Morgunblaðið - 21.08.2003, Page 30
MINNINGAR
30 FIMMTUDAGUR 21. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ
M
ér líður stundum
eins og ég geti
breytt mér í aðra
menn og hluti,
sett mig í spor
þeirra í nútíð og framtíð, mátað
mig án fyrirvara í allskonar að-
stæður eða tækifæri sem verða á
vegi mínum.
Sumir myndu kalla þetta að
vera með fjörugt ímyndunarafl,
aðrir segðu mig áhrifagjarnan,
enn aðrir teldu þetta skort á ein-
beitingu, þetta bæri vott um aðlög-
unarhæfni, mikilmennskubrjál-
æði, eða geðveiki og líklega dytti
einhverjum í hug að ég væri hald-
inn meðvirkni á háu stigi.
Tökum
kvikmyndir
sem dæmi.
Ég sit í
kvikmynda-
húsi með popp
og Yankee í
kjöltunni.
Smám saman og eftir því sem sög-
unni vindur fram hef ég lagað mig
að karlkynsaðalpersónunni og á
leiðinni út úr bíóhúsinu finnst mér
ég vera orðinn hún. Þegar ég
horfði á Matrix varð ég Neo hinn
ósigrandi og leið eins og ég gæti
bjargað heiminum frá glötun. Þeg-
ar ég gekk út af Hulk leið mér eins
og ég gæti skoppað um allar jarðir
og heima við rumdi ég og spennti
vöðvana lengi á eftir. Þessi merki-
legi eiginleiki minn hefur gengið
svo langt að mig langaði að verða
útlifaður sprautufíkill eftir að hafa
horft á Ewan McGregor í Trains-
potting, fannst það bara helv. töff.
Einn af ókostunum við þetta er
að ég á sérlega erfitt með að horfa
á pyntingaratriði í bíómyndum og
þar af leiðandi eru gloppur í kvik-
myndaminni mínu, t.d. vantar mig
ákveðin atriði í Resorvoir Dogs og
Silence of the Lambs sem dæmi.
Doddi, segir fólk við mig, þetta
er bara leikið. Þetta er ekki alvöru.
Ég veit það, svara ég, ég bara
get ekki að þessu gert, og gægist
síðan upp fyrir stólbakið eða innan
úr eldhúsi (ef ég er að horfa á víd-
eó) til að athuga hvort að atriðinu
sé ekki að fara að ljúka.
Ég veit til dæmis ekki ennþá
hvernig Braveheart endaði.
Ég horfði spenntur á alla mynd-
ina, fílaði mig eins og sjálfur Will-
iam Wallace í baráttunni gegn
Englendingum, síðhærður, blár í
framan og kolbrjálaður. Ég var
hann í fangelsinu þegar kærastan
ætlaði að gefa honum sljóvgandi
pillu til að deyfa sársaukann af
væntanlegum pyntingum. Ég var
Wallace þegar hann gekk út að
píningarbekknum og ég var áfram
hann þegar óvinirnir strengdu
hann upp á krossinn. Þegar þarna
var komið sögu sá ég í hvað
stefndi.
Meira veit ég ekki um Brave-
heart.
Ég geri ráð fyrir því að Wallace
hafi verið slitinn í sundur, enda
hefði aldrei verið gerð um hann
bíómynd annars.
Ég hef oft verið að því kominn
að spyrja vini mína að því hvernig
myndin endaði. Einu sinni gerði ég
það mjög óformlega, næstum því í
framhjáhlaupi; já hvernig var
þetta þarna í Braveheart, þegar
Englendingar drápu hann Wallace
þarna…Jú hann dó, fyrir málstað-
inn og eitthvað. Þá tók þessi við-
mælandi minn þetta ekki meira
nærri sér en svo að hann mundi
varla hvernig Wallace var tekinn
af lífi, en á meðan er ég ein-
hvernveginn allur að slitna í sund-
ur.
Hvíl í friði William Wallace, von-
andi í heilu lagi.
En svona er þetta.
Þetta heilkenni mitt er ekki
bundið við bíómyndir eingöngu.
Það er bundið við allt sem ég geri.
Þegar ég geng á grasinu vona ég
að ég hafi ekki valdið því var-
anlegum skaða. Þegar ég set bíl-
inn upp í 4000 snúningana held ég í
alvöru að ég sé að pína hann
áfram. Ég tala nú ekki um þegar
mig grunar að hann sé að verða ol-
íulaus. Þá verð ég ofsalega þyrstur
og ek að lokum inn á bensínstöð.
Er nóg olía á honum? spyr ég
bensínafgreiðslumanninn. Hef ég
ofhitað hann? Afgreiðslumaðurin
tékkar á olíunni og segir að það sé
nóg eftir.
„Bíll er dauður hlutur,“ segir
hann.
Ég veit, svara ég, ég get ekki að
þessu gert.
En þó að þessi eiginleiki geti á
stundum angrað mann eða heft
framkvæmdagleði manns svona í
dagsins önn, er af honum eitthvað
gagn líka.
Það hlýtur að vera gott að geta
t.d. mátað sig í líf annarra manna
til dæmis þegar maður er að velta
fyrir sér hinum og þessum störf-
um þegar maður skoðar atvinnu-
auglýsingarnar, til að sjá hvert
maður ætlar í framtíðinni. Það
kallast að lifa lífinu fyrirfram og
ákveða svo eftir það hvort að mað-
ur á að feta þessa brautina eða
hina. Fá nokkurskonar forsýningu
á lífið.
Í gær var til dæmis auglýst í
Morgunblaðinu að fasanabúið á
Tókastöðum væri til sölu. Doddi
fasanabóndi, hugsaði ég sam-
stundis og ég sá auglýsinguna. Það
hljómar svo sannarlega ekki illa.
Og takið eftir að á andartakinu
sem ég sá auglýsinguna gleymdi
ég umsvifalaust þeirri staðreynd
að sérmenntun mín og hæfileikar
eru ekki þeir heppilegustu fyrir
fasanaræktun, hvað þá á Tóka-
stöðum á Austur-Héraði.
Ég sá mig fyrir mér með strá-
hatt á höfði og korn í skjóðu hang-
andi um axlirnar, dreifandi því til
fasananna minna. Eins og bóndinn
í Búnaðarbanka lógóinu – nema
með hatt. Ég sá mig fyrir mér
vinna fasanaræktun brautargengi
hér á landi, stofna landssamtök
fasanabænda, komast í heims-
samtökin og hefja alþjóða dreif-
ingu á íslensku fasanakjöti. Ég
myndi setja þá í dósir, reykja þá,
gera úr þeim steikur og buff og
selja síðan um allan heim. Skrá
fyrirtækið síðan á NYSE og
græða á tá og fingri. Og ævikvöld-
ið á Tókatöðum yrði ekki amalegt.
Ég úti á verönd, sólin að setjast,
barnabörnin skoppandi í kring
eins og skopparaboltar, og mín
yrði minnst sem mannsins með
fasanana. Og þarna vakna ég og
verð aftur ég sjálfur, hver sem það
var nú aftur.
Doddi á
Tóka-
stöðum
Ég sá mig fyrir mér með stráhatt á höfði
og korn í skjóðu hangandi um axlirnar,
dreifandi því til fasananna minna.
VIÐHORF
Eftir Þórodd
Bjarnason
tobj@mbl.is
✝ Björn Kjartans-son fæddist í
Kjartanshúsi á
Stokkseyri 29. sept-
ember 1911. Hann
lést á Landspítalan-
um Hringbraut 12.
ágúst síðastliðinn.
Foreldrar hans voru
Kjartan Guðmunds-
son, f. 16. júní 1870,
d. 26. okt. 1942, og
kona hans Pálína
Björnsdóttir, f. 4.
sept. 1879, d. 12. jan.
1946. Systkini Björns
voru: Björn Kristinn,
Guðmundur Marel, Jón, Magnús
Ingibergur, Ársæll, Þrúður, Guð-
munda, Guðjón, Kjartan Páll,
Helgi, Þuríður Ásta, Ágúst og
Gunnar, þau eru öll látin.
Björn kvæntist 2. nóv. 1940 eft-
irlifandi eiginkonu sinni Elínu
Sigurðardóttur, f. 11. mars 1917.
Foreldrar hennar voru Sigurður
Bjarnason, f. 28. okt. 1884, d. 12.
apríl 1959, og Sigríður Sigurðar-
dóttir, f. 27. sept. 1891, d. 22. nóv.
1981. Börn þeirra eru: 1) Sóldís, f.
22. júní 1944, gift Svavari Tjörva-
syni, börn þeirra eru a) Hrafnhild-
ur, gift Guðmundi Óskarssyni og
eiga þau Aron Geir og Tinnu
Björk, b) Kjartan, kvæntur Mai-
Lill Pedersen, dóttir þeirra er El-
ín Rahel, c) María, gift Vilhjálmi
Kjartanssyni, dætur þeirra eru
Fanney Halla og Védís, og d)
Bryndís. 2) Sigurður Páll, f. 7. jan.
1946, kvæntur Halldóru Guð-
mundsdóttur, börn
þeirra eru a) Elín, í
sambúð með Alfreð
Halldórssyni, b)
Hrönn, gift Ólafi
Jens Daðasyni og
eiga þau Sigurð Pál
og Helenu, c) Brynj-
ar, í sambúð með
Guðrúnu Sjöfn Ax-
elsdóttur, d) Birgir, í
sambúð með Berg-
lindi Höllu Jónsdótt-
ur og eiga þau Láru
Björk, og e) Gísli
Páll, kærasta hans
er Sara Lovísa Hall-
dórsdóttir. 3) Björn, f. 12. júní
1952, kvæntur Heiðrúnu Jóhanns-
dóttur, börn þeirra eru Sandra
Björk, Björn Freyr og Ellen Dag-
mar. Björn og Elín ólu upp bróð-
urson Björns, Rúnar Ágústsson, f.
15. sept. 1938, börn hans eru a) El-
ín Þóra, gift Erni Pálssyni og eiga
þau Sigurð Rúnar, Jón Pál og Örn
Inga, og b) Björn Rúnar, sambýlis-
kona hans er Sólveig Anna Ein-
arsdóttir og eiga þau Björn. Eig-
inkona Rúnars er Sveindís
Helgadóttir.
Björn stundaði sjómennsku og
önnur verkamannastörf þar til
hann réð sig í Steiniðjuna sem síð-
ar fékk nafnið Steinsmiðja S.
Helgason en þar starfaði hann í 40
ár eða fram til ársins 1990, þá orð-
inn 79 ára gamall.
Útför Björns verður gerð frá
Fríkirkjunni í Reykjavík í dag og
hefst athöfnin klukkan 13.30.
Í dag kveðjum við hann afa og það
er söknuður og margar fallegar
minningar sem koma upp í huga okk-
ar. Þegar við bjuggum á Hvamms-
tanga var alltaf mikil eftirvænting í
hjörtum okkar þegar von var á afa og
ömmu í heimsókn. Við biðum úti í
glugga eftir að sjá þau koma og alltaf
komu þau færandi hendi. Ekki var
eftirvæntingin minni þegar við fórum
í heimsókn til þeirra til Reykjavíkur.
Spenningurinn smá jókst eftir því
sem leið á ferðina og þegar komið var
í Tíðaskarð í Hvalfirðinum sást loks-
ins til Reykjavíkur og fyrir endann á
löngu ferðalagi. Alltaf tóku afi og
amma vel á móti okkur á tröppunum
á Langholtsveginum. Þegar kom svo
að því að fara aftur heim þá kvöddu
afi og amma á tröppunum á Lang-
holtsveginum þar sem þau veifuðu
okkur í sífellu þar til bíllinn var kom-
inn í hvarf. Eftir að við fluttum til
Reykjavíkur breyttist þetta, en alltaf
var jafn notalegt að koma til afa og
ömmu. Afi hafði ávallt mikla ánægju
af því að vera afi sem lýsti sér vel í
samskiptum við okkur börnin. Hann
var ávallt blíður og gefandi í viðmóti
við okkur.
Megnið af sinni ævi hafði afi aldrei
ekið bíl. En þegar hann var að verða
67 ára tók hann upp á því að taka bíl-
próf og keypti nokkuð flottan Skoda.
Þegar farið var í bílferðir með afa og
ömmu var alltaf boðið upp á brjóst-
sykur sem við kölluðum „Skoda-
mola“. Seinna þegar afi var hættur
að keyra var „Skoda-molinn“ samt
áfram boðinn. Afi var mikill söng-
maður, á sínum yngri árum með þátt-
töku í kórum, en við minnumst hans
sérstaklega syngjandi við flest sem
hann tók sér fyrir hendur hvort sem
það var uppvaskið, garðvinnan eða
eitthvað annað.Í seinni tíð minnumst
við hans sitjandi á gólfinu, syngjandi
að leik við barnabarnabörnin.
Afi skilur eftir sig margar yndis-
legar minningar, hann tók alltaf á
móti okkur með þremur kossum og
kvaddi á sama hátt. Nú kveðjum við
afa okkar með þremur kossum og
þökkum fyrir allt.
Ég þakka þau ár sem ég átti,
þá auðnu að hafa þig hér.
Og það er svo margs að minnast,
svo margt sem um hug minn fer.
Þó þú sért horfinn úr heimi,
ég hitti þig ekki um hríð.
Þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir.)
Elsku amma, hugur okkar er hjá
þér.
Elín, Hrönn, Birgir,
Brynjar og Gísli Páll.
Það er afskaplega sárt að þú skulir
vera búinn að kveðja þetta líf, elsku
afi. Í hjarta okkar allra sem þekktum
þig hvílir mikill söknuður og sorg og
þá sérstaklega hjá henni ömmu sem
ávallt reyndist þér með eindæmum
trygg og trú. Hún var þér til halds og
trausts og studdi við bak þér allt
fram til lokadags.
Þegar ég hugsa um þær stundir
sem ég og þú áttum saman rennur
fyrst upp í huga mér göngutúrarnir
okkar sem áttu sér stað á mínum
yngri árum. Þegar ég heimsótti ykk-
ur ömmu bað ég þig oft um að fara
með mér í göngutúr um Langholts-
veginn þar sem þið bjugguð svo lengi
og undantekningarlaust bað ég þig
um að sýna mér stóru blokkirnar í
Austurbrún. Fátt fannst mér jafn
gaman en að fara með þér og skoða
þessar stóru blokkir sem alla tíð síð-
an þá hafa minnt mig á þig og göngu-
túrana okkar. Alltaf varstu jafn já-
kvæður og aldrei neitaðirðu mér um
þessa labbitúra sem fyrir mér voru
ævintýri líkastir enda var ég aðeins
fimm ára gömul og trúi ég því í dag
að þú sjálfur hafir einnig haft gaman
af þessum ferðum okkar, afi minn.
Þegar veður var gott varstu ekki
lengi að taka gömlu góðu róluna þér í
hönd og hengja hana upp á þvotta-
staurinn í garðinum ykkar svo að við
systkinin gætum leikið okkur með
hana. Ég minnist þess einnig að þeg-
ar ég heimsótti ykkur ömmu á Lang-
holtsveginn færðir þú mér oft liti og
litabók eða okkur systkinum Andr-
ésblöð til lestrar. Mér fannst líka fátt
skemmtilegra en þegar þú spilaðir
við mig á spil enda voru fáir aðrir en
þú sem ég spilaði við á mínum yngri
árum. Þú mátt svo sannarlega eiga
það, afi minn, að þú varst ávallt ein-
staklega ljúfur og góður við okkur
systkinin hvað sem þú tókst þér fyrir
hendur með okkur, hvort sem hét að
spila, sýna okkur myndaalbúm eða
fara með okkur í göngutúra. Þú og
amma komuð alltaf í afmælisveislur
okkar systkina þegar við vorum
yngri og hafa fáir gefið okkur jafn
veglegar jóla- og afmælisgjafir sem
þið.
Mér finnst afskaplega ljúft að
hugsa til þess að þann dag sem þú
kvaddir þetta líf fór amma með for-
eldrum mínum og systkinum í hús
eitt niðri í bæ þar sem nú er meðal
annars staðsett lítið kaffihús. Í þessu
húsi kynntust þið amma og eydduð
saman ykkar fyrstu árum sem
ábyggilega hafa verið ykkur mjög
kær. Það hefur vonandi verið ömmu
mjög kært og þýðingarmikið að
heimsækja einmitt þennan stað á
þessum örlagaríka degi þínum.
Þó svo að þín síðustu ár hafi
ábyggilega reynst þér erfið og heils-
an farin að láta til sín segja, léstu
aldrei bug á sjá. Þú varst með ein-
dæmum sterkur og ákveðinn og allt-
af virtist hugsun þín jafn skýr og
skörp þrátt fyrir háan aldur. Þú
gerðir þér alltaf grein fyrir þeim
hlutum sem fram fóru í kringum þig
og í mínum augum varstu sönn hetja
allt fram til dauðadags. Á þennan
hátt upplifði ég þig, afi minn.
Nú kveðjum við systkinin þig með
söknuð í hjarta og eftir lifir eilíf
minning um einstaklega ljúfan og
góðan mann sem reyndist okkur
ávallt svo vel, hann afa.
En svo hef ég hlerað og haft fyrir satt,
þá hríðin tók að þér að sveigja
og feigðin að hælum þér helskóna batt,
sem hetja þú kunnir að deyja.
(Theodóra Thoroddsen.)
Sandra Björk, Björn Freyr
og Ellen Dagmar.
Amma og afi, órofa heild á Lang-
holtsvegi 6. Ekkert gat raskað þeim
kletti sem amma og afi mynduðu
saman. Nú hefur afi lokið sinni lífs-
göngu og horfið brott úr þessum
heimi. Það var oft líf og fjör á Lang-
holtsveginum enda urðu barnabörnin
mörg. Úr kistu minninganna er
margt að sækja, mörg atvik með afa
og ömmu og ættingjum. Töfraveröld
afa var líka niðri í kjallara þar sem
hann geymdi verkfærin sín, allt var á
sínum stað og hafði sinn ákveðna til-
gang.
Afi hafði byggt húsið sjálfur og
þau ræktað lóðina saman af mynd-
arskap.
Maður var alltaf velkominn í faðm
afa, það var alltaf tími fyrir börnin
enda sagði amma það oft að hann
hefði nú alltaf verið hjálpsamur með
þeirra börn.
Og það var eins og maður gæti
fundið ástina á milli þeirra, séð hana
og jafnvel snert. „Já, Ella mín,“ sagði
afi við ömmu og orðin óma innra með
manni. Afi var söngmaður, hann
kunni mikið af lögum og var oft að
syngja þannig að söngur afa meitl-
aðist inn í barnsvitundina. Sú stund
er afi söng fyrir mín börn var mér
mikils virði. Afi bar velferð afkom-
enda sinna fyrir brjósti, alla tíð hafði
ég stuðning hans í því sem ég tók
mér fyrir hendur, hvort sem það var
húsbygging eða vetrardvöl á Hvera-
völlum. Í einu og öllu studdi hann
mig og barnabörn sín út á lífsins veg
og var tilbúinn að grípa okkur ef við
myndum misstíga okkur. Ást og um-
hyggja afa fyrir sínu fólki var ómet-
anleg.
Já, það var margt sem hann afi bar
með sér í þennan heim, gaf og
kenndi. Það er nefnilega þannig,
hvað sem heimsins prjáli, titlatogi og
mannanna verkum líður, þá er það
þinn innri maður sem uppi stendur.
Mikið er ég þakklát því nesti sem
hann afi minn lagði til með mér, kær-
leikann vináttuna, ástina, virðinguna,
stoltið, festuna og væntumþykjuna.
Hann afi var einstakur maður. Guð
gefi ömmu styrk og kærleik á þess-
um erfiða tíma.
Guð blessi þig, afi. Takk fyrir sam-
fylgdina.
María Svavarsdóttir.
BJÖRN
KJARTANSSON
Sími 562 0200
Erfisdrykkjur