Morgunblaðið - 23.08.2003, Síða 43
stöðum en stundaði afgreiðslustörf
„utanbúðar“ auk vélgæslunnar.
Hér er í fáum orðum farið yfir lífs-
hlaup manns, en hvað segir það um
persónuna á bak við staðreyndirnar?
Lítið sem ekki neitt. Það segir ekkert
um trúmennskuna, hjálpsemina, góð-
vildina og síðast en ekki síst glensið
og gamansemina sem einkenndi
þennan heiðursmann. Þau hjón voru
meðal frumbyggja Egilsstaðakaup-
túns og byggðu þar hús sitt, Vindás,
ári síðar en foreldrar mínir, en bjuggu
í einu herbergi hjá okkur meðan á því
stóð. Þar fæddist þeim dóttir, sem var
fyrsta barnið fætt í hinni nýju byggð,
á Ásnum. Það stendur mér lifandi fyr-
ir hugskotssjónum þegar eg fékk að
sitja í hjá Villa sem fór á hertrukk út í
Eyvindará að sækja ljósmóðurina og
síðar um daginn þegar fyrsta hljóðið
barst frá barninu út í garðinn þar sem
allir biðu í ofvæni. Björg var fædd og
þrem árum síðar bættist við Vilhjálm-
ur Emil. Þau eru bæði búsett í Sví-
þjóð.
Þeim fækkar óðum frumbyggjun-
um á Ásnum þótt enn séu margir sem
muna leik- og eftirhermuhæfileika
nafna míns, sem sannarlega gerði lífið
skemmtilegra í þorpinu. Lengst held
eg þó eg muni trúmennsku hans og
góðvild og hve vel hann aðstoðaði
konu sína þegar heilsa hennar leyfði
ekki að hún sinnti húsverkum svo sem
þurfa þótti.
Börnum hans og barnabörnum,
sem syrgja sárt, sendi eg samúðar-
kveðjur en með guðs hjálp víkur sorg-
in og við munum öll, sem þekktum
Villa, geta yljað okkur við ljúfar minn-
ingar um góðan dreng.
Vilhjálmur Einarsson.
Með þessum orðum viljum við votta
þeim hjónum, Villa Emils og Ingu,
virðingu okkar og söknuð. En þau
hafa nú bæði kvatt með stuttu millibili
og með snöggum hætti bæði – og er
að þeim mikill sjónarsviptir og tóma-
rúmið mikið sem hefur orðið við frá-
fall þeirra.
Heimili þeirra og garðurinn, sem
Villi lagði mikla rækt við, var einstök
perla og andrúmsloftið þar innandyra
var sérstaklega notalegt sem byggð-
ist á látlausu og elskulegu viðmóti
þeirra hjóna beggja.
Við systurnar og frændsystkinin,
sem þekktum Villa best í bernsku,
munum hvað hann var kátur og
skemmtilegur og mikill æringi og
grínisti – enda höfðu þau afi og amma
svo mikið dálæti á þessum fóstursyni
sínum, að af og frá var að þau tryðu
nokkru misjöfnu upp á þann sómapilt,
þó stundum væði nokkuð á súðum hjá
okkur krökkunum. Nei, ekki aldeilis,
– þau sáu ekki sólina fyrir piltinum,
einkum Björg amma, sem dáðist með-
al annars mjög að því hvað hann var
mikil hermikráka þegar hann vildi
það við hafa. Það kom því ekki á óvart
að hann hefði síðar reynst hinn lið-
tækasti leikari, jafnvel afbragðsleik-
ari er okkur sagt.
Villi var hvers manns hugljúfi, enda
hafði hann þá lyndiseinkunn til að
bera sem góðan mann prýðir. Hér
hefði Villi eflaust lagt orð í belg og
frábeðið sér allt hól, eins lítillátur og
hann var og því munum við ekki orð-
lengja þessa kveðju okkar en sendum
börnum hans, Björgu og Emil (Milla),
og öllum öðrum aðstandendum inni-
legar samúðarkveðjur.
Fyrir hönd okkar systra frá
Hrauni.
Björg Hermannsdóttir.
Okkur finnst ekki hægt að tala um
Villa án þess að minnast á Ingu eða
um Ingu án þess að minnast á Villa,
þessi tvö orð eiga saman og eftir að
Inga dó fyrir rúmum 5 mánuðum
héldum við ósjálfrátt áfram að tala
um að fara til Ingu og Villa.
Fyrstu minningarnar sem við eig-
um um Ingu og Villa eru hversu gam-
an var að koma heim til þeirra og hve
spennandi allt var heima hjá þeim.
Þau bjuggu í litlu sætu gulu húsi með
risastórum garði, allavega er hann
stór í minningunni með öllum sínum
háu trjám. Þar voru framandi hlutir í
hverjum krók og kima, hver öðrum
meira spennandi, sem byrjaði á ljóns-
hausnum á útidyrunum, sem er dyra-
hamarinn, og kepptumst við um hvor
yrði fyrri til að banka. Það var ekki
lítill leiði og vonbrigði sem helltist yfir
okkur í þau fáu skipti sem þau voru
ekki heima. Húsið var fullt af fram-
andi hlutum sem þau höfðu fengið frá
Svíþjóð. Þau voru lengi vel þau einu
sem við þekktum sem áttu mynd-
bandstæki og fullt af sænskum teikni-
myndum, sem þau sýndu okkur alltaf
þegar við komum og lánuðu okkur
heim þegar við áttum afmæli. Alltaf
virtust þau vera jafn glöð að sjá okk-
ur, sem við furðum okkur á í dag því
við létum ekkert þar inni í friði, enda
var þar leyft að leika sér að öllu, og
aldrei vorum við ávítaðar. Þau tóku
öllu með stöku jafnaðargeði og róleg-
heitum. Inga reiddi fram pönnsur og
annað heimabakað í eldhúsinu og allt-
af lumaði Villi á gosi í þvottahúsinu.
Ekki má gleyma nammiskálinni sem
aldrei var tóm þegar við komum.
Inga og Villi höfðu yndi af því að
vinna í garðinum sínum, enda var
hann mjög ræktarlegur og mikið af
fallegum blómum sem einnig prýddu
gróðurhúsið þeirra. Þetta var allt
undraland í okkar augum.
Á gamlárskvöld voru þau ómiss-
andi gestir í fjölskylduboðunum hjá
okkur og komu alltaf fyrst. Þá voru
þau alltaf voða fín og komu með inni-
skóna sína í poka. Villi setti jafnan
upp myndskreytt jólabindi og lýsir
það vel húmor hans. Hann kom alltaf
með stóran flugeldapakka sem hann
sprengdi við mikla gleði krakkanna.
Þegar við systurnar vorum litlar kom
hann hvern aðfangadag og færði okk-
ur jólagjafirnar frá þeim uppáklædd-
ur í jólasveinabúning, tók úr sér tenn-
urnar og gretti sig.
Góðsemin og hlýjan er það sem er
okkur efst í huga þegar við hugsum til
baka til þessara yndislegu hjóna. Þau
voru mjög samheldin, og aldrei
heyrðust þau rífast eða segja styggð-
aryrði hvort við annað. Villi var hjá
okkur örfáum dögum áður en hann
andaðist. Ekkert okkar grunaði að
hann ætti svona skammt eftir, en
vitneskjan um að Villi væri að fara að
hitta hana Ingu sína linar sorgina og
gerir missinn ekki jafn sáran. Þau
Inga og hann gátu ekki verið lengi
hvort án annars.
Við fjölskyldan á Ártröð 11 þökk-
um Ingu og Villa fyrir öll góðu árin og
sendum samúðarkveðjur til Böggu og
Milla og barna þeirra.
Margrét og Soffía.
Þá er hinn síðasti, sem kallaði
Björgu og Vilhjálm á Hánefsstöðum
mömmu og pabba, horfinn af þessum
heimi.
Draumur Bjargar á Hánefsstöð-
um: Hinn sjöunda febrúar 1920 var
haldinn aðalfundur í Frosthúsfélagi
Hánefsstaðaeyra. Fundarmenn úr
Seyðisfjarðarkaupstað komu til fund-
ar að Hánefsstöðum sjóveg að innan í
þetta sinn. Síðla kvölds var fundi slitið
og í hlut þeirra bræðra, Árna á Skála-
nesi og Hjálmars, sem söguna segir,
Vilhjálmssona frá Hánefsstöðum,
kom að flytja fundarmenn inn eftir, í
svartamyrki og fannkomu, á öðrum
Hánefsstaðabátnum, Valnum trúlega,
sem þá vildi svo óvenjulega til að enn
var á sjó. Þegar þeir komu úr þeirri
ferð og höfðu gengið frá bátnum við
bólið, brugðu þeir sér inn í sjóhúsið
upp af Hánefsstaðabryggjunni og
nældu sér í harðfisk. Sem þeir sitja
þar og rífa í sig harðfiskinn heyra þeir
að paufast er í myrkinu utan með sjó-
húsinu upp á bryggjuna. Þar var þá
kominn Snorri Guðmundsson, van-
heill heimilismaður á Landamóti, og
fræðir þá á því að systir hans, Lóa,
hafi tekið jóðsótt og sækja þurfi ljós-
móður. Maður Lóu, Emil, var á vertíð
í Eyjum, sem og væntanlega bróðir
hennar, Jón Bergmann, en þau systk-
inin byggðu þá Landamót, – og allir
bátar uppi. Þeir bregða við, ungling-
urinn Hjálmar hleypur eftir auka-
manni upp að Hánefsstöðum, og síðan
sigla þeir aftur út í myrkrið og yfir að
Vestdalseyri og gera boð fyrir Hall-
fríði Brandsdóttur á Fossi, ljósu allra
Seyðfirðinga um áratuga skeið. Það
er ekki að orðlengja það að Hallfríður
komst með skilum að Landamóti um
óttubil, tímanlega.
Í hádeginu daginn eftir, þann átt-
unda febrúar, var nýr heimilismaður
kominn að Hánefsstöðum – í reifum.
Um nóttina hafði Lóa eignast tvíbura.
Nokkru fyrr en þetta var, hafði
Björgu á Hánefsstöðum dreymt að
Lóa kæmi til sín haldandi á blómum
og segði við sig: „Fyrst ég á ekki
nema annan afleggjarann sem ég
fékk vil ég að þú eigir hinn.“ Þóttist
hún taka við. Þau Lóa og Emil voru
tiltölulega nýlega komin á Eyrarnar,
bláfátæk með ört vaxandi ómegð.
Björgu og Vilhjálmi varð það nú,
minnug draumsins, að senda til Lóu
og bjóða henni að taka annan tvíbur-
ann. Varð það úr með ráði ljósunnar
og kastað hlutkesti hvor til þess veld-
ist og vissulega var þar kominn
draumur Bjargar.
Skömmu síðar andaðist ættmóðir
Hánefsstaðamanna, Sigríður Vil-
hjálmsdóttir móðir Bjargar og
tengdamóðir og föðursystir Vil-
hjálms, og var haldin húskveðja þar á
bæ. Við það tækifæri voru þrjú börn
skírð við kistu hennar, tvíburarnir ný-
fæddu og Sigrún Hermannsdóttir frá
Hrauni.
Hin nýi heimilismaður á Hánefs-
stöðum, sem fékk nafn fóstra síns, var
eina barnið þar á bæ þegar hann kom
þar, auk tveggja stálpaðra fóstur-
systra, en um það leyti sem hann var
farinn að skríða, var gerð innrás á
bæinn og þar var kominn verðandi
hershöfðingi ört vaxandi liðsveitar
þar á Hánefsstaðatorfunni, Vilhjálm-
ur Árnason, hinn yngri, þriggja ára,
og gerðist nýsveinninn liðsmaður
þeirrar sveitar. Þremur árum síðar
voru þau sjö þar á Hánefsstaðabæ. Í
þeim hópi var Ragnar Hermannsson
á Hrauni, helsti vinur Villa Emils í
æsku – áttu þeir skap saman. Ragnar
dó af torkennilegri sýkingu innan
tektar. Þessa hlýt ég að minnast þar
sem ég er næstur karla úr þeim kné-
runn.
Villi ólst upp við þær sérkennilegu
aðstæður að foreldrar hans bjuggu í
sjónhending frá Hánefsstaðabæ, í
Hátúni, og þar voru ellefu (10) systk-
ini hans og voru ekki önnur byggð ból
nærtækari, önnur en Hraun og Há-
eyri, og Eyrarbúar flestir voru hon-
um náskyldir. Faðir hans, Emil í Há-
túni, vann Hánefsstaðaheimilinu
mikið og leit til dæmis til með þeim á
Hrauni þegar afi var á vetrarvertíð á
Hornafirði. Villi varð svo háseti á Ásu
Hermanns á Hrauni, kannski síðastur
slíkra – að kveðja. Þá var stríðið kom-
ið.
Það er glaða sólskin og blíða. Við
finnum okkur standandi hlið við hlið
vestan undir Hótelinu á Seyðisfirði.
Aðrir ættarmótsgestir hafa tínst í
ýmsar áttir og sýslumannsbörnin
með Lalla í broddi fylkingar eru horf-
in yfir brúna í Hjálmarshús til að vitja
æskuheimilisins. Okkur kemur sam-
an um að fylgja dæmi þeirra, hvor í
sínum erindagjörðum, Villi til þess að
rifja upp brúðkaup sitt og hjónavígslu
sem Hjálmar framkvæmdi þar fyrir
liðlegri hálfri öld. Þarna áttum við
hvert um sig og saman dálitla per-
sónulega helgistund í náðum sóma-
konunnar Lúsindu. Fyrir þessa stund
vil ég þakka og fleiri góðar.
Hjalti Þórisson.
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. ÁGÚST 2003 43
✝ Ólafur ÓskarJónsson fæddist í
Sleif í Vestur-Land-
eyjum 29. maí 1909.
Hann lést á Landspít-
ala – háskólasjúkra-
húsi í Fossvogi 15.
ágúst síðastliðinn.
Foreldrar hans voru
hjónin Jón Gíslason
oddviti og Þórunn
Jónsdóttir ljósmóðir.
Ólafur flutti með
foreldrum sínum að
Ey í sömu sveit,
byggði úr þeirri jörð
nýbýlið Eyland og
flutti þangað 1939 með konu sinni
Gíslínu Margréti Sörensen, f. 17.
febrúar 1917. Börn þeirra eru Þór-
unn Jóna, f. 1939, Ragna, f. 1940,
gift Einari Benediktssyni, Árni, f.
1947, kvæntur Ester
Markúsdóttur, og
Jón, f. 1953. Barna-
börnin eru átta og
barnabarnabörnin
tíu.
Ólafur stundaði
hefðbundinn búskap,
ásamt því að aka um
áraraðir mjólkurbíl,
en er því lauk eign-
aðist hann eigin
vörubíl og stundaði
þá í mörg ár vega-
vinnu og annan akst-
ur. Áður en hann
flutti að Eylandi var
á vetrarvertíðum í Vestmannaeyj-
um og í Grindavík.
Útför Ólafs verður gerð frá Ak-
ureyjarkirkju í Vestur-Landeyjum
í dag og hefst athöfnin klukkan 14.
Þegar ég minnist móðurbróður
míns, Ólafs Jónssonar frá Eylandi,
sem lést 15. þ.m., finnst mér að fáir
frændur mínir skilji eftir jafn dýr-
mætar og eftirminnilegar minningar
frá bernskuárum mínum og Óli frá
Ey, eins og við fjölskyldan á Uxa-
hrygg kölluðum hann jafnan. Ólafur
var bílstjóri hjá Kaupfélagi Rang-
æinga um langt árabil og flutti mjólk
úr Landeyjum til Selfoss, þegar ég
var lítill drengur á Uxahrygg, þar
sem foreldrar mínir bjuggu með
fimm sonum sínum. Á skólaárum
okkar frá 10 ára aldri til fermingar
sóttum við skóla að Strönd á Rang-
árvöllum, sem var heimavistarskóli,
og vorum við mánuð í senn, annan
hvern mánuð, í skólanum. Ferðamáti
á barnaskólaárum mínum fyrir rúm-
um 60 árum var með nokkuð öðrum
hætti en nú. Þá voru ekki bílar á
hverju heimili eins og nú og þarfasti
þjónninn, hesturinn, gegndi þá miklu
hlutverki. En mjólkurbíllinn, undir
stjórn Óla frá Ey, gegndi miklu hlut-
verki í sveitinni á þessum tíma. Það
var ekki um marga aðra bíla að ræða.
Ferðin í skólann hófst með því að fað-
ir okkar fór með okkur bræðurna
hestríðandi um 5 km leið snemma á
mánudagsmorgnum frá Uxahrygg
austur að Þverárbrú í veginn fyrir
Óla frænda, sem var á leið með mjólk-
ina úr Landeyjunum út að Selfossi, og
fengum við far með honum að Strand-
arskóla.
Ég minnist þess, að það var ekki
kjarkmikill 10 ára drengur sem skildi
við föður sinn á dimmum mánudags-
morgni, á leið í skólann á Strönd. Og
þá var gott að finna vináttuna, um-
hyggjuna og kærleikann sem Óli auð-
sýndi litla frænda sínum á þessari
fyrstu göngu út í lífið úr þröngum
sjóndeildarhring fábreytileikans, sem
fólk bjó við á þessum árum. Ég minn-
ist þessa með miklu þakklæti og einn-
ig bræður mínir, sem nutu þessa
einnig.
Bíllinn sem Óli var á tók tvo far-
þega og oft voru þau sæti setin, þá lét
Óli mig sitja í „horninu“ á kassa aftan
og til hliðar við bílstjórasætið. Þar
fannst mér ég finna fyrir nærveru og
öryggi Óla. Ég horfði á styrkar hend-
ur hans halda af öryggi um stýrið á
misjöfnum vegum. Á þessum tíma
voru vegirnir oft erfiðir yfirferðar á
vetrum og á vorin þegar klaki var að
fara úr jörðu. Ég minnist þess hvað
mér fannst Óli stjórna bílnum vel og
ég var ekki í neinum vafa um að Óli
frændi væri besti bílstjóri á Íslandi.
Það var oft langur og strangur vinnu-
dagur hjá Óla á þessum tíma. Mjólkin
var sótt á flesta bæi og allar vörur,
léttar og þungar, fluttar frá kaup-
félaginu út um sveitirnar í hvernig
veðrum sem var. Þá voru ekki tæki til
að ryðja vegi í ófærð eins og nú er.
Það reyndi því mikið á dugnað og út-
sjónarsemi bílstjórans.
Eftir að Óli hætti sem bílstjóri hjá
Kaupfélagi Rangæinga eignaðist
hann eigin vörubíl, sem hann vann á í
vegavinnu og öðru er til féll. Mér er í
fersku minni, þegar ég var 15 ára, að
hann var með bílinn sinn í vegavinnu
á Bakkabæjunum ekki langt frá því
sem ég átti heima og var ég í þessari
vinnu. Að loknum vinnudegi fékk ég
far með Óla heim. Þegar við vorum að
leggja af stað spyr hann mig hvort ég
vilji ekki keyra. Þetta kom mér á
óvart en ég þáði það með þökkum en
þó með nokkrum beyg, sem ég reyndi
að leyna. Ég var reyndar ekki alveg
óvanur að aka bíl, því faðir minn hafði
eignast jeppa þetta ár og hafði ég
fengið nokkra tilsögn í akstri hjá elsta
bróður mínum, sem Óla var kunnugt
um, þótt mig vantaði enn þrjú ár til að
fá bílpróf. Allt gekk þetta vel og það
var ánægður og þakklátur drengur
sem steig út úr bílnum hjá Óla frænda
þegar heim var komið. Mér fannst þó
mest til um velvildina og traustið sem
frændi minn sýndi mér með því að
bjóða mér að aka bílnum þessa kíló-
metra, þótt hættan væri ekki mjög
mikil á þessum vegi, sem ekki til-
heyrði þjóðvegi, og engin umferð af
öðrum bílum.
Óli var mikið snyrtimenni, það var
sama hvar hann gekk til verka, allt
einkenndist það af vandvirkni og
snyrtimennsku. Heimili hans og Gísl-
ínu konu hans, sem þau byggðu sér að
Eylandi í túnjaðrinum í Ey, þar sem
foreldrar Óla bjuggu, bar smekkvísi
þeirra glöggt vitni.
Ég kveð þennan góða frænda minn
með þakklæti fyrir samfylgdina, vin-
áttuna og tryggðina sem ég og mitt
fólk naut á lífsferli hans.
Ég og kona mín sendum eftirlifandi
eiginkonu, Gíslínu, börnum og fjöl-
skyldu innilegustu samúðarkveðjur.
Magnús L. Sveinsson.
ÓLAFUR ÓSKAR
JÓNSSON
MORGUNBLAÐIÐ birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla daga
vikunnar. Greinunum má skila í tölvupósti (netfangið er minning-
@mbl.is - svar er sent sjálfvirkt um leið og grein hefur borist) eða á
disklingi og þarf útprentun þá að fylgja. Nauðsynlegt er að tilgreina
símanúmer höfundar og/eða sendanda (vinnusíma og heimasíma). Ekki
er tekið við handskrifuðum greinum.
Ef birta á minningargrein á útfarardegi verður hún að berast fyrir
hádegi tveimur virkum dögum fyrr. Ef útför er á sunnudegi, mánudegi
eða þriðjudegi þurfa greinarnar að berast fyrir hádegi á föstudegi. Ber-
ist greinar hins vegar ekki innan hins tiltekna skilafrests er ekki unnt að
lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að
fresta birtingu greina, enda þótt þær berist á réttum tíma.
Birting minningargreina
Innilegar þakkir sendum við öllum þeim, sem
sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og
útför föður okkar, tengdaföður, afa, langafa
og langalangafa,
HELGA KRISTJÁNSSONAR
frá Sæbergi,
Húsavík.
Kristján Helgason, Steinunn Jónasdóttir,
Jóhann Helgason, Helga Þóra Jónasdóttir,
Stefán Helgason, Ásdís Skarphéðinsdóttir,
Númi Helgason, Júlía Nynster,
afabörn, langafabörn
og langalangafabarn.