Morgunblaðið - 23.08.2003, Page 31

Morgunblaðið - 23.08.2003, Page 31
ÚR VESTURHEIMI MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. ÁGÚST 2003 31 ÁKVEÐIÐ hefur verið að reisa minnismerki þar sem Þingvalla- kirkja í Eyford í Norður-Dakóta stóð og er fjársöfnun hafin af því tilefni. Kirkjan brann til kaldra kola í júní sem leið og voru bruna- rústirnar fjarlægðar á dögunum. Curtis Olafson, formaður kirkju- stjórnar og forseti Íslendinga- félagsins í Norður-Dakóta, segir að kirkjubruninn hafi snert marga í Bandaríkjunum, Kanada og á Ís- landi og margir hafi þegar gefið peninga í söfnunarsjóð vegna minn- ismerkis sem til standi að reisa um kirkjuna, landnemana sem byggðu hana 1892 og 1983 og íslenska sam- félagið í Eyford. Í því sambandi má nefna að Húsafriðunarnefnd Norð- ur-Dakóta gaf 3.000 dollara (um 246 þúsund kr.) í söfnunina, Sel- tjarnarneskaupstaður og félagar úr Rótaryfélagi Seltjarnarness 1.000 dollara (um 82 þúsund kr.) og hópur íslenskra ferðalanga, „píla- grímarnir“, 500 dollara. Söfnun á Íslandi „Ólafur Ragnar Grímsson, for- seti Íslands, og fjölmargir aðrir Ís- lendingar hafa sagt mér að bruni Þingvallakirkju hafi snert marga á Íslandi og við metum stuðninginn frá Íslandi mjög mikils,“ segir Curtis Olafson. Nánast ekkert bjargaðist í brun- anum en því sem bjargaðist verður haldið til haga vegna minnismerks- ins. „Ýmsar hugmyndir hafa verið ræddar og ein er til dæmis að reisa kirkjuturn svipaðan og var í kirkj- unni við hliðina á minnismerkinu um Káinn,“ segir Curtis, sem vann að því ásamt nokkrum sveitungum sínum að fjarlægja brunarústirnar á dögunum. Söfnunarsjóðurinn „Thingvalla Church Memorial Fund“ hefur ver- ið stofnaður hjá Citizens State Bank, PO Box 25, Edinburg, Norð- ur-Dakóta, en vegna söfnunarinnar hefur einnig verið opnuð bók merkt Þingvallakirkju í Norður- Dakóta hjá Sparisjóði vélstjóra. Bankanúmerið er 1175, höfuðbók nr. 05 og númer bókarinnar 430300. „Gjafir Íslendinga í söfn- unarsjóðinn sýna hug þeirra til kirkjunnar og góðvild og við erum mjög snortin vegna framlags þeirra, en áætlaður kostnaður vegna minnismerkisins er um 25 þúsund dollarar,“ segir Curtis Olaf- son. Ljósmynd/Shirley J. Olgeirson Unnið að hreinsun brunarústanna. Frá vinstri: Bjorn Olgeirson, Leslie Geir og Curtis Olafson. Fyrir aftan þá má sjá minnismerkið um Káinn. Söfnun hafin vegna minn- ismerkis GERT er ráð fyrir að styrktargolf- mót Lögbergs-Heimskringlu, The Icelandic Open, færi vestur-íslenska vikublaðinu um 17.000 til 20.000 kan- adíska dollara í hagnað, en það er um fimmti hluti af veltu blaðsins. Annað golfmót, sem Vestur-Íslend- ingar standa einnig að, skilar um 10.000 dollurum árlega í rannsókn- arsjóð í Manitoba vegna hjartasjúk- dóma. Opna íslenska golfmótið fór fram í tengslum við Íslendingadaginn í Gimli og var það nú haldið í fjórða sinn. Um er að ræða liðakeppni. Hingað til hafa 36 fjögurra manna lið keppt, en nú var bætt við tveimur liðum og spreyttu 152 kylfingar sig því á golfvellinum rétt norðan við Gimli. ,,Þetta gekk mjög vel að vanda,“ segir Julianna Bjornson, stjórnarformaður L-H. ,,Markmiðið var að safna um 17.000 dollurum fyr- ir blaðið og svo virðist sem við náum því og gott betur, en keppendur skemmtu sér prýðilega og það er líka tilgangurinn. Sumarið 2000 stóðu Dan Johnson og Connie Magnusson-Shimnowski fyrir sérstökum fjölskyldugolfdegi til styrktar Menningarmiðstöðinni í Gimli en síðan hefur þetta árlega golfmót verið haldið til styrktar Lög- bergi-Heimskringlu. „Við höfum safnað miklum peningum fyrir blað- ið en það reynist stöðugt erfiðara að fá nógu marga sjálfboðaliða og því lendir mikil vinna gjarnan á of fáum,“ segir Dan. Fjölskylduskemmtun Dan og Leona, eiginkona hans, sáu um skipulagninguna en starfs- menn blaðsins, stjórnarmenn og fleiri unnu saman að framkvæmd- inni með þeim. Flestir kylfingarnir hafa verið með frá byrjun og þar á meðal eru Keith Sigmundson geð- læknir, Gwen Kalansky, ástkona hans, og synir hans, Ian og Trevor. ,,Ég ólst upp í Gimli en flutti til Bresku Kólumbíu 1987 til að starfa að geðlækningum,“ segir Keith. ,,Síðan hef ég komið til Gimli að minnsta kosti 10 til 15 sinnum á ári og nú eyði ég mestum hluta sumars- ins í Gimli. Ég á heimili í Gimli, fæ börnin mín hingað og við tökum þátt í golfmótinu til að treysta íslenska upprunann og hitta alla ættingja okkar og vini sem skipta okkur svo miklu máli. Ég spila ekki mikið golf en golf er fjölskylduíþrótt og í þess- ari keppni og matnum á eftir hitti ég margt fólk sem ég annars sé sjaldan. Flestir eiga upprunann sameiginleg- an og því er þetta hin besta skemmt- un, jafnt innan sem utan vallar. Þetta er dásamlegur tími og synir mínir koma frá Vancouver til þess að efla íslensku tengslin. Arfleifðin lifir, að minnsta kosti í huga mínum, og það skiptir miklu máli.“ Trevor segir að aðalástæða heim- sóknar hans til Gimli sé að heim- sækja ömmu sína en síðan sinni hann öðrum mikilvægum menningarstörf- um eins og að taka þátt í golfmótinu. ,,Ég kem fyrst og fremst til Gimli til að heimsækja ömmu því ég elska hana svo mikið. Margir aðrir í fjöl- skyldunni búa í Gimli og fjölskyldan dregur okkur hingað.“ Ian tekur í sama streng. ,,Ég kem hingað vegna íslensku menningarinnar og til að treysta íslenska upprunann. Það skiptir máli hvaðan ég kem og hver ég er og það er ástæða þess að ég hef heimsótt Gimli á hverju ári síðan ég fæddist. Ég hef ekki misst af Íslend- ingadeginum í 32 ár og það er ekki á dagskrá fyrr en ég verð 102 ára.“ Gwen segir að það sé gaman að taka þátt í þessu golfmóti og því geri hún það. ,,Ég er frá Rainy River í Ontario og Gimli minnir mig á gamla heimabæinn minn. Íslenska opna golfmótið er skemmtilegt og það er það eina sem skiptir máli.“ Léttleikinn í fyrirrúmi Um nýliðna helgi fór fram golfmót í Árnesi í Manitoba til styrktar rann- sóknum vegna hjartasjúkdóma og söfnuðust um 10.000 dollarar. „Við höldum mótið til minningar um Eric Stefanson og Frank Arnason, sem báðir létust vegna hjartasjúkdóma, aðeins 64 ára að aldri,“ segir Dennis Stefanson, helsti skipuleggjandi mótsins en í mótsnefndinni með hon- um eru bræður hans Eric, Tom og Kristján og bræðurnir Ron, Brett og Barry Arnason. Um liðakeppni er að ræða þriðja laugardag í ágúst og geta 22 fjög- urra manna lið verið með hverju sinni. Mikill áhugi er á keppninni, ekki endilega vegna keppninnar sem slíkrar heldur léttleikans sem ein- kennir hana, og í ár var skráningu til dæmis lokið í júní. Dennis Stefanson segir að faðir sinn, Eric, hafi dáið 1977 en Frank 10 árum síðar. „Við vildum minnast þessara mætu manna á sérstakan hátt og styrkja hjartarannsóknir í leiðinni en mótið fór nú fram í 11. sinn og því höfum við lagt dágóða upphæð í rannsókn- irnar með þessum hætti,“ segir Dennis. Vinsæl styrktar- golfmót í Manitoba Tvö „íslensk“ styrktar- golfmót eiga vinsældum að fagna í Manitoba. Steinþór Guðbjartsson fór hringinn og ræddi við keppendur. Morgunblaðið/Steinþór Guðbjartsson Á 10. holu. Trevor fyrir framan Keith, Gwen og Ian. Morgunblaðið/Steinþór Guðbjartsson Sjö synir Franks og Erics. Frá vinstri: Ron, Brett og Barry Arnason en þeir eiga auk þess einn bróður og eina systur. Síðan koma bræðurnir Eric, Dennis, Tom og Kristján Stefanson. steg@mbl.is ÍSLAND á nú kjörræðismenn gagnvart öllum tíu fylkjum Kanada í fyrsta sinn, en Íris Lana Birg- isdóttir var skipuð kjörræðismaður Íslands í fylkj- unum New Brunswick og Prince Edward Island fyr- ir skömmu. Fyrr í vikunni afhenti Hjálmar W. Hannesson, sendiherra Íslands í Kanada frá 2001, Írisi Lönu Birgisdóttur kanadísk og íslensk gögn, þ.m.t. skip- unarbréfið, undirritað af Halldóri Ásgrímssyni utan- ríkisráðherra á heimili nýja ræðismannsins í St. John, New Brunswick. Þetta er eitt af síðustu embættisverkum Hjálmars sem sendiherra í Kanada, en í september tekur hann við stöðu fastafulltrúa Íslands hjá SÞ. Guð- mundur Eiríksson, sem var dómari við Hafrétt- ardómstól SÞ, tekur þá við starfi sendiherra Íslands í Kanada. Kjörræðismenn í öllum fylkjum Íris Lana Birgisdóttir og Hjálmar W. Hannesson, sendiherra, á heimili nýja kjörræðismannsins.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.