Morgunblaðið - 23.08.2003, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 23.08.2003, Blaðsíða 30
AUÐUR Ólafsdóttir er list- fræðingur frá Parísarháskóla, með licence, maitrise og DEA gráðu (1987) í listasögu frá Université de Paris 1. Áður hafði hún lokið BA prófi í sagnfræði og bókmenntafræði frá Háskóla Íslands. Rannsóknarsvið hennar er íslensk nútíma- og samtíma- listasaga og hefur hún skrifað fjölda greina í fræðirit, sýn- ingarskrár og bækur á þeim vettvangi, bæði innlendar og erlendar. Auður hefur annast sýningarstjórn bæði hér á landi og erlendis og gegnt fjöl- mörgum trúnaðarstörfum inn- an íslensks myndlistarheims. Auður hefur m.a. verið stundakennari í listasögu við Háskóla Íslands frá árinu 1993, stundakennari við myndlistardeild Listaháskóla Íslands frá árinu 2000, kenn- ari við Leiklistarskóla Íslands 1992-2000 og jafnframt deild- arstjóri fræðadeildar Leiklist- arskóla. Frá árinu 1998 hefur Auður verið forstöðumaður Listasafns Háskóla Íslands. Doktorsritgerð hennar sem hún hefur unnið að s.l. misseri fjallar um inntak og mikilvægi hugmyndarinnar um „hið út- lenda“ í mótun íslenskrar myndlistarhefðar og þróun ís- lenskrar myndlistar á 20. öld. Lektor í listfræði  Heimspekideild HÍ og Myndlistar- deild LHÍ sameinast um kennslu.  Myndlistarmenn og fræðimenn mætast og bakhjarlinn breikkar. FYRSTA september nk.hefst kennsla í listfræðisem 30 eininga aukagreintil BA-gráðu við heim- spekideild Háskóla Íslands í sam- vinnu við Myndlistardeild Listahá- skóla Íslands. Náminu er ætlað að flytja grunnmenntun í listfræði inn í landið og verður sérstök áhersla lögð á kennslu í íslenskri listasögu. Starf- andi íslenskir listfræðingar hafa hingað til hlotið bæði grunn- og fram- haldsmenntun sína erlendis. Auður Ólafsdóttir listfræðingur var í vikunni skipuð lektor í listfræði við Háskóla Íslands. Halldór Björn Runólfsson er lektor í listfræði við Listaháskóla Íslands. Saga listfræði á Íslandi „Björn Th. Björnsson hóf kennslu í listasögu við heimspekideild Háskól- ans árið 1974 og kenndi hana við sagnfræðiskor til 1993 en þá tók ég við,“ segir Auður Ólafsdóttir. Samtals var hægt að taka þrjú mismunandi listasögunámskeið til 15 eininga á þremur námsárum. Listasögunámskeiðin voru ávallt fjölmenn og sótt af breiðum hópi nemenda heimspekideildar, úr sagn- fræði, bókmenntafræði, heimspeki og tungumálum. Þá hafa nemendur ým- issa greina félagsvísindadeildar getað fengið námskeiðin metin inn í nám sitt í gegnum tíðina. Listfræðin, sem hluti af fræðilegu námi myndlistarnema hefur einnig þróast innan LHÍ en árið 1999 hófst kennsla á háskólastigi við Myndlist- ardeildina. Síðan þá hefur fræðilegt nám við LHÍ verið byggt upp af krafti og lögð áhersla á fjölbreytt val listfræðilegra námskeiða. Sjálfstæð fræðigrein „Listfræðin er nú samvinnuverk- efni heimspekideildar HÍ og mynd- listardeildar LHÍ, og verður kennt á báðum stöðum,“ segir Auður og því er um blandaðan hóp nemenda að ræða á flestum námskeiðum; mynd- listarnemendur og listfræðinemend- ur. Hvor háskóli um sig leggur til helming námskeiða og einingafjölda í listfræðinámið. Gert er ráð fyrir ákveðnum kjarna skyldunámskeiða, en að sama skapi er mikið úrval val- námskeiða sem spanna allt frá hefð- bundnari listsögulegum og listheim- spekilegum námskeiðum til ýmissa hliða sjónrænnar menningar.“ Listfræði er sjálfstæð fræðigrein með eigin aðferðafræði sem farið var að kenna á skipulagðan hátt við er- lenda háskóla fyrir tæpum 200 árum. Innan hennar er fengist við myndlist- argreinar í fortíð og nútíð, ásamt byggingarlist, hönnun og sjónmenn- ingu eins og kvikmyndum, auglýsing- um og ljósmyndum. Greinin á að veita nemendum þekkingu í sögu listarinn- ar og þjálfun í að greina listaverk og túlka þau í margs konar samhengi. Bakhjarl listarinnar Auður segir verkaskiptinguna milli háskólanna um námið vera á þá leið að við HÍ verði áhersla lögð á stór listsöguleg yfirlitsnámskeið og ís- lenska listasögu, auk aðferðafræði- legs inngangsnámskeiðs. „Íslensk listasaga er stór þáttur í þessu námi, í alþjóðlegu samhengi má segja að þar sé fræðasvið þar sem við höfum ákveðna sérþekkingu fram að færa,“ segir Auður, og nefnir Rann- sóknarsjóð Listasafns HÍ sem sér- staklega er ætlað að styrkja rann- sóknir á íslenskri myndlist og myndlistarsögu. Í LHÍ verður áherslan á samtíma- list og tengsl við hinn skapandi list- heim í fyrirrúmi, auk þess sem þar verða kennd námskeið sem taka til sértækari sviða listfræði. Auður segir gildi þessa náms margvíslegt, en það sé vissulega þörf á því. „Páll Skúlason rektor HÍ og Hjálmar H. Ragnarsson rektor LHÍ sýndu framsýni og metnað með því að láta reyna á þessa samvinnu háskól- anna,“ segir hún og að þetta sé til að byrja með þriggja ára tilraunaverk- efni. Auður heldur að það sé mjög góður kostur að fólk úr fræðaheiminum og listheiminum mætist í þessu námi – og að það eigi eftir að skila sér í um- fjöllun um listir. „Hvorir geta lært af hinum og bakhjarl listanna breikk- ar,“ segir hún. Það hafi hins vegar komið á óvart hversu margt ungt, útskrifað mynd- listarfólk hafi áhuga á listfræðinám- inu í haust, einnig nemendur sem lok- ið hafi námi í listasögu erlendis og séu einkum að sækjast eftir íslensku listasögunni. „Það virðist mikill áhugi á þessu námi,“ segir Auður. Gagnrýni í fjölmiðlum Nám í listfræði sem aukagrein til BA-prófs er m.a. hugsað sem undir- búningur fyrir frekara nám í grein- inni erlendis. Að mati Auðar þyrfti þó að stefna að því að taka upp nám á MA-stigi í íslenskri listasögu svo fljótt sem auðið er. Gert er ráð fyrir að þeir sem noti starfsheitið listfræð- ingur hafi lokið fullgildu háskólaprófi í listfræði til a.m.k. MA-prófs. Helstu starfssvið listfræðinga að loknu framhaldsnámi erlendis eru við sýningarsali, söfn og menningar- stofnanir, við kennslu, og við sjálf- stæð fræði- og ritstörf. Gagnrýni og myndlistarumfjöllun í fjölmiðlum er eitt af því sem listfræðin getur búið nemendur undir, svo og gerð sér- hæfðs menningarefnis fyrir fjölmiðla. Auður segir að rökin fyrir náminu séu næg og nefnir að listsköpun sé mótandi afl í samfélaginu sem spanni vítt svið mannlegrar þekkingar og reynslu. Almenn þekking á sjónlist- um og þjálfun í myndlæsi sé þ.a.l. þýðingarmikil. Grunnnám í listfræði hafi einmitt gildi fyrir þá sem vilji auka þekkingu sína og skilning á skapandi listum, á myndmáli og myndrænni tjáningu, jafnframt því sem þeir öðlist þjálfun í fræðilegum vinnubrögðum. Þá hafi nám í listfræði gildi fyrir þá sem hyggist leggja fyrir sig listasögu- kennslu á grunn- og framhaldskóla- stigi eða vinna að gerð listasögulegs kennsluefnis. Alþjóðasamskipti krefj- ast einnig í auknum mæli þekkingar á menningar- og listasögulegum bak- grunni og sérstöðu þjóða. Innritun í listfræði fer fram í nem- endaskrá Háskóla Íslands til 26. ágúst 2003. Nánari upplýsingar um námið, stundaskrá og einstök nám- skeið er að finna á vefslóðinni www.hi.is/nam/heim/listfraedi.html. Áhersla á íslenska listasögu Morgunblaðið/Jim Smart Listfræði er fag sem nýta má á ýmsum sviðum að mati Auðar Ólafsdóttur. Listfræði/Björn Th. Björnsson hóf kennslu í listasögu við heimspekideild Háskóla Íslands árið 1974. Í september hefst í fyrsta sinn kennsla í listfræði sem aukagrein til BA-gráðu við HÍ og Listaháskólann. Gunnar Hersveinn ræddi við Auði Ólafsdóttur nýskipaðan lektor í listfræði um fagið og gildi þessa náms. TENGLAR .............................................. www.hi.is/nam/heim/ www.lhi.is MENNTUN 30 LAUGARDAGUR 23. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ Íslenska ríkið hefur á undanförnum árum stutt kennslu í nútímaíslensku við fjórtán háskóla í Evrópulöndum. Árlegur fundur íslenskulekt- ora, sem starfa við þessa erlendu háskóla, var nýlega haldinn í Háskóla Íslands. Stofnun Sig- urðar Nordals, sem hefur umsjón með kennslu í íslensku við erlenda háskóla, skipulagði fundinn. Á fundinum var m.a. rætt um kennslu í ís- lensku fyrir erlenda námsmenn, kennslufræði tungumála og íslenska menningarkynningu er- lendis. Sérstaklega var fjallað um sögu Íslands í kvikmyndum og þýðingarfræði og notkun þýð- inga við kennslu í íslensku og íslenskum bók- menntum. Einnig var rætt um kennsluefni í íslensku á netinu, sem verið er að vinna í samstarfi milli ís- lenskuskorar heimspekideildar Háskóla Ís- lands, Hugvísindastofnunar, Stofnunar Sigurð- ar Nordals, Wisconsin-háskóla í Madison í Bandaríkjunum og fimm háskóla í Evrópulönd- um, meðal annars með styrk frá menntamála- ráðuneytinu, RANNÍS og Evrópusambandinu. Nú nema á annað þúsund stúdentar íslensku við erlenda háskóla ár hvert, bæði þar sem ís- lensk stjórnvöld styðja kennsluna og annars staðar, svo sem í Bonn, Köln, Tübingen og Freiburg í Þýskalandi, Poznan í Póllandi, Vil- níus í Litháen, Moskvu og Tókýó í Japan. Jafn- framt sækja stöðugt fleiri erlendir stúdentar ís- lenskukennslu hingað til lands. Á undanförnum árum hefur orðið samdráttur í kennsluframboði í skandínavískum málum, ís- lensku og finnsku við háskóla á Norðurlöndum. Það hefur m.a. birst í því að enn er óráðið í stöðu íslenskulektors við Óslóarháskóla, en hún hefur verið laus á þriðja ár. Íslensk stjórnvöld hafa aftur á móti gert samninga við Humboldtháskól- ann í Berlín og Manitobaháskóla í Winnipeg um stuðning við íslenskukennslu og bættust þeir skólar við þá fjórtán þar sem íslenskukennsla var þegar styrkt. Þá var á þessu ári hafinn stuðningur við kennslu í íslensku við Wasedahá- skóla í Tókýó í Japan og hafa fjölmargir stúd- entar sótt byrjendanámskeið í íslensku þar nú á vormisseri. Jón Gíslason er lektor í íslensku við Hum- boldt-háskólann í Berlín í Þýskalandi, en sú staða er ein af fáum sem greidd er að hálfu af ís- lenska menntamálaráðuneytinu. Flestar eru kostaðar af viðkomandi háskólum. „Við berum saman bækur okkar á þessum fundum, en þeir eru haldnir þriðja hvert ár á Íslandi,“ segir Jón, og að eitt verkefnið sé umræða um gott kennslu- efni. Í Humboldt-háskólanum er norræn deild sem er nokkuð fjölmenn og þar er kennd sænska, danska, norska, finnska og íslenska. „Nemend- ur í deildinni eru oft með annað aðalmál en ís- lensku, t.d. sænsku,“ segir Jón, „þó er boðið upp á jafnmikla kennslu í íslensku og í hinum mál- unum.“ Eins og við var að búast finnst nemendum fljótlegra að læra sænsku, norsku og dönsku en íslensku og finnsku. „Mikill áhugi er þó á ís- lensku í Berlín,“ segir hann og að norræna deildin í Humboldt sé ein sú stærsta í Þýska- landi. Jón kennir fyrst og fremst nútímaíslensku. Hann hefur þó einnig fengist örlítið við að kenna forníslensku, en hana kenna aðallega þýskir prófessorar. Um það bil 25 hófu nám í íslensku í fyrrahaust en þá var lektorsstaðan skipuð, og segir Jón að nemendum eigi eftir að fjölga. Flestir nemendur eru í norrænu deildinni, en eitthvað er um nem- endur sem koma sérstaklega í íslenskuna án þess að vera í öðru háskólanámi. Háskólanemar úr öðrum greinum sem ætla sem Erasmus- skiptinemar til Íslands koma einnig í íslenskuna. Lektorsstöður í Þýskalandi eru kennslustöð- ur og felur staða Jóns í sér 16 tíma kennslu. „Mér finnst fínt að starfa hér og búa,“ segir Jón og nefnir að sendiráðið sé í Berlín og að ým- iskonar menningarkynning tilheyri starfinu og þá sé gott að vera í sambandi við sendiráðið. Öflug norræn deild í Humboldt í Berlín Morgunblaðið/Sverrir Jón Gíslason var skipaður lektor í íslensku við Humboldt-háskólann 2002. Núna í ágúst var haldinn í Háskóla Íslands fundur íslenskulekt- ora sem starfa við erlenda háskóla, en á annað þúsund stúdentar nema íslensku við erlenda háskóla ár hvert. Jón Gíslason kennir íslensku við norrænu deildina í Humboldt-háskólanum. TENGLAR ................................................................... http://www.nordals.hi.is/
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.