Morgunblaðið - 23.08.2003, Síða 49

Morgunblaðið - 23.08.2003, Síða 49
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. ÁGÚST 2003 49 SKÁKÞING Íslands 2003 í lands- liðs- og kvennaflokki hefst sunnu- daginn 24. ágúst klukkan 13 í Hafn- arborg í Hafnarfirði. Dregið hefur verið um töfluröð: 1. Hannes H. Stefánsson (2.560) 2. Þröstur Þórhallsson (2.444) 3. Davíð Kjartansson (2.320) 4. Stefán Kristjánsson (2.404) 5. Ingvar Þór Jóhannesson (2.247) 6. Jón Viktor Gunnarsson (2.411) 7. Ingvar Ásmundsson (2.321) 8. Guðmundur Halldórsson (2.282) 9. Björn Þorfinnsson (2.349) 10. Róbert Harðarson (2.285) 11. Sigurður Daði Sigfússon (2.323) 12. Sævar Bjarnason (2.269) Eins og sjá má er þetta góð blanda af skákmönnum á öllum aldri. Hátt í 50 ára aldursmunur er á yngsta og elsta keppandanum, sem er Ingvar Ásmundsson. Hann hefur náð frábærum árangri á undanförn- um árum og er meðal sterkustu skákmanna í sínum aldursflokki í heiminum. Hann varð Íslandsmeist- ari árið 1979. Alls tefla fimm tit- ilhafar á mótinu, þar af tveir stór- meistarar, núverandi Íslandsmeistari, Hannes Hlífar Stefánsson, og Þröstur Þórhallsson. Alþjóðlegu meistararnir eru Jón Viktor Gunnarsson, Stefán Krist- jánsson og Sævar Bjarnason. Sævar er einn allra virkasti skákmaður okkar, sérstaklega á mótum hér inn- anlands og hefur oft náð að setja strik í reikninginn með góðum ár- angri gegn stórmeisturunum okkar. Jón Viktor varð Íslandsmeistari í skák árið 2000, og Stefán Kristjáns- son telur það örugglega tímabært að fá Íslandsmeistarabikarinn í sína vörslu. Hann hefur verið í stöðugri framför allt frá því hann hóf skák- iðkun og spurningin er hvort næsta stökkið fram á við komi á þessu móti. Ef það gerist, þá gæti ýmislegt óvænt gerst þótt fyrirfram verði Hannes Hlífar að teljast líklegastur til að hampa titlinum í fjórða skipti. Í fyrstu umferð mótsins mætast: Hannes - Sævar Þröstur - Sigurður Daði Davíð - Róbert Stefán - Björn Ingvar Þór - Guðmundur Jón Viktor - Ingvar Ásmundsson Það er ljóst að það skapast strax töluverð spenna í fyrstu umferðinni. Nái Hannes ekki að sigra Sævar þá verður á brattann að sækja fyrir hann í næstu umferðum til að ná for- ystunni. Sigurður Daði er rúmum 100 stigum lægri en Þröstur en hef- ur hins vegar teflt meira að und- anförnu og er því til alls líklegur. Ómögulegt er að segja hvor hefur betur Davíð eða Róbert. Það eina sem er öruggt er að hart verður bar- ist. Ein af mest spennandi viður- eignum umferðarinnar verður á milli baráttujaxlanna Stefáns og Björns sem er þekktur fyrir vægast sagt ævintýralega taflmennsku. Þetta er mikilvæg skák fyrir þá báða. Áhorfendur ættu að hafa auga með átökunum. Ingvar Þór og Guð- mundur hafa líklega sjaldan mæst í kappskák áður og ómögulegt er að segja til um hvernig sú skák fer. Ingvar Þór hefur þó það forskot að hafa teflt meira að undanförnu held- ur en Guðmundur. Það leið 21 ár frá því að Ingvar hreppti sinn Íslands- meistaratitil þar til Jón Viktor gerði slíkt hið sama. Báðir þessir skák- menn eru í góðri æfingu og tilbúnir til að leggja það á sig sem þarf til að sigra. Það verður spennandi að fylgjast með þessari viðureign Jóns Viktors, sem gæti orðið okkar næsti stórmeistari, og Ingvars sem á stífa skákdagskrá fyrir höndum í haust og hefur örugglega undirbúið sig af kostgæfni. Ekki liggur fyrir keppendalisti í kvennaflokki. Fyrsta umferð hefst kl. 13 á sunnudag í Hafnarborg, Strand- götumegin. Tímamörkin eru sem hér segir: 2 klst. á 40 leiki, 1 klst. á 20 leiki og 30 mín. til að klára. Skákfélagið Hrók- urinn, Taflfélag Reykjavíkur, Tafl- félag Vestmannaeyja og Skákdeild Hauka eru komin í undanúr- slit, þ.e. þriðju um- ferð, hraðskákkeppni taflfélaga. Hróks- menn lögðu Helli að velli í annarri umferð. Þetta var fyrsta tap Hellis, meistara síð- ustu þriggja ára, síð- an í júní 1999. Jóhann Hjartarson stóð sig best Hróksmanna en Hannes Hlífar Stefánsson stóð sig best í Hellisliðinu. Ivan Sokolov tefldi með Hróksmönnum og stóð sig einnig vel. Eins og oft áður varð hann þó að sætta sig við að láta í minni pokann gegn Helga Ólafssyni. Sokolov fékk ½ vinning gegn 1½ vinningi Helga. Auk þess lagði Kristján Eðvarðsson meistarann. Úrslit annarrar umferðar: TV – Taflf. Kópavogs 72*-0* TR - Skákfélag Akureyrar 50½-21½ Skákf. Reykjanesb. - Skákdeild Hauka 19-53 Hellir - Hrókurinn 30½-41½ Í undanúrslitum mætast: TV - Skákdeild Hauka TR - Hrókurinn Atkvöld Hellis Taflfélagið Hellir heldur fyrsta atkvöld eftir sumarhlé mánudaginn 25. ágúst. Mótið hefst kl. 20. Fyrst eru tefldar 3 hraðskákir þar sem hvor keppandi hefur 5 mínútur til að ljúka skákinni og síðan þrjár at- skákir, með tuttugu mínútna um- hugsun. Sigurvegarinn fær verðlaun, mat fyrir tvo frá Dominos Pizzum. Þá verður annar keppandi dreginn út af handahófi, sem einnig fær máltíð fyrir tvo hjá Dominos Pizzum. Þar eiga allir jafna möguleika, án tillits til árangurs á mótinu. Þátttökugjald er kr. 300 fyrir fé- lagsmenn (kr. 200 fyrir 15 ára og yngri) og kr. 500 fyrir aðra (kr. 300 fyrir 15 ára og yngri). Teflt verður í Hellisheimilinu, Álfabakka 14a í Mjódd. Allir eru velkomnir. Skákþing Íslands að hefjast Hannes Hlífar Stefánsson Þröstur Þórhallsson SKÁK Hafnarborg, Hafnarfirði SKÁKÞING ÍSLANDS 2003 24.8. – 4.9. 2003 dadi@vks.is Daði Örn Jónsson Ódýrt fyrir alla! Ódýrt fyrir alla! LYNGHÁLSI 4 - SKÚTUVOGI 2 LÁGT OG STÖÐUGT VÖRUVERÐ! Leikandi létt 1495- HLAUPAHJÓL barna OPIÐ 11-20 ALLA DAGA LANDHELGISGÆSLA Íslands stóð fyrir ráðstefnu strandgæslustofnana Norðurlandanna í gær og fyrra- dag. Megináherlsa var lögð á umhverfismál á ráðstefn- unni að þessu sinni en hún er haldin árlega og löndin skiptast á að halda hana. Auk fyrirlestra og umræðna var ýmislegt annað í boði fyrir ráðstefnugesti, þ.á m. var þeim boðið til Vestmannaeyja en þangað var hóp- urinn á leiðinni þegar ljósmyndari Morgunblaðsins hitti hann á Reykjavíkurflugvelli í fyrradag. Á myndinni eru í fremri röð frá vinstri: Kurt Birger Jensen (Danmörku), Hafsteinn Hafsteinsson, Marie Hafström (Svíþjóð), Hannu Ahonen (Finnland), Geir O. Skorstad (Noregi), Gylfi Geirsson og Steve Olsen (Nor- egi). Aftari röð frá vinstri: Carsten Munk (Danmörk), Kauko Lehtinen (Finnlandi), Dan Thorell (Svíþjóð), Dagmar Sigurðardóttir og Sigurður Steinar Gíslason. Morgunblaðið/Árni Sæberg Norræn ráðstefna á vegum Landhelgisgæslunnar VEGNA greinar á Austur- landssíðu í gær um ástand mála í vinnubúðum Impregilo við Kárahnjúka vill Friðfinnur K. Daníelsson verkfræðingur, eig- andi fyrirtækisins Alvars ehf., gera eftirfarandi athugasemd: Fyrirtækið Alvar ehf. hefur síðan í apríl sl. leitað að neyslu- vatni á Kárahnjúkasvæðinu. Fyrirtækið hefur borað nokkr- ar holur, þá dýpstu um 400 metra. Er allt neysluvatn tekið úr borholum og er það 1. flokks. Forráðamenn Impregilo hafa lagt mikla áherslu á að afla 1. flokks neysluvatns fyrir starfs- menn á svæðinu og hafa ekkert sparað í þeim efnum. Athuga- semd MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi yfirlýsing frá Barna- verndarstofu vegna fréttar ríkis- sjónvarpsins 20. ágúst sl.: „Barnaverndarstofa vísar á bug þeim aðdróttunum sem fram komu í kvöldfréttum ríkissjónvarpsins þann 20. ágúst um að Barnaverndarstofa hafi ekki rækt lögboðna eftirlits- skyldu sína með aðgerðarleysi í máli barns, sem Héraðsdómur Vestfjarða hefur nú staðfest að hafi sætt kyn- ferðisofbeldi. Af þessu tilefni vill Barnavernd- arstofa taka fram eftirfarandi: 1. Í dómi Héraðsdóms Vestfjarða kemur fram að umrædd stúlka hafi sagt frá áreiti í sinn garð árið 2001, hvaða opinberir aðilar komu að því máli og staðfest að ekki hafi verið óskað rannsóknar lögreglu á meintu refsiverðu broti. Barnaverndarstofu var á þessum tíma með öllu ókunn- ugt um framvindu og afgreiðslu þess máls. 2. Eins og fram kemur í dómnum var mál stúlkunnar aftur tilkynnt barnaverndarnefnd árið 2002 og í kjölfarið réð nefndin Herdísi Hjör- leifsdóttur félagsráðgjafa til að vinna við málið. Fram kom í fréttaviðtalinu við félagsráðgjafann að hún hafi leit- að eftir ráðgjöf hjá Barnaverndar- stofu eftir að hún hóf vinnslu máls- ins. 3. Ekkert kom fram í viðtali við fé- lagsráðgjafann sem bendir til að er- indi hennar hafi verið að óska eftir aðgerðum af hálfu Barnaverndar- stofu vegna málsmeðferðar viðkom- andi barnaverndarnefndar á fyrri stigum málsins, þ.e. áður en fé- lagsráðgjafinn hóf störf fyrir nefnd- ina. Úrlausnarefni stofunnar var því að leggja sitt af mörkum í því skyni að tryggja að vinnsla málsins á þess- um tíma væri í samræmi lög og góð- ar verklagsreglur þannig að best þjónaði barninu. 4. Sá sérfræðingur Barnaverndar- stofu, sem veitti félagsráðgjafanum ráðgjöf á þessum tíma, kannast ekki við að málsmeðferð nefndarinnar á fyrri stigum hafi komið til umræðu árið 2002 enda var þá rétt og eðlilegt að leggja höfuðáherslu á að tryggja hagsmuni telpunnar við þá rannsókn sem hafin var á máli hennar og tryggja málinu réttan farveg. Verð- ur ekki annað ráðið af dómi Héraðs- dóms Vestfjaða en að það hafi tekist. 5. Ranglega var haft eftir forstjóra Barnaverndarstofu að málið hefði farið „ranga boðleið“ til stofnunar- innar, og er þar um að ræða eigin vangaveltur fréttamanns. Barnaverndarstofa harmar ómál- efnalega umfjöllun og óvönduð vinnubrögð fréttastofu Sjónvarps í þessu máli,“ segir í yfirlýsingunni. Barnaverndarstofa gagnrýnir frétta- stofu Sjónvarps ELLERT B. Schram, forseti ÍSÍ, og eiginkona hans Ágústa Jóhannsdótt- ir eru stödd um þessar mundir í Færeyjum í boði Færeyska íþrótta- sambandsins. Í kvöldverðarboði á Hótel Hafnia 19. ágúst sl. sæmdi Héðin Mortensen, forseti Færeyska íþróttasambandsins, Ellert Gull- merki sambandsins. Gullmerkið er æðsta heiðursorða sem veitt er á vegum sambandsins. Í stuttu ávarpi sem Héðinn flutti við afhendinguna var forseta ÍSÍ þakkað fyrir vinskap og einstaklega góðan stuðning í garð Færeyska íþróttasambandsins, m.a. í tengslum við baráttu sambandsins við að fá að- ild að Alþjóða Ólympíunefndinni svo og öðrum alþjóðlegum íþróttasam- tökum, segir í fréttatilkynningu. Heiðraður í Færeyjum

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.