Morgunblaðið - 21.08.2003, Qupperneq 37
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. ÁGÚST 2003 37
RHnet
Iceland University
of Education
COMPUTING SERVICES
Rá ›stefna um tölvunet og notkun fleirra
Nordunet 2003
Alþjóðleg ráðstefna um tölvunet verður haldin í Háskólabíói dagana 24. til 27. ágúst nk. Rann-
sókna- og háskólanet Íslands, RHnet, heldur ráðstefnuna í samvinnu við önnur slík net á
Norðurlöndum.
Meðal efnis er: Nýtt skipulag neta og næstu kynslóðir leiðstjóra (routers), þráðlaus net, öryggi
netkerfa og vírusar, innleiðing á nýjum samskiptastaðli fyrir Internetið, gagnaveitur, samvinna og
aðgengi að netum, það nýjasta í ljósleiðaratækni og ýmsir framtíðarmöguleikar.
Á fimmta tug fyrirlestra verða á ráðstefnunni og þátttakendur eru frá um tuttugu þjóðum.
Aðalfyrirlesarar eru Vinton G. Cerf frá Bandaríkjunum, Bill St. Arnaud frá Kanada og Rolf Stadler frá
Svíþjóð.
Í tengslum við ráðstefnuna verður boðið upp á þrjú þriggja tíma námskeið. Á þessi námskeið er
hægt að skrá sig sérstaklega:
• Hvernig standa skal að og framkvæma myndfundi (videoconferencing).
• Aðferðir til að auka aðgangsöryggi í þráðlausum netum.
• Ljósleiðarakerfi neðansjávar. Nýi ljósleiðarastrengurinn til Íslands, FARICE.
Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu ráðstefnunnar og þar er einnig hægt að skrá sig:
www.nordunet2003.is
PR
E
N
TS
N
IÐ
Nýjar leiðir til að stjórna erfðavís-
indunum David Winickoff ætlar að
fjallar um nýjar leiðir til að stjórna
erfðavísindunum (New Models in
Genomic Governance), í sal 101 í
Odda í dag, fimmtudaginn 21. ágúst
kl. 17. Erindið er flutt á ensku. Allir
eru velkomnir og aðgangur er ókeyp-
is. David Winickoff dvaldi hér á landi
í nokkra mánuði meðan hann var í
laganámi við Harvard, og kynnti sér
gagnagrunnsmálið og fleira sem var
að gerast hér og hefur skrifað grein-
ar um þessi mál í fagtímarit. Grein
um þetta efni eftir David birtist á
næstunni í læknisfræðitímarit New
England Journal of Medicine, segir í
fréttatilkynningu.
Draugaganga um Elliðaárdal verð-
ur farin í dag, fimmtudaginn 21.
ágúst. Haldið verður á slóðir drauga,
álfa, skrímsla og afbrotamanna í
Elliðaárdal. Lagt verður upp frá
miðasölu Árbæjarsafns kl. 21 og tek-
ur gangan rúmlega klukkustund.
Þátttaka er ókeypis. Leiðsögumaður
er Helgi M. Sigurðsson, sagnfræð-
ingur og deildarstjóri á Árbæj-
arsafni.
Í DAG
NEMENDUR Hólabrekkuskóla
1978–1979, árgerð 1963, halda bekkj-
armót laugardaginn 6. september í
veislusal Kiwanis, Engjateig 11.
Miðaverð er 2.900 kr. Greiðslu skal
leggja inn á reiking 0322-13-1963, kt.
090963-4149. Setja skal kennitölu
greiðanda á greiðsluseðilinn og
kvittunin gildir sem aðgöngumiði.
Greiðslufrestur er til og með 29.
ágúst.
Undirbúningsnefndin hefur opnað
heimasíðu, slóðin er www.geoci-
ties.com/holabrekka.
Bekkjarmót í
Hólabrekkuskóla
BLÓMSTRANDI dagar verða haldn-
ir í Hveragerði helgina 22.–24. ágúst.
Á föstudagskvöldinu kl. 20.30 verður
unglingaball í íþróttahúsinu þasem
hljómsveitirnar Á móti sól og Bú-
drýgindi leika og er frítt á ballið. Kl.
22 verður djassað í Listaskálanum en
þar verður Árni Scheving með hljóm-
sveit sína og með þeim syngur Ragn-
heiður Gröndal. Hátíðin verður form-
lega sett á laugardaginn, 23. ágúst, á
miðbæjartorgi kl. 14 með ávarpi. Á
fjölbreyttri dagskrá verður m.a.
markaðstorg, grillað verður fyrir
gesti, bókamarkaður í Bókasafninu,
lifandi tónlist með Sölvunum o.fl.,
trúðar koma í heimsókn og skátar sjá
um tívolí. Slökkvilið Hveragerðis sýn-
ir tækjakost sinn og býður börnum í
ferð um bæinn. Kl. 21 verður dagskrá
á Fossflöt, m.a. varðeldur og brekku-
söngur sem Eyjólfur Kristjánsson
stjórnar og Hjálparsveit skáta sér um
flugeldasýningu. Dansleikur verður í
íþróttahúsinu þar sem hljómsveitin
Pass og Eyjólfur Kristjánsson leika
fyrir dansi. Frítt er á dansleikinn og
er aldurstakmark 18 ára. Á sunnudag
kl. 16 verður Gospelhátíð í kirkjunni,
þar sem Páll Rósinkrans, Gospelkór
Reykjavíkur, Kirkjukór Hveragerðis,
Edgar Smári o.fl. syngja undir stjórn
Óskars Einarssonar.
Blómstrandi dagar
verða í Hveragerði
Starfar hjá Friðriki
Skúlasyni ehf.
Í frétt um tölvuveiru í blaðinu í
gær var ranglega sagt að Erlendur
S. Þorsteinsson starfaði hjá tölvufyr-
irtækinu Einari J. Skúlasyni ehf. Hið
rétta er að Erlendur er verkefnis-
stjóri hjá Friðriki Skúlasyni ehf.
Beðist er velvirðingar á þessum mis-
tökum.
LEIÐRÉTT
SEX félagar í Klúbbi mat-
reiðslumeistara hjálpuðust að við
elda pylsur með öllu tilheyrandi of-
an í 2000 börn í dýragarði í Jóhann-
esarborg í Suður-Afríku á dög-
unum. Þar eru þeir staddir til að
taka þátt í fjáröflun matreiðslu-
manna viðsvegar að úr heiminum
til styrktar hungruðum og veikum
börnum í landinu.
Í fyrrakvöld tóku íslensku mat-
reiðslumeistararnir þátt í viðhafn-
arkvöldverði sem haldinn var í
einni stærstu ráðstefnuhöll Jóhann-
esarborgar og rennur ágóði hans til
barna sem búa við skort. Allir
kokkarnir lögðu fram vinnu sína
endurgjaldslaust, einn kokkajakka
og tíu dollara seðil. Í kvöldverð-
inum voru einnig ýmsir munir og
gjafir, sem matreiðslumennirnir af-
hentu, boðnir upp til styrktar þessu
starfi.
Gissur Guðmundsson, forseti
Klúbbs matreiðslumeistara, segir í
fréttatilkynningu að það sé þeim
mikill heiður að taka þátt í þessu
verkefni og þar með leggja sitt af
mörkum til stuðnings hungruðum
börnum í Suður Afríku. Gert er ráð
fyrir að hátt í 200 matreiðslumenn
taki þátt í þessu starfi að þessu
sinni og haldi uppi sýnikennslu,
styrktarkvöldverðum og ýmiskonar
fræðslu í átta daga.
Fjáröfluninni lýkur 24. ágúst.
Klúbbur matreiðslumeistara
Morgunblaðið/Jón Svavarsson
Elda fyrir hungruð
börn í Suður-Afríku
Á ÞRIÐJA hundrað starfsmenn
Samskipa undir stjórn Knúts G.
Haukssonar forstjóra tóku fyrstu
skóflustunguna að nýju húsnæði fé-
lagsins sem rís við Kjalarvog í
Reykjavík. Þar verða í framtíðinni
undir einu þaki höfuðstöðvar Sam-
skipa og öll meginstarfsemi félagsins
innanlands. Starfsmenn Samskipa
eru nú um 800 talsins, þar af 450 í
Reykjavík.
Vörumiðstöð Samskipa verður sú
stærsta sinnar tegundar á Íslandi og
öll nýjasta tækni í vöruhúsaþjónustu
verður nýtt þar. Húsið, sem er stál-
grindarhús, verður alls 25 þúsund fer-
metrar að stærð og 240 metra langt,
sem er þreföld lengd núverandi hús-
næðis Samskipa við Holtabakka.
Byggingin verður í senn vörumerki
og ímynd Samskipa á svæðinu í krafti
forms, stærðar, efnis og litavals en
hugmynd arkitektanna hjá Arkís,
sem hönnuðu húsið, er að það „teikni
sig í landslagið, eins og skip sem lagt
hefur verið við festar til affermingar“.
Ístak annast byggingafram-
kvæmdir og á verkinu að vera lokið í
endaðan september á næsta ári.
Kostnaður við verkið er áætlaður
rúmlega 2,1 milljarður með virðis-
aukaskatti, segir í fréttatilkynningu.
Öll meginstarfsemi Samskipa undir eitt þak
Um 300 starfsmenn tóku
fyrstu skóflustunguna
Morgunblaðið/Arnaldur