Morgunblaðið - 21.08.2003, Side 45
FÓLK Í FRÉTTUM
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. ÁGÚST 2003 45
TEIKNIMYNDIN um Sinbað
sæfara er lauslega tengd hetjunni
Sindbað farmanni, einni þekktustu
sögupersónu arabíska ævintýra-
bálksins 1001 nótt. Hollywood lagar
söguna eftir sínu höfði en það sem
skiptir öllu máli er að myndin hefur
yfir sér óvenju sannan sagnablæ.
Áhorfendum boðið upp á ósvikið
ævintýri með sínum lygilega sögu-
þræði, hetjum og skúrkum, fjár-
sjóðum og fundarlaunum hættum
og leyndardómum.
Sindbað er hrokafullur, frækinn
og fífldjarfur sjóræningi sem í
myndarbyrjun hyggst ræna hinni
ómetanlegu Friðarbók úr vörslu
æskuvinar síns Próteusar prins. Þá
kemur til skjalanna hin lævísa Eris,
gyðja sundrungar og svikráða og
rænir sjálf bókinni góðu sem hefur
þá töfra að vernda friðinn meðal
ríkja heims.
Sindbað er grunaður um þjófn-
aðinn og eru honum settir úrslita-
kostir: Að heimta bókina og koma
henni á ný í hendur konungsins
ella. verði hann hálshöggvinn. Snúi
hann hinsvegar ekki aftur verður
það Prótesus vinur hans sem missir
höfuðið. Sindbað á því ekki annarra
kosta völ en að leggja upp í svað-
ilför á enda veraldar til að sækja
gripinn í heimkynni gyðjunnar. Til
að fyrirbyggja að Sindbað svíkist
undan merkjum er Marína, unnustu
Proteusar, með í för og takast þau í
sameiningu á við forynjur, ofviðri
og furðuskepnur. Aukinheldur gerir
gyðjan Eris þeim allt til bölvunar.
Til að flækja málin enn frekar er
Marína æskuástin þeirra vinanna
beggja.
Skemmtileg saga, rómantísk og
ævintýraleg í meira lagi og trúrri
hefðinni eins og hún er í ritmáli
klassískra ævintýrasagna, en við
eigum almennt að venjast frá hendi
kvikmyndaiðnaðarins. Þá er hún
teiknuð upp á gamla mátann sem
ýmsir telja kost, aðrir nefna sem
megin ástæðu fyrir því að hún gekk
ekki sem skyldi í Vesturheimi.
Ástæðan er öllu frekar sú að erfitt
er að sjá hverjum hún er ætluð.
Efnið er sjálfsagt full harkalegt
fyrir yngstu börnin á bænum en
gamaldags fyrir unglinga sem hafa
alist upp við allt annað andrúm
tengdara tölvuleikjum og -brellum
en fyrirfinnst í þessari hófsömu æv-
intýramynd.
Sá sem þessar línur skrifar sá
Sindbað sæfara með íslenskri radd-
setningu sem er líkt og fyrri dag-
inn, snurðulaus, unnin af vönu fag-
fólki. Sú enska státar af nokkrum
kunnustu röddum kvikmyndaheims-
ins. Hvor sem verður fyrir valinu,
er útkoman gamaldags, góð og ein-
læg fjölskylduskemmtun með
andblæ gamla sagnaheimsins í fyr-
irrúmi.
Sindbað heldur til hafs á ný.
Sindbað í Hollívúdd
KVIKMYNDIR
Háskólabíó, Laugarásbíó, Sam-
bíóin Álfabakka og Keflavík og
Borgarbíó Akureyri
SINDBAÐ SÆFARI /SINBAD: LEGEND OF
THE SEVEN SEAS Leikstjórar: Tim Johnson og Patrick Gil-
more. Leikraddir í enskri útgáfu: Brad
Pitt, Catherine Zeta-Jones, Joseph
Fiennes, Michelle Pfeiffer og Christine
Baranski. Íslenskar leikraddir: Atli Rafn
Sigurðsson, Elma Lísa Gunnarsdóttir,
Selma Björnsdóttir, Valur Freyr Ein-
arsson, Ólafur Darri Ólafsson og Þórhall-
ur Sigurðsson. 90 mínútur. DreamWorks.
Bandaríkin 2003.
Sæbjörn Valdimarsson
KÍNSKVERSK kona komst á dögunum
í heimsmetabók Guinness með því að
mynda ein síns liðs lengstu röð af dóm-
ínókubbum í Singapúr sem um getur.
Það tók Ma Lee Hua, 24 ára, 45 daga,
eða 13 klst. á dag, að mynda röð úr
dómínókubbum en röðin varð alls 15
km áður en hún féll.
Um 100 manns fylgdust með Ma í
ráðstefnuhöllinni í Singapúr. Það tók
kubbana fimmtán mínútur að falla en
þó stóðu sjö þeirra eftir uppréttir.
Með afrekinu sló Ma met sem sett
var í Þýskalandi 1984 þegar 281.581
dómínó-kubbur var felldur.
Lengsta röð dómínókubba sem um getur
303.628 kubbar
AP
Suður-kóreski sendiherrann í Singapore, Ryu Kwang-sok, setti röðina
af stað en kubbarnir voru styrktir af fyrirtæki frá heimalandi hans.
Kringlunni - Smáralind Laugavegi 95 - Kringlunni - Smáralind
TOFFO ÚLPA 3.690GALLABUXUR
VERÐ FRÁ 3.990
AR VÖRUR VIKULEGA
AKUREYRI • REYKJAVÍK • KEFLAVÍK