Morgunblaðið - 23.08.2003, Page 14

Morgunblaðið - 23.08.2003, Page 14
ERLENT 14 LAUGARDAGUR 23. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ FINNSKU stjórnarflokkarnir gengu frá samkomulagi um fjárlög næsta árs í gær. Eins og búist var við ætlar stjórnin að leggja til að álögur á áfengi verði lækkaðar. Lagt er til að áfengistollar verði lækkaðir um 33 af hundraði að jafnaði, mest verður dregið úr álögum á sterk vín og minnst á létt vín. Verðið á flösku af finnsku vodka verður frá og með marz á næsta ári níu evrur en hún kostar nú 14 evrur, andvirði um 1.250 kr. Tengist inngöngu Eist- lands í Evrópusambandið Samþykkt var að lækka áfengistolla vegna inngöngu grannríkisins Eistlands í Evr- ópusambandið á komandi vori og nýrra reglna Evrópusam- bandsríkja um frjálsari við- skipti með áfengi en þær taka gildi á næsta ári. Finnar hafa stundað mjög áfengisinnkaupa- ferðir til Eistlands. Tekjuskattur á alla launþega verður einnig lækkaður um eitt prósentustig samhliða aðgerð- um til að auka neyzlu og skapa fleiri störf, að því er fram kem- ur á vef Norðurlandaráðs. Fjárlögin nema um 37 millj- örðum evra og eru með halla sem veldur því að taka verður lán sem nemur rúmum millj- arði evra. Finnar lækka gjöld á áfengi FYRRVERANDI starfsmaður áströlsku leyniþjónustunnar sakaði í gær ríkisstjórn John Howards for- sætisráðherra um að hafa logið til um hættuna af gereyðingarvopnum Íraka til að réttlæta þátttöku Ástr- ala í Íraksstríðinu. „Stundum voru ýkjurnar svo miklar, að þær voru ekkert annað en hrein lygi,“ sagði Andrew Wilkie í yfirheyrslu hjá ástralskri þing- nefnd. „Ríkisstjórnin laug og laug. Hún afskræmdi staðreyndir, mis- túlkaði þær og lagaði þær í hendi sér eftir þörfum.“ Howard, einn einarðasti banda- maður Bandaríkjastjórnar, vísaði þessum staðhæfingum Wilkies á bug og sagði, að ef hann gæti ekki sannað þær, ætti hann ekki að vera að niðra heiðarlegt fólk. Wilkie var áður starfsmaður ONA, Office of National Assess- ments, en hún hefur það verkefni að leggja mat á leyniþjónustuupplýs- ingar, jafnt innlendar sem erlendar, fyrir forsætisráðuneytið. Sagði hann af sér í mars síðastliðnum til að mótmæla afstöðu stjórnarinnar í Íraksmálinu. Wilkie sagði, að upplýsingar tengdar Írak hefðu farið frá ONA til skrifstofu Howards þar sem þeim hefði verið breytt. Kvaðst hann telja, að ríkisstjórn Howards hefði verið „tilbúin að ýkja hættuna af gereyðingarvopnum Íraka og af hryðjuverkamönnum til að geta verið samstiga Bandaríkjamönn- um“. Á blaðamannafundi eftir yfirlýs- ingar Wilkies sagði Howard, að mat á hættunni af Saddam Hussein hefði verið eðlilegt „á þeim tíma“. Sagði hann einnig, að ONA hefði „gefið í skyn“, að Wilkie hefði ekki haft aðgang að mikilvægustu upp- lýsingunum um Írak. „Furðuleg“ þögn Rannsóknarnefnd þingsins hlýddi einnig á vitnisburð Richard Butlers en hann var yfirmaður vopnaeft- irlitsnefndar Sameinuðu þjóðanna í Írak frá 1997 til 1999. Sagði hann, að sér væri verulega „órótt“ vegna þess, að engin gereyðingarvopn hefðu fundist. Hann kvaðst þó trúa því, að þau fyndust að lokum, hvort sem það yrði í því magni, sem um hefur verið talað, eður ei. Butler sagði, að líklega gætu Bandaríkjamenn bundið enda á óvissuna um gereyðingarvopnin með því að skýra frá því hvað komið hefði fram í yfirheyrslum yfir Tariq Aziz, fyrrverandi aðstoðarforsætis- ráðherra Íraks. „Hvers vegna segja þeir ekki sannleikann um þetta?“ spurði Butler og bætti við, að honum fynd- ist þessi þögn „furðuleg“. „Um hvað hafa þeir samið við Tariq Aziz? Hann vissi allt.“ Ástralskur sérfræðingur ber vitni Segir ríkis- stjórnina hafa logið til um Írak Canberra. AP, AFP. Andrew Wilkie John Howard ÞAÐ var undir brezkum dómurum komið í gær, hvort fyrrverandi sendiherra Írans í Argentínu, Hadi Soleimanpur, yrði framseldur frá Bretlandi til Argentínu, en þar í landi hefur verið gefin út ákæra á hendur sendiherranum fyrrverandi í tengslum við sprengjutilræði í menningarmiðstöð gyðinga í Buen- os Aires árið 1994, sem banaði 85 manns og slasaði hátt í 300. Soleimanpur kom stuttlega fyrir dóm í Lundúnum í gær og hafnaði dómarinn því að hann fengi lausn úr varðhaldi gegn greiðslu trygg- ingar. Soleimanpur, sem er nú skráður námsmaður við Durham-háskóla á N-Englandi, er ákærður í Argent- ínu fyrir aðild að samsæri í kring- um bílsprengjutilræðið. Hann hef- ur dvalið í Bretlandi með námsmannadvalarleyfi frá því í febrúar 2002, en var handtekinn á þriðjudag á grundvelli framsals- kröfu argentínskra yfirvalda. Ráðamenn í Argentínu og leið- togar gyðingasamfélagsins þar í landi hafa lengi talið að Íranar hafi staðið að baki tilræðinu, en tals- menn stjórnvalda í Teheran hafa ávallt vísað á bug öllum ásökunum þar að lútandi. Talsmenn Íransstjórnar brugð- ust í gær illa við fréttunum af handtöku sendiherrans fyrrver- andi. Sögðu þeir alþjóðlega hand- tökuskipun byggða á úrskurði dómstóla í Buenos Aires vera lög- leysu. „Ákvörðun argentínska dóm- stólsins [um útgáfu handtökuskip- unarinnar] er pólitísk ráðstöfun af pólitískum rótum runnin, undir áhrifum frá síonistastjórninni [þ.e. Ísraelsstjórn], tekin í þeim tilgangi að gera henni greiða,“ lét Hamid- Reza Asefi, talsmaður íranska ut- anríkisráðuneytisins, hafa eftir sér. Argentínuforseti vill sjá árangur Argentínski rannsóknardómar- inn Juan José Galeano hefur gefið út handtökuskipanir á hendur sjö öðrum írönskum stjórnarerindrek- um vegna grunsemda um að þeir hafi átt þátt í samsærinu að baki tilræðinu. Í marz sl. gaf Geleano út hliðstæðar handtökuskipanir á hendur fjórum Írönum, þ.á m. fyrrverandi ráðherra leyniþjón- ustu- og öryggismála í Íran, Ali Fallahijan. Í síðasta mánuði lét Nestor Kirchner, forseti Argentínu, svo ummælt að það væri „þjóðar- skömm“ hve lítið miðaði í réttar- rannsókninni á tilræðinu. Hét for- setinn því að gera það sem í sínu valdi stæði til að hafa hendur í hári þeirra sem ábyrgð báru á tilræðinu er hann tók þátt í minningarathöfn um fórnarlömb þess, sem haldin var er rétt níu ár voru frá því það var framið. AP Frá vettvangi sprengjutilræðisins í menningarmiðstöð gyðinga í Buenos Aires 18. júlí 1994. Þáverandi sendiherra Írans í Argentínu er nú í haldi. Fyrrverandi sendiherra framseldur? Argentínsk yfirvöld vilja rétta yfir írönskum stjórnarerindrekum vegna tilræðis í Buenos Aires fyrir níu árum Lundúnum. AFP. ÞEIR sem lögðu á ráðin um mann- skæða bílsprengjuárás á höfuð- stöðvar Sameinuðu þjóðanna í Bagdad nutu líklega aðstoðar manna sem störfuðu í bygging- unni. Var þetta haft eftir tveimur lífvörðum æðsta fulltrúa SÞ í Írak sem lét lífið í árásinni, í viðtali í franska blaðinu Le Monde í gær. Gabriel Pichon og Alain Cherg- eui, fyrrverandi hermenn í franska hernum sem Sergio Vieira de Mello valdi til að fara fyrir níu manna lífvarðaliði sínu, sögðust vera sannfærðir um að yfirmaður þeirra hefði verið aðalskotmark til- ræðisins sl. þriðjudag. 23 fórust og um 100 manns særðust í tilræðinu. Tilræðismennirnir hefðu „fengið innanhússupplýsingar“ tjáðu tví- menningarnir blaðinu. „Ég er viss um að mennirnir að baki þessu tilræði voru þarna á staðnum þegar sprengingin varð,“ sagði Pichon. „Hefði öryggis- myndavélakerfi verið þarna hefð- um við væntanlega miklu betri upplýsingar um það hvert eiginleg markmið þessa tilræðis var, sem tilræðismennirnir vildu að yrði stórbrotið. Þeim varð því miður að ósk sinni,“ sagði hann. Chergeui bætti við að áður en þetta gerðist hefðu menn haft á til- finningunni að SÞ-skrifstofurnar gætu orðið skotmark, eftir að bíl- sprengja sprakk við jórdanska sendiráðið í Bagdad 7. ágúst og eftir „nokkrar aðrar vísbending- ar“. „Við skynjuðum að eitthvað væri á seyði,“ sagði Chergeui. Íraskir öryggisverðir sagðir sekir Þessi orð lífvarðanna styðja kenningu sem embættismenn SÞ og bandarískir rannsóknarlög- reglumenn sem vinna að rannsókn á tilræðinu höfðu þegar sett fram. Ónafngreindur fulltrúi SÞ í Bagd- ad tjáði AFP-fréttastofunni að til- ræðismennirnir hefðu „klárlega notið aðstoðar íraskra öryggis- varða inni í byggingunni sem láku upplýsingum út til skipuleggjenda árásarinnar.“ Fulltrúinn bætti við: „Þetta var þrautskipulögð árás. Skotmarkið var Segio Vieira de Mello, svo mik- ið er víst.“ Írakar sem ráðnir voru til að sinna öryggisgæzlu á SÞ-skrifstof- unum í Bagdad eru grunaðir um að hafa tengzt öryggissveitum Sadd- ams Husseins á sínum tíma. The New York Times sagði frá því í gær, að menn frá bandarísku alríkislögreglunni FBI, sem ynnu að rannsókn tilræðisins í Bagdad, hefðu sagt að verið væri að skoða þann möguleika að tilræðismenn- irnir hefðu notið innanhússaðstoð- ar. „Við teljum að öryggisreglur við SÞ-skrifstofurnar hafi verið þverbrotnar,“ hefur blaðið eftir einum FBI-fulltrúanum. Öðru vísi sé ekki hægt að skýra hvernig til- ræðismennirnir gátu komizt með bílsprengjuna svo nálægt skot- marki sínu. AP Fáni Sameinuðu þjóðanna blaktir yfir rústum byggingarinnar sem hýsti aðalstöðvar samtakanna í Bagdad. Hún hrundi í bílsprengjutilræði á þriðjudag, sem banaði 23 og særði um 100 manns. Öryggisverðir sagð- ir viðriðnir tilræðið Tilræðismenn fengu upplýs- ingar úr höfuð- stöðvum SÞ í Bagdad fyrir sprenginguna París. AFP.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.