Morgunblaðið - 21.08.2003, Qupperneq 33
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. ÁGÚST 2003 33
Elskulegur faðir minn, tengdafaðir og afi,
GUTTORMUR SIGURBJÖRNSSON
fyrrverandi forstjóri,
lést á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð, Kópavogi,
mánudaginn 11. ágúst.
Útförin fer fram frá Digraneskirkju föstudaginn
22. ágúst kl. 13.30.
Þeim, sem vildu minnast hans, er bent á
Sunnuhlíðarsamtökin eða önnur líknarfélög.
Ingvi Kristján Guttormsson, Herdís Þórisdóttir,
Guttormur Arnar Ingvason,
Eva Írena Ingvadóttir,
Áki Elí Ingvason,
Hilmir Már Ingvason.
Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi
og langafi,
KRISTJÁN MAGNÚS ÞÓR
JÓHANNESSON,
Hjallabraut 33,
Hafnarfirði,
áður til heimilis í Hellisgötu 7,
Hafnarfirði,
lést á St. Jósefsspítala sunnudaginn 17. ágúst.
Útförin fer fram frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði föstudaginn 22. ágúst
kl. 15.00.
Anna M. Þorvaldsdóttir,
Kristjana A. Kristjánsdóttir, Davíð I. Pétursson,
Þorvaldur Kristjánsson, Anna Rut Antonsdóttir,
Guðrún Kristjánsdóttir,
Jóhannes Kristjánsson, Guðrún Bjarnadóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengda-
móðir, amma og langamma,
INGA ANNA GUNNARSDÓTTIR,
Arnarhrauni 18,
Hafnarfirði,
verður jarðsungin frá Fossvogskirkju föstu-
daginn 22. ágúst kl. 10.30.
Benedikt Guðmundsson
og aðrir aðstandendur.
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
GUÐMUNDUR ÓLAFUR BÆRINGSSON,
Höfðagötu 17,
Stykkishólmi,
sem lést mánudaginn 11. ágúst, verður jarð-
sunginn frá Stykkishólmskirkju laugardaginn
23. ágúst kl. 14.00.
Kristbjörg Hermannsdóttir,
Hermann Guðmundsson, Sigurlína Sigurbjörnsdóttir
Bæring Jón Guðmundsson, Jóna Gréta Magnúsdóttir,
Sigurþór Guðmundsson, Sigrún Hrönn Þorvarðardóttir,
Kristinn Breiðfjörð, Elísabet Kristjánsdóttir,
Ólöf Guðrún Guðmundsdóttir, Jón H. Gunnarsson,
Ágústína I. Guðmundsdóttir, Gunnar Gunnarsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, systir,
amma og langamma,
ÁSTRÍÐUR ÓLAFSDÓTTIR,
Klapparstíg 1,
Reykjavík,
lést miðvikudaginn 13. ágúst.
Útförin fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík
föstudaginn 22. ágúst kl. 15.00.
Þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á
krabbameinslækningadeild Landspítalans.
Guðrún Marta Torfadóttir, Björn Sævar Einarsson,
Ólafur Davíð Stefán Torfason, Sigurbjörg Rósa Þórhallsdóttir,
Ingigerður Torfadóttir, Jón Óttarr Karlsson,
Kristín Torfadóttir, Gísli Sveinsson,
Torfi Þorkell Torfason, María Sjöfn Reynisdóttir,
Jóhannes Vilhelm Ólafsson,
barnabörn og langömmubörn.
Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og
afi,
YNGVI GUÐMUNDSSON
fyrrv. rafmagnseftirlitsmaður,
Hlíf II,
Ísafirði,
sem lést föstudaginn 15. ágúst, verður jarð-
sunginn frá Ísafjarðarkirkju laugardaginn
23. ágúst kl. 14.00.
Þeim, sem vilja minnast hans, er vinsamlega bent á minningarkort MND
félagsins, í síma 565 5727, eða í Bókaverslun Jónasar Tómassonar,
Ísafirði.
Sigrún Einarsdóttir,
Þuríður Yngvadóttir, Guðmundur Jónsson,
Auður Yngvadóttir,
Einar Á. Yngvason, Emelía Þórðardóttir
og barnabörn.
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir og afi,
GRÉTAR NÖKKVI EIRÍKSSON
kaupmaður,
Miðleiti 2,
Reykjavík,
sem lést miðvikudaginn 13. ágúst sl., verður
jarðsunginn frá Fossvogskirkju föstudaginn
22. ágúst kl. 15.00.
Þeim, sem vilja minnast hans, er vinsamlega bent á Félag Hjartasjúklinga.
Þorgerður Arnórsdóttir,
Jón Páll Grétarsson, Margrét Jónsdóttir,
Eiríkur Grétarsson, Anna Lilja Flosadóttir,
Dagur Ingi, Nína og Alda Karen.
Maja frænka er látin
og það var sárt að
heyra. Ég hringdi í Jón
2. ágúst til þess að láta
hann og Maju og fjölskylduna vita af
andláti föður míns sem varð þá um
morguninn. Svo gerist það á jarðar-
farardag pabba að Særún, frænka
mín og æskuvinkona, hringir í mig
og segir mér lát móður sinnar. Jón
ræddi svo við mig á eftir. Mér þótti
skammt stórra högga á milli. Það er
ekki þægileg tilfinning sem maður
reynir þegar missir bætist við missi
og í þeim aðstæðum sem ég var
skildi ég til fulls hvernig fjölskyldu
MARÍA GUÐRÚN
KONRÁÐSDÓTTIR
✝ María GuðrúnKonráðsdóttir
fæddist í Garðhúsum
á Skagaströnd 11.
október 1930. Hún
andaðist á Landspít-
alanum við Hring-
braut 9. ágúst síðast-
liðinn og var útför
hennar gerð frá
Hafnarfjarðarkirkju
19. ágúst.
frænku leið.
Maja frænka mín var
sérstök manneskja í
mínum augum. Mér
fannst svo aðdáunar-
vert hvað hún gat verið
jákvæð og glaðvær og
gefandi í samskiptum,
þótt heilsufarið væri
löngum þannig að þar
bættist hver raunin við
aðra. Það eru aðeins
hetjur sem halda velli
með þeim hætti sem
Maja frænka gerði. Ég
man eftir svo mörgu frá
þeim tíma þegar pabbi
og mamma voru leigjendur hjá Jóni
og Maju í Sænska húsinu. Það var
fjör í okkur krökkunum þá og mikil
umferð upp og niður stigann. Og þá
var Maja frænka í essinu sínu. Henni
þótti aldeilis varið í þá lífsgleði sem í
gangi var og tók hjartanlega þátt í
henni með okkur. Og þótt stundum
keyrði eflaust úr hófi fram með ærsl-
in var umburðarlyndið mikið hjá
frænku og sennilega hugsaði hún þá
oft með sér: „Þetta er ungt og leikur
sér og þarf að eiga sínar gleðistund-
ir!“
Löngu síðar þegar ég vann að end-
urbótum á Sænska húsinu fann ég
svo vel að frænka var enn hin sama,
jafnfull af glaðværð og hjartahlýju
sem fyrr. Og maður tók eftir traust-
inu og tryggðinni milli þeirra
hjónanna. Þar hafði sú taug verið
hnýtt sem bar vitni um sanna lífstíð-
arást. Þau lifðu fyrir fjölskylduna og
hvort annað og það var yljandi að sjá
hvernig elskan sýndi sig þar í öllu,
allt niður í smáatriði lífsins. Frá upp-
hafi kynna urðu allir í þessari fjöl-
skyldu manni kærir, ekki endilega
vegna skyldleikans, heldur vegna
þess að fjölskyldan var bara þannig.
Manni þótti strax vænt um hvern og
einn þar og þannig hefur það alltaf
verið. Og ég fann það svo innilega
hjá Maju frænku hvað það var gagn-
kvæmt alla tíð.
Ég vil í þessum fáu orðum þakka
fyrir mig, þakka fyrir svo margt sem
er dýrmætt og gott, fyrir hugljúfar
minningar sem ég á um góða frænku
með stórt og gefandi hjarta. Þær
munu lifa með mér meðan lífið varir.
Ég bið Jóni, börnum þeirra hjóna og
öllum ástvinum blessunar og trúi því
að Drottinn gefi þeim styrk í sorg og
mótlæti og leiði þau áfram um veg-
inn í trú vonar og endurfunda.
Rúnar Kristjánsson.
Enginn veit hvað
átt hefur fyrr en misst
hefur. Ég vissi alltaf
að ég ætti mikið að
eiga þig að. Samt sem áður hef ég
komist að því að þetta eru orð að
sönnu. Ég sakna þín svo mikið. Ég
heyri enn glaðlega hláturinn þinn
og sé enn brosið þitt. Ég hugsa
enn: „Nei, ég verð að hringja í
mömmu og segja henni frá þessu.“
Þegar síminn hringir finnst mér
enn að það geti verið þú. Mér
finnst svo óraunverulegt að þú sért
farin. Við vorum búnar að skoða
framtíðina mikið og þar varst þú
alltaf inni í myndinni. Tilbúin að
hvetja mig og gefa mér styrk eins
og þú varst vön. Ég bíð ennþá eftir
að einhver hnippi í mig og segi mér
að þetta sé allt saman draumur. Að
ég muni vakna upp og ganga fram í
stofu. Þar sitjir þú og prjónir. Að
þú spyrjir hvað við eigum að hafa í
hádegismatinn. Að þetta sé venju-
legur frídagur þar sem ég hef sofið
fram eftir. Innst inni veit ég þó að
svo er ekki. Ég verð að sætta mig
við þá staðreynd að Guð hefur kall-
að þig til sín.
Þú varst yndisleg manneskja. Þú
varst besta móðir sem hugsast get-
ur. Fjölskyldan var þér allt. Það er
sárt að hugsa til þess að þær góðu
stundir sem við áttum saman verði
ekki fleiri. Ferskastar eru minning-
arnar um síðustu tvær helgarnar
okkar saman. Þá dró ég ykkur
SOFFÍA GUÐRÚN
GUÐMUNDSDÓTTIR
✝ Soffía GuðrúnGuðmundsdóttir
fæddist á Akureyri 3.
júní 1961 en ólst upp
á Ærlæk í Öxarfirði.
Hún varð bráðkvödd
á heimili sínu 1. júlí
síðastliðinn og var
útför hennar gerð
frá Skinnastaðar-
kirkju í Öxarfirði 8.
júlí.
pabba með á rúntinn
og í nammileiðangur
löngu eftir ykkar
venjulega háttatíma.
Þú hlóst svo mikið.
Helgina eftir það löbb-
uðum við pabbi Jök-
ulsárgljúfrin. Þú gerð-
ir nesti fyrir okkur en
beiðst svo í sumarbú-
staðnum okkar og
prjónaðir. Veðrið var
gott og sólin skein.
Minni og Heiða voru í
heimsókn með dæt-
urnar sínar. Þú elsk-
aðir að vera í kringum
börn. Og ævinlega þegar ég kom
heim á Brávellina var húsið fullt af
börnum eða öðrum gestum. Hjá
þér voru allir velkomnir. Þú gast
setið tímunum saman og spjallað
við vini okkar Gumma þótt við vær-
um fjarverandi. Þér þótti vænt
bæði um menn og dýr. Afi á Ærlæk
sagði mér sögu af þér sem lýsir þér
vel. Hann var að koma vestur í
fjárhús að vorlagi en þá stóð sauð-
burður yfir. Heyrir hann þá söng
inni í hlöðunni svo hann leit þar
inn. Þá sér hann hvar þú sem varst
þá sjö ára situr uppi á heystabb-
anum og ert með lítið lamb í kjöltu
þinni. Þú straukst því og syngur
fyrir það „Inn milli fjallanna, hér á
ég heima“. Svo kallaðirðu til afa:
„Þetta er annað lambið mitt sem
Golta fæddi af sér í gær.“
Minningarnar eru margar og nú
rifjast þær upp hver á eftir ann-
arri. Elsku mamma, ég get ekki
verið annað en hamingjusöm með
þann tíma sem ég fékk með þér. Þú
gafst okkur gott veganesti í fram-
tíðina. Minningarnar veita okkur
gleði og þú lifir áfram í hjörtum
okkar.
Þú varst ljósið sem skein svo skært,
þú varst lífið svo undurtært,
þú varst allt sem ég ann svo kært,
þú skalt mín kæra sofa vært.
(K.Þ.)
Guðný Jóna Kristjánsdóttir.
Minningargreinum þarf að
fylgja formáli með uppl. um
hvar og hvenær sá sem fjallað
er um er fæddur, hvar og hve-
nær dáinn, um foreldra hans,
systkini, maka og börn og loks
hvaðan útförin verður gerð og
klukkan hvað.
Formáli
minning-
argreina