmekanisminn í líkaman-
um, þ.e.a.s. súrefnisefnaskiptin séu í
grundvallaratriðum röng, óhreinindi
eða eiturefni safnist í vefi líkamans og
síðan er bara spurningin hvernig
þetta ójafnvægi birtist í líkamanum.“
Ósonklefarnir vinsælir
Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir
Hallgrímur Magnússon heilsu-
gæslulæknir í ósonklefanum.
Djúpivogur
ÞÆR Jóna Kristín Sigurðardóttir, Berglind Elfa Gunnlaugsdóttir, Arna
Einarsdóttir og Claudia Gomez voru að vinna síldarbita í Búlandstindi á
dögunum. Þar á bæ eins og annars staðar búa menn sig undir síldarvertíð í
byrjun næsta mánaðar.
Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir
Síldin gaumgæfð
TILRAUNIR Ósness ehf. á
Djúpavogi með þorskeldi hafa
enn sem komið er ekki skilað
þeim árangri sem vonast var eft-
ir.
Ósnes er fjölskyldufyrirtæki
sem sérhæfir sig í saltfiskflatn-
ingu. Í fyrirtækinu vinna að jafn-
aði átta manns. 300 tonn voru
unnin hjá Ósnesi í fyrra en nú
eru komin inn 400 tonn og fer
fiskurinn á Spán og Grikkland.
Elís Grétarsson er framkvæmda-
stjóri og einn þriggja eigenda
fyrirtækisins. Hinir tveir eru
Tryggvi Gunnlaugsson sem stofn-
aði fyrirtækið árið 1996 og Birgir
Guðmundsson.
Ósnes ehf. er einnig farið að
reyna sig í áframeldi á þorski,
fékk úthlutað þrjátíu tonnum, en
treglega hefur gengið að ná í
rétta stærð af fiski. Reynt er að
veiða tveggja ára gamlan fisk,
u.þ.b. 59 cm langan í áframeldið.
„Þorskeldið hjá okkur hefur því
miður gengið á afturfótunum frá
því að við byrjuðum í maí,“ segir
Elís. „Við höfum lítinn fisk fengið
kvína og þurft að stríða við bil-
anir. Ósnes er með tvær þorsk-
eldiskvíar, eina á Fáskrúðsfirði
og aðra í Berufirði og þetta er
samstarfsverkefni með Skútu-
klöpp á Stöðvarfirði og Loðnu-
vinnslunni á Fáskrúðsfirði.“
Elís segir Tryggva vera úti að
reyna að veiða þorskinn í snur-
voð og einn bátur á Stöðvarfirði
er að veiða á færi. „Það hefur
gengið einna skást hjá honum, en
lítið fæst í hvert skipti. Í kvíun-
um eru núna rúmt tonn á Stöðv-
arfirði og að nálgast svipað magn
hér á Berufirðinum, þar sem eru
að öllu jöfnu mjög góð skilyrði til
kvíaeldis.“
Fiskurinn gengur öðruvísi
„Þetta er búið að vera ansi sér-
stakt ár,“ segir Elís, „því lítið æti
er handa fiskinum og hann er að
ganga eitthvað öðruvísi en hefur
verið undanfarin ár. Þetta segja
gamlir sjómenn. Þeir líkja þessu
einna helst við að ferlið í sjónum
sé mánuði á undan. Sjórinn er
hlýrri og fer alveg upp í tólf
gráður, en æskilegt að hann sé
ekki mikið hlýrri en sjö gráður.
Auðvitað hefur það líka áhrif á
ætið og annað.
En við ætlum nú að þrjóskast
við í þorskeldinu og sjáum til
eitthvað áfram,“ sagði Elís í Ós-
nesi að lokum.
Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir
Elís Grétarsson, framkvæmdastjóri Ósness ehf., ásamt starfsfólki.
Fyrirtækið fletur saltfisk og er að reyna fyrir sér í áframeldi á þorski.
Þorskeldið hefur
ekki gengið
nægilega vel
Djúpivogur