Morgunblaðið - 23.08.2003, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 23.08.2003, Blaðsíða 6
FRÉTTIR 6 LAUGARDAGUR 23. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ Borgartúni 28 • Sími 562 5000 • www.bjorninn.is Eldhúsinnréttingar • Innihurðir Baðinnréttingar • Fataskápar I n n r é t t i n g a r • Fjölbreytt úrval innréttinga. • Verð við allra hæfi. • Hönnun og ráðgjöf. RANNSÓKN á einu umfangs- mesta barnaklámsmáli, sem upp hefur komið hérlendis er á loka- stigi hjá lögreglunni í Reykjavík. Verður málið sent ákæruvaldinu til áframhaldandi meðferðar inn- an skamms, þar sem ákveðið verður hvort höfðað verði opin- bert mál á hendur karlmanni á fertugsaldri. Í sumar fann lög- reglan um 400 myndbandsspólur og rúmlega 200 DVD-diska með barnaklámi auk klámmynda í tug- þúsundatali í tveimur tölvum hans. Samkvæmt upplýsingum lög- reglunnar er ljóst að maðurinn hefur tekið myndir af nokkrum ís- lenskum drengjum við kynlífsat- hafnir. Rannsókn lögreglu hefur einnig leitt í ljós að maðurinn blekkti drengina á spjallrásum á Netinu og þóttist sjálfur vera stelpa. Þannig tókst honum að efna til nánari kynna við þá og fékk þá til kynlífsathafna. Einnig mun hann hafa fengið þá til að taka kynferðislegar sjálfsmyndir af sjálfum sér til að senda á Net- inu. Maðurinn er frjáls ferða sinna en verður kallaður til yf- irheyrslu eftir því sem meira kemur í ljós við rannsókn málsins. Samkvæmt almennum hegn- ingarlögum liggur allt að 12 ára fangelsi við þeim brotum sem maðurinn er grunaður um, þ.e. kynferðislegar athafnir með börnum undir 14 ára aldri. Að sögn Gunnleifs Kjartans- sonar lögreglufulltrúa getur börnum stafað mikil hætta af full- orðnum sem sigla undir fölsku flaggi á Netinu. Erlendis hafa kynni sem þessi t.a.m. endað með skelfilegum afleiðingum, jafnvel enn alvarlegri en hér um ræðir. „Það er full þörf á að brýna fyrir foreldrum að þeir reyni að fylgj- ast með því hvað börn þeirra eru að gera á spjallrásum á Netinu og vara börnin við þeim hættum sem geta leynst þar,“ segir Gunnleif- ur. Tældi drengi á spjall- rásum með því að þykjast vera stelpa UM 8,1 milljarðs króna halli varð á rekstri ríkissjóðs í fyrra skv. rík- isreikningi fyrir árið 2002 sem nú hefur verið birtur. Er það um 16,8 milljörðum króna óhagstæðari nið- urstaða en árið á undan en þá skil- aði ríkissjóður um 8,6 milljarða af- gangi. Tekjur ríkissjóðs námu 259,2 milljörðum í fyrra sem er 21,9 millj- arða meira en árið áður eða 4,2% hækkun að raungildi. Gjöld ríkissjóðs voru 267,3 millj- arðar í fyrra en það er 38,6 millj- arða hækkun frá fyrra ári. Að raun- gildi nemur hækkunin um 11,5%. Auknar lífeyrisskuldbindingar og meiri afskriftir skattakrafna Geir H. Haarde, fjármálaráð- herra, segir gjaldfærslur ríkissjóðs - en ekki greiðslur - hafa aukist og það sé fyrst og fremst vegna lífeyr- isskuldbindinga umfram það sem ráðgert var og vegna svokallaðra afskrifta skattkrafna sem numið hafi 10,1 milljarði árið 2002 en 5,9 milljörðum árið á undan. „Þetta eru hvort tveggja liðir sem ekki er nokkur leið að spá fyrir um af nákvæmni. Lífeyrisskuld- bindingar fara t.d. úr 2,6 milljörð- um 2001 í yfir 16 milljarða í fyrra og aukast um hátt í 14 milljarða króna. Þetta er m.a. vegna þess að það er búið að breyta útreiknings- grunninum með tilliti til breyttra horfa varðandi lífslíkur. Þetta eru ekki hlutir sem byggja á ákvörð- unum hér í fjármálaráðuneytinu eða stefnu í ríkisfjármálum. Hins vegar er það ljóst að eftir að farið var að bókfæra þessa hluti höfum við miklu betri yfirsýn yfir framtíð- arskuldbindingar ríkissjóðs í þess- um málum,“ segir fjármálaráð- herra. Aðspurður segir Geir „regluleg“ útgjöld ríkissjóðs hafa verið eitt- hvað umfram það sem ráð var fyrir gert en þó ekki mikið þegar litið sé til þess að árið í fyrra hafi verið niðursveifluár. „Ríkisfjármálin ber alltaf mikinn keim af efnahags- ástandinu á hverjum tíma. Í fyrra minnkaði þjóðarframleiðslan og það birtist með ýmsum hætti, t.d. í auknum útgjöldum til atvinnuleys- isbóta o.s.frv. En það sem mér finnst vera aðalatriðið er að þrátt fyrir þetta eru reglulegar tekjur ríkissjóðs umfram gjöld 6,5 millj- arðar. Þá er ekki tekið tillit til til óreglulegra liða eða tekna af sölu eigna ríkisins eins og sölu Lands- bankans. “ Geir tekur fram að skuldir rík- issjóðs haldi áfram að minnka, hreinar skuldir lækki um 11,5% eða um rúmlega 19 milljarða. „Það er í samræmi við þá stefnu sem ég hef beitt mér fyrir frá því ég tók við embætti fjármálaráðherra. Þá greiðum við níu milljarða í pen- ingum í lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins til að grynnka á framtíð- arskuldbindingunum, sem eru jafn- framt að aukast eins og ég minntist á. Með því að gera þetta skipulega frá árinu 1999 höfum við verið að seinka því að sá tími renni upp að það þurfi að greiða eftirlaun starfs- mannanna beint úr ríkissjóði.“ Búið að seinka sjóðþurrð hjá lífeyrissjóðnum „Með því sem við höfum gert á undanförnum árum er búið að seinka sjóðþurrð hjá lífeyrissjóðn- um sem hefði orðið árið 2014 ef ekkert hefði verið gert til ársins 2025 eða 2026 og hún mun verða úr sögunni á tiltölulega fáum árum, að óbreyttum forsendum, haldi þessar greiðslur áfram,“ segir Geir. 8,1 milljarðs króna halli var á rekstri ríkissjóðs Gjöld ríkissjóðs aukast um 11,5% að raungildi frá fyrra ári ÁRNI M. Mathiesen sjávarútvegs- ráðherra segir andstöðu og mótmæli gegn hvalveiðum Íslendinga erlendis ekki meiri en hann reiknaði með. Ís- lensk stjórnvöld muni halda sínu striki. Hann segir ekki ástæðu til að kynna sjónarmið Íslendinga frekar á erlendum vettvangi til að upplýsa fólk betur um forsendur vísindaveiðanna. Búið sé að reyna að koma réttum upp- lýsingum á framfæri og þeir sem vilji kynna sér þær hafi tækifæri til þess. „Það skiptir ekki máli hvaða upp- lýsingum er komið á framfæri til þeirra sem vilja ekki kynna sér stað- reyndir málsins. Það breytir ekkert þeirra skoðunum,“ segir sjávarút- vegsráðherra. Í Morgunblaðinu í gær kom fram að borið hefur á afbókunum erlendra hópa á ferðum til Íslands. 18 manna hópur ljósmyndara og fyrirsætna frá Bandaríkjunum hefði hætt við myndatöku hér á landi og ástæðan sögð vera hvalveiðar Íslendinga. Út- gáfa félagsins vildi ekki kynna fyrir lesendum sínum staði sem styddu hvalveiðar.Einnig hefur einn hópur frá Frakklandi afbókað ferð sína til landsins vegna hvalveiða. Sigrún Sig- mundsdóttir, sölu- og markaðsstjóri hjá innanlandsdeild Ferðaskrifstofu Íslands sagðist hafa trú á því að það væri aðeins byrjunin. Sjávarútvegsráðherra Forsendur vísindaveiða ekki kynntar frekar ytra HANNA KATRÍN Friðriksson hef- ur verið ráðin í nýtt starf fram- kvæmdastjóra Há- skólans í Reykjavík en fram- kvæmdastjór- anum er ætlað að efla samstarf skól- ans við atvinnu- lífið auk þess að styrkja rekstur skólans. Hanna Katrín hefur starfað við Háskólann í Reykjavík um nokkurt skeið, leitt starf Stjórn- endaskóla HR frá ársbyrjun 2002 auk þess að kenna á stjórnenda- námskeiðum innan skólans og á frumkvöðlanámskeiðum Auðar í krafti kvenna-verkefnisins. Hanna Katrín útskrifaðist með BA-gráðu í hagfræði og heimspeki frá Háskóla Íslands og starfaði um árabil sem blaðamaður og pistlahöfundur á Morgunblaðinu. Árið 1999 hélt hún til Bandaríkjanna í nám og útskrif- aðist með MBA-gráðu frá Univers- ity of California í Davis vorið 2001. Framkvæmda- stjóri Háskól- ans í Reykja- vík ráðinn Hanna Katrín Friðriksson Í DAG milli 12 og 16 verður markaður með lífrænt ræktaðar vörur á Kára- torgi, á mótum Kárastígs og Frakka- stígs, þar sem framleiðendur varnings- ins selja vörur sínar. Markaðurinn er nú starfræktur annan laugardaginn í röð, en markaðurinn mæltist svo vel fyrir síðustu helgi að framleiðendur voru fengnir til að endurtaka leikinn. Rúnar Sigurðarson eigandi versl- unarinnar Yggdrasils segir að jafnvel komi til greina að hafa markaðinn reglulegan viðburð á torginu, og segir að slíkt mundi lífga mikið upp á mið- borgina. Jafnvel væri hægt að hafa fleiri með þann markað, svo sem blóma- bændur og handverksmenn. Slíkt er þó enn á hugmyndastigi, að sögn Rúnars. Meðal þess sem verður á boðstólum á markaðinum í dag verður nýtt græn- meti beint frá bóndanum, nýbökuð brauð, lífrænt jógúrt, ávextir o.fl. Lífrænn markaður aftur á Káratorgi Talsverður fjöldi lagði leið sína á markaðinn síðasta laugardag. ♦ ♦ ♦ LÆKNAFÉLAG Íslands hyggst kanna nánar mál rússnesks læknis er starfar í vinnubúðum Impregilo við Kárahnjúkavirkjun. Eins og fram kom í Morgunblaðinu hefur hann ekki fengið leyfi. Sigurbjörn Sveinsson, formaður Læknafélags Íslands, segir félagið hafa fengið ábendingu um þetta mál í vikunni. Það verði skoðað nánar eftir helgi. „Öll mál er tengjast atvinnu- leyfi erlendra lækna hér á landi eiga að koma til okkar. Ef maðurinn kallar sig lækni hér á landi er einhver form- galli á þessu, ekki síst þegar um ræðir einstaklinga utan Evrópska efna- hagssvæðisins,“ segir Sigurbjörn. Læknafélagið skoðar mál læknis við Kárahnjúka ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.