Morgunblaðið - 23.08.2003, Síða 30

Morgunblaðið - 23.08.2003, Síða 30
AUÐUR Ólafsdóttir er list- fræðingur frá Parísarháskóla, með licence, maitrise og DEA gráðu (1987) í listasögu frá Université de Paris 1. Áður hafði hún lokið BA prófi í sagnfræði og bókmenntafræði frá Háskóla Íslands. Rannsóknarsvið hennar er íslensk nútíma- og samtíma- listasaga og hefur hún skrifað fjölda greina í fræðirit, sýn- ingarskrár og bækur á þeim vettvangi, bæði innlendar og erlendar. Auður hefur annast sýningarstjórn bæði hér á landi og erlendis og gegnt fjöl- mörgum trúnaðarstörfum inn- an íslensks myndlistarheims. Auður hefur m.a. verið stundakennari í listasögu við Háskóla Íslands frá árinu 1993, stundakennari við myndlistardeild Listaháskóla Íslands frá árinu 2000, kenn- ari við Leiklistarskóla Íslands 1992-2000 og jafnframt deild- arstjóri fræðadeildar Leiklist- arskóla. Frá árinu 1998 hefur Auður verið forstöðumaður Listasafns Háskóla Íslands. Doktorsritgerð hennar sem hún hefur unnið að s.l. misseri fjallar um inntak og mikilvægi hugmyndarinnar um „hið út- lenda“ í mótun íslenskrar myndlistarhefðar og þróun ís- lenskrar myndlistar á 20. öld. Lektor í listfræði  Heimspekideild HÍ og Myndlistar- deild LHÍ sameinast um kennslu.  Myndlistarmenn og fræðimenn mætast og bakhjarlinn breikkar. FYRSTA september nk.hefst kennsla í listfræðisem 30 eininga aukagreintil BA-gráðu við heim- spekideild Háskóla Íslands í sam- vinnu við Myndlistardeild Listahá- skóla Íslands. Náminu er ætlað að flytja grunnmenntun í listfræði inn í landið og verður sérstök áhersla lögð á kennslu í íslenskri listasögu. Starf- andi íslenskir listfræðingar hafa hingað til hlotið bæði grunn- og fram- haldsmenntun sína erlendis. Auður Ólafsdóttir listfræðingur var í vikunni skipuð lektor í listfræði við Háskóla Íslands. Halldór Björn Runólfsson er lektor í listfræði við Listaháskóla Íslands. Saga listfræði á Íslandi „Björn Th. Björnsson hóf kennslu í listasögu við heimspekideild Háskól- ans árið 1974 og kenndi hana við sagnfræðiskor til 1993 en þá tók ég við,“ segir Auður Ólafsdóttir. Samtals var hægt að taka þrjú mismunandi listasögunámskeið til 15 eininga á þremur námsárum. Listasögunámskeiðin voru ávallt fjölmenn og sótt af breiðum hópi nemenda heimspekideildar, úr sagn- fræði, bókmenntafræði, heimspeki og tungumálum. Þá hafa nemendur ým- issa greina félagsvísindadeildar getað fengið námskeiðin metin inn í nám sitt í gegnum tíðina. Listfræðin, sem hluti af fræðilegu námi myndlistarnema hefur einnig þróast innan LHÍ en árið 1999 hófst kennsla á háskólastigi við Myndlist- ardeildina. Síðan þá hefur fræðilegt nám við LHÍ verið byggt upp af krafti og lögð áhersla á fjölbreytt val listfræðilegra námskeiða. Sjálfstæð fræðigrein „Listfræðin er nú samvinnuverk- efni heimspekideildar HÍ og mynd- listardeildar LHÍ, og verður kennt á báðum stöðum,“ segir Auður og því er um blandaðan hóp nemenda að ræða á flestum námskeiðum; mynd- listarnemendur og listfræðinemend- ur. Hvor háskóli um sig leggur til helming námskeiða og einingafjölda í listfræðinámið. Gert er ráð fyrir ákveðnum kjarna skyldunámskeiða, en að sama skapi er mikið úrval val- námskeiða sem spanna allt frá hefð- bundnari listsögulegum og listheim- spekilegum námskeiðum til ýmissa hliða sjónrænnar menningar.“ Listfræði er sjálfstæð fræðigrein með eigin aðferðafræði sem farið var að kenna á skipulagðan hátt við er- lenda háskóla fyrir tæpum 200 árum. Innan hennar er fengist við myndlist- argreinar í fortíð og nútíð, ásamt byggingarlist, hönnun og sjónmenn- ingu eins og kvikmyndum, auglýsing- um og ljósmyndum. Greinin á að veita nemendum þekkingu í sögu listarinn- ar og þjálfun í að greina listaverk og túlka þau í margs konar samhengi. Bakhjarl listarinnar Auður segir verkaskiptinguna milli háskólanna um námið vera á þá leið að við HÍ verði áhersla lögð á stór listsöguleg yfirlitsnámskeið og ís- lenska listasögu, auk aðferðafræði- legs inngangsnámskeiðs. „Íslensk listasaga er stór þáttur í þessu námi, í alþjóðlegu samhengi má segja að þar sé fræðasvið þar sem við höfum ákveðna sérþekkingu fram að færa,“ segir Auður, og nefnir Rann- sóknarsjóð Listasafns HÍ sem sér- staklega er ætlað að styrkja rann- sóknir á íslenskri myndlist og myndlistarsögu. Í LHÍ verður áherslan á samtíma- list og tengsl við hinn skapandi list- heim í fyrirrúmi, auk þess sem þar verða kennd námskeið sem taka til sértækari sviða listfræði. Auður segir gildi þessa náms margvíslegt, en það sé vissulega þörf á því. „Páll Skúlason rektor HÍ og Hjálmar H. Ragnarsson rektor LHÍ sýndu framsýni og metnað með því að láta reyna á þessa samvinnu háskól- anna,“ segir hún og að þetta sé til að byrja með þriggja ára tilraunaverk- efni. Auður heldur að það sé mjög góður kostur að fólk úr fræðaheiminum og listheiminum mætist í þessu námi – og að það eigi eftir að skila sér í um- fjöllun um listir. „Hvorir geta lært af hinum og bakhjarl listanna breikk- ar,“ segir hún. Það hafi hins vegar komið á óvart hversu margt ungt, útskrifað mynd- listarfólk hafi áhuga á listfræðinám- inu í haust, einnig nemendur sem lok- ið hafi námi í listasögu erlendis og séu einkum að sækjast eftir íslensku listasögunni. „Það virðist mikill áhugi á þessu námi,“ segir Auður. Gagnrýni í fjölmiðlum Nám í listfræði sem aukagrein til BA-prófs er m.a. hugsað sem undir- búningur fyrir frekara nám í grein- inni erlendis. Að mati Auðar þyrfti þó að stefna að því að taka upp nám á MA-stigi í íslenskri listasögu svo fljótt sem auðið er. Gert er ráð fyrir að þeir sem noti starfsheitið listfræð- ingur hafi lokið fullgildu háskólaprófi í listfræði til a.m.k. MA-prófs. Helstu starfssvið listfræðinga að loknu framhaldsnámi erlendis eru við sýningarsali, söfn og menningar- stofnanir, við kennslu, og við sjálf- stæð fræði- og ritstörf. Gagnrýni og myndlistarumfjöllun í fjölmiðlum er eitt af því sem listfræðin getur búið nemendur undir, svo og gerð sér- hæfðs menningarefnis fyrir fjölmiðla. Auður segir að rökin fyrir náminu séu næg og nefnir að listsköpun sé mótandi afl í samfélaginu sem spanni vítt svið mannlegrar þekkingar og reynslu. Almenn þekking á sjónlist- um og þjálfun í myndlæsi sé þ.a.l. þýðingarmikil. Grunnnám í listfræði hafi einmitt gildi fyrir þá sem vilji auka þekkingu sína og skilning á skapandi listum, á myndmáli og myndrænni tjáningu, jafnframt því sem þeir öðlist þjálfun í fræðilegum vinnubrögðum. Þá hafi nám í listfræði gildi fyrir þá sem hyggist leggja fyrir sig listasögu- kennslu á grunn- og framhaldskóla- stigi eða vinna að gerð listasögulegs kennsluefnis. Alþjóðasamskipti krefj- ast einnig í auknum mæli þekkingar á menningar- og listasögulegum bak- grunni og sérstöðu þjóða. Innritun í listfræði fer fram í nem- endaskrá Háskóla Íslands til 26. ágúst 2003. Nánari upplýsingar um námið, stundaskrá og einstök nám- skeið er að finna á vefslóðinni www.hi.is/nam/heim/listfraedi.html. Áhersla á íslenska listasögu Morgunblaðið/Jim Smart Listfræði er fag sem nýta má á ýmsum sviðum að mati Auðar Ólafsdóttur. Listfræði/Björn Th. Björnsson hóf kennslu í listasögu við heimspekideild Háskóla Íslands árið 1974. Í september hefst í fyrsta sinn kennsla í listfræði sem aukagrein til BA-gráðu við HÍ og Listaháskólann. Gunnar Hersveinn ræddi við Auði Ólafsdóttur nýskipaðan lektor í listfræði um fagið og gildi þessa náms. TENGLAR .............................................. www.hi.is/nam/heim/ www.lhi.is MENNTUN 30 LAUGARDAGUR 23. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ Íslenska ríkið hefur á undanförnum árum stutt kennslu í nútímaíslensku við fjórtán háskóla í Evrópulöndum. Árlegur fundur íslenskulekt- ora, sem starfa við þessa erlendu háskóla, var nýlega haldinn í Háskóla Íslands. Stofnun Sig- urðar Nordals, sem hefur umsjón með kennslu í íslensku við erlenda háskóla, skipulagði fundinn. Á fundinum var m.a. rætt um kennslu í ís- lensku fyrir erlenda námsmenn, kennslufræði tungumála og íslenska menningarkynningu er- lendis. Sérstaklega var fjallað um sögu Íslands í kvikmyndum og þýðingarfræði og notkun þýð- inga við kennslu í íslensku og íslenskum bók- menntum. Einnig var rætt um kennsluefni í íslensku á netinu, sem verið er að vinna í samstarfi milli ís- lenskuskorar heimspekideildar Háskóla Ís- lands, Hugvísindastofnunar, Stofnunar Sigurð- ar Nordals, Wisconsin-háskóla í Madison í Bandaríkjunum og fimm háskóla í Evrópulönd- um, meðal annars með styrk frá menntamála- ráðuneytinu, RANNÍS og Evrópusambandinu. Nú nema á annað þúsund stúdentar íslensku við erlenda háskóla ár hvert, bæði þar sem ís- lensk stjórnvöld styðja kennsluna og annars staðar, svo sem í Bonn, Köln, Tübingen og Freiburg í Þýskalandi, Poznan í Póllandi, Vil- níus í Litháen, Moskvu og Tókýó í Japan. Jafn- framt sækja stöðugt fleiri erlendir stúdentar ís- lenskukennslu hingað til lands. Á undanförnum árum hefur orðið samdráttur í kennsluframboði í skandínavískum málum, ís- lensku og finnsku við háskóla á Norðurlöndum. Það hefur m.a. birst í því að enn er óráðið í stöðu íslenskulektors við Óslóarháskóla, en hún hefur verið laus á þriðja ár. Íslensk stjórnvöld hafa aftur á móti gert samninga við Humboldtháskól- ann í Berlín og Manitobaháskóla í Winnipeg um stuðning við íslenskukennslu og bættust þeir skólar við þá fjórtán þar sem íslenskukennsla var þegar styrkt. Þá var á þessu ári hafinn stuðningur við kennslu í íslensku við Wasedahá- skóla í Tókýó í Japan og hafa fjölmargir stúd- entar sótt byrjendanámskeið í íslensku þar nú á vormisseri. Jón Gíslason er lektor í íslensku við Hum- boldt-háskólann í Berlín í Þýskalandi, en sú staða er ein af fáum sem greidd er að hálfu af ís- lenska menntamálaráðuneytinu. Flestar eru kostaðar af viðkomandi háskólum. „Við berum saman bækur okkar á þessum fundum, en þeir eru haldnir þriðja hvert ár á Íslandi,“ segir Jón, og að eitt verkefnið sé umræða um gott kennslu- efni. Í Humboldt-háskólanum er norræn deild sem er nokkuð fjölmenn og þar er kennd sænska, danska, norska, finnska og íslenska. „Nemend- ur í deildinni eru oft með annað aðalmál en ís- lensku, t.d. sænsku,“ segir Jón, „þó er boðið upp á jafnmikla kennslu í íslensku og í hinum mál- unum.“ Eins og við var að búast finnst nemendum fljótlegra að læra sænsku, norsku og dönsku en íslensku og finnsku. „Mikill áhugi er þó á ís- lensku í Berlín,“ segir hann og að norræna deildin í Humboldt sé ein sú stærsta í Þýska- landi. Jón kennir fyrst og fremst nútímaíslensku. Hann hefur þó einnig fengist örlítið við að kenna forníslensku, en hana kenna aðallega þýskir prófessorar. Um það bil 25 hófu nám í íslensku í fyrrahaust en þá var lektorsstaðan skipuð, og segir Jón að nemendum eigi eftir að fjölga. Flestir nemendur eru í norrænu deildinni, en eitthvað er um nem- endur sem koma sérstaklega í íslenskuna án þess að vera í öðru háskólanámi. Háskólanemar úr öðrum greinum sem ætla sem Erasmus- skiptinemar til Íslands koma einnig í íslenskuna. Lektorsstöður í Þýskalandi eru kennslustöð- ur og felur staða Jóns í sér 16 tíma kennslu. „Mér finnst fínt að starfa hér og búa,“ segir Jón og nefnir að sendiráðið sé í Berlín og að ým- iskonar menningarkynning tilheyri starfinu og þá sé gott að vera í sambandi við sendiráðið. Öflug norræn deild í Humboldt í Berlín Morgunblaðið/Sverrir Jón Gíslason var skipaður lektor í íslensku við Humboldt-háskólann 2002. Núna í ágúst var haldinn í Háskóla Íslands fundur íslenskulekt- ora sem starfa við erlenda háskóla, en á annað þúsund stúdentar nema íslensku við erlenda háskóla ár hvert. Jón Gíslason kennir íslensku við norrænu deildina í Humboldt-háskólanum. TENGLAR ................................................................... http://www.nordals.hi.is/

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.