Morgunblaðið - 23.08.2003, Page 42
✝ Vilhjálmur Em-ilsson fæddist í
Hátúni við Seyðis-
fjörð 8. febrúar 1920.
Hann lést á Landspít-
alanum 14. ágúst síð-
astliðinn. Foreldrar
hans voru hjónin
Guðný Guðmunds-
dóttir og Emil Guð-
jónsson. Nýfæddur
var hann tekinn í
fóstur af Björgu Sig-
urðardóttur og Vil-
hjálmi Árnasyni á
Hánefsstöðum og ólst
hann þar upp. Systk-
ini Vilhjálms voru ellefu og eru
sex á lífi. Fóstursystkini voru sjö
og eru öll látin.
Árið 1945 kvæntist Vilhjálmur
Ingibjörgu Stefánsdóttur frá Mýr-
um í Skriðdal, f. 25.3. 1916, d. 7.3.
sl. Börn þeirra eru: a) Björg, f.
28.7. 1946, börn hennar eru Emel-
ie Deinlein, f. 5.4.
1973, og Robert
Deinlein, f. 12.3.
1976, og b) Vilhjálm-
ur Emil, f. 12.4.
1949, kvæntur Sig-
ríði Bragadóttur, f.
7.3. 1954, dætur
þeirra eru Sara Vil-
hjálmsdóttir, f. 8.2.
1979, Eyrún Þór-
hallsdóttir, f. 23.1.
1975, og Steinunn
Þórhallsdóttir, f.
10.2. 1972. Systkinin
eru bæði búsett í Sví-
þjóð.
Vilhjálmur lauk prófi frá Al-
þýðuskólanum á Eiðum. Einnig
var hann á Íþróttaskólanum í
Haukadal. Þá sótti hann námskeið
tvo vetur á Eskifirði í vélgæslu.
Útför Vilhjálms verður gerð frá
Egilsstaðakirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 14.
Fyrir u.þ.b. sex vikum heimsótti ég
Villa frænda minn á Egilsstöðum. Þá
stóð hann í því ásamt syni sínum, sem
var í heimsókn frá Svíþjóð, að fella
gríðarmikil tré á lóðinni sinni. Ég geri
ráð fyrir að þau hjón Villi og Inga hafi
sett þessi tré niður þegar þau reistu
hús sitt, Vindás, eitt af fyrstu húsun-
um í nýrri byggð á Egilsstöðum. Trén
eru fallin. Nú eru bæði hjónin fallin
frá. Inga, Ingibjörg Stefánsdóttir, fór
frá okkur 7. mars sl. og nú fimm mán-
uðum síðar fylgdi frændi minn henni
eftir. Hjónaband þeirra hafði staðið í
58 ár og var óendanlega fallegt. Börn-
in þeirra Björg og Emil bera þeim
glöggt vitni, svo og barnabörnin. Þau
búa öll í Gautaborg. Fjarlægðin skipti
ekki meginmáli. Ferðir voru tíðar
fram og tilbaka. Eftir að Inga dó sl.
vetur hafa börnin skipst á um að vera
hjá pabba þeirra og fyrirhuguð var
ferð Villa til Svíþjóðar í haust. En
hann fór í aðra og lengri ferð.
Fullu nafni hét hann Vilhjálmur og
var Emilsson. Hann var fóstursonur
afa míns og ömmu, Bjargar Sigurð-
ardóttur og Vilhjálms Árnasonar frá
Hánefsstöðum. Villi var mikið eftir-
læti þeirra hjóna. Lífforeldrar hans
og fjöldi systkina bjuggu „hinumegin
við lækinn“ og var því stutt að fara í
stóran systkinahóp til leika, enda var
samkomulag og einlæg vinátta mikil
og góð milli heimilanna Hánefsstaða
og Hátúns.
Villi var lengst af vélstjóri við slát-
urhús Kaupfélags Héraðsbúa. Áður
en hann gifti sig hafði hann stundað
sjó og önnur störf er til féllu, aðallega
á Austurlandi, en einnig fyrir sunnan.
Villi var gæddur góðri lund og kær-
leika til alls er lifði og var því vinsæll
af samferðamönnum sínum. Hann var
eftirsóttur skemmtikraftur á yngri
árum sínum, en hann gat hermt eftir
mönnum og dýrum á þann hátt að
engan særði og allir höfðu gaman af.
Nú er allt hljótt í Vindási og ferð-
inar þangað verða ekki fleiri. Kveðju-
stundin er komin og ekkert eftir ann-
að en að þakka fyrir sig og syni mína
tvo sem eiga þessum elskulegu hjón-
um svo ótal margt gott upp að unna.
Dýpstu samúðarkveðjur til barna
þeirra og barnabarna.
Guðbjörg Þórhallsdóttir.
Vilhjálmur Emilsson var fæddur á
Landamótum á Hánesfsstaðaeyrum
8. febrúar 1920. Foreldrar hans voru
hjónin Emil Guðjónsson, kenndur við
Hátún í sömu sveit, og Guðný Guð-
mundsdóttir. Þau voru sómafólk, en
fátæk og áttu fjölda barna, að ég ætla
13 talsins. Þegar Vilhjálmur fæddist
var þröngt í búi hjá þeim og þar við
bættist, að hann var tvíburabróðir
Guðmundar, sem er látinn. Amma
mín, Björg Sigurðardóttir, kona Vil-
hjálms afa á Hánefsstöðum bauð Lóu,
en Guðný var alltaf kölluð Lóa, að
taka annan drenginn í fóstur. Hann
var skírður Vilhjálmur og ólst upp á
Hánefsstöðum. Foreldrar mínir
bjuggu einnig á Hánefsstöðum á ár-
unum 1920–1930. Við systskinin vor-
um því alin upp í sama húsi og hann.
Vorum við því nánast eins og systkini
á þessum árum. Alla tíð hefir verið lit-
ið á Vilhjálm sem einn af fjölskyld-
unni. Hann hafði þó alltaf mikil og góð
samskipti við foreldra sína og systk-
ini.
Villi Emils eins og hann var jafnan
nefndur var í miklu uppáhaldi hjá afa
og ömmu, svo miklu að okkur þótti
stundum nóg um og fannst hann fá
litlar ákúrur, ef eitthvað bar út af. Vil-
hjálmur gekk ungur til vinnu við
landbú og útgerð afa míns, eins og þá
var siður. Þegar Hjálmar, fósturbróð-
ir hans, Vilhjálmsson var sýslumaður
í Rangárvallasýslu og bjó í Gunnars-
holti var Vilhjálmur vinnumaður á búi
hans. Þegar hann kemur austur
gengur hann á Eiðaskóla og vorum
við þar saman einn vetur. Við lentum í
villum og hrakningum á leið til Seyð-
isfjarðar til að vera heima um jólin
1939. Við vorum sex saman og ætl-
uðum að fara Fjarðarheiði, en villt-
umst í stórhríð og vonskuveðri. Í stað
þess að komast inn á Fjarðarheiði
lentum við allar götur yfir á Gilsárdal,
en þá birti til svo við náðum með
naumindum austurbrún Vestdals-
heiðar, þegar náttmyrkrið og hríðin
skall yfir. En þá var okkur borgið. Í
þessari ferð stóð Vilhjálmur sig frá-
bærlega vel, því þar hefði getað farið
illa. En þessi þolraun sýndi best, hve
vaskur og hygginn Vilhjálmur var.
Eftir þetta var Villi Emils við ýmis
störf, þar til hann tók við ævistarfi
sínu sem vélstjóri og afgreiðslumaður
við frystihús Kaupfélags Héraðsbúa á
Egilsstöðum. Auk náms á Eiðum tók
Villi meirapróf í bifreiðaakstri og
stundaði um sinn leigubílaakstur. Þá
gekk hann á íþróttaskólann í Hauka-
dal hjá Sigurði Greipssyni, lands-
kunnum íþróttafrömuði.
Villi Emils var lágvaxinn, en sam-
svaraði sér vel, fríður sýnum og ein-
staklega geðfelldur maður. Á Eiðum
var hann ágætur fimleikamaður og
frægur fyrir sínar handgöngur. Hann
var glaðsinna og hafði næmt auga fyr-
ir glensi og gamansemi. Villi tók tals-
verðan þátt í leiklistarstarfsemi á Eg-
ilsstöðum. Hann var í raun og veru
leikari af guðs náð. Snemma tók hann
að herma eftir ýmsum sérkennilegum
körlum heima og grétu menn af
hlátri. Ég held, að hann hefði hæglega
getað orðið atvinnuleikari, hefði hann
lagt fyrir sig leiklist.
Árið 1947 gekk Vilhjálmur í hjóna-
band með Ingibjörgu Stefánsdóttur
frá Mýrum í Skriðdal, systur Einars
Stefánssonar, sem kvæntur var Sig-
ríði föðursystur minni Vilhjálmsdótt-
ur frá Hánefsstöðum. Hjálmar Vil-
hjálmsson gaf þau saman. Þetta var
mikill hamingjudagur í lífi þeirra
beggja.
Inga var mikil mannkostakona og
lifðu þau í hamingjusömu hjónabandi
þar til Inga lést á sl. vetri.
Syrgði Villi konu sína mjög og vildi
halda öllu sem minnst breyttu heima
við. Þau voru fádæma samhent í öll-
um efnum og máttu vart hvort af öðru
sjá. Þau eignuðust tvö börn, Björgu
og Vilhjálm Emil, sem bæði eru bú-
sett í Svíþjóð. Þrátt fyrir það var mik-
ill samgangur með þeim. Börnin og og
barnabörnin komu oft í heimsókn í
Vindás og Villi og Inga dvöldu lang-
dvölum hjá þeim í Svíþjóð. Villi og
Inga voru meðal þeirra fyrstu, sem
byggðu íbúðarhús á Egilsstöðum,
sem fljótlega þróaðist í fjölmenna og
blómlega byggð. Þau nefndu húsið
sitt Vindás, en er formlega Laufás nr.
7. Húsið er vinalegt, umvafið fögrum
trjágarði, sem þau hafa ræktað. Inga
var bæði smekkleg og dugleg hús-
móðir, en starfaði lengi sem ljósmóð-
ir. Villi var auk þess handlaginn og
lagvirkur.
Þau voru dugleg að halda öllu vel
við og undu sér við ræktun, m.a. í litlu
gróðurhúsi og verkstæði, þar sem
Villi vann ýmsa vélavinnu o.fl. Þá
komu þau sér upp sumarbústað við
Lagarfljót í landi Höfða. Meðan ég
gegndi þingmennsku í Austurlands-
kjördæmi gisti ég oft hjá þeim hjón-
um. Var notalegt að koma þangað
ferðalúinn og njóta hvíldar hjá þess-
um yndislegu hjónum.
Villi var bæði kíminn og gaman-
samur og Inga hafði ánægju af að
gera gestum til góða. Geymi ég marg-
ar ljúfar minningar um þessa sam-
fundi, sem aldrei verða fullþakkaðir.
Þeirra er sannarlega saknað af öllum,
sem þeim kynntust.
Vilhjálmur andaðist á Landspítal-
anum 14. ágúst sl. eftir aðeins nokk-
urra daga veikindi. Að leiðar- lokum
viljum við vinir þeirra hjóna þakka
þeim ævilanga vináttu og tryggð og
biðja þeim guðs blessunar. Börnun-
um og barnabörnum sendum við hlýj-
ar samúðarkveðjur.
Tómas Árnason.
Hann Villi Emils er dáinn.
Fyrir örfáum vikum rifjuðum við
saman upp gömlu góðu dagana þegar
Egilsstaðaþorp var að byrja að byggj-
ast og hluti þess kom í útvarpsþætti.
Það var ekki seinna vænna.
Á laugardag var hann í góðu yf-
irlæti í áttræðisafmæli Garðars mágs
síns á sunnudegi í grillveislu hjá
tengdafólki og vinum en á mánudags-
morgni fékk hann svima og höfuðverk
sem reyndist stafa af heilablæðingu
og á fimmtudag var hann allur.
Þegar eg heimsótti hann á Sjúkra-
hús Egilsstaða á þriðjudagsmorgni
var hann enn með fullri rænu en átti
erfitt með að tala. Eg sagði við hann
að hann myndi hafa þetta af, en hann
brosti góðlátlega og nú finnst mér eg
skilja hvað í því lá: Líklega hefur hann
skynjað nærveru konu sinnar, Ingi-
bjargar Stefánsdóttur, föðursystur
minnar, sem dó eftir stutta legu á
sama sjúkrahúsi fyrr á þessu ári, að
hún hefði ekkert á móti því að fá hann
til sín, svo samrýnd sem þau alltaf
voru.
Hann hét fullu nafni Vilhjálmur
Emilsson og fæddist á Hánefsstaða-
eyrum við Seyðisfjörð hinn 8. febrúar
árið 1920. Kornabarn var hann tekinn
í fóstur af afa mínum og ömmu á Há-
nefsstöðum. Eftir barnaskóla fór
hann í Eiðaskóla og síðar í íþrótta-
skóla Sigurðar Greipssonar í Hauka-
dal, en Villi var fimur maður og gekk
á höndum meira og betur en flestir
aðrir menn. Hann tók meirapróf og
aflaði sér síðar vélstjóraréttinda,
stundaði leigubílaakstur hjá Steindóri
í Reykjavík um skeið, fór á síld nokk-
ur sumur og einn vetur var hann vél-
stjóri á bát sem sigldi með ísfisk til
Englands. Að þessu loknu kom vél-
stjórinn upp á Hérað og vann í tæpa
hálfa öld við frystihús KHB á Egils-
VILHJÁLMUR
EMILSSON
MINNINGAR
42 LAUGARDAGUR 23. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ
✝ Yngvi Guð-mundsson, fv.
rafmagnseftirlits-
maður hjá Orkubúi
Vestfjarða, fæddist
í Reykjavík 12.
febrúar 1926. Hann
lést á Sjúkrahúsinu
á Ísafirði 15. ágúst
síðastliðinn. For-
eldrar hans voru
hjónin Geirþóra
Ástráðsdóttir hús-
freyja, f. 1892, d.
1979, og Guðmund-
ur Kr. Guðjónsson
verslunarmaður, f. 1893, d. 1977.
Systur Yngva eru Ingibjörg Ásta f.
1922, d. 1978, Gunnhildur Stein-
unn, f. 1924, og Áslaug, f. 1929.
1975. 3) Auður ökukennari og um-
boðsmaður Morgunblaðsins, f.
1963. Börn hennar eru Anna, f.
1981, d. 1981, Guðmundur Geir, f.
1985, og Sigrún, f. 1993. 3) Einar
Ágúst rafiðnfræðingur, f. 1963,
kvæntur Emelíu Þórðardóttur frá
Djúpuvík. Börn Einars eru Kon-
ráð, f. 1988, Daníel Ágúst, f. 1997,
og Katrín Ósk, f. 1999, og stjúp-
sonur, Kristinn Ísak, f. 1981.
Yngvi ólst upp á Lindargötunni í
Reykjavík. Hann og Sigrún bjuggu
í um 40 ár á Ísafirði, þar sem hann
starfaði sem rafmagnseftirlits-
maður hjá RARIK og síðan
Orkubúi Vestfjarða. Hann kenndi í
20 ár í Iðnskólanum og vélskólan-
um á Ísafirði, og var formaður
sveinsprófsnefndar öll árin. Yngvi
og Sigrún bjuggu síðustu 9 árin í
Mosfellsbæ, en fluttust síðan aftur
til Ísafjarðar, nú í vor á þessu ári.
Útför Yngva verður gerð frá
Ísafjarðarkirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 14.
Yngvi kvæntist hinn
28. júní 1952 Sigrúnu
Einarsdóttur frá Ísa-
firði, f. 11.12. 1927.
Kjörforeldrar hennar
voru Þuríður S. Vigfús-
dóttir húsfreyja, f.
1900, d. 1987, og Einar
Ágúst Guðmundsson
klæðskerameistari, f.
1894, d. 1961. Börn
Yngva og Sigrúnar eru:
1) Þuríður vefjaræktar-
fræðingur, f. 1952, gift
Guðmundi Jónssyni
bónda á Reykjum í Mos-
fellsbæ. Börn þeirra eru Málfríð-
ur, f. 1977, Yngvi, f. 1984, og Ingi-
björg Ásta, f. 1987. 2) Guðmundur
Geir stálskipasmiður, f. 1953, d.
Vinur og tengdafaðir, Yngvi Guð-
mundsson, er látinn eftir erfiðan
sjúkleika 77 ára að aldri. Eftir tæp-
lega 30 ára kynni er efst í huga að
minnast velvilja og vináttu hans í
minn garð, þannig að aldrei bar
skugga á. Auðvitað kemur sitthvað
upp í hugann, þegar rifjaður er upp
sá tími sem liðinn er án þess að það
verði rakið nánar.
Yngvi var Reykvíkingur að upp-
runa, fæddur og uppalinn á Lindar-
götu 6 og var hann í Reykjavík sín
æsku- og uppvaxtarár. Hann var vel
liðtækur íþróttamaður, liðsmaður ÍR
í handknattleik á sínum yngri árum.
Hann kvæntist Sigrúnu Einarsdóttur
frá Ísafirði 1952 og bjuggu þau fyrst í
Reykjavík. Þau fluttust svo til Ísa-
fjarðar nokkrum árum síðar og
bjuggu þar allt til þess tíma er þau
fluttust í Mosfellsbæinn fyrir nokkr-
um árum.
Yngvi valdi sér þann starfsvett-
vang á unga aldri að gerast opinber
starfsmaður og starfaði hjá Raf-
magnsveitum ríkisins og síðar
Orkubúi Vestfjarða á Ísafirði alla sína
starfsævi. Ekki hefur það verið
vandalaust að flytjast úr miðbæ
Reykjavíkur til Vestfjarða og fást þar
við bilaðar raflínur í vondum veðrum,
enda er veðurfar Vestfjarða harðara
og verra að vetri til en almennt þekk-
ist hér á Suðvesturlandi. Af frásögn-
um hans að dæma gekk stundum á
ýmsu að halda rafmagninu í lagi og
aðstæður erfiðar.
Þegar Yngvi komst á eftirlaunaald-
ur fyrir nokkrum árum fluttu þau
Sigrún suður á æskuslóðir hans til að
eyða ellinni. Því miður varð hún
styttri en við mátti búast miðað við
heilsufar hans um ævina, sem alla tíð
hafði verið gott. Eftir var þó sælureit-
ur fyrir vestan, sumarbústaðurinn í
Tungudal, sem var nýendurbyggður
eftir snjóflóðið mikla. Undi Yngvi sér
þar hið besta hvert sumar og fluttu
þau hjón þangað hvert vor eins og
þau höfðu ávallt gert, nú síðast í byrj-
un sumars. Dvöl hans entist því mið-
ur ekki sumarið en við því var fátt að
gera.
Yngvi var heilsteyptur maður og
virtist mér hann hafa í heiðri gildi
sem ávallt hljóta að teljast mikils virði
en það eru heiðarleiki, trúmennska
og æðruleysi þótt móti blási. Sýndist
mér hann hafa öll mál á hreinu. Fjöl-
skylda hans hafði forgang í lífi hans
og farnaðist honum vel.
Genginn er drengskaparmaður og
vinur sem söknuður er að, blessuð sé
minning hans.
Guðmundur Jónsson.
Nú er hann Yngvi afi okkar dáinn.
Afi var okkur alla tíð mjög góður
og stjanaði við okkur hvort sem við
heimsóttum hann á Engjaveginn, inn
í Skóg eða á Fálkahöfðann. Hann var
alltaf tilbúinn til að skutla okkur
hingað og þangað já eða bara lána
okkur bílinn ef svo bar við. Afi var
mjög fróðleiksfús maður og var alltaf
gaman að fara í heimsókn og spjalla
um heima og geima. Hann var mjög
áhugasamur um allt sem við tókum
okkur fyrir hendur og spurði oft og
mikið um hvernig okkur gekk í skól-
anum og hvað við værum að læra. Afi
var mjög góður kennari og kenndi
okkur stærðfræði og rafmagnsfræð-
ina eins og hann gat. Jafnvel þegar
hann var hættur að geta talað við
okkur sjálfur eða hringt bað hann
ömmu um að hringja og athuga
hvernig okkur gekk í prófunum.
Afi var líka íþróttamaður mikill og
hvatti okkur eindregið áfram í öllum
íþróttum sem við stunduðum. Hann
var alltaf tilbúinn að keyra okkur á
skíði upp á Dal næstum sama hvernig
viðraði. Á sumrin dvöldum við oft hjá
ömmu og afa inni í Skógi og þar var
hann einnig duglegur að spila við
okkur fótbolta og á milli var hann sí-
fellt að æfa okkur í frjálsum íþróttum.
Ekkert okkar hefur þó náð langt í
þessum greinum en við höfðum öll
mikið gaman af. Fyrir um fjórum ár-
um var um það rætt að við myndum
öll ganga á Esjuna en úr því varð svo
ekkert því sjúkdómurinn fór að gera
vart við sig um þetta leyti.
Afi var mikill fjölskyldumaður og
vildi hafa okkur sem flest hjá sér.
Hann kenndi okkur margt. Hann
vildi alltaf að við værum heiðarleg og
kláruðum það sem við tókum okkur
fyrir hendur og gerðum það vel. Hans
er sárt saknað.
Fríða, Yngvi,
Ingibjörg og Geir.
Vinur minn og samstarfsmaður til
margra ára Yngvi Guðmundsson hef-
ur kvatt. Það var árið 1943 sem leiðir
okkar lágu fyrst saman, við vorum
báðir félagar í ÍR og áttum marga
sameiginlega kunningja í hópi ÍR-
inga .
Yngvi var m.a. í meistaraflokki ÍR í
handbolta og stundaði líka frjálsar
íþróttir. Síðan skildu leiðir vegna
starfa okkar, Yngvi nam rafiðn og að
því námi loknu hóf hann nám við raf-
magnsdeild Vélskóla Íslands.
Yngvi kvæntist Sigrúnu Einars-
dóttur sem er Ísfirðingur. Þau settust
að á Ísafirði og þar stundaði Yngvi
ýmis raffræðileg störf. Hann vann
m.a. við rafmagnseftirlit, formennsku
í prófnefnd rafiðnaðar á Ísafirði og
við kennslu í Iðnskóla Ísafjarðar.
Leiðir okkar Yngva lágu að nýju
saman árið 1962 er ég fluttist á Vest-
firði. Næstu tuttugu árin störfuðum
við saman að orkumálum og iðnskóla-
störfum. Það var afar gott að vinna
með Yngva, margar umræðustundir
áttum við m.a. þegar verið var að leita
bestu lausna á ýmsum tæknilegum
vandamálum eða rekstrarlegum, og
alltaf var gott að leita til hans um
ábendingar eða ráð.
Ekki var í kot vísað að heimsækja
Yngva og Sigrúnu á heimili þeirra eða
í sumarhús þeirra inni í skógi. Marga
ánægjulega áramótafagnaði áttum ég
og kona mín með Sigrúnu og Yngva
og fleiri góðkunningjum.
En nú er Yngvi farinn, en hann
mun áfram lifa í mínu minni.
Ég votta Sigrúnu, börnum þeirra
og öðrum afkomendum innilega sam-
úð mína.
Aage Steinsson.
YNGVI
GUÐMUNDSSON