Morgunblaðið - 23.08.2003, Page 40

Morgunblaðið - 23.08.2003, Page 40
MINNINGAR 40 LAUGARDAGUR 23. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ Sérfræðingar í blómaskreytingum við öll tækifæri Skólavörðustíg 12, á horni Bergstaðastrætis, sími 551 9090. Lundi V/Nýbýlaveg 564 4566 • www.solsteinar.is ✝ GuðmundurÓlafur Bærings- son fæddist í Stykk- ishólmi 30. ágúst 1917. Hann andaðist í St. Franciskusspít- alanum í Stykkis- hólmi 11. ágúst síð- astliðinn. Hann var sonur hjónanna Bær- ings Níelssonar Breiðfjörð, f. 28.7. 1892, d. 23.8. 1976, og Ólafar Guðrúnar Guðmundsdóttur, f. 15.3. 1892, d. 5.12. 1980, frá Sellátri. Guðmundur var þriðji í röð sjö systkina, sem eru: Kristín Guð- rún, f. 18.7. 1914, Níels Breið- fjörð, f. 8.8. 1916, d. 6.8. 1995, Bjarni, f. 20.11. 1918, d. 11.11. 1995, Dagbjört, f. 25.2. 1921, d. 13.1. 1943, Sæmundur, f. 16.5. 1923, og Valdimar, f. 21.3. 1925. Guðmundur kvæntist eftirlif- andi eiginkonu sinni, Kristbjörgu Hermannsdóttur frá Hellissandi, f. 22.1. 1922, 23. desember 1941. Foreldrar hennar voru Ágústína Ingibjörg Kristjánsdóttir, f. 5.8.1892, d. 17. 2. 1979, og Hermann Hermannsson, f. 29.7.1893, d. 7.11. 1979. Börn þeirra Guðmundar og Kristbjargar eru: Hermann, f. 10.6. 1942, maki Sigur- lína Sigurbjörns- dóttir, f. 18.5. 1955, Bæring Jón, f. 9.1. 1945, maki Jóna Gréta Magnúsdóttir, f. 31.12. 1944, Sig- urþór, f. 12.2. 1946, maki Sigrún Hrönn Þorvarðardóttir, f. 12.9. 1949, Kristinn Breiðfjörð, f. 12.7. 1951, maki Elísabet Kristjánsdóttir, f. 14.8. 1949, Ólöf Guðrún, f. 17.6. 1953, maki Jón Halldór Gunn- arsson, f. 17.2. 1950, og Ágústína Ingibjörg, f. 18.5. 1955, maki Gunnar Gunnarsson, f. 10.7. 1956. Afkomendur Guðmundar og Kristbjargar eru nú 66. Útför Guðmundar Ólafs fer fram frá Stykkishólmskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Seint gleymi ég þeirri sýn er ég í fyrsta sinn kom úr Kerlinga- skarði á leið í Stykkishólm og fjörðurinn blasti við með allri sinni dýrð, og breiðum faðmi. Ég var á leiðinni í Hólminn með Gústu mína að hitta tilvonandi tengdaforeldra, þau Guðmund Ólaf og Kristbjörgu. Hið sama gerðist þegar ég kom inn til þeirra á Hól, hlýr faðmur og innilegt viðmót. Kletturinn í fjölskyldunni, teng- dafaðir minn Guðmundur Ólafur Bæringsson, er nú allur. Maðurinn sem allir áttu erindi til, leysti úr hvers manns þraut og naut ómældrar virðingar. Nú er barátta hans við erfiðan sjúkdóm á enda. Æðruleysi hans í þessari baráttu var undraverð. Á leið í rannsókn fyrir sunnan, sárkvalinn, lét hann á engu bera og dáðist að vel hirtum túnum og fegurð náttúrunnar. Náttúran og hennar undur var tengdaföður mínum mjög hugleikin enda höfðu hennar sterku öfl mót- að hann bæði til sjávar og lands. Margar sögurnar sagði hann um ferðir sínar innan um eyjar og sker með Ninna bróður og föður sínum Bæringi. Á bátnum sínum, Kóp, fór hann ófáar ferðir, hvort sem var að draga björg í bú eða bara að eiga unaðsstund í ríki náttúrunnar. Á yngri árum vann Guðmundur við landbúnað, og síðar þegar hann fór að ala önn fyrir heimili hafði hann húsdýr til búbótar. Verslun- arstörf og kjötiðn var hans fasta- starf en mörg var nú aukavinnan til að endar mættu ná saman hjá stóru heimili. Guðmundur Ólafur var skýr maður í hugsun og hafði ákveðnar skoðanir á mönnum og málum og varð honum ekki svo létt hnikað enda rökstuddi hann vel sitt mál. Eitt einkenni í hans fari var sterk- ara en ég hef séð hjá öðrum mönn- um, en það er „áhugi“. Hann sýndi öllum sem til hans komu ómældan áhuga, ungum sem öldnum, þó sér- staklega ungum. Börn löðuðust að honum og oft var hann umkringd- ur barnaskara. Þau skynjuðu þennan áhuga og virðingu sem hann sýndi þeim. Hann var óþreyt- andi að hrósa fólki fyrir vel unnin störf. Sjálfur gerði hann alla hluti af einlægni og kunnáttu en hafði ekki orð á. Hógvær. Snyrti- mennskan var honum í blóð borin, bílskúrinn í röð og reglu. Ég opn- aði minn ekki þegar hann var í heimsókn. Fólk kom upp á Hól að spjalla og hann klippti hár þess á meðan ef svo verkast vildi. Hann var hreinn og beinn við alla. Í Reykjavíkurheimsókn var gjarnan farið í göngutúr um gamla góða vesturbæinn. Þar dáðist hann að gildum trjám og vel hirtum görð- um og heilsaði fólki á báðar hend- ur sem hann hafði aldrei áður séð. Þetta þótti mér skrítið og ekki síð- ur fólkinu, en áður en dúfa blakaði væng var fólk komið í hrókasam- ræður og kvaddist svo með virkt- um. Svona var hann Guðmundur Ólafur. Það var mér mikið lán að kynn- ast Guðmundi Ólafi. Ég þakka hon- um samferðina. Hann var maður sem mun lifa í mínum huga, konu minnar og drengjanna okkar alla tíð. Megi allir góðir straumar liggja til þín kæra tengdamamma. Gunnar G. Guðmundur ólst upp í stórum systkinahópi, fyrst í Stykkishólmi en árið 1922 fluttist fjölskyldan í Sellátur á Breiðafirði þar sem föð- urforeldrarnir, Níels Breiðfjörð Jónsson og Dagbjört Hannesína Jónsdóttir, bjuggu. Þar ólst Guð- mundur upp við hefðbundin störf sem byggðust á sjálfsþurftarbú- skap; lærði að beita lóð og draga fisk úr sjó, taka kofu, hirða um æð- arvarp, leggja hrognkelsabönd, heyja og hirða skepnur. Þeirri reynslu bjó hann að alla ævi og miðlaði til afkomenda sinna í orði og verki með slíkum ágætum að útivist og eyjalífið er þeim smogin í merg og bein. Um tvítugt fluttist Guðmundur í land, starfaði fyrst við landbún- aðarstörf að Efra-Hvoli í Mosfells- sveit og síðan í Kaldaðarnesi og Laugardælum í Flóa. Þar tóku þau Kristbjörg saman og stofnuðu síð- an heimili í Stykkishólmi haustið 1941. Fyrstu árin vann hann al- menna verkamannavinnu og við beitningar. Því næst starfaði hann við loðdýrabú Sigurðar Ágústsson- ar en þá tóku við verslunar- og kjötiðnaðarstörf, lengst af hjá Kaupfélagi Stykkishólms ef frá eru talin nokkur ár hjá Verslun Sig- urðar Ágústssonar. Guðmundur var með skepnur alla tíð, fyrst til að framfleyta stórri fjölskyldu en síðar sem tóm- stundabúskap. Einnig stundaði hann eyjarnar, heyjaði þar og nýtti hlunnindi. Árið 1946 keypti Guðmundur lít- inn bát sem smíðaður hafði verið fyrir Níels afa hans árið 1917 og Bæring faðir hans hafði átt á sín- um búskaparárum í Sellátri. Þessi bátur heitir Kópur og er mikið happafley og eftirlæti fjölskyld- unnar þótt lítill sé. Á Kóp voru synirnir sjóaðir, kennt að lensa, verjast straumbáru og stýra eftir miðum. Þannig hefur reynsla og þekking á staðháttum og náttúru Breiðafjarðar flust frá einni kyn- slóð til annarrar. Guðmundur kenndi börnum sínum og barna- börnum, og reyndar þeim fjöl- mörgu sem honum kynntust, að umgangast breiðfirska náttúru með forsjálni og fyrirhyggju – að njóta hennar og nýta af skynsemi. Fyrir það erum við öll innilega þakklát og fyrir svo ótal, ótal margt annað. Kristinn Breiðfjörð. Elsku afi á Hól. Tvö ár eru liðin frá því að mér barst til eyrna sú frétt að þú værir veikur. Þá var ég búsett erlendis og fannst heimurinn hrynja undan fótum mér. Ég vissi ekki þá hversu löng barátta þín yrði og mig óraði ekki fyrir þeirri þjáningu sem þú máttir þola undir lokin. Sjálf var ég sárþjáð, þjáð af eigingirni. Ég var ekki tilbúin að sleppa af þér takinu. Hvenær er maður tilbúinn? Ég á ekki til orð sem lýst geta þessum viljasterka manni sem bjó innra með þér. Þú gafst yngstu kynslóðinni þinni alla þá orku sem í þér bjó. Þú ljómaðir, þrátt fyrir sársauka og vanlíðan, í hvert skipti sem lítil augu litu á þig í sumar og reyndu að átta sig á staðreyndum. Ég þekki engan mann stoltari af sínu fólki, eða ríkari, fyrir það eitt að eiga sína að. Og þrátt fyrir að þú skæfir ekki af skoðunum var hrósið og hvatningin þeim mun kraftmeiri. Það er veganesti sem enginn getur tekið frá mér. Á tímamótum í mínu lífi skrifaðir þú mér bréf þar sem þú undirstrikaðir að við gætum agað okkur best sjálf og að mér bæri að trúa á hið góða í sjálfri mér. Með það að leiðarljósi hef ég komist nokkrum skrefum lengra og ég þakka þér fyrir það. Þótt þú sért farinn frá okkur lifa minningarnar áfram og þar er af nógu að taka. Ég var svo heppin að mega alast upp með annan fótinn heima hjá þér og ömmu. Ég er svo heppin að eiga ykkur að. Ég þakka þau ár sem ég átti, þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Elsku amma á Hól, við Hermann samhryggjumst þér innilega og biðjum Guð að styrkja þig í sorg þinni. Kristbjörg Hermannsdóttir. Enn fækkar fólkinu sem fæddist og óx upp í eyjum Breiðafjarðar. Guðmundur var sonur Bærings, elsta bróður móður minnar. Þau voru alin upp í Sellátri, og tók Bæring við búi af móður sinni og bjó í Sellátri í mörg ár. Þó að flestir frændur okkar hafi meira og minna verið sjómenn var sá ferill Guðmundar stuttur, þó að auðvitað hafi hann verið á sjó sem unglingur og ungur maður. Ég man að mamma sagði mér einu sinni frá því að hún hefði vorkennt honum að þurfa að fara á sjó því að hann var svo sjóveikur. Ein af mínum fyrstu bernsku- minningum eru heimsóknirnar á Jaðar, litla húsið sem nú stendur við Aðalgötuna, en stóð áður í út- jaðri Jaðarsmýrarinnar. Þar bjuggu þau Guðmundur og Krist- björg með sinn ört stækkandi barnahóp. Þar sem ég var lang- yngst minna systkina þótti mér ekki amalegt að komast í stráka- gerið á Jaðri. Gulli bróðir var mik- ill vinur eldri strákanna Hemma og Bæja og ég fékk að leika við Diddó og Kidda. Guðmundur og Gulli bróðir áttu sama afmælisdag, 30. júní. Þá átti líka afmæli yngsta danska prinsessan. Þetta þótti mér merkisdagur. Ég man best eftir Guðmundi að þvo upp í eldhúsinu eða eitthvað að stússast í mat eða skamma strákana. Svo þegar ég fór tók hann svona utan um höfuðið á mér og lagði það upp að sér um leið og hann strauk á mér hárið. Ég held að þannig hafi enginn kvatt mig nema hann. Líka man ég svo vel þegar hann sýndi mér Ollu nýfædda. Hann lyfti mér upp og sýndi mér ofan í pínulitla rúm- ið og sagði við mig: „Er hún ekki falleg, hún er alveg eins og þú þegar þú fæddist.“ Þá var ég ákaflega montin, því að mikið fannst mér hún falleg. Svo þegar þau fluttu upp á Hól og Kidda fannst hún leiðinleg og hún var að þvælast fyrir í leikjunum á Hól, sem voru svona ekta strákaleikir, skammaði ég hann og tók hana í fangið og sagði henni sögur. Þá fór Kiddi í fýlu og fór til pabba síns og „fékk lit“, þ.e. Guðmundur hellti mjólk í glasið hans og svo smákaffi út í. Skyldi Kiddi drekka „lit“ ennþá? Síðust kom svo Gústa, og Guðmundur var stoltur af öllum hópnum sínum. Móðir mín hafði sérstakt dálæti á Guð- mundi frænda sínum, enda ekki svo langt á milli þeirra í aldri og Guðmundur eins og bróðir hennar í Sellátri. Það sýnir best vinátt- una að Guðmundur og Kristbjörg skíra yngsta soninn Kristin Breið- fjörð, og ég hef það fyrir satt að það sé í höfuðið á móður minni. Ég vandist á að hann væri ávallt kallaður Guðmundur. En svo var það þegar ég fór að vinna í Kaup- félaginu að þá var hann aldrei kall- aður annað en Óli Bærings, eða Óli í Kaupfélaginu. Hann helgaði Kaupfélagi Stykkishólms stærstan hluta sinnar starfsævi, nálægt 40 árum, fyrst í gömlu Kaupfélags- kjötbúðinni við Austurgötu og svo, þegar Kaupfélaginu var breytt í kjörbúð, við kjötborðið þar. Hann var afburðaflinkur kjötiðnaðarmað- ur, þótt sjálflærður væri. Það vita þeir sem til kjötvinnslu þekkja að mestu skiptir að nýta hráefnið og auðsýna hreinlæti. Eitt fyrsta verkið mitt í Kaupfélaginu var að vigta upp skyr. „Þvoðu þér vel áð- ur en þú byrjar og vertu nákvæm. Kaupfélagið tapar ef þú vigtar of mikið og viðskiptavinurinn ef þú vigtar of lítið.“ Þetta voru leikregl- urnar sem Óli setti mér. Þetta held ég segi einfaldlega allt sem þarf um hans vinnu fyrir Kaupfélagið. Það var gott að vinna með Óla í Kaupfélaginu og hann kenndi mér mikið, þótt ég stæði stutt við í kjötafgreiðslunni. Þó að Kaupfélag Stykkishólms sé ekki lengur starfandi finnst mér við hæfi að honum séu þökkuð vel unnin störf í þess þágu. Með Guð- mundi er genginn farsæll fjöl- skyldumaður og góður frændi. Ég votta Kristbjörgu, börnum þeirra og afkomendum öllum innilega samúð mína. Dagbjört Höskuldsdóttir. Þeim fækkar nú mönnunum sem ég kynntist fyrst er ég kom í Stykkishólm. Einn þeirra hefir nú runnið sitt lífsskeið, maður sem ég á margt og allt gott upp að unna. Hlýr í fasi og viðræðugóður. Hand- takið fast og vinsamlegt. Við áttum svo marga stundina saman og sér- staklega þegar við höfðum lokið farsælu dagsverki í þágu bæjarins okkar. Þá var tími til að hittast og rabba saman um liðna tíð. Í heimsóknum til þeirra hjóna var tíminn notaður í að rifja upp gamlar minningar frá árunum sem Hólmurinn var að breytast úr kauptúni í kaupstað. Eftir að hann hætti störfum og jafnvel áður gerði Guðmundur mikið af því að klippa og snyrta vini sína og voru margar ferðir hans þá upp á Dvalarheim- ilið og hann hélt þessu áfram með- an heilsan entist og veit ég ekki annað en að þetta hafi verið sjálf- boðastarf sem hann hafði mikla ánægju af að leysa af hendi. Hann var eyjamaður að uppruna og og oft sagði hann mér margt frá þeim tíma sem hann dvaldi þar og hversu hann veitti lífinu þar at- hygli. Við þetta gátum við unað okkur tímunum saman. Guðmundur var einn þeirra manna sem telja að loforð eigi að standa hvort sem þau eru munnleg eða skrifleg. Hann var alinn upp í því andrúmslofti að gera fólki greiða og samhjálp ætti að vera sem mest í lífinu og á því græddu allir. Þetta var hans lífsstíll og fylgdi honum lífsleiðina. Öll sín verk rækti hann af með- fæddri alúð og samviskusemi. Hann sýndi það best sem af- greiðslumaður í Kaupfélaginu og þar var alltaf hægt að treysta því sem hann sagði og gerði. Hann var vinsæll í þeim viðskiptum. Það verður svipminni vinahóp- urinn eftir að Guðmundur hefir kvatt. Við munum geyma minning- arnar um góðan og tryggan sam- ferðamann og Hólmurinn verður svipminni. Ég vil með þessum orð- um mínum þakka honum og þeim hjónum báðum fyrir góð og sérstök kynni og vináttu og biðja honum blessunar á þeim akri sem við báð- ir vorum vissir um að biði fyrir handan. Guð blessi þig og veri með þér. Árni Helgason. Margt hefur breyst við Höfða- götuna okkar á stuttum tíma, þrír heiðursmenn kvatt þennan heim og margir flutt sig um set. Kær vinur og nágranni, Guð- mundur Ólafur Bæringsson, hefur nú haldið í sína hinstu för. Það kom okkur ekki á óvart að frétta lát hans þar sem hann hafði barist hetjulega við erfiðan sjúkdóm síð- ustu mánuði, samt brá okkur, ekki síst þar sem Guðmundur hafði ver- ið nágranni okkar í rúm fjörutíu ár. Það eina sem skildi að lóðir okkar var lág girðing sem oft var staðið við og spjallað, sagðar sögur og fróðleikur frá liðinni tíð. Guðmundur var óspar á hrós og uppörvun fyrir hvaðeina sem við tókum okkur fyrir hendur, ekki var kveðjan hans síðri er hann sagði: „Hvað segir þú ljósið mitt?“ Guðmundur Ólafur var einstakur fjölskyldufaðir og þátttakandi í leik barna sinn og síðar afabarna og langafabarna, þar naut hann sín, því var lóðin á Hól oft fyrsti íþróttavöllur þeirra, þar lærðu þau að sparka bolta og spreyta sig síð- ar á sviði íþrótta og leikja. Ég hygg að vorið hafi verið tími Guðmundar eins og svo margra sem hafa verið búsettir í Breiða- fjarðareyjum. Við verðum að minn- ast þess hve hann var áhugasamur og gladdist þegar við nágrannarnir fórum að huga að trillunni okkar þó í þorrabyrjun væri, þá fannst honum eins og okkur að það stytt- ist í vorið og kannski var gamli Kópur hans kominn í bílskúr og fékk málningu, bik og góðan hug. Með þessum fátæklegu orðum kveðjum við ljúfan dreng með virð- ingu og þökkum fyrir umhyggju og vinsemd sem hann sýndi börnum okkar og barnabörnum, því fátt er betra en eiga nágranna sem vin. Við biðjum góðan Guð að blessa Kristbjörgu þína og allan stóra hópinn ykkar um alla framtíð. Pálína og Einar Karlsson. GUÐMUNDUR ÓLAFUR BÆRINGSSON

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.