Morgunblaðið - 21.08.2003, Síða 21
LANDIÐ
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. ÁGÚST 2003 21
fyrir fjölskylduna
KRINGLAN SMÁRALIND AKUREYRI EGILSSTAÐIR
HALLÓ
KRAK
KAR
- ÉG H
EITI
BOMM
SI
Sportskór frá
kr. 2.495 Kuldaskór frá
kr. 2.995 Moonboots frá
kr. 2.995 Stígvél frá
kr. 4.995
HALLÓ KRAKKAR
NÚ ER MIKIÐ KOMIÐ AF
SKÓLASKÓM Á ALLA KRAKKA..
OG BOMMSI HEFUR ÁKVEÐIÐ AÐ STYRKJA
BARNASPÍTALA HRINGSINS MEÐ 100 KRÓNUM
AF HVERJU SELDU BARNASKÓ PARI
Í ALLAN VETUR!
KOMIÐ OG KÍKIÐ Á ÚRVALIÐ ....
Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is
Heimsferðir bjóða nú síðustu sætin til
Verona þann 17. september, einnar
fegurstu borgar Ítalíu á hreint ótrúlegum kjörum. Hér kynnist þú fegurð og sögu
borgarinnar með íslenskum fararstjórum Heimsferða, skoðar svalir Júlíu,
Arenuna, verslar í frægustu búðum
Ítalíu, eyðir deginum við Gardavatn eða
í Feneyjum. Tryggðu þér síðustu sætin
í haust. Að auki getur þú valið um
úrval hótela í hjarta Verona og
bílaleigubíla frá Avis á einstaklega
hagstæðu verði.
Munið Mastercard
ferðaávísunina
Helgarferð til
Verona
frá kr. 29.950
17. september
Verð kr. 29.950
Flug og skattar.
Úrval hótela í boði.
Lægsta verð á bílaleigubílum.
Síðustu sætin í haust
„JUST do it, do it yourself“ er heiti
á sýningu sem Röðull Reyr Kára-
son hélt á dögunum í Galleríi 10 á
Húsavík. Sýningin vakti verðskuld-
aða athygli þeirra fjölmörgu sem
lögðu leið sína á hana, en flest verka
hennar hafa tilvitnun í eitt af aðal-
áhugamálum listamannsins, knatt-
spyrnu.
Röðull Reyr Kárason er upp al-
inn á Húsavík og stundar nú nám
við Listaháskóla Íslands, þar sem
hann er hefja þriðja og síðasta árið.
Námið er reyndar með smáútúrdúr
því hann er á förum til Bremen í
Þýskalandi þar sem hann tekur
eina önn sem skiptinemi við listahá-
skóla þar.
Sýning Röðuls var sú síðasta sem
sett var upp í Galleríi 10 á þessu
sumri, en eigandi þess, Sunna Guð-
mundsdóttir, heldur nú til Reykja-
víkur þar sem hún nemur við
Listaháskóla Íslands.
Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson
Hér er eitt verka Röðuls á sýningunni Just do it, do it yourself.
Röðull
Reyr sýndi
í Galleríi 10
Húsavík
GÆSIRNAR á Blönduósi hafa
haft það gott í sumar og hefur
bærinn og íbúar hans sýnt þessum
fuglum kærleik og umburðarlyndi
þótt þeir fari ekki eftir öllum
reglum samfélagsins. Myndin var
tekin daginn áður en landslög
hættu að vernda gæsirnar því að
gæsaveiðitíminn er genginn í
garð. Það gæti þó orðið þeim til
lengingar lífs að halda sig innan
bæjarmarka því þar er meðferð
skotvopna óheimil. Nokkrar gæsir
sem dvelja hálft árið á Blönduósi
eru merktar bæði á fótum og
einnig með hólk um háls sem hef-
ur að geyma þrjá bókstafi sem
auðvelt er að lesa af úr fjarlægð
með kíki. Þeir sem sem verða svo
ólánsamir að deyða slíkan fugl
ættu að skila merkjum til Nátt-
úrufræðistofnunar því saga er
nánast á bak við hvern merktan
fugl, saga sem segir heilmikið um
ferðir þeirra milli Íslands og
Bretlandseyja og með því að fá
endurheimt merki af gæs bætist
andlátsfregnin í ævisöguna.
Friðartími gæsarinnar á enda
Blönduós
ERLENDUR ferðamaður á bíla-
leigubíl var stöðvaður á 145 kílómetra
hraða til móts við Strönd á Suður-
landsvegi á Rangárvöllum, milli Hellu
og Hvolsvallar, eftir hádegi í fyrra-
dag. Lögreglan á Hvolsvelli stöðvaði
ökumanninn og var hann látinn
greiða 30 þúsund krónur í sekt, en
hann fékk að fara að greiðslu lokinni.
90 kílómetra hámarkshraði er þar
sem ökumaðurinn var stöðvaður.
Stöðvaður á
145 km hraða
Hella
Stórhöfða 21, við Gullinbrú, s. 545 5500.
www.flis.is netfang: flis@flis.is
lím og fúguefni
Síðumúla 34 - sími 568 6076
Antik er fjárfesting
Antik er lífsstíll