Morgunblaðið - 23.08.2003, Síða 23

Morgunblaðið - 23.08.2003, Síða 23
NEYTENDUR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. ÁGÚST 2003 23 NÝJAR íslenskar kartöflur hafa nú verið fáanlegar í stórmörkuðum frá miðjum júlí. Þær hafa talsvert fallið í skuggann af pasta og hrísgrjónum undanfarin ár en þær eru enn fyr- irtaks meðlæti, og hægt að matreiða á ýmsan hátt. Fáar tegundir grænmetis má nota á jafnmargan hátt og einmitt kart- öfluna, segir Fríða Rún Þórðardóttir næringarfræðingur. Kartöflur eru mest notaðar sem meðlæti; soðnar, bakaðar, grillaðar, steiktar og mauk- aðar í kartöflumús eða í mismunandi tegundir af kartöflusalati. Einnig eru þær uppistaðan í fjöldanum öll- um af grænmetisréttum. Um 3.000 afbrigði kartöflunnar eru til en þær tegundir sem vaxa á Íslandi eru gullauga, rauðar íslensk- ar, (Ólafsrauðar), Bintje, Helga, möndlukartöflur og Premier. Uppruna kartöflunnar, sem sumir kalla jarðepli, má rekja til Suður- Ameríku og eiga þær ættir að rekja til tómatplöntunnar. Kartöflur komu til Evrópu um miðja 16. öld frá Perú og voru fyrst ræktaðar á Íslandi árið 1758 þó að almenn ræktun hafi ekki hafist fyrr en um aldamótin 1900. Kartöflur henta íslensku veðurfari vel þar sem þær eru harðgerðar og auðræktanlegar. Neikvæð umfjöllun Kartöflur hafa fengið fremur nei- kvæða umfjöllun að undanförnu og er talað um það hversu kolvetnarík- ar þær eru. Kartöflur eru kolvetna- ríkar, þær eru nær eingöngu kol- vetni, en kolvetnin eru flókin og gefa ágætis langtíma orku. Kartöflur eru mjög fitusnauðar eins og þær koma frá náttúrunnar hendi en því er oft breytt með því að steikja og djúp- steikjar þær en það rýrir hollustu- gildi þeirra mikið, að sögn Fríðu Rúnar. Kartöflur eru jafnfram ríkar af trefjum, C-vítamíni og steinefninu kalíum sem er mikilvægt fyrir vökvabúskap líkamans og vöðvasam- drátt. Kartöflur eru mikilvægur hluti holls og fjölbreytts mataræðis, nokk- uð sem allir ættu að leggja áherslu á til bættrar heilsu og betri líðanar, segir Fríða Rún. Með því að auka hlut kartaflna og grænmetis með að- alréttum, sérstaklega kjöti, má lækka fituhlutfall máltíðarinnar en það er eitt af bestu ráðunum til að lækka fituhlutfall í líkamanum. Ekki geyma í ísskáp Best er að geyma þær á þurrum, dimmum og köldum stað, helst ekki í ísskáp. Almennt er matreiðsla á kartöflum fljótleg og einföld. Kart- öflur má matreiða á margvíslegan máta og hvort heldur nota sem for- rétt, aðalrétt eða sem meðlæti, allt háð stað, stund og óskum hvers og eins. Fegurð bökuðu kartöflunnar ligg- ur í einfaldleikanum en jafnframt hinum margvíslegu tilbrigðum og möguleikum sem hún býður upp á. Bakaðar kartöflur eru fyrirtaks meðlæti en geta einnig staðið einar sér sem léttur, seðjandi aðalréttur. Næringarlega séð er bökun á kart- öflum besta leiðin til að varðveita næringarefni kartöflunnar, segir Fríða Rún. Algeng mistök sem fólk gerir þegar kartöflur eru bakaðar sem er að pakka þeim inn í álpappír. Þá er kartaflan í raun ekki bökuð, heldur soðin. Hægt að nota kartöflur á mjög fjölbreyttan hátt Skammtar: Fyrir 5 Undirbúningur: 15 mínútur Eldun: 25 til 35 mínútur Hráefni: 500g bökunarkartöflur (um 5 stk.) Smá ólífuolía Salt, pipar, tímjan, sesamfræ. Matreiðsla: Skrælið kartöflurnar Skerið lítillega af einni hliðinni svo kartaflan rúlli ekki út um allt. Skerið niður í hálfa kart öflum með 2 mm millibili svo kartaflan líkist nú áströlsku beltisdýri. Setjið á bökunarplötu og pensl- ið með olíu, kryddið með salti, pip- ar og t.d. sesamfræjum, tímjan eða öðrum góðum kryddum. Reynið að fletta rifunum aðeins opnum svo kryddið fari á milli laga í kartöflunni. Bakið við 170 °c í 25 – 30 mín Ef vill má skræla kartöflurnar aðeins þykkar og steikja hýðið sem snakk. Hazzelback- kartöflur Fyrir flottar konur Bankastræti 11 • sími 551 3930 Síðumúla 34 - sími 568 6076 Antik er fjárfesting Antik er lífsstíll mbl.is STJÖRNUSPÁ Mjólkurþistill Nature‘s Bounty Solgar Now 100 60 60 kr. 1.798,- kr. 2.215,- kr. 1.153,- 105% 25% 175 175 150 Við verðkönnun á bætiefnum kom í ljós að verð á fjölda bætiefna var miklu lægra í Heilsuhúsinu en í matvöruverslunum, lyfjabúðum og öðrum sérverslunum. T.d. var verð á mjólkurþistli liðlega tvöfalt hærra í sumum stórmörkuðum en í Heilsuhúsinu. Gerðu verðsamanburð. Mjólkurþistill fyrir lifrina Mjólkuþistill inniheldur efnið silymarin sem örvar efnaskipti lifrarfrumna. Þess vegna getur mjólkurþistill gagnast lifrinni, sé hún undir álagi. Þegar þú kaupir glas af Milk Thistle færðu annað á hálfvirði! Helgartilboð Foxxy Santos JuwelIvoryLeonKarat Balu Tobago Útsalan stendur frá 7-23. ágúst. ÚTSÖLULOK

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.