Morgunblaðið - 23.08.2003, Page 18

Morgunblaðið - 23.08.2003, Page 18
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ 18 LAUGARDAGUR 23. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ Á LEIKSKÓLANUM Sólhlíð í Hlíðunum hafa nýlega verið tekin í gagnið ný leiktæki. Um er að ræða rólur og vegasalt frá fyrirtækinu Barnasmiðjunni. Hönnun rólanna er mjög nýstárleg og ólík því sem áður þekkist á leikvöllum, enda eru öll form mjög mjúk og fljótandi. Krakkarnir segjast mjög ánægð með nýju rólurnar, enda eru þær bæði fallegar og mjög auðvelt að „ýta“ og róla hærra og hraðar. Vegasaltið eru þó krakkarnir ekki eins sáttir við og má rekja það til þess að það er frekar hátt auk þess sem í því er fjöðrunarbúnaður sem heldur því láréttu og þess vegna er mjög erfitt fyrir smáfólkið að klifra upp á það. Einnig hafa sumir foreldrar lýst yfir áhyggjum af því að fjöðrunin valdi mikilli slysahættu þegar sæti vegasaltsins spretta upp ef börnin missa á þeim takið. Hrafn Ingimundarson hjá Barnasmiðjunni segir þessa fjöðrun koma til vegna reglna um vegasölt sem segja til um að viss tregða verði að vera til staðar til þess að draga úr falli eftirsitjandi barns, ef leik- félagi þess dettur skyndilega af vegasaltinu. „Hönnunin er þannig að miðað er að því að lágmarka alla hugsanlega áverka sem börnin geta orðið fyrir. Það er rautt merki á stólpanum á vegasaltinu sem segir til um endanlega yf- irborðshæð, þannig að það gæti verið að vegasaltið standi of hátt.“ Að sögn Elísabetar Auðunsdóttur, leikskólastjóra Sól- hlíðar, hafa þegar verið gerðar athugasemdir við ýmsa hluti á nýendurnýjuðu leiksvæði skólans og stendur það allt til bóta, þar á meðal hið umdeilda vegasalt. Þar er um að ræða aðeins of lágt yfirborð malar í garðinum og mun það bætt strax á miðvikudag. Þessir krakkar létu vel að nýju rólunum í blíðviðrinu í gær og virtust afar ánægð með þessi aðlaðandi leiktæki. Ný leiktæki í leikskólanum Sólhlíð Reykjavík Morgunblaðið/Svavar GRÍÐARLEGUR fjöldifólks sótti í vor um aðkomast í nám í Kenn-araháskólanum og hefur áhugi á því að starfa við kennslu aukist stórlega undanfarin ár. Óhætt er að segja að færri hafi komist að en vildu þar sem einungis tæpur þriðj- ungur rúmlega fimmtán hundruð umsækjenda komst inn í grunnnám skólans. Þeir Heiðar Örn Kristjánsson og Haraldur Freyr Gíslason (Halli) tón- listarmenn hafa undanfarin ár starf- að á leikskólum, Heiðar á Engjaborg í Grafarvogi og Halli á Hörðuvöllum í Hafnarfirði, en eru nú báðir á leið í skólann að nema leikskólakennslu. „Ég er nú búinn að ætla mér að fara í skóla alveg síðan ég útskrifaðist með stúdentspróf og það er komið að því núna,“ segir Heiðar og segir námsvalið í raun vera í beinu fram- haldi af jákvæðri reynslu sinni af leikskólakennslu. „Ég er búinn að vera að vinna á leikskóla í þrjú ár og mér finnst þetta gaman. Þess vegna hugsaði ég að ef mér finnst þetta gaman, af hverju ekki að læra þetta?“ Halli hefur aðra skýringu: „Auðvitað út af peningunum,“ segir hann hlæjandi. „Nei, nei, ég er nátt- úrulega búinn að vinna í sex ár á leikskóla og fyrst maður er ekki kominn með leiða á þessu og finnst þetta rosalega skemmtilegt og finnst gaman í vinnunni, þá að sjálfsögðu á maður bara að mennta sig í þessu. Þetta á mjög vel við mig.“ Ekki hægt að starfa með börnum af hálfum huga Það er nokkuð algengt að ungir tónlistarmenn starfi á leikskólum. Halli segir að kannski byrji það þannig að menn haldi að þetta sé þægileg innivinna. „Svo var líka mjög létt að fá vinnu við þetta fyrir karlmenn. Menn halda að þetta geti hentað vel við tónlistina, sem það gerir kannski ekkert endilega, því þú verður að mæta vel, því annars bitnar þetta á næsta manni og börn- unum. Þú verður að sinna þessu starfi vel og það þýðir ekkert að gera þetta af hálfum huga.“ Hann segir leikskólastarfið gera miklar kröfur um andlegt jafnvægi. „Það er ekki hægt að mæta í vinnuna í leikskóla og vera í fýlu. Það er ekkert mál að vera í fýlu ef maður er ekki að vinna með fólk, en á leikskólanum bitnar það strax á börnunum. En í rauninni ætti maður aldrei að velja sér starf þar sem manni líður illa.“ Heiðar tekur undir þetta. „En maður gleymir líka allri fýlu þegar maður vinnur með börnunum. Það er ekki hægt annað en að fara í gott skap þegar maður er með þeim. Maður fær líka ágætar hugmyndir þarna niður frá, þegar það er smá dauður tími og maður grípur aðeins í gít- arinn. Ég held að það sé til dæmis mjög erfitt að grípa í gítarinn ef maður er gjaldkeri í banka.“ Tónlistin gefur góðan grunn Tónlistarlegur bakgrunnur ungu mannanna hefur nýst þeim vel, þar sem öryggi þeirra og fimi með hljóð- færin og sönginn vekur kátínu hjá börnunum og kunna þeir að „halda uppi stuðinu.“ „Það er náttúrulega bara þannig að þú færð engan með þér ef það er ekki gaman og stuð. Það verður að vera stuð,“ segir Halli. „Þetta eru bara sömu lögmál og gilda um hljómsveitir almennt, ef þú ert að horfa á hljómsveit og þeir eru ekkert að skemmta sér, þá finnst þér ekkert gaman að horfa á þá.“ Heiðar segir stemninguna í kring- um tónlistina vera gífurlega. „Þegar verið er að spila á gítar og tralla með, þá verður svo mikið stuð og gaman og þetta hefur svakaleg áhrif á allan þroska hjá börnunum. Tón- listin er í raun ómetanleg fyrir þroska barnanna.“ Halli segir mjög mikilvægt að við- halda ferskleika og gleði í starfinu. „Um leið og fólk hættir að vera ungt í þessu starfi, um leið og því hættir að finnast þetta gaman, þá verður fólk bara að hætta, því þá er það bara að gera illt verra, það verður allt svo leiðinlegt. Kennarar eru fólk sem getur ekki leyft sér að fá leið á starfinu og halda áfram.“ Heiðar tekur undir þessi orð Halla. „Það ætti í raun enginn að gera það, um leið og þú ert orðinn leiður á starfinu áttu að breyta til.“ Starfið á leikskólanum gerir vissu- lega kröfur um að fólk sé vakandi með börnunum. „Einu sinni var maður alltaf á djammi eftir spilerí, en nú klárar maður bara að spila, pakkar saman og fer heim,“ segir Halli, „því maður þarf að bera ábyrgð daginn eftir. Maður fær líka leið á svona sukki. Maður fær ánægjuna úr því að spila en ekki af djamminu.“ Heiðar segir ekki hægt að mæta til barnanna grútþunnur, angandi af vínlykt. „Það er einfald- lega ekki í boði eins og sagt er.“ Fyrirmyndir fyrir unga menn Karlar hafa undanfarið sótt í auknum mæli í leikskólakennslu, þó það sé enn í mýflugumynd. „Þetta er dálítið að opnast núna,“ segir Halli. „Konur verða þó aðeins að slaka á klónni og leyfa körlum að koma með sínar hugmyndir inn í greinina, því við erum allt öðruvísi heldur en kon- ur og við viljum örugglega hafa leik- skólana öðruvísi en konur. Við nálg- umst börnin kannski á annan hátt, því kynin eru rosalega ólík. Ef þetta á að virka þá verða konur að gera sér grein fyrir því að við erum komnir til að vera. Við ætlum okkur að reyna að gera eitthvað sem okkur finnst skipta máli.“ För þeirra vina í Kennaraháskól- ann hefur vitaskuld vakið mikla at- hygli, þó þeir sverji fyrir það að þeirra tilfelli sé nokkuð öðruvísi en annarra. „Við erum ekkert merki- legri en aðrir, en ég vona samt að þetta verði til þess að einhverjir strákar hugsi, „Heyrðu, þetta er eitthvað sem mig langar til að gera.“ Þá verður þetta frábært, því það vantar svo mikið af karlmönnum inn í þessa atvinnugrein. Það er nauð- synlegt fyrir börnin að bæði kynin séu að vinna með þeim á leikskól- unum. Hjá mér virðist þetta vera þannig að það eru mest konur sem börnin umgangast daginn út og inn, ég tala nú ekki um ef börnin eiga ekki einu sinni pabba heima hjá sér. Þá er engin karlímynd í gangi hjá þeim allt árið um kring, nema löggan kannski, og þau eru skíthrædd við hana.“ „Af hverju er þetta láglauna- starf?“ spyr Halli. „Þetta er gríð- arlega vanmetið starf.“ Heiðar sam- sinnir þessu. „Það er náttúrulega fáránlegt, maður hefði haldið að for- eldrar vildu hafa börnin sín í örugg- um höndum allan daginn, það er mikil ábyrgð sem fylgir þessu starfi. Samt sem áður eru fólk ekki tilbúið til að borga meiri peninga fyrir það. Börnin eru það dýrmætasta sem þú átt. Fólk hugsar það ekki til enda. Með betri launum verður meiri metnaður í starfinu og allt starf verður betra ef starfsmenn eru ánægðir og fá vel borgað fyrir það sem þeir eru að gera, það er lágmark að geta lifað af sinni vinnu.“ Mikilvægt að þekkja til starfsins Halli segir þá vinina alls ekki merkilegri en aðra sem eru komnir í skólann. „En við erum búnir að vinna í leikskóla í sex ár, svo við þekkjum þetta starf mjög vel og við vitum hvað við erum að fara að læra. Við vitum út á hvað leikskólinn gengur og þess vegna finnst mér svo skrýtið að fólk sem kannski hefur aldrei unnið á leikskóla velji sér þetta nám án þess að hafa prófað það, því það er ekkert víst að þetta henti þeim, það er í rauninni líklegra en ekki. Þess vegna ætti að skylda fólk til að vinna svolítinn tíma áður.“ Heiðar: „Það eru fjölmargar sög- ur um fólk sem fór í kennaraháskól- ann og kenndi í eitt ár og hætti síðan af því að það áttaði sig á að þetta átti ekki við það. Fólk þarf að vita hvað það er að fara út í áður en það fer í þriggja ára nám.“ Betra að prófa starfið áður en farið er í nám Tveir liðsmanna hljómsveitarinnar Botnleðju, þeir Heiðar og Halli, hyggja á nám í Kennaraháskólanum í haust. Þeir röbbuðu við Svavar Knút Kristinsson um leikskólastarfið, tónlistarmennsku og gildi karlmanna á leikskólum. Morgunblaðið/Árni Torfason Heiðar og Halli ætla ekki að láta deigan síga í Kennaraháskólanum og hyggjast leggja sitt af mörkum til þess að leikskólabörn framtíðarinnar muni ekki skorta jákvæðar karlfyrirmyndir. svavar@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.