Morgunblaðið - 21.08.2003, Síða 34
MINNINGAR
34 FIMMTUDAGUR 21. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ
Það var um haust,
skítakuldi úti og inn um
dyrnar stormar hávax-
in dökkhærð kona í
pels, var að mæta til
vinnu í fyrsta skipti og kynnti sig
sem Andreu. Mér leist ekkert á blik-
una þessi kona var nú örugglega
meira snobbið, hún mætti jú í vinn-
una í pels. Það kom svo sannarlega
fljótt í ljós að hér var ekki snobbuð
kona á ferð og pelsinn fékk hún í
Noregi þar sem hún hafði búið und-
anfarin 7 ár, hann var svo askoti hlýr
í kuldanum þar, var bara gamall
þvottabjörn. Þetta lýsir henni vel það
sem ég kynntist henni, stórbrotin,
blátt áfram og gustaði í kringum
hana, en afskaplega ljúf og góður vin-
ur líka.
Ég vann með Andreu í 8 ár hjá
Siglingamálastofnun og áttum við
margar góðar stundir í gamla JL-
húsinu og merkilegt að hún benti
mér á mann sem stormaði inn eftir
ganginum einn daginn og sagði
„Þetta er nú yngsti kaupskipaskip-
stjóri landsins, hefurðu séð hann?“
Ég því miður sá bara aftan á hann þá,
en 2 dögum síðar benti hún mér á
hann aftur þar sem við vorum að
vinna á Öryggismálaráðstefnu og í
dag erum við harðgift. Hún grínaðist
nú með það annað slagið að það væri
henni að þakka að við hefðum hist og
má hún svo sannarlega eiga sinn þátt
í því.
Engan þekkti ég sem rataði eins
vel um miðbæinn eins og Andreu og
var það ósjaldan að ég hringdi pirruð
ANDREA
BENEDIKTSDÓTTIR
✝ Andrea E. Bene-diktsdóttir fædd-
ist í Reykjavík 6. apr-
íl 1951. Hún lést á
krabbameinsdeild
Landspítalans við
Hringbraut 11. ágúst
síðastliðinn og var
útför hennar gerð
frá Dómkirkjunni 19.
ágúst.
og var gjörsamlega villt
eða fann ekki bílastæði,
þá bara lóðsaði hún mig
og áður en ég vissi af
var ég komin á leiðar-
enda eða komin í þetta
fína bílastæði. Það er
ekki ósjaldan þegar ég
er í vandræðum í mið-
bænum að hún poppar
upp í hugann.
Andrea kenndi mér
margt um bakstur og
eru ófáar uppskriftirn-
ar sem ég á frá henni,
allar hver annarri betri,
en súkkulaðirjóminn
hennar er ótrúlega góður. Ég hætti
og flutti mig um set, en skondið hvað
margt skrýtið gerist í heiminum því
við eignuðumst báðar okkar fyrstu
nýju bíla beint úr kassanum sama
daginn og hittumst svo 2 dögum síð-
ar að rifna úr monti hvor yfir sínum
bíl.
Mér fannst aðdáunarvert við And-
reu hvað hún náði góðu vinasam-
bandi við Hrólf og Siggu, sérstaklega
á unglingsárunum þeirra og hvað það
skipti hana líka miklu máli enda var
hún alltaf ákaflega stolt af þeim. Hún
samgladdist mér á mörgum stundum
og stappaði í mig stálinu þegar illa
gekk, það er sorg í hjarta mínu og
tárvot augu þegar ég skrifa þessi orð.
Ég er búsett í Afríku um þessar
mundir og kemst því miður ekki við
jarðarförina en sendi mínar innileg-
ustu samúðarkveðjur til Sæma,
Hrólfs, Sigurbjargar og þeirra fjöl-
skyldna,
Áslaug.
Hún elsku góða Adda frænka er
dáin. Stórt skarð hefur myndast í
fjölskyldunni. Ég vil þakka fyrir
þann tíma sem ég fékk með henni.
Þegar ég var lítil stelpa og Adda dúll-
aðist í hárinu mínu, þegar Adda bjó
til brómberjasaft í Noregi, þegar við
horfðum á og hlógum að Með allt á
hreinu, þegar við borðuðum lunda
hjá henni, þegar við spjölluðum sam-
an um heima og geima, spiluðum,
sungum og hlógum. Það var ekki
hægt að láta sér leiðast hjá Öddu,
hún var alltaf svo glöð og kát, falleg,
góð og fín. Hún var einstaklega barn-
góð og hjartahlý manneskja. Ég
þakka Guði fyrir að hafa fengið að
eiga frænku eins og Öddu. Ég gleymi
henni aldrei svo lengi sem ég lifi.
Elsku Sæmi, Hrólfur, Guðný,
Andri, Kolbeinn, Sigga og Glóey,
amma og afi, Guð styrki ykkur í sorg-
inni.
Regína Hjaltadóttir.
Það er erfitt að skilja það afhverju
lífið tekur óvæntar beygjur þegar
síst skyldi. Það kennir okkur þó
kannski að njóta sérhvers dags sem
okkur er gefinn. Þannig var Adda,
hún fékk kannski ekki alveg jafn
marga daga og við vonumst flest eftir
að fá en hún hafði lag á því að njóta
þeirra. Adda frænka var okkur kær
og það er skrítið að núna sé hún far-
in.
Þegar við hugsum til Öddu í ljósi
gamalla minninga kemur okkur til
hugar fallegur sumardagur í Flatey.
Einhver er að elda, annar að vaða í
voginum, einhverjir að syngja og
aðrir einhvers staðar úti á sjó að
veiða þorsk í matinn, allir í sínu,en
samt saman á einhvern hátt. Þannig
er sú óútskýranlega samheldni sem
við þekkjum öll svo vel í Ásgarði. Allt
er tímalaust, allt er svo rólegt, fallegt
og friðsælt. Þar höfum við öll eytt
dýrmætum tíma saman og búið til
ógrynnin öll af fallegum minningum
um stóru fjölskylduna okkar. Það
munum við muna um ókomin ár.
Þannig verður dauðinn ekki jafn end-
anlegur því að minningarnar lifa.
Adda var alltaf hress, alltaf glöð, allt-
af hlý. Þannig munum við hana. Það
er líka huggun að trúa því að nú sé
hún á betri stað, þar sem ekki er
sársauki.
Elsku Sæmi, Hrólfur, Sigga,
Guðný, Andri, Kolbeinn og Glóey,
góður Guð styrki ykkur í sorginni.
Elsku Adda, takk fyrir minningarn-
ar.
Oddur og Auður.
Auður móðursystir
mín er látin. Það er
margs að minnast frá æskuárun-
um í Blönduhlíðinni þar sem öll
stórfjölskyldan bjó eftir að afi,
Jón Eyjólfsson, og amma Sesselja
Konráðsdóttir fluttust til Reykja-
víkur frá Stykkishólmi og opnuðu
Jónsbúð. Það var stórkostlegt að
fá tækifæri til að kynnast náið
öllu móðurfólkinu í bernsku og
það situr fast eftir í minningunni.
Auður flutti til Ameríku með
seinni manni sínum og þá var Am-
eríka miklu lengra í burtu en nú.
Þá voru stopular ferðir og flug-
AUÐUR
JÓNSDÓTTIR COLOT
✝ Auður Jónsdótt-ir (Vigmo) Colot
fæddist í Stykkis-
hólmi 18. apríl 1921.
Hún lést í Alexand-
ríuborg í Virginíu-
fylki í Bandaríkjun-
um 26. júlí
síðastliðinn og var
útför hennar gerð 31.
júlí. Minningarat-
höfn um Auði var
haldin í Laugarnes-
kirkju 20. ágúst.
tíminn langur, en það
breytti engu fyrir
Auði. Hún hélt góðu
sambandi við ætt-
ingja sína og reyndi
að koma í heimsókn
til Íslands eins oft og
hún gat alveg framá
síðustu ár. Í hvert
sinn sem hún kom
vildi hún alltaf fá að
sjá alla ættingja sína
ef því var við komið
og alltaf var jafn-
gaman að hitta Auði,
hún hafði alltaf frá
svo mörgu að segja
og veitti okkur innsýn í sína ver-
öld. Það var alltaf gaman að heyra
frá henni og fá sendar frá henni
framandi gjafir sem vöktu alltaf
athygli og veittu gleði og ham-
ingju.
Það verður mér alltaf minni-
stætt síðasta stórafmæli hennar,
þegar hún varð áttræð, sem hún
hélt uppá af miklum myndarskap
á heimili sínu í Washington. Þar
var fullt hús af fólki sem hafði
notið þeirrar gæfu að kynnast
henni í gegnum tíðina og sam-
glöddust þessari sérstæðu, glæsi-
legu konu sem naut þess að gleðja
alla hvenær sem færi gafst.
Auður var einstaklega gefandi
kona og það var alltaf jafn gaman
að slá á þráðinn til hennar þegar
færi gafst. Hún hafði alltaf óbil-
andi trú á því sem fólk var að
vinna að og var einstaklega hvetj-
andi og jákvæð í garð hverskyns
verkefna og ekki síst þegar rætt
var um að koma Íslandi, landinu
hennar og afurðum þess á fram-
færi í stórborginni. Hún fylgdist
vel með því sem vinir hennar
unnu að og var öllum innan hand-
ar með jákvæðri gagnrýni og
ábendingum sem voru gulls ígildi.
Í hvert skipti sem maður hitti
íslendinga sem búa í Washington
eða hafa búið þar, virtust þeir
nánast allir hafa þekkt Auði og
báru henni gott orð. Það var því
mjög ánægjulegt að fá að kynnast
frænku sinni í gegnum vini henn-
ar. Öllum sem kynntust henni
áttu það sameiginlegt að þykja af-
ar vænt um hana og voru stoltir af
henni og þeim gleðigjafa sem í
henni bjó allt framá síðasta dag.
Hún elskaði alla og allir elskuðu
hana. Það er því með söknuði sem
við kveðjum Auði og munum
ávallt muna þær stundir sem við
hittumst og ræddum saman í
hvert sinn sem tækifæri gafst.
Við sendum börnum hennar og
barnabörnum okkar innilegustu
samúðaróskir um leið og við
kveðjum þessa glæsilegu konu
sem naut þess að gefa en átti erf-
itt með að þiggja.
Baldvin og Margrét.
Afmælis- og minningargreinum má skila í tölvupósti (netfangið er minning@mbl.is, svar er
sent sjálfkrafa um leið og grein hefur borist) eða á disklingi. Ef greinin er á disklingi þarf
útprentun að fylgja. Nauðsynlegt er að tilgreina símanúmer höfundar og/eða sendanda
(vinnusíma og heimasíma). Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu
greina, enda þótt þær berist innan hins tiltekna frests. Nánari upplýsingar eru á mbl.is. Um
hvern látinn einstakling birtist formáli og ein aðalgrein af hæfilegri lengd á útfarardegi, en
aðrar greinar skulu ekki vera lengri en 300 orð, u.þ.b. 1.500 slög (með bilum) eða um 50 línur
í blaðinu (17 dálksentimetrar). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi.
Einnig er hægt að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5–15 línur, og votta virðingu
án þess að það sé gert með langri grein. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín
en ekki stuttnefni undir greinunum.
Lundi V/Nýbýlaveg
564 4566 • www.solsteinar.is
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, afi
og langafi,
BJÖRN KJARTANSSON
steinsmiður,
Kleppsvegi 62,
Reykjavík,
sem andaðist á Landspítalanum við Hring-
braut þriðjudaginn 12. ágúst, verður jarðsung-
inn frá Fríkirkjunni í Reykjavík fimmtudaginn
21. ágúst kl. 13.30.
Elín Sigurðardóttir,
Rúnar Ágústsson, Sveindís Helgadóttir,
Sóldís Björnsdóttir, Svavar Tjörfason,
Sigurður P. Björnsson, Halldóra Guðmundsdóttir,
Björn Björnsson, Heiðrún Jóhannsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Hjartans þakkir til allra, sem sýndu okkur
samúð, vináttu og hlýhug við andlát og útför
elskulegs eiginmanns míns, föður okkar,
sonar, tengdasonar, mágs og bróður,
JÓNS ODDSSONAR,
Höfðavegi 46,
Vestmannaeyjum.
Sigríður Ragnarsdóttir,
Ragna Kristín, Hafþór og Bryndís,
Svava Aðalsteinsdóttir, Oddur Jónsson,
Pálína Jónsdóttir,
Þórunn Ragnarsdóttir og fjölskylda
og systkini hins látna.
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda-
móðir og amma,
ÓLÖF ÓSKARSDÓTTIR,
Klettahrauni 15,
Hafnarfirði,
sem lést þriðjudaginn 12. ágúst, verður
jarðsungin frá Hafnarfjarðarkirkju föstudaginn
22. ágúst. Athöfnin hefst kl. 13.30.
Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir, en
þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á Hjartavernd.
Jón Gunnarsson,
Erla G. Jónsdóttir, Jón Eiríksson,
Sigrún Jónsdóttir, Brynjar Ragnarsson,
Gunnar Jónsson, Magnea G. Þórarinsdóttir,
Sjöfn Jónsdóttir, Sigurjón R. Hrafnkelsson
og barnabörn.
Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi
og langafi,
JÓN MAGNÚSSON
frá Geirastöðum,
Kleppsvegi 132,
Reykjavík,
verður jarðsunginn frá Grensáskirkju föstu-
daginn 22. ágúst kl. 13.30.
Blóm og kransar eru afþakkaðir, en þeim, sem vildu minnast hans, er
bent á Félag aðstandenda Alzheimersjúklinga.
Kristín H. Aspar,
Kristbjörg Jónsdóttir, Jón G. Sigurjónsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu
okkur samúð, hlýhug og vináttu við andlát og
útför ástkærrar móður, tengdamóður, systur,
ömmu og langömmu
SIGRÚNAR ÓLAFSDÓTTUR,
Hrefnugötu 1.
Sérstakar þakkir viljum við færa starfsfólki
Droplaugarstaða.
Jóhanna Ottesen, Þórir Oddsson,
Vilborg Ólafsdóttir,
Jóhann Ottesen Þórisson,
Oddur Þórisson, Dagbjört Reginsdóttir,
Gunnhildur Sif Oddsdóttir, Þórir Oddsson.