Morgunblaðið - 23.08.2003, Page 50
DAGBÓK
50 LAUGARDAGUR 23. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍM-
AR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111.
Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329,
fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, aug-
lýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115.
NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100
kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið.
Skipin
Reykjavíkurhöfn:
Olivia kemur í dag.
Hafnarfjarðarhöfn:
Arklow Dusk fer í
dag.
Mannamót
Félag aldraðra Mos-
fellsbæ. Skrifstofa fé-
lagsins verður lokuð í
sumar til 2. sept-
ember.
Félag eldri borgara,
Hafnarfirði, Hraun-
seli, Flatahrauni 3.
Morgunganga frá
Hraunseli kl. 10. Rúta
frá Firðinum kl. 9.50.
Félag eldri borgara,
Reykjavík, Ásgarði,
Glæsibæ. Dagsferð 26.
ágúst Kaldidalur-
Húsafell o.fl., laus
sæti, kaffi í Mun-
aðarnesi. Leiðsögn
Þórunn Lárusdóttir.
Skrifstofa FEB, Faxa-
feni 12, opin kl. 10–16,
s. 588 2111.
Gerðuberg, fé-
lagsstarf. Á mánudög-
um, miðvikudögum og
föstudögum sund og
leikfimiæfingar í
Breiðholtslaug, kl. 13
boccia.
FEBK. Púttað á Lista-
túni kl. 10.30 á laug-
ardögum. Mætum öll
og reynum með okkur.
Gönguklúbbur Hana-
nú. Morgunganga kl.
10 laugardagsmorgna
frá Gjábakka.
Krummakaffi kl. 9.
Gigtarfélagið. Leik-
fimi alla daga vik-
unnar. Létt leikfimi,
bakleikfimi karla,
vefjagigtarhópar, jóga,
vatnsþjálfun. Einn
ókeypis prufutími fyr-
ir þá sem vilja. Uppl. á
skrifstofu GÍ, s.
530 3600.
Stuðningsfundir fyrr-
verandi reykingafólks.
Fólk sem sótt hefur
námskeið gegn reyk-
ingum í Heilsustofnun
NLFÍ í Hveragerði,
fundur í Gerðubergi á
þriðjud. kl. 17.30.
GA-Samtök spilafíkla,
fundir spilafíkla, Höf-
uðborgarsvæðið:
Þriðjudagur kl. 18.15 –
Seltjarnarneskirkja,
Valhúsahæð, Seltjarn-
arnesi. Miðvikudagur
kl. 18 – Digranesvegur
12, Kópavogur.
Fimmtudagur kl. 20.30
– Síðumúla 3–5,
Göngudeild SÁÁ,
Reykjavík. Föstudag-
ur kl. 20 – Víðistaða-
kirkja, Hafnarfjörður.
Laugardagur kl. 10.30
– Kirkja Óháða safn-
aðarins, v/Háteigsveg,
Reykjavík. Austur-
land: Fimmtudagur kl.
17 – Egilsstaðakirkja,
Egilsstöðum. Neyð-
arsími GA er opinn all-
an sólarhringinn.
Hjálp fyrir spilafíkla.
Neyðarsími: 698 3888.
Samtök þolenda kyn-
ferðislegs ofbeldis,
fundir mánudaga kl.
20 á Sólvallagötu 12.
Stuðst er við 12 spora
kerfi AA-samtakanna.
Oa samtökin. Átrösk-
un / Matarfíkn / Ofát.
Fundir alla daga. Upp-
lýsingar á www.oa.is
og síma 878 1178.
Ásatrúarfélagið,
Grandagarði 8. Opið
hús alla laugardaga
frá kl. 14.
Kattholt. Flóamark-
aður í Kattholti,
Stangarhyl 2, er opinn
þriðjud. og fimmtud.
frá kl. 14–17. Leiðir 10
og 110 ganga að Katt-
holti.
Minningarkort
Samúðar- og heilla-
óskakort Gídeon-
félagsins er að finna í
anddyrum eða safn-
aðarheimilum flestra
kirkna á landinu, í
Kirkjuhúsinu, á skrif-
stofu KFUM&K og
víðar. Þau eru einnig
afgreidd á skrifstofu
Gídeonfélagsins, Vest-
urgötu 40, alla virka
daga frá kl. 14–16 eða í
síma 562 1870. Allur
ágóði fer til kaupa á
Nýja testamentum
sem gefin verða 10 ára
skólabörnum eða kom-
ið fyrir á sjúkra-
húsum, hjúkr-
unarheimilum,
hótelum, fangelsum og
víðar.
Minningarkort Stóra-
Laugardalssóknar,
Tálknafirði, til styrkt-
ar kirkjubygging-
arsjóði nýrrar kirkju í
Tálknafirði, eru af-
greidd í síma 456-2700.
Minningarspjöld Frí-
kirkjunnar í Hafn-
arfirði fást í Bókabúð
Böðvars, Pennanum í
Hafnarfirði og Blóma-
búðinni Burkna.
Minningakort Ás-
kirkju eru seld á eft-
irtöldum stöðum:
Kirkjushúsinu, Lauga-
vegi 31, þjón-
ustuíbúðum aldraðra
við Dalbraut, Norð-
urbrún 1, Apótekinu
Glæsibæ og Áskirkju,
Vesturbrún 30, sími
588-8870.
KFUM og KFUK og
Samband íslenskra
kristniboða. Minning-
arkort félaganna eru
afgreidd á skrifstof-
unni, Holtavegi 28, í s.
588-8899 milli kl. 10 og
17 virka daga. Gíró- og
kredidkortaþjónusta.
Minningarkort Graf-
arvogskirkju. Minn-
ingarkort Grafarvogs-
kirkju eru til sölu í
kirkjunni, s. 587 9070
eða 587 9080. Hægt er
að nálgast kortin í
Kirkjuhúsinu, Lauga-
vegi 31, Reykjavík.
Í dag er laugardagur 23. ágúst,
235. dagur ársins 2003, Hunda-
dagar enda. Orð dagsins: Ég er
Drottinn, Guð yðar, lifið eftir boð-
orðum mínum og haldið lög mín
og breytið eftir þeim.
(Esk. 20, 20.)
Vefþjóðviljinn gerirvegaframkvæmdir að
umtalsefni í nýlegum
pistli: „Það hlaut að koma
að því, þverun Mjóa-
fjarðar er komin á dag-
skrá. Fyrir skattgreið-
endur er það það eina
jákvæða við þá frétt að
þetta skuli vera Mjói-
fjörður en ekki til dæmis
Breiðafjörður, þótt eng-
inn skyldi hrökkva við
þegar þverun hans ber á
góma eftir nokkur ár.
Það er þegar búið aðþvera Gilsfjörðinn og
verið er að vinna að þver-
un Kolgrafarfjarðar, svo
það er ekki nema eðlilegt
framhald að hringnum
um Breiðafjörð verði á
endanum lokað með þver-
un fjarðarins sjálfs. En
þverun Mjóafjarðar verð-
ur sem sagt líklega eitt af
næstu verkefnum ríkisins
í vegamálum og er þar
ekki um síðra verkefni að
ræða en þverun Kolgraf-
arfjarðarins, sem fyrir
um 700 milljónir króna
styttir veginn á norð-
anverðu Snæfellsnesi um
heila 6,2 kílómetra, eða
svona á að giska 5 mín-
útur í akstri … Þverunin
styttir leiðina um Ísa-
fjarðardjúp öllu meira en
þverun Kolgrafarfjarðar
styttir veginn á norð-
anverðu Snæfellsnesi, en
þar með er ekki sagt að
brúin og vegafram-
kvæmdirnar séu réttlæt-
anlegar. Það er eins með
þessa framkvæmd og
ýmsar aðrar vegafram-
kvæmdir að þær borga
sig ekki nema ef til vill
þegar þær hafa verið
settar inn í forritið sem
reiknar út „þjóðhagslega
hagkvæmni“, sem þýðir
yfirleitt sóun á skattfé á
mannamáli.
Til að finna út hvortvegaframkvæmdir
eru hagkvæmar eða ekki
er hægt að láta notendur
greiða fyrir notkun
mannvirkjanna, en með
þeirri aðferð kæmi fljótt í
ljós að býsna mörg verk-
efni í vegamálum eru alls
ekki hagkvæm, jafnvel
þótt „þjóðhagsleg hag-
kvæmni“ þeirra sé ótví-
ræð og jafnvel gríðarleg.
Samgönguráðuneytið
gaf á dögunum út ritið
Samgöngur í tölum, þar
sem birt eru línu- og súlu-
rit yfir allt milli himins og
jarðar. Þar er meðal ann-
ars athyglisvert súlurit
sem ber nafnið „Fjárveit-
ingar í þúsundum kr. á
hvern kílómetra í kjör-
dæmunum 2002“ og þar
sést að kostnaðurinn er
langmestur í Reykjavík
og á Reykjanesi, en yf-
irstjórn og tilraunir telj-
ast raunar til þessara
svæða eins og getið er um
annars staðar í ritinu.
Það sem þó er athygl-
isverðara er að hvergi er
birt súlurit sem sýnir
notkun veganna eða
kostnað við ekinn kíló-
metra. Engin tilraun er
gerð til að sýna lesendum
að sumir vegir eru sára-
lítið notaðir en aðrir mik-
ið, sem þó væru mik-
ilvægar upplýsingar fyrir
þá sem verða að greiða
fyrir vegina, hvort sem
þeir aka eftir þeim eða
ekki.“
STAKSTEINAR
Þrætt um þveranir
Víkverji skrifar...
VÍKVERJI lifir og hrær-ist í dægurmenning-
unni. Það er – músík, bíó og
teiknimyndir eru hans
heimahagar í menning-
arlegu tilliti. Eitthvað af
þessu hlýtur að hafa með
ungan aldur að gera. Hann
hefur alla vega aldrei
kveikt almennilega á sjálfri
menningunni, sem leynt og
ljóst þykir nú fínni. Vík-
verji hugsar hins vegar á
eftirfarandi hátt. Óperur:
Leiðinlegar. Sígild tónlist:
Hljómar allt eins. Myndlist: Leið-
inleg. Ljóð: Leiðinleg. Nútímadans:
Jaa … kannski. Já, svona er að vera
ungur árþúsundamótamaður.
x x x
NÚ, það sem fylgir því að veradægurmenningarmaður er að
vera sí og æ að glápa á sjónvarp,
skreppa reglulega í kvikmyndahús
og vera stöðugt með dægurtónlist í
eyrunum. Og fletta í Séð og heyrt
eða þess háttar tímaritum stöku
sinnum, þá sjaldan sem lesturinn
knýr á. Allt í lagi, þetta síðasta er
kannski dálítið orðum aukið. Vík-
verji trúir því hins vegar einlæglega
að það sé verið að gera góða og
vonda hluti í öllum listum, hvort sem
þær eru „háar“ eða „lágar“. Nei,
póstmódernistar, það er ekki allt
jafnrétthátt! Það er til góður og
vondur smekkur, innan alls. Það er
hægt að hafa góðan og vondan
smekk fyrir klassík, það er hægt að
hafa góðan og vondan smekk fyrir
kvikmyndum, það er hægt að hafa
góðan og vondan smekk fyrir poppi.
Að þessum orðum sögðum ætlar
Víkverji að snúa sér að íslenskri
kvikmyndamenningu. Og hitnar þá í
kolunum,
x x x
MIKIÐ afskaplega kemur mikiðaf vondum myndum í íslensk
kvikmyndahús um þessar mundir.
Það er endalaust keyrt á með-
almyndum fyrir meðalmanninn og
úrvalið algerlega skyni skroppið!
Víkverji gerir sér grein
fyrir því að það er ávallt
verið að kvarta undan
drasli frá Hollywood en
aldrei er góð (vond?) vísa of
oft kveðin. Þetta er alltof
einsleitt úrval og fólk alið
upp á efni sem er hugsandi
fólki vart bjóðandi. Vík-
verja þykir gott og gaman
að fara endrum og eins á
heilalausar gamanmyndir
en hann vill fá að rækta
hugsandi hliðina á sér líka.
Það þarf vísast að fara til
útlanda til að geta notið góðra kvik-
mynda í kvikmyndahúsum. Svona er
að búa á eyju!
x x x
LJÓSIÐ finnst því helst í gamlagóða viðtækinu. Víkverji sá sér-
deilis frábæran þátt á dögunum,
breskt drama er ber heitið Verk-
smiðjulíf eða Clocking Off og er
sýndur í Sjónvarpinu. Bretarnir eiga
það til að vera naskir í framleiðslu á
fyrirtaks framhaldsþáttum og var sá
þáttur sem Víkverji barði augum
ekkert minna en snilld. Alls kyns
fólk; ófrítt, renglulegt, stælt, fallegt
að takast á við hluti sem hægt var að
samsama sig með. Kannski ættu
Bandaríkjamenn að reyna að læra
eitthvað af gömlu herraþjóðinni?
Verksmiðjulíf: Alvöru þáttur um alvöru fólk.
Bankaútibúi
lokað í
Efra-Breiðholti
NÚ á að fara að loka útibúi
Íslandsbanka í Lóuhólum
og flytja það í Mjóddina. Er
ég mjög sár og leið yfir
þessu því ég hef verið við-
skiptavinur þessa útibús í
fjölda ára og þar hefur
starfað yndislegt fólk.
Ef af þessu verður er
ekkert bankaútibú í Efra-
Breiðholti sem hægt er að
sækja í, sækja þarf alla
bankaþjónustu niður í
Mjódd. Það er ómögulegt
fyrir eldri borgara að þurfa
að taka strætó til að fara í
banka og margir sem ekki
treysta sér til þess.
Og svo er líka búið að
taka af okkur póstútibúið
sem var í Efra-Breiðholti.
Ellilífeyrisþegi.
Ágætt í bítið
Í VELVAKANDA sunnu-
daginn 17. ágúst birtist
grein sem kölluð er Ágætt í
bítið. Sá sem skrifar grein-
ina segist sjá mikinn mun
síðan sumarfólkið tók við. Í
greininni er bætt við að ekki
sé jafnmikið um kukl sem
hefði verið mikið um í vetr-
arþáttum og alls kyns anda-
særingamenn og gott að það
væri búið að kúpla þessu út.
Ég hef séð og hlustað á
alla þættina Ísland í bítið á
Stöð 2 og fannst mér vetr-
arþættirnir bæði fróðlegir
og skemmtilegir. Þau Jó-
hanna og Þórhallur, sem
eru bæði greind og
skemmtileg, stjórnuðu
þessum þáttum með prýði.
María Sigurðardóttir.
Rifsber og
rabarbari
GÓÐVILJAÐIR garðeig-
endur, þeir sem eiga rifsber
og rabarbara aflögu og vilja
leyfa öðrum að tína vinsam-
lega hringið í síma 581 6885.
Tapað/fundið
Stálstrengjagítar
týndist á þjóðhátíð
YAMAHA-stálstrengjagít-
ar týndist á síðustu þjóðhá-
tíð í Vestmannaeyjum.
Hans er sárlega saknað.
Hann er merktur með nöfn-
um Rollinganna á hlið og
laginu Ruby Tuesday á
baki. Skilvís finnandi hafi
samband í síma 562 4742
eða vs. 587 6666.
Myndavél týndist
VIÐ urðum fyrir því óhappi
að týna stafrænni myndavél
Fuji Film 6800 á ferðalagi
fyrir norðan um miðjan júlí.
Trúlega hefur myndavélin
týnst í Vaglaskógi eða á Ak-
ureyri. Vélarinnar er sárt
saknað og þá sérstaklega
vegna myndanna sem í
henni voru. Skilvís finnandi
hafi sambandi í s. 822 9926.
Úr í óskilum
SILFURLITAÐ úr (lítið)
fannst í Austurstræti 19.
ágúst sl. Þeir sem kannast
við úrið vinsamlega hafi
samband í síma 552 2908.
Næla týndist
NÆLA með mynd af Múm-
ínmömmu týndist sl. þriðju-
dag í vesturbæ, Hlíðum eða
á Holtavegi. Skilvís finnandi
hafi samband í síma
553 1486.
Dýrahald
Birta er týnd
BIRTA, sem er hvít, loðin,
persnesk læða, týndist frá
Fellasmára 1 í Kópavogi
laugardaginn 5. júlí sl. Birta
er með brotna vígtönn,
eyrnamerkt en ólarlaus.
Fólk er beðið um að svipast
um í skúrum og kjöllurum
ef hún hefur komist þar inn.
Hennar er sárt saknað og
hafa eigendur áhuga á að
vita hvort hún sé lífs eða lið-
in. Þeir sem hafa orðið varir
við Birtu hafi samband í
síma 564 2001 eða 690 3920
og 820 7050. Fundarlaun.
Átt þú þennan kött?
ÞESSI læða sem er svört,
grá og brúnröndótt með
hvítan maga, loppur og háls
kom til okkar um verslunar-
mannahelgina svöng og
villt. Hún var ekki með ól og
er ekki eyrnamerkt. Ef þú
telur þig eiga hana vinsam-
lega hafðu samband við okk-
ur í Dverghömrum 38 í
Grafarvogi eða í síma
587 5231.
Kettlingar
fást gefins
ÞRÍR kettlingar í Mos-
fellsbæ fást gefins. Þeir eru
10 vikna og kassavanir.
Áhugasamir hafi samband í
síma 866 5772.
VELVAKANDI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 Netfang velvakandi@mbl.is
LÁRÉTT
1 slitur, 4 útlimir, 7 sam-
einað, 8 krók, 9 guð,
11 numið, 13 vaxa,
14 fljót, 15 heilaspuni,
17 atlaga, 20 frost-
skemmd, 22 grafa,
23 fatnaður, 24 stétt,
25 veisla.
LÓÐRÉTT
1 gististaður, 2 hófdýr,
3 auðvelt, 4 líf, 5 tíu,
6 kind, 10 góla, 12 álít,
13 illkvittin, 15 durts,
16 næða, 18 innheimti,
19 fari, 20 maður,
21 ófríð.
LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU
Lárétt: 1 liðleskja, 8 unnum, 9 eykur, 10 pól, 11 skúti,
13 leiti, 15 skalf, 18 öldur, 21 lús, 22 tegla, 23 komma,
24 langvinna.
Lóðrétt: 2 innbú, 3 lampi, 4 svell, 5 jakki, 6 aurs, 7 þrái,
12 tel, 14 ell, 15 sýta, 16 angra, 17 flagg, 18 öskri,
19 Dímon, 20 róar.
Krossgáta
1
7
11
15
22
24
12
14
3
9
20
10
4
8
21
23
25
13
17
5
18
6
19
2
16