Morgunblaðið - 21.08.2003, Qupperneq 39
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. ÁGÚST 2003 39
DAGBÓK
STJÖRNUSPÁ
Frances Drake
LJÓN
Afmælisbörn dagsins:
Þú sem átt afmæli í dag býrð
yfir óvenjulegri blöndu af
ímyndunarafli og raunsæi.
Árið framundan virðist ætla
að verða eitt þitt besta.
Hrútur
(21. mars - 19. apríl)
Dagurinn í dag hentar mjög
vel til skemmtanahalds. Þér
finnst þú vera heillandi og að-
laðandi og ekki er laust við að
daðrið sé ríkt í þér.
Naut
(20. apríl - 20. maí)
Tilvalið er að sinna fasteigna-
viðskiptum í dag. Dagurinn
hentar líka vel til innkaupa
fyrir heimilið. Allt mun það
auka þinn hag.
Tvíburar
(21. maí - 20. júní)
Þú munt njóta þess að læra
nýja hluti í dag sem víkka
huga þinn. Heimspekilegar
vangaveltur og trúarlegar eða
kenningar í læknisfræði og fé-
lagsfræði vekja áhuga.
Krabbi
(21. júní - 22. júlí)
Einkar gott er að sinna við-
skiptum og fjármálum í dag.
Hvað sem þú hleypir af stað
mun verða þér til hagsbóta.
Ljón
(23. júlí - 22. ágúst)
Nú er mjög jákvæður dagur
sem getur stuðlað að miklum
vexti í framtíðinni. Þig þyrstir
í nýja upplifun og finnur fyrir
hvöt til að stækka þann heim
sem þú býrð í.
Meyja
(23. ágúst - 22. sept.)
Orkan umhverfis þig í dag
minnir á að þú getur ekki
hundsað skilaboð þíns við-
kvæma hjarta. Það er meira
spunnið í lífið en það sem sést
á yfirborðinu.
Vog
(23. sept. - 22. okt.)
Hverskonar félagsleg sam-
skipti við vini, hópa eða sam-
tök ganga sérlega vel í dag. Þú
býrð yfir skipulagshæfileikum
og leiðtogahæfileikum í dag.
Sporðdreki
(23. okt. - 21. nóv.)
Ef þú vilt auka starfsframa
þinn þá er núna rétti dag-
urinn. Gæfan er með þér og
því nauðsynlegt að grípa gæs-
ina núna.
Bogmaður
(22. nóv. - 21. des.)
Möguleiki á ferðalagi gæti
hægt á þér í dag. Allt sem við
kemur útgáfumálum, fjöl-
miððlun eða menntamálum
eykur við tækifæri þín.
Steingeit
(22. des. - 19. janúar)
Enn og aftur nýturðu góðs af
auði og greiðvikni annarra.
Dagurinn í dag er tilvalinn til
að biðja um hluti eins og lán,
leyfi, eða hvaðeina annað.
Vatnsberi
(20. jan. - 18. febr.)
Þú átt hægt um vik með að
sýna öðrum góðvild og örlæti í
dag. Hvað sem þú gerir mun
verða til þess að þú vex í áliti
hjá félögum og vinum.
Fiskar
(19. feb. - 20. mars)
Framundan er ákaflega góður
dagur í vinnunni. Hlutirnir
ganga smurt fyrir sig því
lukkan er þér hliðholl. Fjár-
mál eru ábatasöm í dag, og til
langframa.
Stjörnuspána á að lesa sem
dægradvöl. Spár af þessu tagi
eru ekki byggðar á traustum
grunni vísindalegra staðreynda.
VAKRI SKJÓNI
Hér er fækkað hófaljóni, –
heiminn kvaddi vakri Skjóni.
Enginn honum frárri fannst.
Bæði mér að gamni og gagni
góðum ók ég beizlavagni,
til á meðan tíminn vannst.
Á undan var ég eins og fluga, –
oft mér dettur það í huga,
af öðrum nú þá eftir verð.
Héðan af mun ég hánni ríða, –
hún skal mína fætur prýða,
einnig þeirra flýta ferð.
Lukkan ef mig lætur hljóta
líkan honum fararskjóta,
sem mig ber um torg og tún,
vakri Skjóni hann skal heita,
honum mun ég nafnið veita,
þó að meri það sé brún.
Jón Þorláksson
LJÓÐABROT
ÁRNAÐ HEILLA
85ÁRA afmæli. ÓlafurKristinn Þórðarson,
kennari frá Innri Múla á
Barðaströnd, Maríubakka 2,
Reykjavík, er 85 ára í dag,
fimmtudaginn 21. ágúst.
Eiginkona hans er Helga
Vigfúsdóttir.
Þau verða að heiman í dag.
50ÁRA afmæli. Nk.mánudag 25. ágúst
verður fimmtugur Guð-
steinn Frosti Hermundsson,
Egilsstöðum II, Vill-
ingaholtshreppi. Af því til-
efni tekur hann og fjölskylda
hans á móti gestum í Þjórs-
árveri laugardagskvöldið 23.
ágúst frá kl. 20.30.
ÞUNNAR slemmur eru
miklir örlagavaldar í
sveitakeppni, enda skapa
þær iðulega stórar sveiflur
á hvorn veginn sem þær
fara. Fyrir nokkrum dög-
um birtist í þættinum hörð
slemma frá leik Suður-
nesjamanna og Norðan-
garra í Bikarkeppninni,
þar sem legan var á bandi
þeirra fyrrnefndu. Við
lesturinn rifjaðist upp fyr-
ir keppendum önnur
slemma úr leiknum, öllu
harðari, sem einnig lá til
Sunnanmanna.
Suður gefur.
Norður
♠ 9654
♥ ÁK32
♦ K
♣ÁK84
Vestur Austur
♠ -- ♠ 1072
♥ DG109 ♥ 75
♦ 10852 ♦ ÁDG974
♣DG965 ♣103
Suður
♠ ÁKDG83
♥ 864
♦ 63
♣72
Þar sem Norðanmenn í
sveit Frímanns Stef-
ánssonar voru í NS var
samningurinn fjórir spað-
ar í NS. Suðurnesjamenn
lögðu meira á spilin á hinu
borðinu. Þar voru í NS
sveitarforinginn Kristján
Örn Kristjánsson og Valur
Símonarson, en þeir eru
núverandi Íslandsmeist-
arar í svokölluðum öld-
ungaflokki (þá er sam-
anlagður aldur spilaranna
minnst 110 ár, en báðir þó
komnir á sextugsaldur).
Kristján Örn vakti á ein-
um spaða á sexlitinn og
Valur keyrði í slemmu,
enda vanur ökumaður:
Vestur Norður Austur Suður
-- -- -- 1 spaði
Pass 2 lauf 3 tíglar Pass
Pass 4 grönd Pass 5 spaðar
Pass 6 spaðar Allir pass
Eins og í fyrri slemm-
unni voru fórnarlömbin í
AV Björn Þorláksson og
Reynir Helgason. Útspil
vesturs var tígull og aust-
ur fékk þar fyrsta og eina
slag varnarinnar. Sagnhafi
sér reyndar aðeins 11
örugga slagi til að byrja
með, en sá tólfti kemur
fyrirhafnarlaust með
þvingun á vestur í hjarta
og laufi. Besta spila-
mennskan er að taka ÁK í
laufi og trompa lauf áður
en lagt er upp í þving-
unarleiðangurinn. Tilgang-
urinn með því er að ein-
angra laufvaldið við vestur
ef hann hefur byrjað með
fjórlit. Í þessu spili er það
þó ekki nauðsynlegt, því
vestur á fimmlit í laufi til
hliðar við hjartað.
BRIDS
Guðmundur Páll Arnarson
1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. d4 cxd4 4.
Rxd4 Rf6 5. Rc3 a6 6. f3 Db6
7. Rb3 e6 8. g4 Rc6 9. De2 Dc7
10. Be3 b5 11. O-O-O Rd7 12.
Kb1 Rb6 13. Df2 Hb8 14. f4 b4
15. Re2 e5 16. f5 a5 17. Rg3 a4
18. Rd2 a3 19. Bxb6 Hxb6 20.
Rc4 Hb8 21. b3 Be7 22. Rh5
g6 23. Rg7+ Kf8 24. Re6+
Bxe6 25. fxe6 Rd8 26. exf7
Re6 27. Re3 Dc3 28. Rc4 Rf4
29. Dg3 Kxf7 30. Dxc3 bxc3
31. Hg1 h5 32. g5 h4 33. He1
Kg7 34. He3
Staðan kom upp í
atskákeinvígi Visw-
anathan Anand (2774)
og Judit Polgar (2718)
sem lauk fyrir skömmu
í Mainz í Þýskalandi.
Ungverska skák-
drottningin hafði svart
og sneri laglega á Ind-
verjann. 34...d5! Við
þetta tapar hvítur
óumflýjanlega skipta-
mun og þrátt fyrir
hetjulega baráttu varð
hann að lúta í lægra
haldi rúmlega tuttugu leikjum
síðar. 35. exd5 Bc5 36. Hg4
Bxe3 37. Rxe3 Hhf8 38. Bc4
Hbd8 39. Hg1 Rh3 40. Hd1
Rf2 41. He1 Re4 42. Kc1 Rd6
43. Be2 Hf2 44. Rg4 Hf5 45.
Bd1 e4 46. Re3 Hxg5 47. Bg4
Rf5 48. h3 Rxe3 49. Hxe3
Hxg4 50. hxg4 Hh8 51. Kd1
Kf6 52. Hxe4 h3 53. He1 Kg5
54. Hh1 Kxg4 55. Ke2 g5 56.
d6 h2 57. Kf2 Kh3 og hvítur
gafst upp. Framan af hafði
Judit undirtökin í einvíginu en
töp í síðustu þrem skákunum
leiddi til þess að Anand vann
einvígið 5-3.
SKÁK
Helgi Áss
Grétarsson
Svartur á leik.
Þessar ungu dömur á Akureyri héldu tombólu þar sem
þær söfnuðu 2.900 kr., sem þær afhentu Rauða kross-
inum. F.v. Álfheiður Þórhallsdóttir, Guðrún Ösp Ólafs-
dóttir og Sóley Hulda Þórhallsdóttir.
HLUTAVELTA
Hallgrímskirkja. Hádegistónleikar kl.
12. Veronika Ostenhammer, sópran
og Friðrik Vignir Stefánsson, orgel.
Háteigskirkja. Taize-messa kl. 20.
Landspítali háskólasjúkrahús. Grens-
ás: Guðsþjónusta kl. 20. Sr. Sigfinnur
Þorleifsson.
Laugarneskirkja. Kyrrðarstundir kl. 12
á hádegi. Gunnar Gunnarsson leikur á
orgelið frá kl. 12. Þjónustu annast sr.
Bjarni Karlsson. Kl. 12.30 er léttur
málsverður í boði í safnaðarheimilinu.
Fella- og Hólakirkja. Biblíulestur og
helgistund í Gerðubergi kl. 10.30-12.
Vídalínskirkja. Bæna- og kyrrðarstund
í kirkjunni kl. 22. Gott er að ljúka deg-
inum og undirbúa nóttina í kyrrð kirkj-
unnar og ber þar fram áhyggjur sínar
og gleði. Bænarefni eru skrá í bæna-
bók kirkjunnar af prestum og djákna.
Boðið er upp á molasopa og djús að
lokinni stundinni í kirkjunni.
Hafnarfjarðarkirkja. Opið hús fyrir ung
börn og foreldra þeirra í Vonarhöfn,
safnaðarheimili Strandbergs, kl. 10-
12. Opið hús fyrir 8-9 ára börn í safn-
aðarheimilinu Strandbergi, Vonarhöfn,
frá kl. 17-18.30.
Þorlákskirkja. Biblíupælingar í kvöld
kl. 20.
Landakirkja í Vestmannaeyjum. Kl.
10 mömmumorgunn/foreldramorgunn
í safnaðarheimilinu. Foreldrar og börn
velkomin, heimilisleg stemmning,
kaffi á könnunni og djús handa krökk-
unum.
Kletturinn. Kl. 19 alfanámskeið. Allir
velkomnir.
Akureyrarkirkja. Kyrrðar- og fyrir-
bænastund í kapellu kl. 12. Léttur há-
degisverður á vægu verði í Safnaðar-
heimili eftir stundina.
Safnaðarstarf
MORGUNBLAÐIÐ birtir
tilkynningar um afmæli,
brúðkaup, ættarmót og
fleira lesendum sínum að
kostnaðarlausu. Tilkynn-
ingar þurfa að berast með
tveggja daga fyrirvara
virka daga og þriggja
daga fyrirvara fyrir
sunnudagsblað. Samþykki
afmælisbarns þarf að
fylgja afmælistilkynn-
ingum og/eða nafn
ábyrgðarmanns og síma-
númer. Fólk getur hringt
í síma 569-1100, sent í
bréfsíma 569-1329, eða
sent á netfangið ritstj
@mbl.is.
Einnig er hægt að skrifa:
Árnað heilla,
Morgunblaðinu,
Kringlunni 1,
103Reykjavík
ATVINNA mbl.is
KIRKJUSTARF
Verslun fyrir konur, Mjódd, sími 557 5900
HAUSTDAGAR Í MJÓDD!
Nýju vörurnar streyma inn
Sjón er sögu ríkari
Verið velkomnar
Stjórnun erfðavísinda
David Winickoff,
kennari við John F. Kennedy school of government,
Harvard háskóla, heldur erindi um nýjar hugmyndir um
hvernig standa megi að rannsóknum á erfðaefni manna.
Fyrirlesturinn verður haldinn í sal 101 í Odda,
Háskóla Íslands, fimmtudaginn 21. ágúst kl. 17.00
og er öllum opinn.
Mannvernd
Mörkinni 6 • Sími 588 5518
STÓRÚTSALA
Síðustu dagar
Yfirhafnir í úrvali
Klassa stuttkápur 50% afsláttur
Nýjar vetrarvörur 20% afsláttur
Hattar og húfur
Opnum kl. 10.00