Morgunblaðið - 23.08.2003, Síða 1

Morgunblaðið - 23.08.2003, Síða 1
Úr músík í nám Botnleðjudrengir hefja kennaranám 18 Seiðandi dans Tangóhátíð hefst í Reykjavík í næstu viku Fólkið 58 Stefnir á úrslitin Þórey Edda keppir í stangar- stökki á HM í dag Íþróttir 52 KOFI Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóð- anna, sagði í gær að stofnunin ætti að taka meiri þátt í aðgerðum í Írak en að ólíklegt væri þó að ný álykt- un Bandaríkjamanna, um aukna þátttöku annarra þjóða, yrði sam- þykkt í öryggisráðinu nema Bandaríkjastjórn féllist á að gefa eftir stjórn mála í Írak að ein- hverju leyti. „Ef það gerist ekki, tel ég að mjög erfitt verði að ná samkomu- lagi um nýja ályktun,“ sagði Ann- an í gær. Hann útilokar ekki að SÞ sendi alþjóðlegar sveitir til Írak. Bandaríkjastjórn virðist sannfærð um að sprengjuárás á höfuðstöðvar SÞ í Bagdad á þriðju- dag hafi breytt umræðunni um hið umdeilda stríð og stjórnar Colin Powell utanríkisráðherra nú herferð þar sem embættismenn kynna sjónarmið Banda- ríkjanna fyrir ráðamönnum annarra ríkja. Vilja ekki starfa undir bandarískri stjórn Fjölmargar þjóðir hafa lýst yfir vilja til að taka þátt í aðgerðum í Írak í umboði SÞ, en sætta sig ekki við að vinna undir yfirstjórn Bandaríkjamanna í landinu. Bandaríkjastjórn segir hins vegar útilokað að hún láti stjórn af neinu tagi í annarra hendur. Þjóðverjar forðuðust að svara spurningum um hvort þeir hyggðust senda lið til Írak. „Bandamenn bera ábyrgð á öryggi og stöðugleika í Írak og Þjóð- verjar tilheyra ekki bandamönnum,“ sagði Joschka Fischer, utanríkisráðherra Þýskalands. Hann úti- lokaði þó ekki þátttöku. Frakkar hafa gefið í skyn að þeir muni ekki styðja nýja ályktun nema Bandaríkin ætli líka að deila „upplýsingum“ og „valdi“ með öðr- um. Arabaþjóðir hafa einnig hafnað þeim möguleika að þær taki þátt í aðgerðum í Írak. Annan vill að SÞ fái stærra hlut- verk í Írak Washington, París. AFP. Kofi Annan  Öryggisverðirnir/14 ÓSLÓ hefur leyst Tókýó af hólmi sem dýrasta borg í heimi. Kemur það fram í könnun sviss- neska stórbankans UBS. Tókýó er nú í þriðja sæti á eftir Hong Kong en í fjórða sæti er New York, þá Zürich, Kaupmannahöfn og London. Bombay og Buenos Aires eru ódýrastar af 70 borgum. Í þeim kafla könnunarinnar, sem heitir „Verðlag og tekjur“, er miðað við 111 tegundir vöru og þjónustu og þá kemur í ljós, að kaup- máttur er mestur í svissnesku borgunum Zürich, Genf og Basel og síðan í Los Angeles og Lúxemborg. Ósló er dýr- asta borgin Genf. AP. SEXTÁN manns létust er gervihnöttur sprakk í Alcantara-geimferðastöðinni í Norðaustur-Brasilíu í gær. Um tuttugu særðust í sprengingunni, sam- kvæmt upplýsingum frá varnarmálaráðuneyti landsins. Mikill eldur gaus upp en slökkviliðsmenn höfðu náð nokkrum tökum á honum í gærkvöldi. Gervihnettinum átti að skjóta á loft 25. ágúst. 16 létust er gervi- hnöttur sprakk Brasilía. AFP. ÞAÐ má með sanni segja að það hafi ríkt rafmögnuð stemmning í íþróttahúsinu á Digranesi í Kópavogi í gærkvöld þegar þriðja Skjálftamótið á þessu ári hófst. Það er Síminn Internet sem stendur fyrir mótinu. Þar verður keppt í tölvuleikjunum Counter-strike og Quake. Mikill hugur var í keppendum, sem voru alls 528 talsins. Keppnin mun standa fram á sunnudags- kvöld. „Við verðum hérna alla helgina,“ sögðu þeir Gunnar, Hjörtur, Viktor, Daníel og Ebenezer, sem voru í óða önn að vígbúast fyrir keppnina. Lið þeirra heitir Kotr og höfðu sum- ir þeirra komið á fjögur síðustu mót Skjálfta. Þær Regína og Sigríður, úr liðinu Love, voru einnig mjög uppteknar við Counter-strike spil, og sögðust hlakka til helgarinnar. Morgunblaðið/Kristinn Þeir Gunnar, Hjörtur, Viktor, Daníel og Ebenezer voru í góðum gír við upphaf Skjálftamótsins á Digranesi í gærkvöldi. Ungmenni vígbúast til tölvuleikja SIGMAR B. Hauksson, formaður Skotveiðifélags Íslands, segir félagið hafa bent á hættuna af fjölgun veiði- korta fyrir gæsaveiði strax þegar veiðibann á rjúpu var tilkynnt. „Rjúpnaveiðibannið mun hafa veru- legar hliðarverkanir, sérstaklega að grágæs og blesgæs verði ofveiddar. Veiðiálag á grágæs mætti ekki vera meira, og stofn blesgæsarinnar hef- ur dregist saman. Sömuleiðis mun sá gagnagrunnur sem skapast hefur með veiðikortakerfinu skemmast,“ sagði Sigmar í samtali við Morg- unblaðið í gær. Hann telur að gæsaveiðimönnum geti fjölgað um allt að tvö þúsund með rjúpnaveiðibanninu. „Við höfum bent á að það séu afar fá veiðidýr á Íslandi, og af þeim sökum geti veiði- álag á gæs orðið of mikið með rjúpnaveiðibanninu. Innan þriggja ára gætum við því þurft að horfast í augu við veiðibann á gæs vegna of- veiða. Þá yrðu fuglaveiðar úr sög- unni hér á landi.“ Meðalveiði grágæsa á ári und- anfarin fimm ár hefur verið rúmlega 37 þúsund fuglar. Á móti kemur að einungis rúmlega 13 þúsund heiða- gæsir hafa veiðst á ári. Til sam- anburðar má geta þess að með- alveiði á rjúpu var rúmlega 150 þúsund fuglar á ári undanfarin fimm ár. Veiðimenn óttast of- veiði á gæs ANNASAMT hefur verið hjá veiðistjórnunarsviði Umhverfis- stofnunar undanfarið en gæsa- veiðitímabilið er að hefjast og veiðimenn því að endurnýja veiðikort sín. Áki Ármann Jónsson, for- stöðumaður veiðistjórnunar- sviðs, segir að búið sé að gefa út ríflega 7.000 veiðikort og að 25– 30% fleiri hafi sótt um kort fyrir veiðitímabilið í ár en venja er. Áki telur að rjúpnaveiðibannið muni hafa í för með sér aukna aðsókn í gæs og að þetta mikla álag sem hefur verið á veiði- stjórnunarsviði megi rekja til þess. Að sögn Áka er þetta ekki áhyggjuefni á meðan veiðimenn sækja í heiðagæsina. Hins veg- ar gæti það talist vandamál ef þeir auka aðsókn í grágæs og blesgæs. „Við bendum mönnum á að heiðagæsin er stór vannýttur stofn. Hins vegar eru teikn á lofti um að blesgæsin eigi undir högg að sækja og það eru til- mæli til veiðimanna að þeir reyni að hlífa henni eins og kostur er. Síðan er ekki leyfi- legt að veiða helsingja í Skafta- fellssýslum því að þar er kom- inn íslenskur varpstofn sem við reynum að vernda. Venjulega er helsinginn umferðarfarfugl sem stoppar hérna. “ Að sögn Áka eru gæsateg- undirnar mjög svipaður matur og því ætti ekki að skipta veiði- mennina máli hvaða tegundir þeir veiða. „Útivist og hreyfing eru helmingurinn af skotveið- inni. Það er rétt að vekja athygli á því að með lögum frá því í vet- ur eru fjórhjól bönnuð við veið- ar og það á líka við um gæsa- veiðar,“ segir Áki og bendir á að þessi lög séu sett til að tak- marka veiðigetu veiðimanna. „Ef við myndum nota öll tæki og tól sem okkur standa til boða yrði leikurinn mjög ójafn.“ Rjúpnaveiðibannið eykur sókn í gæsina 25–30% fleiri hafa sótt um veiðikort í ár STOFNAÐ 1913 226. TBL. 91. ÁRG. LAUGARDAGUR 23. ÁGÚST 2003 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.