Morgunblaðið - 23.08.2003, Side 8

Morgunblaðið - 23.08.2003, Side 8
FRÉTTIR 8 LAUGARDAGUR 23. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ Sá mikli áhugi á að fá að sjá blóðið fljóta, ætti að geta lyft brúnunum á hvalaskoðunarforkólfunum. Alþjóðlegur laugardagur í miðborginni Heimurinn mætist í miðborginni Markaðsnefnd mið-borgar og aðilar íverslun og þjón- ustu hafa í sumar staðið að dagskránni Mögnuð mið- borg. Alþjóðlegur laugar- dagur, laugardaginn 23.ágúst, er liður í þeirri dagskrá. Þá um daginn verður fjölbreytt dagskrá um allan miðbæinn, þar á meðal í Alþjóðahúsinu, Hverfisgötu. Gerður Gests- dóttir er verkefnastjóri fræðsludeildar Alþjóða- hússins. Hvað verður um að vera á alþjóðlegum laugardegi ? Dagskráin fer að hluta til fram í Alþjóðahúsinu, þar verður opið hús og fjöl- breytt starfsemi þess kynnt. Á fyrstu hæð húss- ins munu ýmis félög sem starfa í tengslum við okkur kynna starf- semi sína, félög útlendinga verða þar á meðal. Á kaffihúsinu verður til sýnis myndasýningin Fólk og firnindi frá Marokkó og líbanskur matur verður á borðum. Þá verða sýndar alþjóðlegar stuttmyndir en nánari upplýsingar um þá sýningu má nálgast á www.lundabio.com. Hvaða hlutverki gegna félög út- lendinga á Íslandi ? Hlutverk okkar er að þjónusta þá útlendinga sem búa á Íslandi og hjálpa þeim með alls kyns erindi. Við teljum mikilvægast að efla fé- lagslíf þeirra bæði innan eigin hóps og eins við Íslendinga. Öll þau þjóðafélög sem starfa á Íslandi, t.d. Félag Pólverja og Nígeríufélagið hafa aðstöðu til fundahalda hjá okkur. Hér starfa einnig svokölluð þverþjóðleg félög t.d. Fjölmenn- ingarráðið. Hlutverk þess er að vera umræðuvettvangur þeirra út- lendinga sem búa á Íslandi og jafn- framt að vera þeim til ráðgjafar um málefni þeirra. Í Fjölmenningar- ráð er reynt að safna saman fólki alls staðar að úr heiminum sem býr á Íslandi. Þá eru starfrækt félög á borð við Afríka 20:20 sem er áhugamannafélag um Afríku sunn- an Sahara auk trúarbragðafélaga eins og Félag múslima og Félag gyðinga. Hvaða þjónustu geta innflytj- endur sótt til Alþjóðahússins? Alþjóðahúsið er, má segja, upp- lýsingamiðstöð útlendinga og mál- efna útlendinga á Íslandi. Það var opnað í desember árið 2001 og hef- ur starfsemin vaxið og dafnað frá upphafi. Starfsemin stendur á traustum grunni en hún tók við af Miðstöð nýbúa. Skiptist starfsemi hennar í nokkrar deildir, þar á meðal fræðsludeild. Hlutverk hennar er meðal annars að standa að fræðslu fyrir innflytjendur um íslenskt samfélag, réttindi og skyldur og mannréttindafræðslu fyrir unga Íslendinga. Yfir sumar- tímann tökum við t.d. á móti öllum 14 ára unglingum sem starfa í Vinnuskóla Reykjavík- ur og leiðbeinendum ÍTR. Á veturna teygir starfsemi fræðsludeild- ar sig inn í grunn- og leikskóla og fyrirtæki. Í Alþjóðahúsinu er einnig starfrækt túlkaþjónusta sem sér t.d. um að útvega túlka á alla spítala og heilsugæslustöðvar. Það er svo samkvæmt lögum um réttindi sjúklinga að kunni fólk ekki ís- lensku eigi það rétt á túlki. Þýðing- arþjónusta er einnig starfrækt inn- an Alþjóðahússins þar sem er túlkað og þýtt á yfir 50 tungumál. Þá getur fólk fengið hjá okkur lög- fræðiráðgjöf sér að kostnaðar- lausu. Þar fær fólk aðstoð við að út- vega sér þau leyfi og pappíra sem það þarfnast. Alþjóðahúsið gefur bæði út fréttabréf og heldur úti heimasíðu á ýmsum tungumálum. Er kaffihús Alþjóðahússins vanalega þétt setið? Kaffihúsið hefur yfir sér mjög svo alþjóðlegan brag. Þangað sækja bæði Íslendingar sem hafa búið erlendis og þeir útlendingar sem búsettir eru á Íslandi. Á kaffi- húsinu hafa orðið til óformlegir tal- hópar, en þá myndar fólk sem hef- ur sama móðurmál og hittist gjarnan á ákveðnum dögum vik- unnar og spjallar saman. Fólk sækist í félagsskapinn og notar að- stöðuna til að efla félagslífið hjá sér. Ýmiss konar menningarupp- ákomur fara fram á kaffihúsinu, sýningar, tónleikar og dans svo eitthvað sé nefnt. Hvað er á döfinni hjá Alþjóða- húsinu í vetur? Vetrardagskráin fer aftur í gang af fullum krafti. Hér koma t.d. saman talhópar sem æfa sig að tala saman á íslensku. Í vetur ætlum við aftur að bjóða upp á námskeið sem var mjög vinsælt í fyrra, lopa- peysunámskeiðið, þar sem fólk lærir að prjóna lopapeysur. Ís- lenska er einnig kennd í Alþjóða- húsinu á veturna. Veigamikill þátt- ur vetrardagskrárinnar er fræðsla um íslenskt samfélag. Fer hún fram á ensku, rússnesku, pólsku og kínversku. Þar fáum við sérfræð- inga á sviðum húsnæðismála, at- vinnu- og dvalarleyfa og vinnumála til að spjalla við fólk. Þessir fundir voru afar vel sóttir í fyrra og greinilega er ekki vanþörf á slíkri þjónustu. Sækir fólk mikið til ykkar ? Það sýnir sig að starfsemi okkar er mikilvæg fyrir fólk sem er að koma sér fyrir á Íslandi. Hjá okkur getur það fengið næstum allar þær upplýsingar sem það þarfnast, ef ekki þá vísum við því á rétta leið. Við leitumst við að vera miðpunkt- ur fræðslu og upplýsingaöflunar innflytjenda á Íslandi. Gerður Gestsdóttir  Gerður Gestsdóttir er fædd ár- ið 1969 í Reykjavík. Hún lauk BA prófi í mannfræði frá Háskóla Ís- lands árið 1994 og mastersprófi í mannfræði frá University of Manchester árið 1997. Und- anfarin ár hefur hún starfað sem ráðgjafi við þróunarverkefni í Nikaragua. Gerður tók nýverið við starfi verkefnastjóra fræðslu- deildar Alþjóðahússins. Gerður er gift Saúl Gutierrez. Ýmis félög kynna starf- semi sína LÖGREGLAN í Reykjavík verður með sérstakt um- ferðareftirlit við grunnskóla í Reykjavík og Mosfellsbæ á mánudag vegna setningar þeirra. Hvetur lögreglan ökumenn eindregið til að sýna varkárni í nánd við skólana. Mörg hundruð börn eru að stíga sín fyrstu skref í umferðinni og segir lögreglan mikilvægt að sýna börnunum sérstaka tillitssemi. Ökumenn þurfa að draga úr hraða og vera viðbúnir því að börn hlaupi óvænt út á götuna. Æskilegt er að foreldrar fylgi börn- um sínum í skólann fyrstu dagana og leiðbeini þeim með öruggustu leiðina í skólann. Á fimmtudag hófst ennfremur átak hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörg í notkun endurskinsmerkja og var 5 þúsund endurskins- merkjum dreift í bókabúðir á Akureyri og í Reykjavík. Ökumenn aki var- lega við skólana Lögreglan hvetur ökumenn til sérstakrar varkárni nú þegar börn eru í þann veginn að flykkjast í skólana. Morgunblaðið/Kristinn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.