Morgunblaðið - 21.08.2003, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. ÁGÚST 2003 27
kjúklingabænda eru það samt ekki
síður sauðfjárbændur sem blæða
fyrir ástandið á kjötmarkaðinum.
Segja má að samkeppnisaðilarnir
séu smátt og smátt að verðleggja
lambakjötið út af markaðinum. Sal-
an minnkar og minnkar þrátt fyrir
að afurðasölufyrirtækin lækki verð
á lambakjötinu. Svigrúm þeirra til
að lækka kjötið er þó minna en
framleiðenda svínakjöts og kjúk-
linga. Afurðasölufyrirtækin skuld-
binda sig á haustin til að greiða
sauðfjárbændum tiltekið verð fyrir
kjötið og þeir staðgreiða það að
hluta. Þegar svo almennt verð á
kjöti lækkar eiga þeir erfitt með að
lækka verðið því þeir eru þá búnir
að greiða bændum fyrir lambakjöt-
ið. Verðlækkun þýðir einfaldlega að
afurðasölufyrirtæki selja kjötið
með tapi. Staða margra þeirra er
mjög tæp. Norðlenska tapaði t.d.
250 milljónum í fyrra og sumir
smærri sláturleyfishafar, eins og
Ferskar afurðir á Hvammstanga,
treysta sér ekki til að hefja slátrun í
haust.
Allt bendir til að afurðasölufyr-
irtækin greiði sauðfjárbændum 6–
10% lægra verð fyrir lömb í haust
en þeir gerðu í fyrra. Í fyrradag var
haldinn fundur í Markaðsráði
lambakjöts um hvaða tillögu bæri
að gera um útflutningshlutfall
lambakjöts í haust. Samkvæmt
heimildum Morgunblaðsins voru á
fundinum ræddar tillögur um að
hækkað hlutfallið upp í 35%, en
hlutfallið var 25% í fyrra. Engar
ákvarðanir voru þó teknar. Verð
sem fæst fyrir lambakjöt erlendis
er lægra en verð sem fæst innan-
lands þannig að ef fer sem horfir
verða bændur skyldaðir til að selja
meira til útlanda og þar með lækka
tekjur þeirra ennfrekar.
11% meiri birgðir af
lambakjöti nú en í fyrra
Á síðasta ári lagði Markaðsráðið
til að útflutningshlutfallið yrði 28%
en landbúnaðarráðherra féllst ekki
á það og ákvað að það yrði 25%.
Hann vildi með þessari ákvörðun
hvetja bændur til að selja meira
lambakjöt á innanlandsmarkaði. Þó
að salan hafi verið allgóð sl. haust
og í upphafi árs er niðurstaðan fyrir
tímabilið í heild sú að um 8% minna
hefur selst en á sama tímabili í
fyrra. Birgðir í upphafi sláturtíðar
eru því meiri en sl. haust. 1. ágúst
sl. voru birgðir af lambakjöti um
það bil 2.000 tonn. Þar af á eftir að
flytja út á erlenda markaði tæplega
160 tonn. Þetta er um 11% meiri
birgðir en á sama tíma fyrir ári.
Búist er við að Bændasamtökin
leggi fram tillögu um útflutnings-
hlutfall á allra næstu dögum. End-
anleg ákvörðun er í höndum land-
búnaðarráðherra.
gjaldþrots
tjón lán-
ja fyrir-
600 millj-
óðursölu-
serum, en
kum með
greiðslur
kun á af-
ánastofn-
ánveiting-
narækt á
ljóst að
tæki eru
milljóna
um. Ekki
st til að
að miklir
misserum
vast ekki.
nú á fjár-
ænda og
Morgunblaðið/RAX
ðfjár-
kar
nkar
egol@mbl.is
nokkru leyti af lágu verði en verð
á kjúklingi var 21% lægra í júlí sl.
en í júlí í fyrra. Birgðasöfnun hef-
ur verið á kjúklingum að und-
anförnu og hafa framleiðendur
verið að reyna að minnka birgðir
með því að setja kjúkling á út-
sölu. Heldur hefur dregið úr þess-
um tilboðum og sýna mælingar
Hagstofunnar að verð á kjúkling-
um er umtalsvert hærra í ágúst
en það var í júlí.
Frá því í ársbyrjun 2002 hefur
vísitala neysluverðs hækkað um
2,2%. Á sama tíma hefur verð á
kjöti lækkað um 6,8%. Nokkuð
mismunandi er milli kjöttegunda
hvað verðlækkunin er mikil.
Nautakjöt hefur lækkað um 3,3%,
svínakjöt um 26,4%, lambakjöt
um 15,5%, fuglakjöt um 8,2% og
unnar kjötvörur, pylsur, álegg og
fleira, um 0,9%.
Þess má geta að fiskur hefur á
sama tímabili hækkað um 8,6%.
SALA á lambakjöti hefur dregist
saman um 8,4% á síðustu 12 mán-
uðum samanborið við sömu mán-
uði þar á undan. Mikil söluaukn-
ing hefur hins vegar verið í
kjúklingum og svínakjöti og er nú
svo komið að lítið vantar á að
svínakjöt sé mest selda kjöt á Ís-
landi, en lambakjöt hefur verið sú
kjöttegund sem landsmenn hafa
neytt í mestu magni í yfir 1.100
ár.
Greinilegt er á sölutölum að
lambakjötið hefur látið verulega
undan síga í sumar. Salan í maí,
júní og júlí er 280 tonnum minni
en hún var sömu mánuði í fyrra.
Kjötsala á sumrin er yfirleitt
mjög góð, en þá neyta landsmenn
grillmatar í miklum mæli. Í sum-
ar hafa landsmenn valið svína-
kjötið á grillið miklu frekar en
aðrar kjöttegundir. Þetta þarf
ekki að koma á óvart ef haft er í
huga að samkvæmt tölum Hag-
stofu Íslands var verð á svínakjöti
í júlí sl. 25,6% lægra en í júlí í
fyrra. 8,6% lækkun á verði lamba-
kjöts á sama tímabili virðist ekki
hafa dugað til að ná þeirri sölu
sem sauðfjárbændur vonuðust
eftir. Nautgripakjöt hefur einnig
að nokkru leyti orðið undir í sam-
keppninni í sumar, en sala á því
minnkaði um 12,8% í júlí. Verð á
nautakjöti er nánast það sama nú
og það var fyrir 12 mánuðum.
Í júlí í fyrra gekk sala á lamba-
kjöti nokkuð vel og jókst miðað
við sölu í júlí 2001 um 14,7%. Sal-
an í júlí í ár er hins vegar 33,7%
minni en í júlí í fyrra. Þetta sýnir
vel hversu sauðfjárbændum hefur
gengið illa að verjast samkeppni
frá svínakjötinu í sumar.
Sala á kjúklingum hefur einnig
aukist mikið að undanförnu. Sölu-
aukningin á síðustu 12 mánuðum
er 36%. Þessi aukning skýrist að
/ 0 1 " 1 / / 2 3 4 ! 5 / 0 1 " 1 / / 2 3 4 ! 5
>" '8)&8"!"
!) '8)
7'8)67-$%&'
8
!( '8)
?0, '8)
& '8)
#
$% & &
9$%&' $7 %$#:
%&'
$;,
(<
=
>
?
'-
@
'($ %
&
,'
3%&
,'
"-
,'
!
'$
,'
,'
3
'
A+'(
0$
#
B$7'
(*( 3
B$7'
(*(
:=99< 9=<
;=: =;9
:9 ;=<;< .
9 <: .
@ <.
@ ;.
9=<; 9= ;=9 =;:: ;<;
=9
@: <.
9.
9 .
@
.
@9 .
9 <.
0$
#
-$
(;
;
?;
)=;>
;?
(>;
Offramboð einkennir kjötmarkaðinn
Sala á lamba-
kjöti hefur minnk-
að um 8,4%
Verð á svínakjöti hefur lækkað
um rúmlega 25% á einu ári
nan hátt.
ti,“ segir
ð-
landinu,
sé að
ra.
að til
nabænd-
erði
m, en tjón
mboð á
að það
miklar.
eð tilliti
væri
æða inn
ið út-
um ætti
ð, en þá
na
g“
mu sauð-
u með-
uði.
bústærð
svert
500–600
ámu að
ð 2001
tekjur á
kiptast
4 millj-
ærðar
N
Ý lög um ríkisborg-
ararétt tóku gildi
hér á landi 1. júlí
síðastliðinn þar sem
meginbreytingin var
sú að heimilaður var tvöfaldur rík-
isborgararéttur. Tilgangurinn var
einkum að heimila íslenskum rík-
isborgurum að halda íslensku rík-
isfangi þó að þeir öðluðust ríkis-
borgararétt í öðru ríki. Hið sama
gildir um ógift börn undir 18 ára
aldri sem viðkomandi hefur forsjá
fyrir. Enn eru nokkur ríki sem
heimila ekki tvöfalt ríkisfang og
önnur gera það með vissum skil-
yrðum.
Þannig er tvöfaldur ríkisborg-
araréttur á Norðurlöndum aðeins
heimill í Svíþjóð og Finnlandi, auk
Íslands. Dönsk stjórnvöld hafa til
þessa alfarið verið mótfallin þess-
um réttindum en tvöfaldur rík-
isborgararéttur hefur verið til
skoðunar hjá norskum stjórnvöld-
um. Eitt meginsjónarmiðið gegn
tvöföldum ríkisborgararétti hefur
til þessa verið að koma í veg fyrir
að fólk geti gegnt herskyldu í
tveimur ríkjum.
Önnur Evr-
ópuríki sem
heimila ekki tvö-
faldan ríkisborg-
ararétt, að því er
fram kemur í
fylgiskjali með
lagafrumvarpinu
frá Alþingi, eru
Þýskaland,
Belgía, Austurríki, Búlgaría, Lúx-
emborg og Tékkland. Í þessum
löndum eru vissar undantekn-
ingar, t.d. er tvöfalt ríkisfang
heimilt í Belgíu fyrir einstaklinga
sem eiga foreldra sem hafa hvor
sinn ríkisborgararéttinn. Í Lúx-
emborg missir þarlendur rík-
isborgari ríkisfang sitt ef hann
tekur erlent eftir 18 ára aldur.
Það er svo meginregla tékkneskra
laga að þarlendir hafi ekki annan
ríkisborgararétt. Samkvæmt fylgi-
skjali frumvarpsins eru á þessu
ýmis frávik, s.s. þegar annað for-
eldrið er erlent. Barn tékknesks
foreldris fær þó alltaf tékkneskt
ríkisfang. Á banni tvöfalds ríkis-
borgararéttar í Þýskalandi eru
ýmsar undantekningar. Þjóðverji
sem tekur erlendan ríkisborgara-
rétt getur eftir síðustu lagabreyt-
ingu þar í landi haldið þýskum
rétti í ýmsum tilvikum, einkum ef
hann heldur tengslum við landið.
Öll réttindi ekki sjálfgefin
Í dómsmálaráðuneytinu fengust
þær upplýsingar að ekki hefðu
komið upp nein vafamál sem
tengdust gildistöku nýrra laga.
Lögð var áhersla á að þótt íslensk
lög heimiluðu tvöfaldan ríkisborg-
ararétt væri það í höndum við-
komandi erlends ríkis, þar sem ís-
lenskur ríkisborgari byggi, að
samþykkja íslenska ríkisborg-
araréttinn. Lagabreytingin gæti
ekki gefið algjöra tryggingu fyrir
tvöföldum ríkisborgararétti hvar
sem væri. Þá er ekki sjálfgefið,
samkvæmt upplýsingum Morg-
unblaðsins, að fólk með tvöfalt rík-
isfang öðlist öll réttindi um leið í
báðum ríkjum. Á þetta einkum við
um kosningarétt þar sem gilda þá
landslög í hverju ríki fyrir sig.
Víða er gerð krafa um lág-
marksbúsetu til að öðlast kosn-
ingarétt og að fólk sé skráð með
lögheimili í viðkomandi landi.
Þannig eru íslensk lög um þing-
kosningar að íslenskir ríkisborg-
arar, sem fluttir eru af landi brott
og sestir að erlendis, hafa kosn-
ingarétt hér á landi í átta ár frá
því að þeir fluttu lögheimili sitt,
talið frá 1. desember næstum fyrir
kjördag. Að þessum átta árum
liðnum falla þeir af kjörskrá nema
sérstaklega sé sótt um að fá að
halda kosningarétti. Er sótt um
það til Hagstofunnar sem veitir
viðkomandi þá réttinn fjögur ár í
senn.
Kristín Völundardóttir, lögfræð-
ingur hjá Útlendingastofnun, segir
að í raun eigi ekki að vera hægt að
vera með lög-
heimili í tveim-
ur ríkjum. Við-
komandi
einstaklingur
eigi eingöngu
að vera skráður
á einum stað
með fasta bú-
setu og njóta
þá þeirra rétt-
inda sem viðkomandi ríki bjóði upp
á.
Tvöfalt ríkisfang heimilt
í Bandaríkjunum
og víða í Evrópu
Bandaríkin heimila tvöfaldan
ríkisborgararétt og þau Evrópuríki
sem vitað er að gera það sömuleið-
is eru Svíþjóð, Finnland, Bretland,
Frakkland, Grikkland, Holland, Ír-
land, Ítalía, Króatía, Kýpur, Malta,
Pólland, Portúgal, Slóvakía, Spánn,
Sviss, Tyrkland og Ungverjaland.
Þessum ríkjum hefur verið að
fjölga síðustu misseri, t.d. tóku ný
lög gildi í Finnlandi 1. júní síðast-
liðinn.
Meðal annarra breytinga á ís-
lensku lögunum um ríkisborg-
ararétt, sem tóku gildi 1. júlí síð-
astliðinn, er að íslenskur
ríkisborgari sem tekið hefur rík-
isborgararétt í öðru ríki og misst
við það íslenska ríkisborgararétt-
inn, án þess að það ríki hafi krafist
þess, getur óskað eftir að fá ís-
lenskt ríkisfang að nýju. Sækja
þarf um það til dómsmálaráðuneyt-
isins.
Óbreytt er ákvæði 8. gr. laganna
um að íslenskur ríkisborgari sem
fæddur er erlendis og hefur ekki
átt hér lögheimili eða dvalið hér í
einhverju skyni missir íslenska
ríkisfangið þegar hann verður 22
ára. Þessum borgurum er ekki
heimilaður tvöfaldur ríkisborg-
araréttur.
Ný lög tóku gildi í sumar um
tvöfaldan ríkisborgararétt
Enn nokkur ríki
sem heimila ekki
tvöfalt ríkisfang
Morgunblaðið/Kristinn
Tvöfalt ríkisfang veitir fólki ýmis réttindi en þau gilda ekki í öllum löndum.
)*+ $($ ( $
,
-
" ' $$&
B&
B+
$&
5
$
+C
$
!$ $
DE
AF