Morgunblaðið - 21.08.2003, Qupperneq 41
FÆREYJAR – ÍSLAND
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. ÁGÚST 2003 41
Eftir góða byrjun náðum við ekkiað fylgja sterkri stöðu okkar vel
eftir. Færeyingar voru hræddir við
okkur í fyrri hálfleik
og höfðu uppi litla til-
burði til sóknar. Við
fengum hins vegar
færin, m.a. skallaði
Pétur [Marteinsson] framhjá og Eið-
ur Smári [Guðjohnsen] fékk upplagt
færi, en var truflaður, svo eitthvað sé
nefnt af færum sem við fengum til að
bæta við mörkum, en það tókst ekki,“
segir Ásgeir og segir leik liðsins hafa
verið ágætan á köflum í fyrri hálfleik.
„Knötturinn gekk oft vel á milli
manna og skiptingar gengu vel, en í
síðari hálfleik vantaði þessi atriði í
leik okkar á köflum. Þegar öllu er á
botninn hvolft var þetta bara einn af
þessum leikjum þar sem menn vinna
þrátt fyrir að þeim takist ekki að sýna
allar sínar bestu hliðar. Það er hið já-
kvæða sem við tökum fyrst og fremst
með okkur úr þessum leik. Markmið
okkar um níu stig í þremur leikjum
hefur náðst og um leið ná efsta sæti
riðilsins. Það er góður áfangi sem ég
vil lýsa yfir sérstakri ánægju með.“
Ásgeir segir að gaumgæfilega verði
farið yfir leikinn með leikmönnum og
leitað að orsökum þess að ekki tókst
sem skyldi að stilla saman strengina
allan tímann. Þannig verði lærdómur
dreginn af því sem að baki er. „Við
verðum að bæta okkur töluvert fyrir
leikina við Þjóðverja sem framundan
eru, það er ljóst. Það gerum við hins
vegar í rólegheitum á næstunni, nú er
hvorki staður né stund til þess að
benda á það neikvæða í liðinu. Und-
irbúningurinn fyrir þennan leik við
Færeyinga var erfiður og reyndi
verulega á taugarnar. Markmiðið
náðist og það er jú aðalmálið á þessari
sigurstundu.“
Ásgeir sagði að næsta verk væri að
leggjast yfir leikina við Þjóðverja sem
framundan eru og hvernig tekið verði
á þeim. Á þessari stundu væri of
snemmt að segja til um hvernig fyrri
leikurinn, sem fram fer á Laugardals-
velli, verður lagður upp. „Ég þekki
Þjóðverja nokkuð vel og veit að þeir ná
yfirleitt toppárangri þegar á þarf að
halda, þannig að við erum enn litla Ís-
land, við megum ekki gleyma því. Það
má hins vegar reikna með því að við
reynum að gera eitthvað óvænt,“ segir
Ásgeir Sigurvinsson landsliðsþjálfari.
Himinlifandi yfir sigrinum
„Við vissum að þetta yrði erfitt en
eftir að við komumst yfir snemma
leiks áttum við að láta kné fylgja
kviði, ekki koma okkur í þá þröngu
stöðu sem kom upp í síðari hálfleik,“
sagði Logi Ólafsson landsliðsþjálfari
léttur á brún í leikslok og greinilegt
að þungu fargi var af honum létt. „Við
fengum ágæt færi í fyrri hálfleik sem
við áttum að nýta til þess að auka for-
skotið, það tókst ekki. Í síðari hálfleik
gerðum við þau mistök að hleypa
Færeyingunum inn í leikinn og þá
lentum við í vandræðum og þeir jöfn-
uðu leikinn. Sem betur fer sýndi ís-
lenska liðið, þrátt fyrir að hafa ekki
leikið sérlega vel, geysilegan kraft
með því að rífa sig upp og komast yfir
á nýjan leik. En að mínu mati féllum
við „taktískt“ of aftarlega á völlinn í
stað þess að sækja. Um leið vorum við
ekki nógu rólegir þegar við vorum
með boltann, Færeyingar hlupu mik-
ið um völlinn og ollu okkur miklum
erfiðleikum. Við aftur á móti máttum
vera mun hreyfanlegri til þess að
bjóða þeim leikmönnum sem voru
með boltann hverju sinni upp á fleiri
möguleika. Þessi atriði sitja eftir þeg-
ar litið er yfir hinn taktíska hluta leiks
okkar,“ sagði Logi en undirstrikaði að
þrátt fyrir allt hefði markmiðið náðst.
„Við ætluðum okkur að vinna þrjú
stig og komast í efsta sæti riðilsins og
það tókst. Það hafa fleiri og stærri
spámenn knattspyrnunnar lent í
vandræðum með Færeyinga hér á
Tórsvelli, þannig að þegar upp er
staðið er ég himinlifandi með sigur-
inn.
Ég efast um að íslenskt landslið
hafi unnið þrjá leiki í röð í riðlakeppni
stórmóts eins og nú er staðreynd,
hvað þá að setjast í efsta sæti síns rið-
ils þegar tveimur leikjum er ólokið,“
sagði Logi.
Hvernig stóð á því að ekki tókst að
fylgja fyrsta markinu eftir þegar
Færeyingar virtust slegnir út af lag-
inu?
„Við ræddum þetta mál í hálfleik,
að það vantaði þennan herslumun hjá
okkur þegar Færeyingar gáfu eftir.
Okkur hafði tekist að slá vopnin úr
höndum þeirra en vegna nokkurra
mistaka náðum við ekki að fylgja
góðri stöðu eftir. Fyrst og fremst var
það vegna þess að við hörfuðum of
aftarlega á völlinn með þeim afleið-
ingum að Færeyingar komust inn í
leikinn. Það átti ekki að gerast, en átti
sér eigi að síður stað. Þetta er lær-
dómur sem draga verður af viður-
eigninni.“
Nú hafa markmið náðst, en staðan
er eigi að síður vandasöm; að vinna
stig gegn Þjóðverjum til að eiga
möguleika á öðru af tveimur efstu
sætum riðilsins þegar upp verður
staðið, ekki satt?
„Ef við ætlum og viljum gera eitt-
hvað meira í keppninni verðum við að
vinna stig gegn Þjóðverjum. Það eru
hins vegar fleiri leikir eftir í riðlinum
sem geta haft áhrif á lokastöðuna,
meðal annars eiga Þjóðverjar og
Skotar eftir að eigast við í Þýskalandi.
En það er ljóst að við þurfum á stig-
um gegn Þjóðverjum að halda til að
treysta stöðuna enn frekar. Ég vil
ekki velta mér of mikið upp úr mögu-
leikunum á þessari stundu, það koma
síðar tímar til þess,“ segir Logi Ólafs-
son, landsliðsþjálfari í knattspyrnu.
Morgunblaðið/Kristinn
Eiður Smári lætur skot ríða af í byrjun leiks og knötturinn hafnaði í netinu hjá Færeyingum.
Helgi Sigurðsson í baráttu við varnarmann Færeyinga. Helgi
sagði að það hefði verið erfitt að leika á vellinum í Þórshöfn,
sem var blautur og þungur, en stigin þrjú væru ljúf.
Þungu fargi af mér létt
„ÞAÐ var þungu fargi af mér létt þegar flautað var til leiksloka og ég
er alveg sérstaklega ánægður með að hafa unnið stigin þrjú,“ sagði
Ásgeir Sigurvinsson, landsliðsþjálfari í knattspyrnu, þegar flautað
var til leiksloka á Tórsvelli í Þórshöfn í gærkvöldi. Sætur sigur hafði
unnist og um leið efsta sæti riðilsins í undankeppni EM. Framundan
eru tveir leikir gegn þýska landsliðinu, silfurliði heimsmeist-
arakeppninnar í fyrra, sem skera úr um efstu sætin tvö í riðlinum, –
sætin verðmætu.
Ívar
Benediktsson
skrifar frá
Þórshöfn
ÁRNI Gautur Arason, landsliðs-
markvörður í knattspyrnu, hefur
fengið tilboð frá austurríska úr-
valsdeildarfélaginu Sturm Graz.
Samningur hans við Rosenborg í
Noregi rennur út að þessu tímabili
loknu og þar sem Árni hefur ekki
viljað semja á ný við norsku meist-
arana hefur hann mest lítið fengið
að spila með þeim í ár.
„Þetta er allt í athugun ennþá en
ef af þessu verður hjá Sturm fer ég
þangað um áramótin. Ég á ekki
von á því að Austurríkismennirnir
fari að borga Rosenborg fyrir mig
til að fá mig strax,“ sagði Árni við
Morgunblaðið eftir landsleikinn í
Þórshöfn í gærkvöldi.
Sturm Graz hefur lengi verið eitt
af fremstu liðum Austurríkis og
komst í riðlakeppni Meist-
aradeildar Evrópu ekki alls fyrir
löngu. Liðið hefur byrjað þetta
tímabil illa og er í næstneðsta sæti
með aðeins eitt stig eftir fimm
leiki.
Árni Gautur Arason
með tilboð
frá Sturm Graz
„VIÐ vorum okkar hættulegasti
andstæðingur í leiknum með því
að bjóða hættunni heim, líkt og í
fyrri leiknum heima í vor,“
sagði Eiður Smári Guðjohnsen,
fyrirliði íslenska landsliðsins og
sá sem skoraði fyrra mark Ís-
lands í leiknum í gær.
„Við bökkuðum alltof mikið
þegar á leikinn leið og gáfum
Færeyingum tækifæri til sókn-
ar. Reyndar léku þeir nokkuð
skipulagðan leik, létu boltann
ganga vel sín á milli og náðu
einnig að skapa sér svæði til að
leika sín á milli og sækja, eink-
um í síðari hálfleik. Í þeim fyrri
gerði færeyska liðið hins vegar
ekki mikið og þá voru mögu-
leikar okkar, en við unnum og
það er aðalmálið,“ sagði fyr-
irliðinn glaður í bragði.
„Þegar á svona leik er litið
reikna allir með að við vinnum,
munurinn á að vera það mikill
milli þjóðanna. Færeyingar hafa
hins vegar sýnt að þeir geta
staðið í flestum þjóðum og und-
irstrikuðu það að þessu sinni.
Hið jákvæða hjá okkur er sú
staðreynd að við höldum frá
Færeyjum með þau þrjú stig
sem við ætluðum okkur að ná í.“
„Við vorum sjálfum okkur verstir“